Morgunblaðið - 19.11.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
25
fclk í
fréttum
Á Álandseyjum
+ ÞESSI mynd er tekin aí Ashkenasy-fjölskyldunni, er Vladimir hélt tónleika í höfuðborx Álandseyja,
Mariehamn fyrir nokkru. Milli hans og Þórunnar konu hans standa þau Anna Guðjónsdóttir, sem
heldur á 19 mánaða dóttur þeirra, Sasha. Sigrún er hjá þeim hjónum um þessar mundir. Maðurinn
heitir Börje Láng, ok er formaður TónlistarfélaKsins á Álandseyjum. Þórunn og Vladimir eru nú
búsett í Svisslandi.
Gömul
stríðshetja
+ ÞESSI fréttamynd var tek-
in 11. nóvember síðastliðinn,
á „Vopnahlésdaginn*4 við Sig-
urbogann i Paris. Þar var að
venju efnt til minngarathafn-
ar og meðal þeirra, sem þar
mættu, var þessi gamli
franski hermaður, Pierre
Recobre, sem hélt á herdeiid-
arfána sinum, en hann barð-
ist í fyrri heimsstyrjöldinni.
Hlaut Pierre þá margar med-
alíur fyrir framgöngu sína.
Við athöfn þessa lagði
Frakklandsforseti, Giscard
d'Estaing, blómsveig við gröf
Óþekkta hermannsins.
Minnst var og þeirra frönsku
hermanna er féllu i siðari
heimsstyrjöldinni, í Indó
Kína-styrjöldinni og i hernað-
arátökum i Álsir.
Lögmaður
Færeyja
+ SPURNINGIN er
hvort þessi maður
muni verða næsti lög-
maður í Færeyjum og
taka við af Atla Dam.
Þetta er lögþingsmað-
urinn Pauli Ellefsen,
sem er formaður Sam-
bandsflokksins, sem er
stærsti flokkurinn á
færeyska lögþinginu.
Mun hann fyrstur
stjórnmálaforingja í
Færeyjum reyna að
mynda meirihluta-
stjórn í Færeyjum.
Pauli Ellefsen er mað-
ur 44 ára. Hann hefur
setið á þingi í Færeyj-
um frá árinu 1974. Á
því sama ári varð
hann formaður þing-
flokks Sambands-
flokksins á lögþinginu
og formaður flokksins
varð Pauli fyrir tveim
árum.
Þessar stöllur, Anna Maria Garðarsdóttir og Eva Lisa Svansdóttir.
söfnuðu nær 12.000 krónum til Afríkuhjáipar Rauða krossins.
Þessar skólatelpur hafa hjálpað til við að safna peningum til
Afrikusöfnunar Rauða krossins. Þær efndu til hlutaveltu og söfnuðu þar
30.000 krónum. Telpurnar heita Kolbrún Jónsdóttir, Unnur Jóna Bryde,
Eiin Hilmarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir.
Þessir ungu menn, sem eiga heima i Hliðahverfinu í Reykjavik. héldu
hlutaveltu að Drápuhlíð 22, til ágóða fyrir Afrikuhjálp Rauða krossins.
Þeir söfnuðu rúmlega 11.000 krónum. Þeir heita Jóhann D. Snorrason.
Sverrir E. Eiriksson og Ragnar Valsson.
Þessir strákar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Afrikusöfnun Rauða
krossins, að Fögrubrekku 37 i Kópavogi. Þeir söfnuðu 7000 krónum
Strákarnir heita Arnar Grétarsson, ólafur ólafsson og Jón II.
Steingrimsson.
Þessar stöilur, sem eiga heima i Breiðholtshverfi. efndu til hlutaveltu að
Flúðaseli 70, til ágóða fyrir Afrikusöfnun Rauða krossins. Þær söfnuðu
rúmlega 16.700 krónum. Þær heita Guðriður Eiriksdóttir, Bryndis
Árnadóttir og Ásthildur Guðmundsdóttir.