Morgunblaðið - 27.11.1980, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980
Minning:
Eiríkur Sigurðs-
son rithöfundur
Fæddur 16. október 1903.
Dáinn 17. nóvember 1980.
Þegar ég lít yfir vináttusam-
band okkar Eiríks Sigurðssonar
síðastliðin tuttugu ár ber þar
engan skugga á.
Hann var einstakur maður.
Eiríkur var borinn í þennan
heim á morgni aldar okkar og á
þeim morgni virðast fleiri þrosk-
aðar sálir hafa íklæðst holdi
norður hér en á velflestum öldum
öðrum.
Ég þykist vita að margir muni
verða til að rita um starfsferil
Eiríks, viðvíkjandi skóla- og fé-
lagsmálum. Mig langar til að
vekja athygli á ritstörfum hans og
því hve maðurinn var óvenju vel
af guði gerður.
Starfsþrek hans var með ein-
dæmum og starfsgleðin var undir-
rót þess. Mér sýnist að hann muni
hafa látið frá sér fara nær 40
bækur: skáldsögur (barnabækur),
fræði- og minningarit og þýð-
ingar. Auk þess vann hann að
útgáfu margs konar rita og rit-
stýrði barnablaðinu „Vorið" ára-
tugum saman, ásamt Hannesi J.
Magnússyni. Þar skrifaði hann
jafnan mikið sjálfur.
Áhugi Eiríks á bókmenntum var
sívakandi og gleðin rík yfir því
sem vel tókst hjá hverjum þeim
sem í hlut átti. Hann lét sér engin
menningarmál óviðkomandi og
lagði víða hönd á plóginn þeim til
framdráttar.
Eiríkur unni æskustöðvum sín-
um heitt og vann austfirskum
málefnum ómetanlegt gagn með
penna sínum hin síðari ár. Og ekki
skal gleymt atfygli hans við gerð
kvikmyndarinnar um Austurland.
Æviminningaþættir Eiríks
munu koma út nú fyrir jólin þar
sem bernskustöðvunum er ennþá
sungið lof. Hann átti sem drengur
heima á Dísastöðum í Breiðdal. Sá
bær, þau ár voru dýrust minn-
ingagull hans og þær dísir, sem
bærinn var við kenndur, virðast
hafa verið drengnum hliðhollar og
sæmt hann dýrum gjöfum mann-
kosta og gæfuláni.
Það verður seint fullþakkað að
eignast vináttu jafn andlega heil-
brigðs manns og Eiríks Sigurðs-
sonar. Þar fannst ekkert lítið og
lágt. Síglaður og uppörvandi, rétt-
dæminn og öfundarlaus gekk hann
meðal samferðarmanna. Handtak
hans var fast og hlýtt eins og
skapgerðin. Trúin gaf huga hans
fagnandi flug en batt hann ei á
kenningaklafa.
Eiríkur á sér heimvon góða.
Ég og fjölskylda min þökkum
honum samfylgdina af heilum hug
og sendum hinni góðu eiginkonu
hans, Jónínu Steinþórsdóttur, og
börnunum hlýjar samúðarkveðjur.
Kristján frá Djúpalæk
Einn af burðarásum íslenskrar
bindindishreyfingar er fallinn.
Eiríkur Sigurðsson, fyrrverandi
skólastjóri og rithöfundur, var
jarðsunginn sl. mánudag.
Eiríku'r var austfirskur að ætt,
fæddur í Hamraseli í Geithellna-
hreppi 16. október 1903. Hann fór
ungur í Eiðaskóla og segir um þá
dvöl í nýútgefinni ævisögu: „Ég
held að enginn tími í ævi minni
hafi verið eins markverður og
áhrifamikill fyrir mig og síðari
vetur minn í Eiðaskóla." Það voru
Blöndalshjónin, Sigrún og Bene-
dikt, sem mest áhrif höfðu á hann.
Síðan lá leið Eiríks til Askor og í
Kennaraháskólann í Kaupmanna-
höfn. Kennaraprófi lauk hann frá
Kennaraskólanum í Reykjavík.
Að námi loknu var Eiríkur fyrst
við kennslu á Austfjörðum en 1933
fluttist hann til Ákureyrar. Þar
kenndi hann við Barnaskóla Akur-
eyrar uns hann gerðist fyrsti
skólastjóri Oddeyrarskólans.
Eiríkur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Signý Jónsdóttir.
Þau slitu samvistum. Síðari kona
hans er Jónína Steinþórsdóttir.
Ég á Eiríki margt að þakka og
þeim hjónum báðum. Hann var
umburðarlyndur og góðviljaður.
Barnastarf góðtemplara var hon-
um mjög hjartfólgið og það var
einmitt á þeim vettvangi sem
leiðir okkar lágu saman. Eiríkur
var snjall rithöfundur sem leitaði
kjarna án orðskrúðs. Eftir hann
liggja fjölmargar barnabækur,
ævisögur og þýðingar.
I haust hitti ég þau hjón, Eirík
og Jónínu, hress og kát. Eiríkur
var þá önnum kafinn við skriftir.
En „skjótt hefur sól brugðið
sumri". Við bindindismenn þökk-
um Eiríki samfylgdina og vottum
aðstandendum hans, eiginkonu og
börnum, samúð. Far vel, vinur og
bróðir.
Hilmar Jónsson
Þegar ég man Eirík Sigurðsson
fyrst var hann ritstjóri Vorsins.
Þegar hann lést var hann einn
þriggja ritnefndarmanna Vor-
blómsins, ársrits Unglingaregl-
unnar. — Það er í raun táknrænt.
Eiríkur var vorsins maður, unn-
andi fagurs mannlífs og gróandi.
Hann var kennari og uppeldis-
frömuður af hugsjón. Hann var
rithöfundur sem tók mið af því
sem til heilla horfði og mannbóta.
Hann var góður maður.
Snemma mun Eiríki hafa orðið
Ijóst að ekkert spillir jafnmörgu
mannsefninu sem vímuefni ýmis,
einkum áfengi. Fyrir lítið kemur
góð menntun ef menn gerast
galeiðuþrælar fíkniefnis sem brýt-
ur niður persónuleika þeirra og
skaphöfn. — Því tók hann
snemma á kennaraferli sínum að
fræða og leiðbeina í þeirri grein
sem séra Magnús í Laufási gaf
nafnið bindindisfræði. Hann gerð-
ist einn forystumanna Unglinga-
reglunnar en hún er elsti æsku-
lýðsféiagsskapur íslenskur, nær
aldar gamall. Og svo undarlegt
sem það kann að virðast beitti hún
frá upphafi þeim kennsluháttum
sem nú hin síðustu missiri þykja
vænlegastir til árangurs ef temja
skal unglingum að lifa lífinu
lifandi — án stundarblekkinga og
gervigleði. — Síðar gerðist Eirík-
ur Sigurðsson einn stofnenda
í LOK októher sl. sendu Orkustofn-
un og Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins frá sér greinar-
gerð um „Orkusparandi endurbæt-
ur á oliu- og rafhituðu húsnæði“.
Hér er um að ræða fyrstu niður-
stöður úr könnun á einangrun og
orkunotkun ibúðarhúsa hér á
landi. Tilgangur greinargerðar-
innar er að meta hagkvæmni
þrenns konar aðgerða til orku-
sparnaðar, þ.e.a.s. einangrunar á
þaki, tvöföldun glers og uppsetn-
ingu hraðgengra oliuhrennara i
stað hæggengra.
Niðurstöður arðsemisreikninga
eru m.a.
Bindindisfélags íslenskra kennara
sem hefur um aldarfjórðungsskeið
unnið mikið starf og gagnmerkt á
sviði bindindisfræðslu, gefið út
fjölda bóka og bæklinga og átt
hlut að stefnumótun, víðsýnni og
nútímalegri, í þeim málum. —
Þeir munu ófáir sem Unglinga-
reglan og Bindindisfélag íslenskra
kennara hafa veitt það veganesti
sem að haldi kom í hreggviðrum
svipuls lífs.
Eiríkur Sigurðsson var mikill
skólamaður, ágætur rithöfundur
og þýðandi prýðilegra skáldverka,
svo sem Sandhóla-Péturs. Hann
var margfróður og minnugur og
skemmtilegur á mannafundum.
— Kona hans, frú Jónína Stein-
þórsdóttir, er um margt lík hon-
um, ritfær vel og skörp. Það var
mannfagnaður að þeim hjónum
hvar sem þau fóru. Samúðarkveðj-
ur flytja vinir þeirra henni og
ástvinum hans öðrum. — Þegar
Eiríkur Sigurðsson fellir hurð af
stöfum að baki sér er að honum
mikill sjónarsviptir.
Bindindismenn sjá á bak einum
traustasta, heilsteyptasta og dug-
mesta foringja sínum, kennarar
og aðrir uppalendur kveðja önd-
vegismann sem vildi vel og vann
flestum betra dagsverk. Mér koma
í hug hendingar Fornólfs og beini
spurn til ungra kennara:
„Viltu taka upp verkin hans
og verða þar að manni?"
ólafur Ilaukur Árnason.
1. Kostnaður við að endurbæta ein-
angrun þaka í húsum sem nú eru
hituð með olíu er 4,3 milljarðar
kr. Olíusparnaður á ári vegna
aðgerðanna er áætlaður um 6
millj. lítra eða um 1,2 milljarðar
kr.
2. Kostnaður við að setja tvöfalt
gler í stað einfalds í húsum sem
nú eru hituð með olíu er 1,7—2,4
milljarðar kr. Olíusparnaður á
ári vegna aðgerðanna er áætlað-
ur 2,0 milljónir lítra eða um 0,4
milljarðar kr.
3. Ætla má að á landinu öllu séu um
6000 hæggengir olíubrennarar í
notkun. Endurgreiðslutími fyrir
kaup og uppsetningu á hraðgeng-
um brennara er 1—1 '/2 ár. Miðað
er við að öll kynditæki sem verða
í notkun við árslok 1983 verði
búin hraðgengum brennara, þarf
því að skipta um brennara í um
2500 kynditækjum. Heildarkostn-
aður er áætlaður 0,4—0,6 millj-
arðar kr. Heildarsparnaður á ári
er um 2,0 milljónir lítra af olíu,
eða um 0,4 milljarðar kr.
4. Heildarkostnaður við að auka
einangrun í þökum, ísetningu
tvöfalds glers í stað einfalds og
skipti á hraðgengum brennurum
í stað hæggengra er 6,4—7,3
milljarðar kr. Aðgerðirnar spara
um 10 milljónir lítra af olíu á ári
eða um 15% af olíunotkun við
húshitun og mundu spara húseig-
endum um 2,0 milljarða kr. á ári.
5. Heildarkostnaður við að auka
einangrun í þökum og isetningu
tvöfalds glers í stað einfalds í
húsum sem eru rafhituð er 3,7—
4,3 milljarðar kr. Orkusparnaður
á ári er um 35 Gwh, sem kosta
húseigendur um 0,7 milljarða kr.
í greinargerðinni er einungis
fjallað um þrjár aðferðir til að
spara orku við húshitun. Ýmsar
fleiri koma til greina. Má þar nefna
einangrun gólfa og veggja að illa
hituðu rými, hitastýrikerfi o.fl. Rík
áhersla er lögð á það í greinargerð-
inni að til þess að umræddar
orku sparandi aðgerðir verði að
veruleika er nauösynlegt að húseig-
endum verði veitt tækniaðstoð og
leiðbeiningar um hagkvæmar
endurbætur.
Það er mat Orkusparnaðarnefnd-
ar að arðsemi þeirra fjárfestinga
sem fjallað er um í greinargerðinni
sé mjög mikil samanborið við aðrar
fjárfestingar sem nú eru til umræðu
og því er mikilvægt að Húsnæðis-
málastofnun verði tryggt nægjan-
legt fjármagn á næsta ári vegna
lánveitinga til orkusparandi endur-
Fréttatilkynninie.
Eiginkona mín og móðir okkar,
LAUFEY JONSDOTTIR,
Stangarholti 12, Reykjavík,
lést aöfaranótt miðvikudagsins 26. nóvember.
Jörgen Þorbergsson og börn.
+
Utför bróður okkar,
EYJÓLFS LEÓS
frá Isafiröi,
sem andaöist 18. nóvember sl., fer fram frá ísafjaröarkirkju
föstudaginn 28. nóv. kl. 2.
Þórhallur Leós,
Ágúst Leós,
Kristjón Leós,
Margrét Leós.
+
Ástkær eiginkona mín,
BIRNA BJÖRNSDÓTTIR LÖVDAL,
Heiðargeröi 88,
lést 25. nóvember.
Ingi Lövdal.
+
Maöurinn minn, sonur okkar, faöir. tengdafaöir og afi,
HOLGER P. CLAUSEN,
kaupmaóur,
Laugavegi 11, Reykjavík,
veröur jarösunglnn frá Dómkirkjunni næstkomandi föstudag 28.
nóvember kl. 3.
Sólveig Clausen,
Lára Siggeirs,
Herlut Clausen,
Lára Clausen, Arni Kristjánsson,
Herluf Clausen jr„ Elín Gunnarsdóttir,
Guórún Clausen, Jón Rafns Antonsson,
barnabörn.
+
Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og
jaröarför
KALMANNS SIGURÐSSONAR
frá Stað í Höfnum.
Ingunn Guömonsdóttir,
Guörún Kalmannsdóttir,
Sigríöur Kalmannsdóttir,
Olafur Kalmann Hafsteinsson.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNAR SIGURJÓNSSON,
guöfrssöingur,
sem andaöist aö heimili sínu, Þórsgötu 4, aöfaranótt 19.
| nóvember, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 28. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö, en þeim, sem vildu
i minnast hans, er bent á kristniboö Sambands íslenskra
i kristniboösfélaga. Aöalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2b.
Vilborg Jóhannesdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Útför mannsins míns, sonar, fööur okkar, tengdafööur og afa,
LARUSAR GUÐBJARTSSONAR
Álftamýri 18,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vilja
minnast hans er bent á Hjartavernd eöa Krabbameinsfélaglö.
Kristín Sigfúsdóttir,
móöir hins látna, börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegasta þakklæti flytjum viö öllum þeim sem sýnt hafa okkur
hlýhug og virðingu í sambandí viö andlát
EIRÍKS SIGURDSSONAR,
fyrrverandi skólastjóra.
Guö blessi ykkur öll.
Jónína Steinþórsdóttir,
Hákon Eiríksson, Marta Jóhannsdóttir,
Þóra G. Ásgeirsdóttir, Herman Huijbens,
og bern>börn
Orkusparnaðarnefnd:
Tvöfalt gler sparar
400 milljónir á ári