Morgunblaðið - 21.11.1980, Side 31

Morgunblaðið - 21.11.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1980 31 wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Breeler fór á kostum — er Ármann vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik ÁRMENNINGAR gætu bjargað sér frá falli úr úrvalsdeildinni i körfuknattleik þrátt fyrir slæmt gengi liðsins i byrjun mótsins. Liðið vann nefnilega sinn fyrsta sigur i úrvalsdeildinni i gærkvöldi. Lið ÍS var bráð Ármenninga og ef tekið er mið af leiknum ættu Ármenningar að geta unnið ÍS i þeim tveimur leikjum sem liðin eiga eftir að leika og þannig tryggt sér áframhaldandi setu i deildinni. Lokatölur i gærkvöldi urðu 67—57, Ármanni i hag. Tölurnar segja margt um gæði leiksins. en sigur Ármenninga var þó mjög sanngjarn. En liðið hafði um tima 20 stiga forystu. Baráttan í liði Ármenninga var aðdáunarverð og fleytti liðinu yfir þennan hjall. Þá átti James Breeler stórkostlegan lejk, yfirsást varla frákast og skoraði helminginn af stigum Ármanns. Er Breeler stórskemmtilegur leikmaður á að horfa i keppni. Gangur leiksins var í frekar stuttu máli sá, að Ármann náði strax forystunni. Komst Ármann í 12—4, en IS minnkaði muninn og aldrei munaði sérlega miklu allan fyrri hálfleik. En vitleysurnar sem þarna sáust voru oft með ólíkind- um og ekki laust við að margir hafi hlegið tröllahlátri. Var engu líkara á köflum, en að liðin hefðu æft sameiginleg sóknarkerfi, sem fólust til dæmis í því að Ármenn- ingur sendi á ÍS-mann, sem síðan skoraði. Eða öfugt. Þá var allan leikinn engu líkara en að knöttur- inn hefði verið smurður með koppafeiti, því sumum leik- mönnum reyndist með öllu fyrir- munað að halda honum eða senda hann til samherja. En mikilvægi þessa leiks hefur vafalaust átt sinn þátt í hvernig þetta gekk allt fyrir sig. í hálfleik var staðan síðan 28—27 fyrir Ármanni. í síðari hálfleik féll leikur ÍS framan af niður á lægra plan en nokkurn óraði fyrir að til væri. Fyrstu 7 mínútur síðari hálfleiks skoraði liðið aðeins fjögur stig og þar af skoraði James Breeler tvö þeirra! Skot Mark Coleman geig- aði eitt sinn illa, en Breeler barði í körfuspjaldið og samkvæmt regl- unum er það bannað og ÍS fékk tvö stig. Þar með hafði Coleman skorað 6 stig í leiknum, en aðeins hitt tvisvar! Ármenningar gengu á lagið, þeir léku engan snilldar- körfubolta, en börðust grimmilega og reyndu að leika af skynsemi. Þeir sigu fram úr og náðu mest 20 stiga forystu. Sem sagt alger einstefna um tíma. Ármann komst í 55—35 og þess má geta, að þessi 35 stig höfðu ÍS-menn skorað á 32 mínútum. En er hér var komið sögu fóru Ármenningar eitthvað að dala og IS skoraði 12 stig í röð. Staðan breyttist í 55—47 fyrir Ármann, en síðan ekki söguna meir. Ár- menningar fóru á ný að svara fyrir sig og möguleikar ÍS, sem voru litlir, urðu endanlega að engu og lokatölur leiksins urðu 67—57 eins og áður segir. Lið Ármanns var vel að sigrin- um komið. Leikurinn í heild var ákaflega slakur, en Ármenningar voru stórum betra liðið á vellin- um. Og liðið hefði unnið enn stærri sigur, ef fáeinir leikmenn liðsins hefðu leikið af eðlilegri getu. En allur leikur Ármanns snérist í kring um James Breeler og sýndi hann sannkallaðan snilldarleik. Hann skoraði 34 stig í leiknum, án þess þó að vera eigingjarn. í vörninni tók hann hvert einasta frákast að því er IS - Ármann virtist og með slíkum tilþrifum og hamagangi að ekki var heiglum hent að nálgast hann, enda tröll að vexti. Gaman var einnig að sjá hvernig hann stýrði Stúdentum fram og til baka í sókninni, hélt knettinum og þurfti ekki annað en að hreyfa hendurnar, þá hlupu IS-menn eins og höfuðlaus hænsni um allt. Var Breeler alger yfir- burðamaður á vellinum. En einn maður vinnur ekki leik. Hörður Arnarson komst mjög vel frá leiknum, vaxandi leikmaður. En aðrir voru ekki eins afgerandi, þó allir hafi lagst á eitt. Minna bar á Davíð Arnari og Valdemar Guð- laugssyni, svo og öðrum leik- mönnum. Hjá IS voru ekki aðrir en Gísli Gíslason og Árni Guð- mundsson sem virtust boðlegir í úrvalsdeild. Mark Coleman var slakur, en hans var meistaralega gætt af þeim Davíð Arnari og Herði Rafnssyni, sem skiptust á um að gæta hans. Tókst það svo vel, að Coleman skoraði ekki nema 4 stig í fyrri hálfleik. Aðrir í liði ÍS voru hreinlega lélegir. STIG ÍS: Mark Coleman 17, Gísli Gíslason 12, Árni Guðmundsson 11, Ingi Stefánsson 8, Bjarni Gunnar Sveinsson 6 og Steinn Sveinsson 2 stig. STIG Ármanns: James Breeler 34, Hörður Arnarsson 15, Guðmundur Sigurðsson 4, Atli Arason 4, Björn Christiansen, Valdemar Guð- laugsson, Davíð Arnar og Bern- harð Laxdal 2 stig hver. — gg • Mynd þessi er táknræn fyrir leikinn í gærkvöldi. Bjarni Gunnar er að bisa við körfuskot. en á enga möguleika að koma knettinum framhjá Breeier. bjósm.. Kmíiia a Ullar- flannelbuxur satínfóðraðar Litir: grátt, svart, blátt, milliblátt, brúnt Ijósgrátt. Hönnun: Colin Porter. Verð: Gkr. 33.900.- Nýkr. 339. Fást hjá KARNABÆR Laugavegi 66 og Glæsibæ Wzm Laugavegi 20. Sími frá skiptiboröi 85055 Aus'"- • ' Sími frá skiptiboröi 85055 og umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.