Morgunblaðið - 27.11.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.11.1980, Qupperneq 1
40 SÍÐUR 265. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ekkja Maos i vitnastúkunni i PekinK- Ekkja Maos „veit ekkert“ IVkintí. 2fi. nóv. — AP. EKKJA Maos. JianK Quin«. svaraði þrákelknisleKa .,ók veit ekki" ok kom sér undan að svara þeirri áka'ru í rcttarholdunum í Peking í da>?. að hún hefði varpað sök á Den>? XiaopinK, sem nú er valdamesti maður í Kína. Ilún hlýddi síðan á nokkur vitni. sem soköu að ásökunin va ri rétt. Gamall herforingi játaði jafn- framt, að hann hefði tekið þátt í Percy í Kreml Moskvu. 2fi. nóv. — AP. VÆNTANLEGUR formaður utanríkisnefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Charles Percy, átti i dag þriggja tíma fund með Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna. betta er fyrsti fundur handariskra og sovézkra valdamanna í 16 mánuði. Percy kvaðst hafa haft „náið samráð“ við Ronald Reagan nýkjörinn forseta um ferðina til Moskvu. Hann sagði, að Brezhnev hefði veitt honum „vissar fullvissanir", sem færðu „von um framtíð- ina, samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og heim- inn.“ Umfjöllun Izvestia um heimsóknina virðist lýsa þeirri afstöðu Rússa, að þeir séu reiðubúnir til góðra sam- skipta við nýju stjórnina og nýkjörið þing, þótt grunnt hafi verið á því góða með Reagan og Kremlverjum til þessá. Fundurinn var lengri en Brezhnev á almennt með er- lendum gestum og sá mikil- vægasti í sambúð Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna síðan Rússar réðust inn í Afganist- an. samsæri í Shanghai 1971 um að myrða Mao. Sex hinna 10 sakborninga hafa borið vitni og ekkja Maos varð fyrst til að sýna mótþróa, þótt félagi hennar úr „fjórmenninga- klíkunni", Zhang Chunqiao, neit- aði að taka við eintaki af ákær- unni, en hann á eftir að bera vitni. Hinir fjórmenningarnir, Wang Hongwen og Yao Wenyuan, hafa borið að Jiang Qing hafi kallað klíkuna til fundar í október 1974 til að senda Wang á fund Maos með aðdróttunum um, að Deng reyndi að hrifsa völdin. Aðspurð hvort hún hefði boðað fundinn sagði hún fyrst „nei“, og þegar spurningin var ítrekuð bætti hún við „ég veit ekki". Aðspurð hvað rætt hefði verið á fundinum sagði hún: „Ég veit það alls ekki, hvernig á ég að vita hvað var rætt.“ Dómsforseti skipaði að bókað yrði, að hún hefði „neitað stað- reyndum". Wang var aftur kallað- ur fyrir og endurtók að hún hefði sent hann út af örkinni til að „varpa sök“ á Deng. Sýrlenzkt lið ógnar Beirút. 2fi. nóv. AP. SÝRLENDINGAR hafa flutt fyrsta hrynva'dda herfylki sitt. um 12.000 hermenn, til Dera, rétt norðan við jórdönsku landamær- in samkvæmt skýrslum frá vest- rænum diplómötum. Jórdanir hafa svarað með því að senda herlið að sýrlenzku landa- mærunum samkvæmt fréttum frá Amman. Sýrlenzkir fjölmiðlar hafa gagnrýnt leiðtogafund Araba í Amman síðan fundur utanríkis- ráðherra þeirra hófst í síðustu viku. Aðalstjórnarmálgagnið í Damaskus sakar Hussein konung um að dusta rykið af átta ára gamalli áætlun um sameiningu vesturbakkans og Jórdaníu, til að ná sams konar samningi við Ron- ald Reagan og Anwar Sadat við Jimmy Carter. Annað uppg jör í aösig i í Póllandi Varsjá. 2fi. nóv. AP. UPPGJÖR var í aðsigi í dag milli pólsku stjórnarinnar og óháðra verkalýðsfélaga. sem boðuðu verkföll í fyrirtækjum umhverfis höfuðborgina. allt frá stáliðjuverum til hifreiðaverksmiðja og ríkisleikhússins. ef sjálfhoðaliðinn Jan Noarozniak prentari yrði ekki látinn laus og gengið yrði að öðrum kröfum. í Washington ítrekaði banda- ríska utanríkisráðuneytið í kvöld, að Bandaríkin mundu forðast hverjar þær ráðstafanir, sem gætu torveldað tilraunirnar til að leysa verkamannaólguna í Pól- landi, og skoraði á Sovétríkin að gera slíkt hið sama. Gripið verður til algerrar vinnustöðvunar í nokkrum stórum pólskum verksmiðjum, en annars staðar munu verkföll takmarkast við ákveðnar deildir. Zbigniew Bujak, leiðtogi Samstöðu í Varsjá, sagði að „verkfallsviðbúnaður" yrði boðaður á öllu Varsjársvæð- inu, ef stjórnin sleppti ekki Nar- ozniak og sendi ekki nefnd til Ursus-vörubílaverksmiðjanna til að semja um aðrar kröfur fyrir BOÐSKAPUR FRÁ ÍRAN — Sendiherra Alsírs í íran, Abdelkar- im Gheraib (t.v.) við komuna til Washington ásamt starfsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Sendiherra Alsírs hjá Samein- uðu þjóðunum er á bak við lögregluþjóninn. Ný orðsending í gísladeilunni Hashiniíton. 2fi. nóv. — Al’. írsku sendimennirnir hafa rætt í bRÍR alsírskir milligöngu- nokkra daga við íranska emb- menn afhentu í dag trúnaðar- ættismenn í Teheran. boðskap frá íran til bandaríska í Beirút sagði forseti íranska utanríkisráðuneytisins og þar þingsins Hashemi Rafsanjani, með hófst ný lota tilraunanna að ef Bandaríkjamenn gengju að til að hjarga bandarísku gíslun- hluta skilmálanna væri hægt að um, en sagt er að tilraunirnar sleppa hluta gíslanna. Hann geti tekið langan tíma. kvað írani ekki skilja bandarísk Utanríkisráðuneytið vildi ekk- lög, en vænta þess að þeir leystu ert segja um viðræðurnar við vandamál, sem þeir hefðu sjálfir alsírsku fulltrúana að öðru leyti valdið. en því, að þær hefðu verið Leiðtogi islamska lýðveldis- gagnlegar. Þeir munu biðja um flokksins, Ayatollah Mohammed nánari skýringar á tillögum Beheshti, sagði í Teheran að þeim sem Warren Christopher Bandaríkjamenn „hefðu ekki varautanríkisráðherra afhenti í gert allt sem í þeirra valdi Algeirsborg fyrir 16 dögum. Als- stæði“ til að mæta skilyrðunum. hádegi á morgun. Margar verkfallsnefndir ráð- gera þó vinnustöðvanir frá kl. 6 f.h. og í sumum deildum Ursus, stáliðjuversins í Varsjá og í FSO- bílaverinu hófust verkföll í dag. Flutningaverkamenn í Varsjá hyggja á verkfall á hádegi á morgun. Verkamenn í ýmsum verksmiðj- um og fyrirtækjum á höfuðborg- arsvæðinu hafa flutt matvæli, ábreiður og aðrar birgðir á vinnu- staði út af verkföllunum. Bændur hafa dreift eplum í Ursus-verinu og vörubílar hafa verið skreyttir rauðum og hvítum merkjum sem á stendur „Með Ursus-verkfalls- mönnum“. Ástandið í Póllandi hefur ekki verið jafnalvarlegt síðan hætt var við verkfall eftir úrskurð hæsta- réttar 10. nóv. Verkfallshættan skyggir á samninga stjórnarinnar við flutningaverkamenn, sem fóru í viðvörunarverkföll í Varsjá og Gdansk. Fallizt var á tillögur Samstöðu, samningar voru undir- ritaðir í dag og hætt var við járnbrautarverkfall um allt land. Narozniak var handtekinn á föstudaginn, sakaður um að ljóstra upp um ríkisleyndarmál. Degi áður fann lögregla leyniskjal í skrifstofu Samstöðu með lýsing- um á aðferðum til að áreita og lögsækja andófsmenn og „andsós- íalistísk öfl“. Jarðskjálfti í S-Ameríku BoKota. 2fi. nóv. AP. JARÐSKJÁLFTI varð á landa- mærum Venezúela og Kólombíu í dag og minnst 30 slösuðust í borginni Cucuta. Tveir kirkju- turnar og eitt hús hrundu og rúmlega 10 hús löskuðust sam- kvæmt fréttum frá borginni. Jarðskjálftinn mældist 5,2 stig á Richterskvarða og átti upptök sín 354 km norðaustur af Bogota. Cucuta er 402 km norðaustur af Bogota. „Fólk hljóp út á göturnar í ofsahræðslu, grét og hrópaði,“ sagði fréttamaður í samtali. Raf- magn fór af í helmingi borgarinn- ar og símasambandslaust varð við þann borgarhluta. Loftárásirnar við Persaflóa harðna Beirút. 2fi. nóv. AP. ÍRANIR ok írakar stóAu fyrir einhverjum hörðustu loftárásunum í Persaflóastríðinu í dag og sögðu frá gífurlegri eyðileggingu og miklu manntjóni á báða hóga. íranir gerðu hörðustu loftárás- ina til þessa á borgina Kirkuk í Norður-írak, einum degi eftir að áreiðanlegar heimildir hermdu að Írakar va'ru aftur byrjaðir að dæla olíu eftir leiðslu til Miðjarðarhafs. Þeir sögðu, að kviknað hefði í níu eldsneytisgeymum, sem gætu fyllt eina milljón tunna. Irakar staðfestu árásina og sögðu að þrír óbreyttir borgarar hefðu beðið bana og 26 særzt. Irakar sögðu að íranskar flugvél- ar hefðu einnig ráðizt á Kúrdahér- uðin Suliemnaiyeh og Salaheddin norðan við Kirkuk og níu írakar hefðu beðið bana og 38 særzt. Þeir sögðu, að tvær íranskar þotur hefðu verið skotnar niður í loftbardaga og viðurkenndu að ein írönsk þota hefði hrapað vegna bilunar. I tilkynningu Irana segir, að tvær olíudælustöðvar, leiðslumannvirki og flugstöð hafi e.vðiiagzt i árásinni á Kirkuk. Iranir sögðu, að trakar hefðu gert loftárás á Khorramabad, þar sem aðaltorgið væri þakið fórnarlömbum og hótel, nokkrar verzlanir og bílar hefðu orðið fyrir sprengjum. írakar kváðust hafa hæft hernaðarskotmörk. Bæði íranar og trakar sögðu að sex daga fallhlífaliðaorrusta héldi áfram á hálendinu í Vestur-lran fyrir ofan þjóðvegina til Bagdad.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.