Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 11
hefur verið svívirt af andstæðing-
unum vegna þess að faðir hennar
var bæjarstjóri í þorpi sem fylgdi
Lýðveldinu.
Þótt Hverjum klukkan glymur
spegli margan vanda stríðs og
dragi upp mynd af því sem
raunverulega átti sér stað í borg-
arastyrjöldinni spænsku er sagan
fyrst og fremst mannleg og harm-
ræn í túlkun sinni á ást þeirra
Jordans og Maríu. Eins og elsk-
enda er siður dreymir þau drauma
um framtíðina. En það á ekki fyrir
þeim að liggja að komast til
Madríd að njóta lífsins. Jordan
særist illa í lokabardaganum þeg-
ar búið er að sprengja brúna.
Hamingju baráttunnar virðist
hann þó hafa öðlast því að höfund-
urinn skilur við hann með hlaðna
hríðskotabyssu og fyrirliða óvin-
anna í dauðafæri.
Hemingway leitaðist við að
skilja Spánverja. Sá skilningur
kemur berlega fram í lýsingum
ýmissa persóna í Hverjum klukk-
an glymur, meðal þeirra skærulið-
ans Pablo og fylgikonu hans Pilar.
Við sem lásum þessa bók fyrir
þrjátíu árum verðum að játa að
hún átti sinn þátt í áhuga okkar á
Spáni og löngun til að kynnast
Spánverjum. Einnig þóttu okkur
markverð einkunnarorð bókarinn-
ar sótt til John Donne: „Enginn
maður er EYLAND, einhlítur
sjálfum sér; sérhver maður er brot
MEGINLANDSINS, hluti VER-
ALDAR."
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
11
15 ára afmæli
BARNAKÓR Öldutúnsskóla
hélt upp á 15 ára starfsaf-
mæli með tónleikum í sam-
komusal skólans fyrir stuttu.
15 ár eru ekki langur tími og
því ótrúlegt hversu mikið
þessi starfsemi hefur verið
mótandi fyrir tónlistarlíf ís-
lendinga. Ég leyfi mér að
fullyrða að starf kórsins er
einn af merkari þáttum í
skólasögu okkar íslendinga.
Það má vera að mörgum þyki
ýmsir áberandi þættir í fjöl-
miðlun lista og skemmtiefni
meiri tíðindi en barnakór-
söngur, en allir geta verið
sammála um að góður barna-
Tónlisl
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
kór sé stórkostleg uppeldis-
miðstöð. Þjálfun barna er
vandasamt verk og ekki nóg
að kunna nóturnar og geta
slegið taktinn. Þekking á
raddgerð barna, hæfileiki að
laða fram eðlilegan söng,
leikni í merðferð margvís-
legra listaverka á sviði tón-
rænnar túlkunar ljóða og
þolinmæði, endalaus þolin-
manli, er það veganesti er
kennari og stjórnandi barna-
kórs þarf að hafa í mal
sínum, er hann leggur á
brattann. Það er ólíkt að
starfa með börnum eða full-
orðnum því nær öll tæknileg
atriði þarf að kenna börnun-
um án þess að hægt sé að
útskýra þau, nema að mjög
litlu leyti. Þarna er að finna
enn eina skýringuna á því
hvers vegna góðir barnakórar
eru fáir til í landinu, þrátt
fyrir það að víða sé reynt að
halda uppi slíkri starfsemi.
Með vaxandi menntun tón-
menntakennara á síðari árum
Egill Friðleifsson
og samstarfi þeirra (barna-
kóramót) hefur mikið áunnist
og má segja að Egill Frið-
leifsson hafi leitt söngkenn-
ara til sigurs á þeirri Þraut,
er Ingólfur Guðbrandsson
fyrstur manna tók að glíma
við. Það er ljóst, að það er
leiðbeinandinn og sú aðstaða
sem hann hefur til að vinna
verk sitt, sem ræður úrslitum
um árangur, og árangur Egils
Friðleifssonar er ekki aðeins
frábær, miðaður við aðstæður
á Islandi, heldur einnig eins
og hann gerist erlendis. Sá
skóli sem getur boðið upp á
slíka menningarstarfsemi er
góður skóli og góður kór
gerir ekki aðeins skólann sinn
og kennara fræga, heldur er
hann einnig sönnun þess,
vegna þess hve vel er búið að
menntun barna, að í landinu
búi gott fólk. Hafnfirðingar
(og skólayfirvöld) eiga gim-
stein þar sem Öldutúnskórinn
er og ef þeim auðnast að hlúa
að starfi hans, mun kórinn
eiga eftir að bera hróður
þeirra víða um heim.
Unnendur góðrar tónlistar
óska Hafnfirðingum til ham-
ingju með þau afrek er börn
þeirra hafa unnið á sl. 15
árum og vilja eiga von á enn
meiri tíðindum, því ekki er að
efa, að bæjarbúum þyki
ómaksins vert að nokkru sé
til kostað, svo notið verði
frægðar af starfi Egils Frið-
leifssonar enn um stund.
tAUGAVEGl 66; GLÆSIBÆ, AUSTURSTRÆTI 22
^ Sími frá skiptiborði 85055
Laugavegí 20. Sími frá skiptiboröi 85055
Kvikmyndin URBAN COWBOY meö John Travoltaer
nú væntanleg
Háskólabíó en fötin frá
mmo eru komin í Karnabæjarbúöirnar um land allt
KARNABÆR
öðrum íremri