Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
5
Trésmiðja Austur-
lands óskar ef tir
greiðslustöðvun
FáxkrúAsfirAi. 26. nóvember.
TRÉSMIÐJA Austurlands hf. á
Fáskrúðsfirði hefur vegna
rekstrarerfiðleika óskað eftir
heimild til greiðslustöðvunar við
skiptaráðandann í S-Múlasýslu
og hefur hann orðið við þeirri
ósk. en miklir erfiðleikar hafa
verið í rekstri fyrirtækisins að
undanförnu.
Þá erfiðleika má rekja til endur-
iífgunar þess árið 1972, en þá
blasti við stövðun á rekstri.
Byggðasjóður setti þá fé í rekstur-
inn með því skilyrði að Búða-
hreppur og Kaupfélag Fáskrúðs-
firðinga gerðust eignaraðilar að
um 80% hlutafjár. Ráðstöfun
þessi bar ekki tilætlaðan árangur
þar sem raunverulegum rekstr-
argrundvelli var kippt undan
fyrirtækinu þar sem ekki var
lengur leyft að byggja báta, en það
hafði áður verið undirstaðan og
sérhæfing fyrirtækisins á því
sviði.
Síðan hefur fyrirtækið aðallega
stundað byggingarstarfsemi, en
hún hefur ekki nægt til að standa
undir fjármagnskostnaði. Því var
gripið til þess ráðs sem á undan er
getið til að gera skil við eigendur
skulda fyrirtækisins. Þess má geta
að áður í áratugaskeíð var þetta
eitt af helztu fyrirtækjum staðar-
ins og í eigu Einars Sigurðssonar,
skipasmíðameistara, sem ávalit
hafði traust. Undanfarið hafa 6
manns unnið hjá fyrirtækinu, en
jafnvel 25—30 manns hér á árum
áður þegar umsvif fyrirtækisins
voru hvað mest.
— Albert
1
Ferðaskrifstofan
UTSÝN
Lokahóf á
25 ára
afmœlishátíð
Utsýnar
Hótel sögu, sunnudaginn
30. nóvember 1980
Endahnúturinn á glæsilegum skemmtunum
og veizluhöldum hér á landi og erlendis í
tilefni 25 ár afmælis ÚTSÝNAR — og nú er
ekki valið af verri endanum.
Kl. 19.00 Gestir boðnir velkomnir meö blómum,
ókeypis smáréttum, ókeypis fordrykk og síðast en
ekki sízt ókeypis happdrættismiöa, sem hljóöar
upp á ókeypis UTSÝNARFERÐ 1981.
Kl. 19.45 hefst girnileg veizla — nú leggja hinir
ágætu matreiöslumenn Hótel Sögu sig í líma viö aö
kitla bragölaukana.
★ Hárgreiðslu-og
snyrtisýning
★ Tízkusýningar:
.KARON — samtök sýningarfólks
sýna tízkufatnaö
frá SONJU og
HERRAGARÐ-
INUM
y
Fegurðarsamkeppni:
Ungfrú ÚTSÝN 1981
forkeppni —
10 feröaverölaun.
Myndasýning:
Líf og fjör á suörænum sólarströndum. Video-
sýning frá afmælisárinu.
* Spennandi getraun:
Aöalvinningur ÚTSÝNARFERÐ 1981.
★ Stórbingó: 3 glæsilegar Útsýnarferöir.
★ Dans:
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt hinum
sívinsæla Þorgeiri Ástvaldssyni meö diskótekið
heldur uppi geysifjöri til kl. 01.00
Muniö aö panta borö hjá yfirþjóni strax
í dag. Sími 20221 og 25017 eftir kl. 14.
Feröaskrifstofan Útsýn
Stækkun möskva og svæðalokanir:
Mun minni sókn
í yngri árganga
Friðrik Soph-
usson á Heim-
dallarfundi
Heimdallur. samtök ungra
sjálfstæðismanna i Reykjavik,
boðar til fulltrúaráðsfundar i
kvöld. um húsnæðismál. Gestur
fundarins verður Friðrik
Sophusson alþingismaður. og
mun hann ræða um viðhorfin i
húsnæðismálum og stefnu
Sjálfstæðisflokksins i þeim
málaflokki.
Fundurinn verður haldinn í
Valhöll við Háaleitisbraut, og
hefst hann klukkan 20.30. Fund-
urinn er opinn öllum félögum
fulltrúaráðs Heimdallar. Fund-
arstjóri er Pétur J. Eiríksson
hagfræðingur.
ÚTLIT er fyrir að þorskafli á
íslandsmiðum fari i eða jafnvel
yfir 415 þúsund tonn á þessu ári
og eru veiðar útlendinga. Færey-
inga, Belga og Norðmanna, tekn-
ar inn í dæmið. Þetta kom fram i
samtali Mbl. við Sigfús Schopka
fiskifræðing, en hann flutti er-
indi á Fiskiþingi i fyrradag.
Fjallaði Sigfús einkum um frið-
unaraðgerðir á síðustu árum og
hvern árangur þær hefðu borið.
Með stækkun möskva og svæða-
lokunum hefur orðið mikil minnk-
un sóknar í smáfisk, en hins vegar
hverfandi í eldri árganga. Sagði
Sigfús, að sóknin hefði minnkað
um 78% í þriggja ára fisk og um
35% í 4 ára fisk. Bar hann
Fjögur skip
með loðnu
FJÖGUR skip tilkynntu Loðnu-
nefnd afla í gær: Óli Óskars 850,
Sæberg 200, Hilmir 700, Keflvík-
ingur 320. Gott veður var á
miðunum, en bjart var af tungli í
fyrrinótt og loðnan stóð djúpt.
tímabilið 1971—75 saman við árin
1977—79 við þennan útreikning.
— Þessar friðunaraðgerðir
hafa í för með sér, að smáfiskur-
inn nær að vaxa og skilar þegar
litið er til lengri tíma 55 þúsund
tonna meiri ársafla. Varanlegur
hámarksafrakstur stofnsins er
talinn 450 þúsund tonn og þarf því
enn að draga úr sókninni til að ná
því marki, sagði Sigfús Schopka.
Leiðrétting við
frétt um Helguvík
Vegna fréttar Mbl. sl. laugardag
um framkvæmdir við olíugeyma í
Helguvík skal það leiðrétt að
framkvæmdir munu ekki geta
hafist fyrr en árið 1983. Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra
kveður misskilnings hafa gætt í
fréttinni og ekki verði ljóst fyrr en
á næsta ári hvernig fjármögnun
verði háttað og í framhaldi af því
verði hægt að ákveða hönnunar-
og undirbúningsvinnu.
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna: 10 mm
Stiglaus hraöabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
Borun: 0-36000 högg/mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13 mm
Stiglaus hraöabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./min
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan-
greindra fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
vírburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilisborvéla. Eigum
einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir
og stærðir af SKIL
raf magnshandverkfærum.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI VELJA SKIL
Einkaumboö á islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Komiö og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
upplýsingum. Athugið hvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AORIR ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVIK:
SIS Byggingavorudeild.
Suöurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbuðin. Alfaskeiði 31.
KEFLAVIK:
Stapafell h/f.
ÞINGEYRI:
Kaupfelag Dyrfirðinga
ISAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVIK:
Kaupfélag Steingnmsfjarðar.
BLONDUOS:
Xaupfelag Hunvetninga
SIGLUFJORÐUR:
Rafbær h/f.
AKUREYRI:
Verslunin Raforka
Handverk. Strandgotu 23.
HUSAVIK:
Kaupfelag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfelag Vopnfirðinga
EGILSTADIR:
Verslunin Skogar
SEYÐISFJÖRÐUR:
Stalbuðin
NESKAUPSSTAÐUR.
Eirikur Asmundsson
HÖFN:
Kaupfelag Austur-Skaftfellinga
VIK:
Kaupfelag Skaftfellinga