Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 Hollustuvernd rikisins: Matvælaeftirlitið, heil- brigðiseftirlitið og geisla- varnir í einni stofnun Hér er sérstæð mynd frá Alþingi. Horft er úr stúku fréttamanna niður i þingsalinn. Nægt lesefni er á borðum en forsætisráðherra hefur ekki verið í vafa um val sitt: forsíðu Morgunblaðsins. Eigin ibúðir aldraðra: 10% nýbygginga í þágu aldraðra Stjórnarfrumvarp um stefnumótun í hollustuvernd Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um hollustuhætti og hollustuvernd i niu efnisköflum: 1) um hlutverk laganna. 2) um stjórn og skipan. 3) Holiustu- vernd ríkisins, 4) samþykktir sveitafélaga, 5) hollustueftirlits- svæði og hollustufulltrúar, 6) valdsvið og þvingunarúrræði, 7) málsmeðferð, úrskurðir og viður- lög, 8) ýmis ákvæði. 9) gildistaka (1. janúar 1982), auk 7 ákvæða til bráðabirgða. Nefnd, sem þáverandi heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, Matthí- as Bjarnason, skipaði í ágúst 1978, undir forsæti Ingimars Sigurðs- sonar deildarstjóra, hefur unnið að undirbúningi þessa frumvarps í samráði við þrjá heilbrigðisráð- herra. Eitt veigamesta nýmæli frum- varpsins er ákvæði um stofnun Hollustuverndar ríkisins, sem hafi yfirumsjón með hollustueftirliti, matvælaeftirliti, mengunarvörn- um og rannsóknum þessum starfs- sviðum tengdum. Stofnunin á að sjá um framkvæmd laganna í samræmi við lög og reglugerðir. Hún á að vinna að samræmingu hollustueftirlits í landinu, halda uppi fræðslu fyrir almenning um mál er hoilustu varða og standa fyrir menntun og fræðslu fyrir hollustufulltrúa. Stofnuninni er skipt í þrjár deildir: deild sem annast hollustu- STJÓRNARFRUMVARP um þre- földun oliugjalds til fiskiskipa, fram hjá skiptaverði, var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í gær. Frumvarpið var samþykkt í efri deild með 10 atkvæðum gegn 4, 6 sátu hjá eða vóru fjarverandi. Samkvæmt hinum nýju lögum hækkar olíugjald úr 2,5% í 7,5% af fiskverði eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins á eftirlit, deild sem annast rann- sóknir og deild sem annast meng- unarvarnir. Gert er ráð fyrir forstöðumanni við hverja deild, auk framkvæmdastjóra stofnun- arinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sameina Matvælarann- sóknir ríkisins, Heilbrigðiseftirlit ríkisins og Geislavarnir ríkisins í eina stofnun. Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir að Eitur- nefnd, Afengisvarnaráði og Mann- eldisráði verði sköpuð aðstaða innan stofnunarinnar. Stofnunin hafi nána samvinnu við Náttúru- verndarráð, Vinnueftirlitið og Siglingamálastofnun um öll mál, er varða mengunarvarnir við at- vinnurekstur o.s.frv. Frumvarpinu fylgir efnismikil greinargerð frá nefndinni. Sigurgeir Sigurðsson. hverjum tíma. Hið sama gildir þegar fiskiskip selur afla sinn öðru skipi til Iöndunar í innlendri höfn. Þetta er í þriðja sinn sem olíugjaldi er breytt með lögum á þessu ári. Það var ákveðið 5% í janúar sl. en lækkað, að tiliögu stjórnvalda í 2,5% í marzmánuði sl. Samkvæmt hinum nýju lögum verður það 7,5% sem fyrr segir. Jómfrúrræða Sig- urgeirs Sigurðs- sonar á Alþingi Ilér fer á eftir jómfrúrræða Sigurgeirs Sigurðssonar á AI- þingi er hann mælti fyrir frum- varpi sínu um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofnun, þess efnis, að veita megi sveitarfélög- um eða félagasamtökum einstakl- inga framkvæmdalán til bygg- ingar verndaðra sölu- og leigu- ibúða aldraðra, er nemi 75% hyggingarkostnaðar. Eg flyt hér frumvarp um breyt- ingu á lögum nr. 51 frá 9. júní 1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins. Sú breyting er ég legg til með frumvarpi þessu er viðbót við 17. grein nefndra laga og fjallar breyting mín um fjármögnun íbúðabygginga fyrir aldraða sem óska þess að eiga íbúðir sínar sjálfir á þessu æviskeiði sínu svo sem flestir þeirra hafa átt fram til þess. Málefni aldraðra hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár og hafa þær umræður verið með þeim hætti að aldraðir hafa verið settir á bekk með ýmsum minni- hlutahópum og opinberir aðilar ráðskað með mál þeirra án þess að eftir áliti þeirra væri leitað. Sérstaða okkar Islendinga hefur m.a. verið í því fólgin að íbúðaeign landsmanna er mjög almenn og hinn almenni borgari hefur kosið að tryggja hag sinn og fjölskyldu sinnar með því að eignast eigið húsnæði þegar á fyrstu árum hjúskapar. Óhætt er að fullyrða að þetta er meginregla. Þessi lagabreyting, ef samþykkt verður, hefði í för með sér að landsmenn gætu lengur verið sjálfs síns herrar og þannig leyst sjálfir eigin mál svo sem hugur þeirra stendur til. Þessi breyting, ef af lögum verður, hefði ennfremur þau áhrif að meira yrði byggt af íbúðum fyrir aldraða, bæði til sölu og leigu en verið hefur þar sem hér kæmi til fé væntanlegra kaupenda, en fjárskortur sveitarfélaga hingað til hamlað framkvæmdum. Talið er að byggja þurfi hér á landi um 1500—1700 íbúðir á ári til þess að fullnægja íbúðaþörf landsmanna. Ég tel að æskilegt væri að ca. 10% af þessum íbúðum verði næstu ár byggðar sem verndaðar íbúðir fyrir aldraða og þá í svipuðum eignahlutföllum og núverandi íbúðaeign landsmanna gefur tilefni til. Ótækt er að neiða aldraða til að afsala sér þeim mannréttindum að eiga eigið húsnæði óski þeir þess. Nýleg könnun, sem að vísu er bundin við eitt sveitarfélag, sýndi að aldraðir vilja taka þátt í og leysa eigin mál þar, sem 21 af 25 umsóknum um elliíbúðir var um kaup en 4 um leigu. Benda má á félag aldraðra í Reykjavík, sem hefur starfað um árabil en ekki ráðið við byggingaverkefni ennþá sökum þess að aðilar hafa ekki átt fé eða haft aðgang að lánum til þess að brúa bil, sem skapast meðan á byggingu stendur til þess tíma að viðkomandi geti selt fyrri íbúð/eign og greitt fyrir nýja. Fyrir sveitarfélög er hér um stórmál að ræða, sem myndi auka mjög möguleika á byggingu íbúða í samvinnu við aldraða, og um leið draga úr eftirspurn eftir lóðum á almennum markaði, þar sem fleiri eldri íbúðir kæmu í endursölu fyrir þá sem á stóru húsnæði þurfa að halda. Eðlileg staðsetn- ing íbúða aldraðra er í eldri hverfum í nágrenni fyrra heimilis þar sem erfitt er að staðsetja aðra byggð. Samþykkt þessa frumvarps, ef af verður, hefur í för með sér margháttaðan hagnað fyrr þjóð- félagið. Við tökum fullt tillit til þeirra öldruðu, sem bjuggu í haginn fyrir okkur, sem nú telj- umst á besta aldri og nýtum krafta þeirra þeim og okkur í hag. Við gefam öldruðum í þessu verð- bólguhrjáða þjóðfélagi jafna möguleika a við aðra til að varð- veita fé sitt í fasteign, sem samfélagið hefur skuldbundið sig til að endurkaupa á kostnaðar- verði auk verðbóta hvenær sem af notum lýkur. Og síðast en ekki síst, við gerum haustið í lífi landsmanna að tíma eftirvæntingar og jafnvel til- hlökkunar hóps samborgara sem finna sig fullgilda og eftirsótta samverkamenn í uppbyggingu samfélagsins. Frumvarp Alþýðuflokks: Frestun myntbreytingar um eitt ár Engar efnahagsráðstafanir í tengslum við myntbreytingu fyrirsjáanlegar um næstu áramót, segir í greinargerð í KJÖLFAR fyrirspurnar Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S), þess efnis, hvort ekki sé rétt að fresta ráðgerðri myntbreytingu unz rikisstjórnin hafi tiltækar samhliða og samræmdar efnahags- ráðstafanir til að hamla gegn verðbólgu og til að treysta stöðu nýkrónunnar — og mikilla umræðna um það efni — hafa sjö þingmenn Alþýðuflokks (fyrsti flutningsmaður Ágúst Einarsson) lagt fram frumvarp til laga um frestun hennar til 1. janúar 1982 eða um eitt ár frá því sem fyrri ákvörðun segir til um. í greinargerð með frumvarpinu er vitnað til umræðna á Alþingi í janúar 1979, sem vóru undanfari ákvörðunar um myntbreytingu, og sagt m.a.: „Þorvaldur Garðar Kristjáns- son sagði m.a. við þá umræðu: „En forsenda þess, að aukning verð- gildis íslensku krónunnar hafi hin hagstæðu sálrænu áhrif sem von- ast er til, hlýtur að vera sú, að aðgerðin sé liður í víðtækri stefnumótun og framkvæmd til að ráða bót á verðbólgunni og koma á stöðugleika og jafnvægi í efna- hagslífi þjóðarinnar." Ljóst er, að í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna um næstkomandi áramót verða eng- ar ráðstafanir gerðar í efna- hagsmálum. Núverandi ríkisstjórn kveður ýmsar aðgerðir í undirbúningi og skal ekki lagður dómur á það hér, hvort svo sé. En ljóst er, að hverjar aðgerðir sem ríkisstjórn- in hefur í undirbúningi, þá verða þær ekki komnar til framkvæmda við gjaldmiðilsbreytinguna. Þar • með er brostin meginforsenda fyrir samþykkt laganna á vordög- um 1979. Það er ekki tilgangur þessa frumvarps á nokkurn hátt að reyna að knýja fram hjá ríkis- stjórninni einhverjar efnahagsað- gerðir, heldur er hér miklu frem- ur um það að ræða, að menn taki höndum saman og reyni að leysa þetta vandamá! sameiginlega, því að nú þegar er gjaldmiðilsbreyt- ingin orðin vandamál. Ekki er umdeilt meðal þingmanna, að gjaldmiðilsbreyting er heppileg aðgerð í tengslum við samhliða efnahagsráðstafanir. Raunar má kveða svo fast að orði, að það væri ófyrirgefanlegt ef það tækifæri væri ekki nýtt. Það er ekki heldur ágreinings- efni meðal stjórnmálaflokkanna á Alþingi, að það sé heppilegt við réttar aðstæður að breyta verð- gildi gjaldmiðilsins, eins og gert er ráð fyrir í lögum nr. 35 frá 29. maí 1979. Ljóst er, að gjaldmiðils- breyting nú um áramótin án samhliða aðgerða í efnahagsmál- um gerir sáralítið gagn miðað við upphaflegan tilgang. Jafnframt glatast það góða tækifæri að nýta hin jákvæðu áhrif gjaldmiðils- breytinga til róttækra efnahags- aðgerða." Þá hefur Matthías Á Mathiesen (S) borið fram eftirfarandi spurn- ingar til viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra: 1. „Hver er áætlaður heildar- kostnaður við framkvæmd myntbreytingarinnar 1. jan. 1981: a) Kostnaður við myntsláttuna; b) kostnaður opinberra aðila, annar en myntsláttan; c) kostnaður einkaaðila?" 2. Á hvern hátt fyrirhugar ríkis- sjóður að framkvæma upptöku aura vegna myntbreytingar- innar: a) Við greiðslu almennra krafna; b) við greiðsiu launa og bóta almannatrygginga; c) við skráningu fjárhæða í bókhaldi ríkissjóðs og ríkis- stofnana? Alþingi í gær: Þreföldun olíugjalds lögfest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.