Morgunblaðið - 21.11.1980, Side 18

Morgunblaðið - 21.11.1980, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 Eftirlaun aldraðra: Onóg kynning á réttindum aldraðs fólks 10% nota lífeyris- rétt samkvæmt nýjum lögum Með loKum um eftirlaun aldraðra, sem tóku gildi um sl. áramnt, öðluðust 3000— 3500 manns rétt til lífeyris- greiðslu samkvæmt þessum lögum. Magnús II. Magnús- son (A) spurðist fyrir um, hve margir hefðu notfært sér þennan rétt. í svari Svavars Gestssonar, félags- málaráðhera, kom fram. að 400 hefðu sótt um þennan lífeyri og 222 fengið — eða innan við 10% þeirra, sem talið var að rétt ættu til lífeyrisins. Á fjárlögum árs- ins var áætiað 1350 m.kr. vegna þessa lagaákvæðis, en aðeins 124,6 m.kr. hafa ver- ið greiddar. Svavar Gestsson, félags- málaráðherra, taldi orsök þess, hve fáir nota þennan rétt, þekkingarleysi viðkom- enda og ónóga kynningu af hálfu opinberra aðila sem um eiga að fjalla. Boðaði hann kynningarherferð til að koma vitneskju hér að lútandi á framfæri. Magnús H. Magnússon taldi hinsvegar að nýta ætti þá tölvutækni og þau upplýs- ingagögn, sem skattakerfið hefur yfir að ráða, til að gera skrá um rétthafa til þessa lífeyris, þann veg, að réttur- inn yrði færður á borð við- komenda. Halldór Ásgrimsson Friðrik Sophusson Pétur SÍKurðsson Benedikt Gröndai Albert Guðmundsson Ragnar Arnalds Eg”' Kjaradómur ákveði kaup og kjör þingmanna Leiðrétting: Birgðastöð í Helguvík Á þingsíðu Mbl. í fyrradag er greint frá tillögu til þings- ályktunar um að hraða ákvörð- unum og framkvæmdum v.ið olíubirgðastöð í Helguvík. Þar er fyrsti flutningsmaður tilgreindur Ólafur Björnsson (A), sem rétt er, en niður féllu nöfn meðflutningsmanna, en til- löguna flytja þingmenn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjördæmi (Karl Steinar Guðnason, Matthías Á. Mathiesen, Ólafur G. Einarsson og Salome Þorkelsdóttir). Getur þýtt verulega launahækkun á versta tima, sagði f jármálaráðherra Frumvarp tii laga um þingfararkaup alþingismanna, þess efnis, að Kjaradómur ákveði þingfararkaup og önnur kjör þingmanna, var samþykkt sem lög frá Alþingi með 21x1 atkvæði í neðri deild i gær. Frumvarpið hafði áður hlotið san • Halldór Ásgrimsson (F) mælti fyrir nefndaráliti, sem fól í sér stuðning við frumvarpið. } máli hans kom fram að einn nefndar- maður, Matthías Á. Mathiesen, hefði verið fjarverandi afgreiðslu nefndarinnar, vegna veikinda, og annar nefndarmaður, Albert Guð- mundsson. hefði ekki tekið þátt í afgreiðslu málsins. • Pétur Sigurðsson (S) kunngerði minnihlutaálit Matthíasar Á. Mathiesen (S), þess efnis, að hann teldi rétt að Alþingi hefði áfram með höndum þetta ákvörðunar- vald, en afhenti það ekki aðila utan þings. Hér væri um „prinsipp“-at- riði að ræða, auk þess sem hið breytta fyrirkomulag myndi frem- ur leiða til hækkunar en lækkunar fkki efri deildar. þingfararkaups. Hér væri um und- anlátssemi að ræða við utanaðkom- andi þrýsting, einkum frá „rauð- vínspressunni", sagði Pétur. • Albert Guðmundsson (S) sagð- ist sammála síðasta ræðumanni. Ég kann illa við að Alþingi sendi „vandamál", sem það á að leysa sjálft, út í bæ. Þetta er flótti undan utanaðkomandi þrýstingi. Færa mátti starfssvið þingfararkaups- nefndar yfir á þingforseta, sem ábyrgð af rekstri þingsins hvílir á, en þessi breyting er viðurkenning á vanmætti Alþingis. • Friðrik Sophusson (S) sagði frumvarpið samkomulagsmál þing- flokka. Sjálfsákvörðun þingmanna á eigin kaupi og kjörum hefði verið Stefán Jónsson, alþingismaður: Ríkiseinkasala á sjón- varps- og útvarpstækjum Aðrir þingmenn leggja til að útvarpið fái aðflutnings- gjöld af sjónvarpstækjum sem markaðan tekjustofn Stefán Jónsson. þingmaður Alþýðubandalags, lýsti því yfir í umræðu um rikisútvarpið á Alþingi i gær. að hann hygðist bera fram breytingartillögu við frumvarp Eiðs Guðnasonar. þess efnis, að rikisútvarpið fengi á ný einkasölurétt á viðtækjum (útvarps- tækjum og sjónvarpstækjum). Frumvarp Eiðs Guðnasonar (A) felur það í sér, eins og áður hefur verið frá skýrt á þingsíðu Mbl., að ríkisútvarpið fái í þrjú ár (frá samþykkt frumvarpsins ef að lögum verður) aðflutnings- gjöld af sjónvarpstækjum og hlutum í þau (þ.e. tolltekjur). — Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) hafði og flutt breytingartil- lögu við frumvarpið þess efnis, að ríkisútvarpið fengi umrædd aðflutningsgjöld sem markaðan tekjustofn án tímasetningar um, hvenær niður félli. í umræðunni tók til máls Davíð Aðalsteinsson auk fram- angreindra þingmanna, og lét í ljós samþykki við þennan tekju- póst ríkisútvarpsins. Hafa því talsmenn úr fjórum þingflokk- um lýst sig fylgjandi því, að ríkisútvarpið fái umrædd að- flutningsgjöld sem tekjustofn (sem gengur á svig við fjárlaga- frumvarp fjármálaráðherra). Áð auki vill Stefán Jónsson færa viðtækjaverzlun í einkasöluform á ný. Ríkisútvarpið var rekið með miklum halla sl. ár og stefnir í enn meiri halla í ár. umdeild og því rétt að hlutlaus aðili, Kjaradómur, ákvæði kaup þingmanna með hliðsjón af eðli- legri viðmiðun í þjóðfélaginu. • Benedikt Gröndal (A) sagði rétt, enda grundvallaratriði í stjórnskipan, að einn aðili í ríkis- kerfinu hefði eftirlit og væri hemill á annan. Ekkert væri athugavert við það né væri það niðurlægjandi fyrir Alþingi þó hlutlaus aðili, Kjaradómur, ákvæði þingfarar- kaup. Það er valdahroki að halda öðru fram. • Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, sagði þetta frumvarp engan- veginn óumdeilanlegt. Sum ákvæði þess þyrftu nánari skoðunar við. Allar líkur benda og til að þing- menn geti átt von á talsverðri launahækkun með þessu breytta fyrirkomulagi, sem e.t.v. skellur yfir á versta tíma, þegar þess er krafizt af öðrum að gæta hófs á launavettvangi. Ráðherra sagði ekki rétt að láta þetta mál „læðast gegn um þingið". Hann gagnrýndi og 11. gr. frumvarpsins, sem felur það í sér að þingmaður er gegnir starfi hjá ríki eða ríkisstofnun — með þingmennsku — skuli njóta launa skv. mati viðkomandi ráðu- neytis, þó aldrei hærra en 50%. Hér væri boðið upp á ósamræmi. Að lokinni umræðu var frum- varpið samþykkt til þriðju um- ræðu. Og að lokinni þriðju um- ræðu, sem fór fram á nýjum fundi nokkru síðar, var frumvarpið sam- þykkt sem lög frá Alþingi með 21x1 atkvæði en í þingdeildinni eru 40 þingmenn. Rókhald Alþingis til ríkisbókhaldsins Sverrir Hermannsson, for- seti neðri deildar Alþingis, upplýsti i umræðum á Alþingi í gær, að bókhald Alþingis, sem í rúmlega hundrað þing hefur verið í höndum þess sjálfs, verði flutt til ríkisbók- haldsins um komandi áramót. Aðspurður um þessa breyt- ingu sagði þingdeildarforseti, að ríkisbókhaldið hefði yfir að ráða tækninýjungum tölvubók- halds. Hér væri um það eitt að ræða að færa bókhald Alþingis til samræmis við annað bók- hald ríkisgeirans, þann veg, að allar bókhaldslegar niðurstöð- ur rekstrarliða væru tiltækar frá degi til dags, en það væri nauðsynlegt stjórnunaratriði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.