Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.11.1980, Blaðsíða 32
y ^SÍminn á afgreiöslunni er 83033 ^Síminn á afgreiðslunni er 83033 JMargonblnbib MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1980 422 þús- und kr. fást fyrir 1 kg af æðardúni VERÐ á a'íiardúni hofur ha'kkaú mj<>K ört á hcimsmarkaöi sl. ár og er heimsmarkaðsverA á einu kílói af hreinsuóum islenzkum dúni nú 1.425 vestur-þýzk mörk eða 422 þús. 513 kr. ísl. Fyrir u.þ.h. ári var verðið um G50 mörk eða 192 þús. 725 kr. og er hér miðað við útflutningsverð. l>etta kom m.a. fram á fjöl- mcnnum aðalfundi /Eðarræktar- félatts Islands. sem haldinn var sl. lauftardag. Að sögn Árna G. Péturssonar, ráðunauts Búnaðarfélagsins í æð- arrækt, voru á milli 50 til 60 manns á fundinum en um 270 manns eru í félaginu og væru það bæði æðarræktendur og áhuga- menn. Arni sagði að mikill hugur hefði verið í mönnum á fundinum og væri sívaxandi viðkoma vargfugls og minks þyrnir í augum þeirra. Hann sagði einnig, að íslenzkur dúnn væri sá verðmætasti á heimsmarkaðinum, og því væri hér um að ræða arðbæra atvinnu- grein, því fyrirséð væri að dúnn- inn myndi hækka í verði með ári hverju. Framleiðsla á dúni hér- lendis nemur í ár um 2.000 kg. en að sögn Arna var hún mest um 4.000 kg. þegar bezt lét á öldinni. Núverandi formaður Æðarrækt- arfélagsins er Olafur E. Ólafsson. í.jósm. Mhl. KÖE ok Krlstján. Sigurður Helgason forstjóri FlugleiÖa: „Fögnum afgreiðslu málsins á Alþingi“ „VID fögnum því að afgrciðsla þessa máls á Alþingi skuli vera komin í höfn og vonum að eftirleik- urinn verði í samræmi við það. en nú er framkvæmdin eftir og þar kemur til mat á veðhæfni eigna Flugleiða í samhandi við þau íán sem heimilt er að taka samkvæmt lögunum.“ sagði Sigurður Helga- son forstjóri Flugleiða í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sigurður kvað það ávallt matsat- riði hver veðhæfni eigna væri, en hann kvað stjórn Flugleiða hafa tekið ákvörðun í málinu í þeirri trú að félagið fengi þessa fyrirgreiðslu. „Við erum löngu komnir á fulla ferð með allt sem heitir flug á Atlantshafinu og árangurinn sem við erum að ná er í samræmi við það sem við reiknuðum með í nýtingu og farþegafjölda." Um 30% samdráttur hjá Elkem: Oðrum ofni Járnblendi- félagsins verður lokað ELKEM, norska fyrirta'kið, sem hefur með sölu á framleiðslu íslenzka járnhlendifélagsins að gera. hefur ákveðið að minnka framleiðslu sina á járnblendi, ferro-silicon. um 30%, vegna hinnar slæmu stöðu á markaðin- um um þessar mundir. Þetta kemur fram í frétt tímaritsins „Metal Bulletin" i siðustu viku. Þar segir, að þegar hafi verið ákveðið að loka öðrum ofni verk- smiðju Islenzka járnblendifélags- ins og einum ofni hjá norska fyrirtækinu Fiskaa Verk, auk þess sem framleiðsla verði mjög dregin saman hjá öðrum verksmiðjum fyrirtækisins. „Sú ákvörðun, að loka öðrum ofni verksmiðjunnar á Islandi, hlýtur að hafa verið erfið með tilliti til þess, að fyrri ofn verk- smiðjunnar var tekinn í notkun á miðju ári 1979 og sá síðari fyrr á þessu ári. Lokun-ofnsins gerir það að verkum, að framleiðsla verk- smiðjunnar verður ekki nema 25 þúsund tonn í stað 50 þúsund tonna,“ segir ennfremur í frétt- inni. Þá segir, að Elkem hafi fyrr lokað einum af fjórum stærstu ofnum Fiskaa Verk-verksmiðj- unnar og lokun ofnsins að þessu sinni muni minnka framleiðslu fyrirtækisins um 12 þúsund tonn. Þá eru þessar fréttir mjög athyglisverðar fyrir þær sakir, að enn eru í gangi viðræður Elkem við Union Carbide, um kaup El- kem á Union Carbide. Fyrsta ófærð vegna snjóa virðist árlega koma bifreiðaeigendum i opna skjöldu. að sögn lögreglunnar. Bifreiðar eru illa undir vetrarakstur húnar og sannaðist þetta enn á ný i gær. Þrátt fyrir að liðið sé undir lok nóvembermánaðar varð mikið umferðaröngþveiti á höfuðborgarsvæðinu og ástæðan í flestum tilfellum illa búnar bifreiðar. Stærri myndin var tekin i Kópavogi um miðjan dag i gær, en frá kl. hálf þrjú til klukkan fimm var vegurinn frá Kringlumýrarbraut i gegnum Kópavog og Garðabæ og allt til Hafnarfjarðar ein samfelld keðja, bíll við bil. Mikið var einnig um smáárekstra vegna hálkunnar og lögreglan hafði víða i nógu að snúast í gærkvöldi vegna kvartana um að börn gerðu sér að leik að hanga aftan i bifreiðum. Báðu lögrcglumenn Mbl. að brýna fyrir börnum og foreldrum þeirra að slikt væri hættulegur leikur. Frækilegt björg- unarafrek á nýju þyrlunni í gær TF RÁN, hin nýja þyrla Landhelg- isgæzlunnar, og áhöfn hennar, Þór- hallur Karlsson flugstjóri, Björn Jónsson flugmaður og Sigurður Árnason skipherra, unnu fra'kilegt Skerðing kaupgjalds- vísitölunnar yfirvofandi björgunarafrek í gær, er þeir sóttu mjög veikan mann að Hornbjargs- vita í Látravík á Ströndum við mjög erfið skilyrði. Maðurinn, sem gegnt hefur vitavarðarstarfi í af- leysingum. hafði fengið hjartaáfall og að sögn Tómasar Jónssonar læknis við sjúkrahúsið á ísafirði í gærkvöldi var líðan hans þá eftir atvikum. Maðurinn veiktist mjög illa árla dags í gær og var þá beðið um aðstoð. Vegna veðurs komst þyrlan ekki í loftið í Reykjavík fyrr en kl. 14 og var einnig mikill viðbúnaður hjá Slysavarnadeildinni Skutli á ísa- firði. Varðskipið Ægir hélt áleiðis ef marka má ummæli viðskiptaráðherra, sagði Karvel Pálmason KARVEL Pálmason túlkaði um- ma'li Tómasar Árnasonar, við- skiptaráðherra, um samræmdar efnahagsráðstafanir i tengslum við gjaldeyrishreytingu. á þá leið, að stefnt væri í skerðingu umsam- inna kjaraatriða ASÍ-fólks. Pétur Sigurðsson sagði og sýnt, af um- mælum ráðherra, að hugað væri að frekari skerðingu sjómannakjara um fiskverð. Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði í Sameinuðu þingi í gær að samræmdar efnahagsráð- stafanir, í tengslum við gjaldmiðils- breytingu, væru enn í umfjöllun ríkisstjórnar. Þær yrðu hins vegar lagðar fyrir Alþingi strax og full- búnar væru. Það væri hins vegar persónulegt mat sitt að þær þyrftu að grípa á öllum verðmyndunar- þáttum, þar á meðal verðbótum launa, fiskverði o.fl. Pétur Sigurðsson lagði og fram á Alþingi í gær fyrirspurn til forsæt- isráðherra, svohljóðandi: „Munu fulltrúar 40 þúsund launþega, sem mæta til ASÍ-þings 24. nóvember, fá skýrðar fyrirhugaðar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem boðaðar voru í stefnuræðu forsætisráðherra að fylgja mundu í kjölfar mynt- breytingarinnar?“. Sjá nánar á þingsiðu bls. 18. til Isafjarðar og var ákveðið að halda þaðan með björgunarlið og lækni sjóleiðis til Hornvíkur og fara síðan á snjósleðum og þotum yfir í Látravík eftir manninum. Þyrlunni tókst á giftusamlegan hátt að lenda í Látravík þrátt fyrir erfiðar aðstæður og komast þaðan til ísafjarðar og var maðurinn kominn á sjúkrahúsið þar laust eftir klukkan fjögur síðdegis í gær. Sjá bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.