Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 30. nóvember Bls. 65—112 Mjög skipti í tvö horn um afstöðu íslenskra stjórn- valda til Þjóðverja, sem hingað vildu flytja. Inn- flutningur þýskra Gyðinga var takmark- aður, en ekki er vitað til, að Þjóðverjum af „germönsku kyni“ hafi verið neitað um landvist. Ríkisstjórnin markaði ákveðna stefnu i þessu máli veturinn 1938, en þá höfðu þýskir nasistar hrakið fjölda Gyðinga úr landi, og margir fleiri biðu þess að hverfa á braut. Sveinn Björnsson símaði um þetta leyti til ríkisstjórnar íslands og spurðist fyrir um, hvort hún vildi veita Gyðingahjón- um dvalarleyfi á Islandi til eins árs. Hjón þessi óskuðu ekki eftir atvinnu og hétu því að greiða lífsviðurværi sitt á íslandi með fé, er þau áttu i dönskum banka. Ríkisstjórnin gaf hjónunum al- gert afsvar, þar eð hún væri „principielt mótfallin [að] veita þýskum Gyðingum dvalarleyfi [á] íslandi". Einnig var félagi einu í Reykjavík synjað um leyfi til að „ófriður í aðsigi“ er fyrsta bindi ritverks Þórs Whitehead, sem Almenna bókafélagið mun gefa út á næstu árum undir safnheitinu: „ísland í síðari heimsstyrjöld“. Þar er fjallað um sögu íslands í nánum tengslum við heimssöguna á einhverjum mestu örlagatím- um síðari alda. Kaflinn sem meðfylgjandi útdráttur er úr heitir: „Norðrið heillar: Þriðja ríkið og ísland“ og f jallar um samskipti Þjóðverja og íslend- inga á árunum fyrir stríð. — „Ófriður í aðsigi“ er væntanleg í bókaverslanir í lok þessarar viku. / leitaði í nauðum sínum til dr. Helga P. Briem og bað hann að reyna að fá mann sinn leystan úr haldi. Helgi lofaði konunni að gera sitt besta. Er hann hugsaði sitt ráð, minntist hann þess að hafa nýverið setið til borðs í veislu með Dietrich von Jagow, yfirmanni storm- sveitanna, SA, í Berlín. Von Jagow var mesti ofláti, og í veislunni hafði hann gumað mjög af völdum sínum og upp- hefð. Hafði þetta aukist orð af orði, uns hann taldi sig þriðja valdamesta mann Þýskalands að Hitler fráskildum! Helgi ákvað nú að láta reyna á völd stormsveit- arhöfðingjans. Hann hringdi til von Jagows, bað Karli Kroner griða og fór fram á, að lækninum yrði leyft að halda til Islands, þar sem hann mætti setjast að. Jagow var stuttur í spuna; vissi „ekkert um þennan Júða“. En Helgi lét sig hvergi og sagði, að íslendingar mundu meta það sem greiða við sig, ef Kroner yrði veitt frelsi. Jagow leiddist loks þófið og lofaði að kanna málið. Síst hefði hann órað fyrir því í veislunni Islendingar og helför Gydinga Utdráttur úr bók Þórs Whitehead: Ófriður í aðsigi — ísland i siðari heimsstyrjöld taka í fóstur 8—10 Gyðingabörn. Her- mann Jónasson forsætisráðherra sagði, að þetta væri varúðarráðstöfun gegn flóttamannastraumi og Tíminn taldi að fyrst yrðu íslendingar að hugsa um sína eigin ómaga, áður en þeir bættu á sig erlendum. Þrátt fyrir andstöðu ríkisstjórnarinn- ar við innflutning Gyðinga tókst nokkr- um þeirra að setjast hér að, þ.á m. ágætum hljómlistarmönnum. Svo er að sjá sem þetta hafi orðið til þess, að einhverjir af ráðamönnum landsins reyndu að reisa öruggari skorður gegn innflutningi Gyðinga. Vorið 1939 var ríkisstjórnin farin að ræða um að setja lög í þessum tilgangi, að því er breskur sendimaður, Berkeley E.F. Gage, hafði eftir Hermanni Jónassyni forsætisráð- herra. Skildist sendimanninum, að lögin væru hugsuð til verndar hinu „hreina kyni“ íslendinga. Stjómvöld hafa einnig vitað, að þau ættu yfir sér þykkju nasistastjórnarinnar, ef þau veittu fórn- arlömbum hennar viðtöku. Loks kann það að hafa ráðið mikiu, hversu bágborið atvinnuástandið var hér á landi. Stjórn- völd hafa ekki viljað auka á atvinnuleys- ið með því að gefa eitthvert fordæmi, sem opnað gat landið fyrir stríðum straumi Gyðinga. Flestar Norðurálfuþjóðir brugðust Gyðingum í helför þeirra eins og menn viðurkenna nú og harma. Eftir stríð gat Hermann Jónasson bent á það, stjórn sinni til málsbóta, að hér „var tiltölulega margt af landfótta Gyðingum þá [1938—39], og við íslendingar höfum vissulega tekið okkar skerf af því að leyfa þeim landvist". Það má líka segja íslendingum til hróss, að fulltrúi þeirra við danska sendiráðið í Berlín, dr. Helgi P. Briem, bjargaði einum Gyðingi úr klóm nasista, lækninum og Islandsvininum Karli M. Kroner. Sú saga hófst svo, að ungur Gyðingur skaut til bana þýskan sendi- ráðsfulltrúa í París. Nasistastjórnin not- aði þetta sem átyllu til að herða enn ofsóknir sínar gegn þýskum Gyðingum. Nóttina 10. nóvember 1938 gengu liðss- veitir nasista berserksgang, drápu og misþyrmdu fjölda Gyðinga. Allt var brotið og bramlað í verslunum þeirra, og glerbrotin lágu í haugum um götur þýskra bæja og borga. Var nóttin kennd við þessi verksummerki og nefnd Krist- allnacht. Kroner læknir var í hópi þeirra, sem handteknir voru í ógnaræðinu. Kona hans, Irmgard, sem ekki var Gyðingur, góðu, að það gæti orðið Gyðingi til bjargar að miklast svo af sjálfum sér við norrænan sendimann. Næsta dag birtist Kroner læknir á skrifstofu Helga í danska sendiráðinu og var illa á sig kominn. Ofsóknarmenn hans höfðu snoðað hann, svo að sást í beran skallann, og yfirvaraskeggið var farið sömu leið. Það leyndi sér ekki, að hér var tugthúslimur á ferð. Án þess að mæla benti Kroner á símann á skrifborði Helga og lagði hatt sinn yfir tækið. Var það merki þess, að hann óttaðist, að leynilögreglan, Gestapó, hefði komið fyrir hlustunarútbúnaði í símanum. Með hásri skjálfandi röddu bað hann Helga að ganga með sér út í skóg, sem þar var nærri. Á göngunni sagði læknirinn, að hann hefði verið leystur úr haldi fyrir nokkrum mínútum, og hefði sér verið sagt að hypja sig úr landi fyrir klukkan tólf á miðnætti. Bað hann Helga að duga sér vel, líf sitt lægi við. Hér var úr vöndu að ráða. Helgi vissi, að eina leiðin til að koma Kroner úr landi, áður en fresturinn rann út, var að fá far fyrir hann með áætlunarflugvélinni til Kaupmanna- hafnar, kl. 18.00 þá um kvöldið. Þar sem þetta var eina vélin á þessari leið, voru öll sæti venjulega frátekin langt fram í tímann. En Helgi lét þetta ekki aftra sér. Hann hringdi í forstöðumann dönsku ferðaskrifstofunnar í Berlín og sagði honum allt af létta um mál Kroners. Hér væri um líf eða dauða að tefla. Væri ekkert sæti laust í flugvélinni, yrði að fá einhvern úr hópi væntanlegra farþega til að gista nótt í Berlín og ganga úr sæti fyrir Kroner. Bauðst Helgi til að greiða næturgistingu og uppihald fyrir hvern þann, sem það gerði. Ferðaskrifstofu- maðurinn skildi vel, hvað í húfi var, og hét því að liðsinna Helga. Tveimur klukkustundum síðar hringdi hann í sendiráðið og sagði, að Karl Kroner fengi far með flugvélinni. Málið virtist hafa leystst á farsælan hátt. Vinnudegi Helga var lokið, og hann ók af stað heim til sín. Dagurinn hafði verið erilsamur, og mál læknisins hafi tekið á taugarnar. Það var komið myrkur, helli- rigning og rok, Berlín í vetrarham. Helgi var feginn því að vera laus úr vinnunni, og hann hlakkaði til að komast heim. SJÁ NÆSTU SÍÐU Þýskir Gyðingar reyna að verða sér úti um far úr landi. 1 þessum bókar- kafla kemur fram. að Islendingar voru jafntregir og margar Evrópuþjóðir til að hjálpa Gyðingum i helför þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.