Morgunblaðið - 27.11.1980, Page 31

Morgunblaðið - 27.11.1980, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1980 3 1 Halvard K. Iversen: „Moonistarnir44 hin hliðin á málinu Ég sit hér sem leiðtogi Samtaka Heimsfriðar og Sameiningar hér á íslandi. Ég sá sjónvarpsmyndina og hef hér fyrir framan mig á borðinu þær greinar sem blöðin hafa birt um okkur í framhaldi af henni. Ég geri mér grein fyrir því að það er nokkur munur á kenn- ingum okkar og þjóðkirkjunnar, en er það ástæða til ómaklegra árása á saklaust fólk? Slíkur áróður í fjölmiðlum, blöðum og sjónvarpi, miðar aug- ljóslega að því að gera heiðarlegt fólk tortryggilegt í augum al- mennings. I slíkum áróðri er ekki hugsað um það hvað sé sannleikur eða lygi. Mér virðist að ósannindin séu látin ráða í árásum á okkur. Við erum ekki dýrlingar, við erum venjulegt fólk sem vill berjast fyrir háleitri hugsjón. Við álítum okkur ekki fullkomin og erum þar af leiðandi ekki yfir gagnrýni hafin. Hafi okkur orðið á einhver „BÓNDI er bústólpi“ nefnist ný bók eftir Guðmund Jónsson, þar sem sagt er frá nokkrum góð- bændum. „Þeir tólf góðbændur, sem hér er getið, voru allir uppi um það leyti er byltingin hófst í íslenskum landbúnaði," segir á kápusíðu. „Þjóðin var að vakna úr aldar- löngum svefni og kyrrstöðu. Bændur létu ekki sitt eftir liggja og brautryðjendur á því sviði verða ekki ofmetnir. An bjart- sýnna dugnaðarmanna má ætla að nú væri ekki landbúnaður á ís- landi. — Til eru menn, sem virðast telja að þá væri vel, en hver getur í rauninni hugsað sér ísland án sveita og búskapar. Við hlið sjáv- mistök, þá erum við fús til að gera yfirbót. En við stöndum fast á trúarsannfæringu okkar. Ákærur um heilaþvott eru ekki nýjar af nálinni. Heilaþvottur er ennþá notaður til þess að sverta starfsemi okkar í augum almenn- ings. Þetta eru ósannindi, sem jafnvel fulltrúar kristinnar kirkju taka trúanleg. Ósannindi þessi hafa hvað eftir annað verið kveðin niður, jafnvel fyrir rétti og af sérstökum stofnunum svo sem CIA og FBI. Starfsemi okkar á sér stað í öllum meginlöndum heims. Sam- tök okkar reka spítala á ýmsum stöðum í Asíu og þar er veitt fullkomin læknisþjónusta af al- mennum læknum og sérfræðing- um. Og þessi starfsemi á sér einnig stað á svonefndum van- þróuðum svæðum. Einnig má geta þess að árið 1976 var hrundið af stað alþjóðlegri hjálparstofnun til arútvegs er það þjóðarsálin og án þeirra þátta athafnalífs á voru landi væri ekkert ísland. — Þessi bók er viðleitni til að halda á lofti minningu framfaramanna í bú- skap og félagsmálum og hljóti hún viðtökur að vonum er ætlunin að fleiri slíkar verði saman teknar." Þeir, sem um er rætt í bókinni, eru: Dagur Brynjúlfsson í Gaul- verjabæ, Davíð á Arnbjargarlæk, Gestur á Hæli, Guðjón á Ljúfu- stöðum, Jónatan á Holtastöðum, Kristinn á Skarði, Ólafur í Hval- látrum, Ólafur í Brautarholti, Páll í Þúfum, Jón J. Skúlason, Sig- mundur á Hamraendum og Þor- steinn á Húsafelli. Ægisútgáfan gefur bókina út. dreifingar á matvælum, klæðnaði og lyfjum víða um heim. Auk þessa hefur hreyfingin unnið að því í Californiu og víðar, að veita efnalitiu fólki, utan hreyfingar- innar, nægjanlega verkmenntun. Við leitumst við að gera gagn á öllum sviðum og að vinna að sameiningu milli allra manna og stétta þjóðfélagsins. Því er haldið fram að menn verði að hætta námi vilji þeir taka þátt í hreyfingu okkar. Staðhæf- ing þessi er með öllu ósönn. Margir meðlimanna eru hvattir til að halda áfram námi sínu, og margir taka upp þráðinn þar sem frá var horfið eftir nokkurt hlé, því að með því móti verða þeir sjálfum sér og öðrum að meira gagni. Þess vegna leggjum við þunga áherslu á það að menn efli anda sinn í lærdómi og komi þeim að gagni sem þess þurfa. Að því er snertir vísindalegar ráðstefnur, sem haldnar hafa ver- ið á vegum okkar hreyfingar, þá hafa þeir vísindamenn, sem mætt hafa á slíkum ráðstefnum, verið algerlega sjálfráðir í sínum skoð- unum og aldrei verið þvingaðir til þess að halda einhverju fram, sem þeir væru ekki sannfærðir um sjálfir. Meðal þeirra ákæra sem á okkur eru bornar, eru að þeir sem vilji ganga í samstarf við okkur verði að láta af hendi eignir sínar. Þessi fullyrðing er alger ósannindi og á sér enga stoð í staðreyndum. Því er einnig haldið fram að foringi okkar, sr. Moon, vilji gera okkur að hugsunarlausum mannskepn- um, sem láti stjórnast af hans vilja einum. Slíkar fullyrðingar eru naumast svaraverðar. Vil viljum ekki eiga í stríði. Við viljum eiga samvinnu við alla menn hvar sem þeir kunna að standa í trúarlegum málefnum, því að okkar viðleitni á að miðast við það að láta gott af okkur leiða eftir því sem við höfum tök á. Því hefur verið haldið fram að fyrrverandi meðlimir okkar er- lendis hafi fullyrt að þeir hafi borið við allskyns lygum til þess að fá peninga fyrir söfnuðinn. Óheiðarlega menn má finna í öllum söfnuðum og slík aðferð í fjársöfnun til styrktar okkar mál- efni er ekki gerð að fyrirmælum samtakanna. Slíkt er í algerri andstöðu við trúarviðhorf okkar. Samtök okkar hér á landi eru ekki leynileg og ekkert okkar er hrætt við að viðurkenna að hann/hún sé meðlimur í okkar söfnuði. Því er ekki að neita að við höfum orðið fyrir aðkasti á ýmsan máta í starfi okkar. En það breytir ekki því viðhorfi trúar og trausts sem við höfum öðlast. Við leitumst ætíð við að lifa í anda kristinnar trúar og láta trú okkar koma fram í verkum. Við viljum hjálpa þeim sem hjálpar eru þurfi og gerum það í anda kærleiks. Virðingarfyllst, Halvard K. Iversen. Víða liggja leiðir Þriðja bók Guðbjarg- ar Hermannsdóttur „VÍÐA liggja leiðir" nefnist bók eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur sem Skjaldborg hf. á Akureyri gefur út. Á bókarkápu segir að bókin sé „saga um ógnþrungin örlög og ólgandi ástir“. Guðbjörg Hermannsdóttir hef- ur áður sent frá sér tvær bækur. Ný lögreglusaga Sjöwall og Wahlöö PÓLÍS, PÓLÍS ... er ný bók í sagnaflokkinum Skáldsaga um glæp sem Mál og menning gefur út. Höfundar sagnanna eru sænsku rithöfundarnir Maj Sjöwall og Per Wahlöö, og hafa bækur þeirra verið gefnar út á fjölmörgum þjóðtungum. Þetta er flokkur tíu lögreglusagna sem eru sjálfstæðar hver um sig, en aðalpersónur eru þær sömu, Martin Beck og starfsbræður hans í rannsóknarlögreglu Stokkhól msborgar. Pólís, Pólís ... er sjötta bókin í þessum flokki, en áður hafa komið út bækurnar: Morðið á ferjunni, Maðurinn sem hvarf, Maðurinn á svölunum, Löggan sem hló og Brunabillinn sem týndist sem kom út fyrr á árinu. Þýðandi Pólís, Pólís... er Ólafur Jónsson. Bókin er 222 bls., gefin út bæði innbundin og í kilju. Setningu og prentun ann- aðist Prentrún hf., en Bókfell hf. sá um bókband. Kápumynd er gerð af Hilmari Þ. Helgasyni. (Cr fréttatilkynniniíu) „Bóndi er bústólpi44 ný bók eftir Guðmund Jónsson Alpa kemur mjúkt inn úr kuldanum Veistu aö Alpa kemur mjúkt inn úr kuldanum? Þess vegna er auövelt að smyrja því á brauðið, beint úr ísskápnum. Veistu aö Alpa er einstaklega gott til að steikja og baka úr? Viö steikingu og bakstur kemur hið Ijúffenga Alpabragð vel fram, og gerir matinn sérlega bragðgóðan og girnilegan. Veistu aö á botni hverrar Alpa- öskju er uppskrift? Þú getur safnað uppskriftum af gómsætum réttum og kökum. Með hverri öskju færð þú nýja uppskrift. Veistu aö litarefnið í Alpa er B-karotin? Það er unnið úr gulrótum og þrungið A-vítamíni. Að auki er svo D-3 vítamíni, bætt í Alpa. Nú veistu að allt þetta og meira til, gerir Alpa ómissandi á brauðið, í baksturinn, á pönnuna. Bsmjörlíki hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.