Morgunblaðið - 21.11.1980, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980
Minning:
Helga Jóhannsdótt-
ir frá Sveinatungu
Fædd 24. apríl 1900.
Dáin 11. nóvember 1980.
I dag er til moldar borin móður-
systir mín Helga Jóhannsdóttir.
Hún var fædd 24. apríl árið 1900
í Sveinatungu í Norðurárdal í
Borgarfirði, dóttir hjónanna Jó-
hanns Eyjólfssonar bónda og al-
þingismanns, og Ingibjargar Sig-
urðardóttur. Helga var 5 í röðinni
af 11 börnum þeirra hjóna. Þrjú
þeirra dóu ung, en einnig ólu þau
upp bróðurson .Jóhanns. Nú eru
þau systkinin frá Sveinatungu öll
látin, nema Skúli yngsti bróðirinn
sem búsettur er í Kanada, og
Jóhann fósturbróðirinn. Systkina-
hópurinn frá Sveinatungu bar
ávallt með sér, að þau voru skörp
og mælsk og hnittin tilsvör þeirra
fóru ekki fram hjá neinum. Heið-
arleiki, hjartahlýja og trú á ein-
staklinginn til sjálfsbjargar var
þeirra veganesti úr heimahúsum.
Ahrifa æskuáranna gætti jafnt
hjá Helgu frænku. Gjafmild var
hún og til hinstu stundar bar hún
höfðingslund. Bein stóð hún og lét
ei bugast hvað sem á hana var
lagt. Hún var unglingur aðeins 15
ára þegar fjölskyldan flutti að
Brautarholti á Kjalarnesi þá ung
falleg, glettin og spaugsöm heima-
sæta.
Helga giftist EIís Ó. Guð-
mundssyni, sem var um árabil
skömmtunarstjóri ríkisins. Þau
bjuggu allan sinn búskap í
Reykjavík. Þau eignuðust 2 börn,
Ingibjörgu og Guðmund Magnús.
Einnig tóku þau sem kjördóttur
Helgu Elís dóttur Guðmundar,
sem varð þeirra sólargeisli.
En dauðinn og sorgin' var tíður
gestur hjá frænku minni. Arið
1958 lést Elís eftir stutta legu.
Bæði börnin sín missti hún á besta
aldri. Guðmundur lést árið 1969
þá 38 ára. Hann lét eftir sig 2
dætur. Helgu Elís, sem áður er
minnst. Hún er gift Ævari Agn-
arssyni og eiga þau 2 börn. Þau
voru þeir einu nákomnu ættingjar
sem frænka mín átti hjá sér, enda
áttu þau hug hennar allan og hún
naut umhyggju þeirra. Elísa dótt-
ir Guðmundar bar einnig sérstaka
hlýju og umhyggju til ömmu
sinnar. Ingibjörg dóttir hennar
lést árið 1971 þá aðeins 46 ára frá
6 ungum börnum, þá búsett í
Kanada. Það var þung raun fyrir
frænku, til hinstu stundar, að sjá
af dóttur sinni, en samband þeirra
var mjög sterkt. En ömmubörnin í
Kanada hafa verið, þrátt fyrir
fjarlægðina, sérlega hugulsöm við
ömmu sína og gert allt til þess að
gleðja hana og styðja.
Helga var fróð kona. Bókin var
hennar besti vinur og oft minnist
ég þess þegar kvæði okkar gömlu
þjóðskálda runnu af vörum henn-
ar, erindi eftir erindi, en hún var
ljóðelsk, eins og hún átti ætt til.
Nú ríkir friður og ró yfir
frænku, hún hefur fengið hvíldina.
Seinustu árin átti hún við heilsu-
+
Maöurinn minn,
LÁRUS GUÐBJARTSSON,
Álftamýri 16,
andaöist á Landspítalanum 20. nóvember.
Jaröarförin tilkynnt síöar.
Kristín Sigfúsdóttir.
t
Hjartkær móöir mín, tengdamóöir og amma,
HELGA JOHANNSDOTTIR,
trá Sveinatungu,
til heimilís að Skúlagötu 74,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, í dag, föstudaginn 21.
nóvember kl. 1.30.
Helga Elís, Ævar Agnarsson,
og barnabörn.
Litla dóttir okkar
LÍNEY HUYNH HONG LINH
Melabraut 36, Seltjarnarnesi,
lést 17. nóvember.
Bálförin hefur fariö fram.
Gunnar Huyn Kien Can
Helga Hua Vinh Hiep.
+
Faöir minn,
GUÐMUNDUR KRISTJANSSON,
fró Lundi í Grindavík,
til heimilis aö Hjallavegi 3, Ytri-Njarövík,
veröur jarösunginn laugardaginn 22. nóvember kl. 14.00, frá
Ytri-Njarövíkurkirkju.
Einar H. Guömundsson.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför,
STEFÁNS G. BRYNJÓLFSSONAR.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki á lyfjadeild St.
Jósefsspitala í Hafnarfirði.
Guðfinna Arnfinnsdóttir,
Brynhildur Stefánsdóttir, Magnús Bjarnason,
Kjartan Stefónsson, Anna Sigmundsdóttir,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Kristinn Magnússon,
Hallur Stefánsson, Fjóla Haraldsdóttir,
Lóa Stefánsdóttir, Guömundur H. Þóröarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minning:
Sesselja Þóra
Veturliðadóttir
leysi að stríða. Þá naut hún
einstakrar umhyggju og hjálpsemi
óviðkomandi konu, sem hér skal
þakka sérstaklega. Helga var ein
af þeim sem skipaði hinn langa
biðlista aldraða Reykvíkinga, sem
þurfa á hjúkrunarplássi að halda.
Ein af þeirri kynslóð sem ruddi
brautina upp úr aldamótunum
með elju og þrautseigju, okkur til
handa sem nú erum á besta aldri.
Eg læt ljóð móður minnar vera
mína hinstu kveðju er hún segir:
Er hinsti svefninn hjarta stöðvar mitt
herra. sál rpin þráir ríkirt þitt
í arma þina andinn ffladur flýr.
um eilifð sæll i návist þinni býr.
(Guðrún Jóhannsdóttir
frá Brautarholti.
Guð blessi minningu Helgu Jó-
hannsdóttur.
Ingihjörg Bergsveinsdóttir.
Fædd 4. júní 1934.
Dáin 5. nóvember 1980.
Eg ætla með nokkrum orðum að
minnast Stellu mágkonu minnar
er andaðist að heimili sínu í
Bandaríkjunum 5. nóvember síð-
astliðinn.
Hún hét fullu nafni Sesselja
Þóra Veturliðadóttir og var fædd
að Hesteyri á Hornströndum. Þar
lifði hún sína bernskudaga við
stórbrotið landslag og misjafnt
veðurfar.
Þar voru kaldir og snjóamiklir
vetur en svo komu hlýir og
yndislegir sumardagar með leiki
barna í fjöru og fagurgrónum
hlíðum.
Hún ólst þar upp hjá foreldrum,
systkinum, ömmu og fleira skyld-
fólki og vinum.
Seinna flutti fjölskyldan burt,
fyrst til Bolungarvíkur og síðar til
Reykjavíkur.
Þegar ég kynntist henni var hún
flutt til Reykjavíkur og Hesteyri
komin í eyði og eftir það aðeins
góð og falleg bernskuminning í
huga hennar.
Hún var ung, hraust og bjartsýn
er hún flutti frá íslandi með
manni sínum til að setjast að á
fjarlægum stað í Kansas City í
Bandaríkjunum árið 1956.
Son sinn Reyni tók hún með sér
út. Stella eignaðist þrjú börn þar
ytra og eru þau nú öll uppkomin.
Það var gleði hjá okkur öllum í
fjölskyldunni hehnar hér heima
þegar hún kom einu sinni í
heimsókn með öll börnin.
Sambandið við þessa fjölskyldu
hefur minnkað með árunum vegna
fjarlægðar en þar hafa skipst á
skin og skúrir eins og oft vill
verða.
Fyrir nokkrum árum lenti hún í
bílslysi og náði aldrei fullri heilsu
eftir það, en slíkt er þungbært
fyrir fólk á besta aldri.
Oft hefur móðurhugurinn leitað
til dótturinnar og barnanna henn-
ar í fjarlægu landi. Stella kemur
ekki oftar heim til íslands en hún
er komin heim þangað sem okkar
allra bíður hvíld og friður, að
loknu ævistarfi.
Við öll, móðir hennar, systkini
og fjölskyldur þeirra sendum
þakkir yfir móðuna miklu fyrir líf
hennar og störf hér heima á
æskuárunum og síðar á öðrum
slóðum.
Blessuð sé minning hennar.
Aðalbjörg Baldursdóttir.
Hamrahlíð-
arkórinn í
Ytri-Njarð-
víkurkirkju
SUNNUDAGINN 23. nóvember
verða fyrstu tónleikar vetrar-
ins i Y’tri-Njarðvíkurkirkju. Á
þessum fyrstu tónieikum mun
Kór Menntaskólans við Hamra-
hlið flytja kórverk allt frá 16.
öld fram til dagsins i dag.
innlend og erlend.
Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð er löngu orðinn
landsþekktur fyrir söng sinn.
Hann hefur komið fram í út-
varpi og sjónvarpi hér og ann-
arsstaðar í Evrópu. Kórinn hef-
ur tekið þátt í mörkum keppn-
um og kóramótum erlendis.
Allir kórfélagar eru nemend-
ur Menntaskólans við Hamra-
hlíð og á hverju ári verða miklar
breytingar á kórnum vegna
þeirra sem ljúka námi við skól-
ann. Á þessu skólaári er kórinn
skipaður 58 nemendum á aldrin-
um 16—21 árs.
Þorgerður Ingólfsdóttir hefur
verið stjórnandi kórsins frá
upphafi.
Tónleikarnir á sunnudaginn
hefjast kl. 15.00.
FréttatllkynninK
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Jaröarför
ÁSTU KRISTJANSDOTTUR,
Vatnsnesvegi 24, Keflavík,
fré Holti,
fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 2 e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hinnar
látnu, látiö Björgunarsveitina Stakk í Keflavík njóta þess.
Vandamenn.
+
Útför fósturföður okkar,
ERLENDARJÓNSSONAR,
fyrrverandi vegaverkstjóra,
Hárlaugsstööum Ásahreppi,
fer fram frá Kálfholtskirkju laugardaginn 22. nóvember kl. 2 e.h .
Sætaferö veröur frá Umferðamiöstöö kl. 12.00.
Kristin Andersdóttir, Astgeir Ingólfsson,
Sigurlaug Steingrímsdóttir, Guðmundur Gíslason,
og börn.
+
Innilegt þakklæti til allra, fjær og nær, er sýndu samúö og
vinarhug viö andlát og útför mannsins míns,
JÓHANNSGUNNLAUGSSONAR,
frá Eiði.
Berglaug Sigurðardóttir,
Þórshöfn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auösýndu okkur samúö
og vináttu viö andlát og jarðarför,
HALLDÓRU S. J ÓNSDÓTTUR,
Hafnargötu 46, Bolungarvík.
Elísa R. Jakobsdóttir,
Ragnar Sveinbjörnsson,
og barnabörn.