Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 „Hef ekki trú á niðurfellingu flugvallaskatts44 MORGUNBLAÐIÐ innti Steingrím Ilermannsson sam- gönguráðherra álits á þeim hugmyndum sem fram hafa komið hjá ferðaskrifstofum og fleiri aðilum sem vinna að ferðamálum að fella niður flugvallarskattinn. Steingrímur sagði þetta at- riði fjárlagamál þar sem flugvallarskatturinn rennur til flugvallagerðar. „Ég hef ekki mikla trú á því að skatt- urinn verði felldur niður, því þá vantar nýjan stofn í stað- inn og mér finnst ekki óeðli- legt að einhver skattur sé greiddur í þessu sambandi. Þakkarávarp Þakka af alhug öllum þeim sem glöddu mig meö heimsóknum á afmælisdegi mínum 9. nóvember sl. og geröu mér daginn ógleymanlegan. Theódór Friöriksson, Hraunbæ 100, Rvk. EVITA HÁRGREIÐSLU- OG SNYRTIVÖRU- VERZLUN, LAUGAVEGI 41, SÍMI 28828. Tízkupermanent Klippingar Lokkalýsingar Tökum pantanir fyrir jólin. Glansvask Næringarnudd o.fl. í snyrtivörum bjóöum vió hló þekkta, franska anyrti- vörumarki t i lötÁyj nADlC PARIS* ásamt ýmsu öóru. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-6. LAUGARDAGA FRÁ 9-1. Munið Þórskabarett alltaf á sunnudögum Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Hringið 1í símai 35408 Miðbær: Laufásvegur frá 2—57. Þingholtsstræti. Laugavegur frá 1—33. „Hjól verðbólgjannar vinda sig um Island“ — segir Financial Times í fyrirsögn greinar um efnahagsmál á Islandi London. 20. nóvember. frá Kinari K. Guðfinnssyni. „VERÐBÓLGUHJÓLIÐ vindur sig utan um ísland“ er iausleg þýðing á fyrirsögn Financial Times í ga*r, þar sem fjailað er um íslenzkt efnahagsiíf í nokkuð ítarlegri grein. Financial Times er ákaflega virt enskt blað, sem fjallar einkum um efnahagsmái og nýtur mikiis álits á þeim vettvangi. Höfundur greinarinnar er William Dullforce, sem fyrir nokkru var í Reykjavík. í upphafi greinarinnar er vitnað til Þorsteins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vinnuveitendasam- bands Islands, þar sem hann segir, að verðbólgan verði 87% að ári nema ríkisstjórnin grípi í taum- ana. Blaðið segir þessa viðvörun Þorsteins Pálssonar lýsa því vel, að óðaverðbólgan, sjúkdómurinn sem hrjáir ísland, sé líkleg til að versna. Ennfremur varpi hún ljósi á þann vanda, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen sé í. British Airways getur ekki borg- að út laun 1. des. SAMKVÆMT upplýsingum IATA, Alþjóðasamtökum flugfé- laga, er 1980 erfiðasta ár í sögu farþegaflugsins. Nú berast þær fréttir, að jafnvel hin stærstu og stöndugust flugfélög eins og Brit- ish Airways eiga í slíkum vand- ræðum, að þau geta engan eginn staðið við sínar skuldbindingar. Félagið hefur að undanförnu selt ýmsar eignir sínar og sam- kvæmt síðustu fréttum er nú svo komið, að fyrirtækið getur ekki greitt starfsmönnum sínum út laun 1. desember nk. í greininni er vikið að sögulegri stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsen. Sagt er, að árið 1979 hafi verðlag á neyzluvörum hækkað um 61%. I stjórnarsáttmálanum hafi verið kveðið á um, að árið 1982 ætti verðbólgan að vera orðin svipuð á Islandi og í helztu viðskiptalöndum okkar. Þegar í febrúar sl. var ljóst að þetta átti ekki við rök að styðjast, segir Financial Times. Þá segir greinar- höfundur, að gengisfelling sé nán- ast orðin vani á Islandi. Til gengisfellingar sé gripið til að mæta þeim miklu erlendu kostn- aðarhækkunum, sem stöðugt verða, og koma hart niður á útflutningsgreinunum. STJÓRNARANDSTAÐAN HEFUR LÍKLEGA RÉTT FYRIR SÉR Aðdragandinn að stjórnar- mynduninni og þær aðferðir sem Gunnar Thoroddsen viðhafði hafa skerpt stjórnarandstöðuna, segir William Dullforce. Stjórnarand- stæðingar hafa sakað ríkisstjórn- ina um algjört aðgerðarleysi. Það er ekki rétt, segir hann, en engu að síður hefur allur bati í efnahags- lífinu reynzt skammvinnur. Willi- am Dullforce fjallar nokkuð um þá kjarasamninga, sem gerðir hafa verið, bæði við BSRB og á hinum almenna vinnumarkaði. Þær launahækkanir, sem þeir höfðu í för með sér, segir hann að verði að skoða í ljósi þess, að rauntekjur þorra Islendinga, hafa rýrnað um 5—7% á síðasta l'/fe ári. Þessi kjaraskerðing stafaði af vísitölu- skerðingu og því að grunnlaun hækkuðu einungis um 3% á síð- asta ári. Þá er í greininni í Financial Times vikið að því markmiði ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen að koma verðbólgunni niður í 42% á næsta ári. „Til að það megi takast áætlar Þorsteinn Pálsson að ríkisstjórnin þurfi að skerða vísitöluna um fjórðung á næstu 12 mánuðum," segir Financial Times. Stjórnarandstæðingar, Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur, segja ríkisstjórnina ekki munu hafa þrek til að grípa til svo víðtækra ráðstafana, sem muni skerða lífskjörin. Reynslan sýnir, að stjórnarandstaðan hefur líklega á réttu að standa, segir Dullforce. Þó ríkisstjórnin hafi ekki sýnt þann vilja sinn í verki á hún möguleika á ýmsum leiðum að mati greinarhöfundar. Alþýðu- bandalagið gæti nýtt sér tengsl sín í verkalýðshreyfingunni til að skerða vísitöluna og svo virðist sem framsóknarmenn séu reiðu- búnir að halda búvöruverði niðri, segir blaðið ennfremur. Tækist þetta, væri ríkisstjórnin í sterkri stöðu til að ráða við sjómenn út af launum þeirra, það gæti einmitt verið unnt að stemma stigu við kostnaðarhækkunum í fiskiðnað- inum. Við þessa niðurstöðu sína bætir Dullforce síðan, að almennt talað sé fiskiðnaðurinn á Islandi ekki illa á vegi staddur. VERSNANDI ÞJÓNUSTUJÖFNUÐUR í lok greinarinnar er farið nokkrum orðum um viðskiptajöfn- uðinn við útlönd. Vakin er athygli á því, að halli á viðskiptajöfnuði verði ekki jafn mikill og spáð var. Þjónustujöfnuður muni hins vegar versna vegna erfiðleika Flugleiða. í fyrra og hitteðfyrra hafi verið afgangur á viðskiptajöfnuði okkar við útlönd, en halli á vöruskipta- jöfnuði síðastliðið ár. Erlend láns- fjárbyrði hafi aukizt á árinu og er nú 16% af útflutningstekjum. Þó að vonir standi til að við- skiptajöfnuður náist á árinu sé ekki útlit fyrir, að hallinn á þjónustujöfnuði lagist. — „Það er því frekari ástæða fyrir ríkis- stjórn herra Thoroddsen að taka efnahagsmálin til athugunar," segir William Dullforce orðrétt í grein sinni í Financial Times. í lok greinar sinnar segir hann síðan: „í janúar hyggst ríkis- stjórnin framkvæma gjaldmiðils- breytingu, sem fyrir löngu er orðin tímabær. 100 núgildandi' krónum verður þá breytt í eina nýkrónu. Þetta virðist vera kjörið tækifæri til að gera nú raunveru- lega atrennu að verðbólgunni." Síldarbátarnir aftur komnir á Reyðarfjörðinn Eskifirði. 20. nóvembcr. EFTIR rólegheit yfir síldveiðun- um hér á Reyðarfirði um nokkurn tíma, fylltist fjörðurinn aftur af skipum í dag. Nú í ljósaskiptunum eru um 20 nótaskip að síldveiðum rétt úti af Hólmanesinu og voru þau flest með vinnuljós uppi. Því má reikna með, að eitthvað hafi þau verið að fá. Undanfarið munu skipin hafa verið í Lónsbug og afli verið heldur tregur. Um síðustu helgi var síðasta söltun hér, en þá kom Sigurbára VE með 1200 tunnur, skipstjóri Eggert Gíslason. Lagði Sigurbára upp hjá Auðbjörgu. — Ævar qr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.