Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 19

Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 19 Alþýðubandalagið haf nar kauplækkunum sem lið í efnahagsráðstöfunum ALÞÝÐUBANDALAGIÐ telur nauðsynlegt, að Kripið verði til „viðtækra efnahagsaðgerða** seg- ir i stjórnmálaályktun landsfund- arins, sem lauk á sunnudaginn. „í þeim efnum ber að leggja höfuðáhcrzlu á að haft verði strangt taumhald á verðlags- þróuninni i landinu, ýmist með beinum stöðvunaraðgerðum eða mjög nákvæmum eftirlitsaðgcrð- um. í þeim efnum leggur Alþýðu- bandalagið alveg sérstaka áherzlu á nauðsyn þess að fylgst verði vandlega með þróun inn- flutningsverðlags.u I stjórnmálaályktuninni segir, að framundan sé veruleg verð- bólguskriða, sem óhjákvæmilegt sé að stemma stigu við. Innan ríkisstjórnarinnar, sem hafi nauman þingmeirihluta, hafi komið fram kröfur um einhliða skerðingu verðbóta á laun, en Alþýðubandalagið hafni enn sem fyrr „kauplækkunarleiðinni". í stjórnmálaályktuninni eru síð- an talin upp níu „almenn stefnu- markandi atriði", sem Alþýðu- bandalagið vill byggja efnahags- ráðstafanir á; lögð verði höfuð- áherzla á verðmætaaukningu framleiðslunnar og fjölbreytni og að knýja fram sparnað í rekstri. Núverandi tekjuskiptingu verði breytt láglaunafólki í hag. Tekin verði upp áætlanagerð fjárfest- ingarmála til nokkurra ára í senn. Innflutnings- og útflutningsverzl- un verði tekin til rækilegrar Tillögurnar er bárust 1 samkeppni islenzka álfélagsins unr veggskildi úr áli. Á sýningu í mötuneyti álverksmiðjunnar Straumsvík. Ljósm. Mbi. rax< Höggmyndir steyptar í ál NÝLEGA voru veitt verðlaun í ísal-samkeppninni meðal nem- enda i Handíða- og myndlista- skólanum um veggskildi úr áli. Hlutskarpastur varð Pétur Bjarnason nemandi i högg- myndadeild, og að verðlaunum hlýtur hann fjögurra vikna dvöl i listaborginni Flórenz á Ítalíu. Veitt voru sjö önnur verðlaun, að upphæð 250 þúsund hver, og þar sem einn listamannanna ungu átti tvo skildi meðal þeirra sjö er dómnefnd valdi til verð- iauna, hlaut hann 500 þúsund krónur. Að sögn Hans Jetzek hjá Is- lenzka álfélaginu barst 21 skjöld- ur í keppnina. Hann sagði að fyrirmyndirnar væru oft sóttar í fornsögurnar, einkum víkinga- tímann. Hann sagði að hugmynd- in að samkeppninni hefði verið að örva unga og upprennandi lista- menn. Islenzka álfélagið keypti verðlaunaskildina sjö, er verið að taka af þeim afsteypur til sölu á almennum markaði. SKIPSTJÓRI á síldarbát, sem selur 150 tonn í Danmörku fyrir 4 krónur danskar hvert kíló að meðaltali, hefur 2,9 milljónir króna i sinn hlut með orlofi. Háseti á sama bát hefur hins vegar 950 þúsund krónur i sinn hlut. Skipstjóri á nótaskipi, sem leyfi hefur til að veiða 250 tonn og landar heima. hefur tæplega 2,8 milljónir króna i sinn hlut og er þá miðað við 170 krónur á kiló. Hásetinn hefur hins vegar 950 þúsund með orlofi. Ólafur Björnsson, sem nú situr á Alþingi í fjarveru Kjartans Jóhannssonar, gerði kjör sjó- manna að umtalsefni á þingi á þriðjudag. Sagði hann að mánað- arlaun skipstjóra á loðnuskipi væru um 7 milljónir króna, en til grundvallar er lagt, að meðalafli á úthaldsdag sé 100 tonn. í hlut skipstjóra koma 6,4% skiptaverð- mætis, en 2,24% í hlut háseta og fær hann samkvæmt þessum út- reikningum 2,4 milljónir króna á mánuði. Miðað er við verð fyrir loðnu í sumar og haust, en hafa ber í huga að skipin verða ekki endurskoðunar. Rekstur ríkis- stofnana verði endurskipulagður og ríkisendurskoðun efld. Banka- kerfið verði einfaldað. Skattalög- um og tekjuöflunarkerfi ríkis og sveitarfélaga verði breytt; skattar hækki á háum tekjum og miklum eignum, en lækki á iágum tekjum. Staðgreiðslukerfi skatta verði tek- ið upp svo fljótt sem þess er kostur. Skattaeftirlit verði hert. Gjöld á brýnum nauðsynjum lækki, en hækki hins vegar á munaðar- og eyðsluvörum. Einnig verði þess gætt að skattleggja frekar en nú er gert margvísleg fjármálaumsvif í þjóðfélaginu, „m.a. hinn stórfellda gróða bank- anna, sem er skattfrjáls í dag“. Þá vill Alþýðubandalagið að vextir verði lækkaðir jafnhliða því sem unnið sé að minnkun verð- bólgu. Stjórn peningamála verði gjörbreytt og lánsfé beint að framleiðsluaukandi verkefnum og í þágu markaðrar efnahagsstefnu. Verðlagseftirlit verði gert virkara og lögð sérstök áherzla á hert eftirlit með innflutningsverðlagi. Iðunn í Hrafnagilshreppi: „Er þetta ekki mitt liT frumsýnt Akureyri, 26. nóv. LEIKFÉLAGIÐ Iðunn i Hrafna- gilshr. hefur að undanförnu æft leikritið „Er þetta ekki mitt líf“ eftir Brian Clark í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Leikstjóri er Svanhildur Jóhannesdóttir. Lýsingu hönnuðu Ingvar Björnsson og Bjarki Arnason. Hlutverk eru 15, aðalhlutverk leik- ur Pétur Ó. Helgason í öðrum hlutverkum eru Úlfar Hreiðarsson, Svanhildur Jóhannesd., Þuríður Schiöth, Ragnheiður Gunnbjörnsd., Kristinn Jónsson, Hreiðar Hreið- arsson og fleiri. Leikmynd hönnuðu Svanhildur Jóhannesdóttir, Hjörtur Haraldsson og Níels Helgason. Frumsýning er ákveðin föstudag- inn 28. nóv. önnur sýning er sunnu- daginn 30. nóv. sýningarnar hefjast kl. 9 e.h. Þetta mun vera fyrsta uppfærsla á þessu leikriti utan Reykjavíkur. Eins og mörgum er kunnugt hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt þetta leikrit tvö undanfarin leikár við mjög góða aðsókn og undirtektir. Þetta er 11. verkefni Leikfélagsins Iðunnar í Hrafnagilshreppi frá stofnun þess. Sv.P. Sambyggt tæki með toppgæði 150 tonn af síld seld í Danmörku: 2,9 milljónir í hlut skipstjóra nema í um 5 mánuði að Ioðnuveið- um á þessu ári. Meðalafli á úthaldsdag hjá minni skuttogurum er 12,3 tonn og reikna má með 330—340 úthalds- dögum hjá þessum skipum á ári. Ef reiknað er með 140—150 tonna afla í 12 daga túr fær skipstjóri 1400 þúsund krónur í sinn hlut og háseti 700 þúsund. Fundur um vélflugið VÉLFLUGFÉLAG íslands held- ur I kvöld almennan félagsfund i ráðstelnusal Hótels Loftleiða. Pétur Einarsson fulltrúi flug- málastjóra mætir á fundinum, en í fundarboði segir, að á fundinum verði einkum og sér í lagi fjallað um vanda einkaflugsins. Segir í fundarboði, að ýmsar blikur séu á lofti og uggur er í einkaflug- mönnum um framtíð vélflugsins, „þar sem þjarmað sé að því úr öllum áttum", eins og segir í fundarboðinu. SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó sam- stæöa í „silfur“ eðajg „brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm Dýpt 330 mm. DOLBY fyrir betri upptökur. • Útgangsorka 2x27 Wött v/4 Ohm. Reimdrifinn hálfsjálfvirkur plötuspilari m. magnetic pickup. Rafeinda móttökumælir. • LM, MW og FM bylgjur. • Rafeinda "Topp" styrkmælir. SG-1HB * A1ETAL Stilling fyrir metal kassettur. SHARP CP-1H/HB: Hátalarar, bassa og diskant (2 way), 25 Watta í „silfur“ eöa „brons“ útliti. Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt 18.3 mm. _ Allt settiö, verö kr.: 596.000.- áf~ HLJÓMTÆKJADEILD tÍLiil karnabær LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999 \ Utsölustaöir: Karnabær Glæsibæ - Fataval Keflavik - Portið Akranesl - Epliö Isafiröi - Álfhóll Siglufiröi Cesar Akureyri - Hornabær Hornafirði - Eyjabær Vestmannaeyjum - M M h/f Selfossi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.