Morgunblaðið - 27.11.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Til sölu
Gömul tímarit og bæklingar.
Eimreiöin trá 1920, löunn, And-
vari, Rökkur, Gríma, Spegillinn
og fl.
Uppl. í síma 12203 á kvöldin.
Eldhúsborö og
pinnastólar
úr Vörumarkaöinum til sölu.
selst ódýrt. Uppl. í síma 52557.
I.O.O.F. 5 = 162112781A = MA.
Skemmtilegasta Farfuglakvöldiö
á árinu veröur haldiö föstudaginn
28. nóvember kl. 20.30 að Lauf-
ásvegi 41. Margt veröur til
skemmtunar. Mætum ÖU.
Skemmtinefndin.
Hjálpræóisherinn
Fimmtudag kl. 20.30 almenn
samkoma. Lautn. Anne Marie og
Harold Reinholdtsen, syngja og
tala.
Föstudag kl. 11 —17, fataúthlut-
un.
Samhjálp
Samkoma veröur í Hlaögeröar-
koti í kvöld kl. 20.30. Bílferö frá
Hverfisgötu 44, kl. 20.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Frá Guöspeki-
félaginu
Áskriftarsimi
Ganglera er
39573.
í kvöld kl. 21.00 veröur Haraldur
Ólafsson meö erindl .Trúarhug-
myndir í sambandi viö dýr,“
(Rvíkst.) Hugleiöing kl. 18.10.
öllum opiö.
Freeportklúbburinn
Fundur í Bústaöarkirkju í kvöld
kl. 20.30. Kvikmyndasýning.
Stjórnin.
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ungt fólk talar og syngur.
Kvenfélag
Hallgrímskírkju
Bazarinn veröur n.k. laugardag
29. nóvember kl. 2 í félagsheim-
ilinu.
A.D. K.F.U.M.
Fundur í kvöld aö Amtmannsstíg
2b, kl.20.30. Starfið í sumar-
búöunum. Starfsmenn í Vatna-
skógi sjá um fundinn.
Allir karlmenn velkomnir.
Grensáskirkja
Almenn samkoma veröur í safn-
aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Séra Halldór S. Gröndal.
r
Bridge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Þættinum hefir borist ítarlegt
bréf frá Eyjum og birtist það hér
á eftir. Því miður vantaði undir-
skriftina á bréfið en væntanlega
er það frá Sigurgeir Jónssyni og
leiðrétta Eyjamenn það ef það er
ekki rétt.
Um síðustu helgi var spiluð
hér í Eyjum Tvímenningskeppni
Suðurlands 1980. Alls tóku 14
pör þátt í keppninni, sex frá
Vestmannaeyjum, fjögur frá
Laugarvatni, þrjú frá Selfossi og
frá Bridgefélagi Reykjavíkur
kepptu sem gestir þeir Jakob
Möller og Hrólfur Hjaltason.
Byrjað var á spilamennskunni
á föstudagskvöld og spilaðar
fimm umferðir það kvöld. Að
þeim fimm umferðum loknum
voru Vestmannaeyingarnir Jón
Hauksson og Pálmi Lórens efst-
ir, en á hæla þeim fylgdu
Selfyssingarnir Sigfús og Vil-
hjálmur. Hafist var handa um
spilamennsku kl. 10 á laugar-
dagsmorgun, enda var stefnt að
því að ljúka mótinu fyrir kvöld-
mat sem og tókst. Þeir Jón og
Pálmi héldu forystunni allt
þangað til þrjár umferðir voru
eftir, þá sigu Sigfús og Vilhjálm-
ur fram úr og sigruðu nokkuð
örugglega. En lokastaðan varð
þessi (meðalskor 546).
stig
Sigfús Þórðarson —
Vilhjálmur Pálsson 682
(Bridgefélag Selfoss)
Jón Hauksson —
Pálmi Lórensson 653
(Bridgefélag Vestmannaeyja)
Sigurgeir Jónsson —
Bjarnhéðinn Elíasson 597
(Bridgefélag Vestmannaeyja)
Jakob Möller —
Hrólfur Hjaltason 565
(Bridgefélag Reykjavíkur)
Haukur Guðjónsson —
Þorleifur Sigurlásson 561
(Bridgefélag Vestmannaeyja)
Leif Osterby —
Brynjólfur Gestsson 552
(Bridgefélag Selfoss)
Helgi Bergvinsson —
Hjálmar Þorleifsson 547
(Bridgefélag Vestmannaeyja)
Aðrir keppendur náðu ekki
meðalskor. Laugvetningar
blönduðu sér.ekki í keppnina um
efstu sætin að þessu sinni, en
árangur Vestmannaeyinga hefur
sjaldan eða aldrei verið betri,
eða fjögur af sjö efstu sætum. Þó
hefur líklega ekkert komið eins á
óvart og árangur þeirra Sigur-
geirs og Bjarnhéðins, sem
hrepptu þriðja sætið án mikillar
fyrirhafnar. Þetta er því athygl-
isverðara þar sem hvorugur
þeirra hefur verið mjög áberandi
hvað efstu sætin varðar í keppn-
um hingað til og hafa þeir
raunar ekki spilað saman í
keppni í allmörg ár. Hallast
menn helst að því að ástæðan
fyrir þessari velgengni þeirra sé
sú, að þeir mættu til leiks- með
spánýtt kerfi sem reyndist
prýðilega í alla staði, þrátt fyrir
að vera mjög einfalt í sniðum.
Gengur kerfið undir nafninu
„Matsstöðvartígullinn" og þykir
líklegt til vinsælda.
Keppnisstjóri í þessu móti var
Sigurjón Tryggvason frá
Reykjavík og rækti hann sitt
hlutverk með prýði.
Nú er hálfnuð aðalsveita-
keppni Bridgefélags Vestmanna-
eyja en þar er spiluð tvöföld
umferð með þátttöku sex sveita.
Eftir fjórar umferðir er staðan
þessi: Sveit stig
Valgeirs Kristinssonar 62
Gestgjafans 48
Sveins Magnússonar 43
Guðlaugs Stefánssonar 23
Friðþjófs Mássonar 21
Einars Friðþjófssonar 15
Tvær síðustu sveitirnar eiga
einn leik til góða, þannig að
stigatala þeirra getur breytst.
Sveit Valgeirs skipa auk hans
þeir Anton Bjarnasen, Gunnar
Kristinsson, Magnús Grímsson,
Ragnar Helgason og Sigurgeir
Jónsson. Sveit Gestgjafans skipa
þau Hilmar Rósmundsson, Jak-
obína Guðlaugsdóttir, Jón
Hauksson, Pálmi Lórensson og
Sigfús Sveinsson. Og sveit
Sveins Magnússonar skipa auk
hans þeir Benedikt Ragnarsson,
Bjarnhéðinn Elíasson og Leifur
Ársælsson.
Bridgefélag
Kópavogs
Fjórða umferð hraðsveita-
keppninnar lauk fimmtudaginn
20. nóv. og þrjár efstu skorirnar
hlutu: sveit stig
Bjarna Péturssonar 778
Sigurðar Vilhjálmssonar 702
Sigríðar Rögnvaldsdóttur 699
Meðalskor 648 stig.
Að einni umferð óspilaðri er
staða efstu sveita þessi:
sveit stig
Rúnars Magnússonar 2476
Ármanns J. Lárussonar 2739
Jóns Þorvarðarsonar 2736
Sigurðar Vilhjálmssonar 2693
Jóns Andréssonar 2685
Sverris Þórissonar 2627
Meðalskor 2592 stig.
Afmæli BK
Líðandi vetur er tuttugasta
starfsár Bridgefélags Kópavogs
og hefur stjórn félagsins ákveðið
að minnast afmælisins með hófi
og boðsmóti.
Föstudaginn 28. nóv. nk. er
öllum núverandi og eldri félög-
um boðið til samkomu að Þing-
hóli sem hugsuð er með léttu
yfirbragði. Mökum félaga BK er
sérstaklega boðið og hefst kvöld-
ið með félagsvist kl. 20.30 en á
eftir verður stiginn dans.
Boðsmót BK
Um helgina 6. og 7. des. nk.
efnir félagið til boðsmóts með
þátttöku 32ja para og verður
félögum í Reykjavík, Reykjanesi
og Selfossi boðið að senda full-
trúa sína til mótsins. Mótið
verður barometertvímenningur
og spiluð 3 spil á milli para.
Vegleg verðlaun verða veitt
þremur efstu pörunum. Spilað
verður að Þinghóli við Hamra-
borg í Kópavogi og hefst mótið
kl. 13.30. Keppnisstjórar verða
Vilhjálmur Sigurðsson og Jóna-
tan Líndal.
„Harðfengi og hetjulund44
Hrakningasaga Shackletons til Suðurskautslandsins
ÚT ER komin hjá bókaútgáf-
unni Skuggsjá, Hafnarfirði, bók-
in „Harðfengi og hetjulund"
eftir Alfred Lansing í þýðingu
Hersteins Pálssonar. betta er 7.
bókin í bókaflokknum „Ilá-
spennusögurnar“. í fréttatil-
kynningu útgáfunnar segir
m.a.:
„Harðfengi og hetjulund fjallar
um ótrúlega hrakningaför Sir
Ernest Shackletons til Suður-
skautsins. Skip hans og sam-
fylgdarmanna hans festist í ísn-
um, sem að lokum braut skipið,
og það sökk. Þá voru leiðang-
ursmenn staddir á ísbreiðu, sem
var um 2 milljónir ferkílómetra
að flatarmáli. Um þessa enda-
lausu breiðu urðu þeir að draga
báta sína, vistir og persónulegar
eigur, ef þeir ætluðu að halda lífi.
Fimm léleg tjöld vörðu þessa 28
hrakningsmenn fyrir næðingn-
um, og þeim var stöðugt ógnað af
háhyrningum og sæhlébörðum.
Samt kom þeim aldrei til hugar
að gefast upp — og sízt af öllum
foringjanum Sir Ernest Shackie-
ton. Forystuhæfileikar hans mót-
uðu sundurleita sveit í einhuga
fylkingu, sem heppnaðist það,
sem öllum virtist óframkvæman-
legt.“
AK.I.YSIM.ASIMINN KR:
22480
JRorgxmbleötí)
BANKASTRÆTI 7 • AÐALSTRÆTI 4
. 7.128
EKTAGÓÐ KAUP!
Vcgna mjög hagstæðra innkaupa gctum við boðið þcssar
úrvals ullarblússur (twced) frá Van Gils á aðcins
34.000kr
Litir: grátt, grænbrúnt, dökkbrúnt
Stærðir: 46-56