Morgunblaðið - 19.11.1980, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980
Gróska í
siglinga-
íþróttinni
7. þing Siuliniíasamhands ís-
lands var haldið á Hótel Loftleið-
um laugardaginn 1. nóv. sl. Þetta
var fjölmennasta þing sem haldið
heíur verið og sátu það fulltrúar
frá fimm félögum.
Brynjar Valdimarsson fráfar-
andi formaður SÍL bauð fund-
armenn velkomna og lýsti þvi
yfir að hann myndi ekki gefa
kost á sér til endurkjörs, en i
hans stað var kosinn Bjarni
Hannesson læknir.
Á þessu þingi voru rædd ýmis
áhugaverð mál. Ari Bergmann sat
sat þing norræna Siglingasam-
bandsins dagana 16.—18. október
1980 og kom meðal annars fram í
máli hans að Island var tekið
formlega inn í norræna Siglinga-
sambandið og samþykktu fund-
armenn í Stokkhólmi það með
lófataki. Einnig var samþykkt að
þing sambandsins yrði haldið í
Reykjavík 16.—17. október 1982.
Er það mikið gleðiefni fyrir sigl-
ingamenn hér á landi. í umræðum
um önnur mál var lögð fram
ályktun sem undirrituð var af
fulltrúum allra félaga á Reykja-
víkursvæðinu um mengunarvarnir
vegna holræsa sem liggja út í sjó
við klúbbana. Ályktunin er svo-
hljóðandi: „7. þing Siglingasam-
bands íslands, haldið á Hótel
Loftleiðum 1. nóv. 1980, samþykk-
ir að skora á borgaryfirvöld
Reykjavíkur, svo og á bæjaryfir-
völd í Kópavogi, Garðabæ og
Hafnarfirði að hefja hið fyrsta
undirbúning og framkvæmdir við
framlengingu þeirra skolpleiðsla,
sem enda í flæðarmáli þessara
bæjarfélaga. Þingið áréttar þá
staðreynd, að á þessum svæðum
Þinginu er ljóst, að þessu fylgir
mikill kostnaður, en það réttlætir
ekki þann drátt, sem orðinn er á
að gera þessi svæði hrein á ný.“
Var ályktunin samþykkt sam-
hljóða.
Seglbátadeild Nökkva á Akur-
eyri gerði að tillögu sinni að
haldið yrði á hverju ári opið mót
sem kallast skyldi: „Opna Akur-
eyrarmótið" þar sem allir sigl-
ingamenn af öllu landinu myndu
koma saman og keppa innbyrðis.
Var þetta samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum. Ákveðið var
að fyrsta keppnin yrði haldin
næsta ár í tengslum við landsmót-
ið.
Ein lagabreytingartillaga kom
fram á þinginu svo og aðrar
tillögur um nefndarskipan og
spunnust nokkrar umræður um
þær. Fundarmenn samþykktu ein-
róma tillögu þess efnis að fagna
skyldi inngöngu okkar í norræna
siglingasambandið og vænta góðr-
ar samvinnu við þau lönd sem eru
innan hóps H í International
Yacht Raising Union en í þeim
hópi eru Svíar, Danir, Finnar,
Norðmenn og við.
í stjórn SIL fyrir árið 1981 voru
kosnir:
Formaður: Bjarni Hannesson,
varaformaður, Ari Bergmann Ein-
arsson, gjaldkeri, Steinar Gunn-
arsson, ritari, Ingi Ásmundsson,
meðstjórnandi, Gunnlaugur Jón-
asson. í varastjórn voru kosnir.
Erling Ásgeirsson, Sigurður Stef-
ánsson, Sævar Örn Sigurðsson.
I þinghléi voru afhent verðlaun
fyrir besta árangur í íslandsmót-
um sumarsins. Betra seint en
aldrei. Verðlaunahafar urðu þess-
ir:
Optimist-flokkur:
Morror-flokkur:
Laser-flokkur:
Wayfarer-flokkur:
Fireball-flokkur:
Opinn-flokkur:
Flipper-flokkur:
Fi m m t udagskeppni:
Baldvin Björgvinsson
Guðmundur Björgvinsson
Gunnlaugur Jónasson
Arni Bergmann Einarsson
Gunnlaugur Jónasson
Rúnar Steinsen
Snorri Hreggviðsson
Rúnar Steinsen
Ýmir/Kópanes
Ýmir
Ýmir
Brokey
Ýmir
Ýmir
Vogur
Ýmir
stunda hundruð barna, unglinga
og fullorðinna siglingar sér til
ánægju og heilsubótar, í tóm-
stunda- og æskulýðsklúbbum við-
komandi borgar- og bæjarfélaga.
Sú mengun og óþrifnaður, sem hér
um ræðir fer vaxandi með hverju
ári.
I lok þingsins þakkaði Bjarn
Hannesson það traust sem honurr
var sýnt og lýsti yfir áhuga á þvi
að stofna fleiri siglingaklúbba á
landsbyggðinni.
Siglingaþing var að þessu sinni
mjög vel undirbúið og var öll
umræða málefnaleg og er þar um
miklar framfarir að ræða frá fyrri
tíð.
Getrauna- spá MBL. -g « JS 2 c s u u o s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World , Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Everton X 1 1 1 1 1 5 1 0
Birmingham — Tottenham X X 1 X 1 1 0 3 3
Brighton — Man. Utd. 1 2 2 2 X 2 1 1 4
Liverpool — Aston Villa 1 1 X X 1 1 4 2 0
Manchest. C. — Coventry 1 1 1 X 1 X 4 2 0
Middlesb. — Wolverhampt. 1 1 1 1 1 2 5 0 1
Norwich — Sunderland 1 1 1 1 1 1 6 0 0
N. Forest — Ipswich 1 X X X X 1 2 4 0
Southampton — Leeds. 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Stoke — Cr. Palace X 1 1 X 2 X 3 2 1
West B. — Leicester 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Shrewsbury — Notts County 1 X X 2 X X 1 4 1
Verðlaunahafar á tslandsmótinu i siglingum i sumar. Verðlaunin voru afhent á þingi Siglingasambands-
ins.
Þrír ungir og efnilegir siglingamenn: Guðmundur Kærnested, Baldvin Brynjarsson, og Jón G. Aðils.
„Ætla að mæta á Wembley í vor
þegar Arsenal tekur á móti
bikarnum“ — segir spámaöur vikunnar
Ingi Björn Albertsson
AÐ ÞEiSSU sinni fáum við þekkt-
an knattspyrnumann og ákafan
Arsenal-aðdáanda, Inga Björn
Albcrtsson, framkvæmdastjóra,
til þess að spá um úrslit leikja
helgarinnar sem er framundan.
Það er ekki að furða þó að Ingi
Björn sé hrifinn af Arsenal.
Faðir hans, Albert Guðmunds-
son, lék með liðinu um tíma. Ingi
hefur fylgst með ensku knatt-
spyrnunni í fjölda mörg ár og
ávalLt tekið þátt i getrauna-
spánni. Einu sinni hefur hann
hlotið vinning. í siðustu viku
náði hann átta réttum.
Ingi Björn er eins og vel flestum
er kunnugt Valsmaður og var í
mörg ár fyrirliði meistaraflokks í
knattspyrnu. Árið 1978 varð hann
fyrir því óhappi að meiðast og
hefur átt við slæm meiðsli að
stríða í hné og ökkla. Ingi var
tvískorinn á hné og einu sinni á
3.256.000.- kr.
fyrir 11 rétta
í 13. leikviku Getrauna komu
fram 6 raðir með 11 réttum og
var vinningur fyrir hverja röð
kr. 1.407.500.- Með 10 rétta voru
82 raðir og var vinningur fyrir
hverja röð kr. 44.100.-
Kona úr Kópavogi hitti á 11
rétta á kerfisseðil, en var svo
óheppin, að ein „tvítryggingin"
skaut framhjá eða „hitti ekki“. Þá
koma fram tvær raðir með 11
réttum og 10 raðir með 10 réttum,
ökkla. Hann hefur nú góða von um
að vera nú loks að ná bata. Að
sögn er hann farinn að æfa létt og
ætlar sér að verða með á fullri
ferð næsta keppnistímabil ef
meiðslin taka sig ekki upp. Sagðist
Ingi hafa saknað þess alveg gífur-
lega að geta ekki leikið knatt-
spyrnu. „Árin eru fljót að líða og
því slæmt að missa úr,“ sagði Ingi.
Ingi var spurður að því hver
væri uppáhaldsleikmaður hans í
ensku knattspyrnunni og hvaða lið
myndi vera í baráttunni í ár?
„Eg held mikið uppá Frank
Stapleton og Ray Kennedy. Arsen-
al er mitt lið og þeir verða í
toppbaráttunni í vetur um titilinn
ásamt Liverpool, Ipswich og
máske Man. Utd. Þó verð ég að
segja að af þessum fjórum liðum
tel ég Man. Utd eiga minnsta
möguleika. Nú, Arsenal verður að
venju í bikarúrslitum á Wembley
svo að vinningur hennar fyrir
þennan seðil verður kr. 3.256.000-
Reikningar Dönsku getraun-
anna eru nýkomnir út. Heildarsal-
an starfsárið, sem lauk 30. júní,
nam um 70,4 milljörðum ísl. kr. og
hafði vaxið um 11% frá fyrra ári.
Af 16,2 milljarða kr. hagnaði fóru
11,5 milljarðar til íþróttamála og
af því komu í hlut Danska íþrótta-
sambandsins rúmir 5 milljarðar,
Samband Skot- og fimleikafélaga
fékk 2,6 milljarða, og knatt-
spyrnusambandið og ólympíu-
nefndin 230 milljónir hvor aðili.
Injfi Björn Albertsson
eins og undanfarin þrjú ár. Og ég
ætla að mæta á Wembley í vor og
vera viðstaddur þegar þeir taka á
móti bikarnum. Það er verst hvað
Arsenal þarf að dragast á móti
sterkum mótherjum. En þeir sigra
þá alla og sanna þar með gæði
sín,“ sagði Ingi og var greinilega
stoltur af liði sínu, Arsenal. Hér
kemur svo spá Inga:
Arsenal — Everton 1
Birmingham — Tottenham 2
Brighton — Man. Utd X
Liverpool — Aston Villa 1
Manch. City — Coventry 1
Middlesbro — Wolves X
Norwich — Sunderland 1
Nott. Forest — Ipswich 2
Southampton — Leeds X
Stoke — Crystal Palace 1
WBA — Leicester 1
Shrewsbury — Notts County 2
t t r ÞR.
Breiðablik
AÐALFUNDUR knattspyrnu-
deildar Breiðabliks verður hald-
inn sunnudaginn 23.11 i félags-
heimili knattspyrnudeildar
(Blikastöðum). Fundurinn hefst
kl. 14. Dagskrá venjuleg
aðalíundarstörf. Stjórnin.
Sex tókst að
ná í 11 rétta