Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 10

Morgunblaðið - 30.11.1980, Síða 10
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Nú er Snorrabúð stekkur. I stað hámöstruðu Islandslaranna er höfnin full af litlum skemmtiskútum. Enda siglir þaðan enginn lengur þöndum seglum á íslandsmið. Framan á ævisögu Yves hefur Alain Lenost teiknað mynd af þessum Kamla sjómanni. Seinni grein Eftir Elínu Pálmadóttur „Ef ég gæti tekið með mér trén, þá færi ég til íslands til að deyja,“ sagði Tonton Yves, 86 ára gamalí „íslandssjó- maður í Bretagne í Frakk- landi við blaðamann Mbl. í haust. Þetta lýsir vel viðhorfi Yves le Roux, sem í æsku ætlaði aldrei að verða sjómað- ur. Hræddist það mest af öllu að verða sendur á íslandsmið, eins og ailir karlmenn í kringum hann. Hafði hlustað á frásagnir föður sins frá sjóferðum í vetrarveðrum á fjarlægum miðum við ísland. þar sem tekinn hafði verið af honum fingurinn í sjúkrahús- inu á Fáskrúðsfirði og þar sem afabróðir hans hlaut gröf i íslenzkum kirkjugarði. Hann var sannfærður um, að ef hann færi á sjóinn, yrði það til þess eins að deyja, eins og urðu örlög svo margra nágranna hans. Nei, þegar hann yrði stór, ætlaði hann að rækta jörðina heima í Bretagne og vera úti í náttúr- unni, sem honum þótti svo vænt um. En það urðu hans örlög að vera alla ævi á sjó, án þess að vera nokkurn tíma sjómaður, eins og hann orðar það. En þessi sex ár, sem hann var á Islandsmiðum, settu mörk á hann ungan og höfðu geysileg áhrif á líf hans upp frá því. Þar var honum bjarg- að skipreika, 18 ára gömlum, og sýnd hlýja, sem aldrei gleymdist og þar kynntist hann því að til væri gott fólk í útlöndum, engu síður en heima í Bretagne. Á æskuár- um hans var mikill þjóðernis- andi ríkjandi. í hans hugar- heimi voru Englendingar óvinir og Þjóðverjar villi- menn, en þegar hann kynnt- ist íslendingum, vissi hann, að til væru fleiri siðfágaðar þjóðir en Frakkar. eins og hann segir. „Tilfinningalega er ég fyrst Bretoni, þá íslend- ingur og í þriðja lagi Frakki,“ sagði þessi síðasti „Pecheur d’Islande“ eða ís- landssjómaður í Paimpol. Skipreika Gamli maðurinn var einmitt staddur í garðinum sínum í litla þorpinu Kerity í útjaðri Paimpol, að gefa einni nágrannakonu sinni grænmeti, þegar okkur bar að gerði, förukonur tvær af íslandi. Þarna ræktar hann nú garðinn sinn seint og snemma — rósa- runna, ávaxtatré, kartöflur og hv«TS kyns grænmeti — og hann ræktar minningar sínar, þessi ræktunarmaður af hafinu. En æviminningabókina, sem Jacques Dubois vann upp úr handriti hans og kom út í fyrra, nefnir hann „Le Jardinier des Mers Lointaines. Tonton Yves, pecheur d’Islande", eða „Garðyrkjumaðurinn af fjar- lægum miðum, íslandsfiskimaður- inn Tonton Yves“. En bókin sú hefur gert hann frægan um allt Frakkland. á Frá íslandi! Lofaðu mér að fadma þig! — Frá íslandi. Lofaðu mér að faðma þig! hropaði gamli maðurinn upp yfir sig, þegar ég gekk inn í garðinn hans, og kyssti mig inni- lega á báðar kinnarnar. Við höfð- um spurst fyrir um Tonton Yves á bryggjunni í Paimpol og hitt í Siglingaskólanum frænda hans, sem vísaði okkur á litla húsið með garðinum í kring, þar sem hann býr nú einn. Konan hans er dáin fyrir nokkrum árum og einkason- urinn hafði látist úr hvítblæði fyrir löngu, þegar hann var við arki- tektanám í París og tengdadóttirin skömmu síðar. Ekki var við annað komandi en að koma inn, hafa nokkra viðdvöl og borða hádegis- mat. íslending bæri ekki að hans garði án þess að þiggja góðgerðir. Svo mikið hefðu Islendingar fyrir hann gert. Komið þið hér inn um garðdyrnar, sagði hann. — Um þær dyr ganga allir vinir mínir. Ef hringt er á framdyrnar, veit ég að það eru ókunnugir að biðja um áritun á bókina mína eða blaða- menn-að fá viðtal. Við önsum því ekkert í dag, þegar ég hefi íslend- inga, bætti hann við og kímdi, svo hrukkurnar þéttust í öllu andlitinu á þessum visna litla manni og glampi kom i augun. — Ég er nefnilega orðinn rithöf- undur á gamals aldri, sagði hann til skýringar, þegar hann vísaði okkur til sætis við langborð inn af eldhúsinu, meðan hann sýslaði við matinn. Bauð okkur á meðan að Tonton Yves í garðinum sinum, ásamt borgarstjóranum í Paimpol, Jean le Meur. E Pá líta á stóran blaðaúrklippubunka með ritdómum og frásögnum vegna bókarinnar. Svo sannarlega hafði hún vakið athygli í Frakklandi og sjónvarps- og útvarpsmenn streymt til hans. Borgarstjórinn í Paimpol færði okkur seinna spólu með viðtali við hann í franska útvarpinu. Nú spjallaði hann við okkur framan úr eldhúsinu, eða kom í dyrnar til að segja eitthvað, spenntur yfir þessari óvæntu heim- sókn. — Þegar eitthvað er í blöðunum í París um ísland hringir alltaf frændi minn, sem fór með mér til íslands í fyrra. — Vitið þið bara hvað? Ég sit hérna eitt kvöldið og er að blaða í pappírunum mínum. Sjónvarpið er á. Allt í einu heyri ég nefnt ísland. Ég lít upp. Er hún þá ekki þarna á skerminum, túlkurinn minn, sem ég hefi meira að segja faðmað! Og orðin forseti! Andlitið á henni á öllum skerminum. Og svo sá ég tvö viðtöl við hana. Skilaðu góðri kveðju til hennar og spurðu hvort hún hafi fengið bókina mína, sem ég sendi henni. 14 ára á íslandsmið Tonton Yves eða Yves frændi, eins og hann er kallaður á heima- slóðum sínum (tonton er frændi á bretónsku), er fæddur 1894 í þorp- inu Ploubazlanec við Paimpol. Það- an fóru allir karlmenn til veiða á Íslandsmið og þar er kirkjugarður- inn með flestum nöfnunum yfir menn og skip er aldrei komu aftur, sem myndir voru birtar með í fyrri grein. Pabbi hans fór ár hvert á sjóinn í febrúarlok og kom aftur í lok ágúst. Móðir hans var heima með börnin, hafði eitt svín og eina kú og ræktaði svolítið hveiti og grænmeti. — Laun sjómannanna voru oftast etin upp fyrirfram, útskýrir hann. — Þegar menn réðu sig, fengu þeir 300—350 franka, um það leyti sem ég fór á sjóinn. Það var kallað „Le dernier Dieu“, sem líklega mætti nefna „síðustu sálu- hjálpina". Þar fyrir utan fengu þeir oftast 200 franka fyrir sjóklæðum, svo þeir kæmust af stað. Ef vorskipið, sem tók saltfiskinn af skútunum, kom heim með góðar aflafréttir frá tilteknum manni, fékk eiginkonan 50 franka í viðbót. Fiskflutningaskipið sjálft var fljótt í förum, sem skipti máli upp á gæði fisksins, enda fékk það 150 franka verðlaun, væri það skemur en 10 daga í ferð. Það var ekki af neinni ævintýraþrá, að maður fór á sjó- inn, heldur einfaldlega til að hafa í svanginn. — Við töluðum bretónsku í þorpinu mínu, segir Yves. Það var móðurmálið okkar. Þar sem ekki mátti kenna á öðru máli en frönsku í barnaskólanum, ekki einu sinni tala bretónsku í frímínútum án þess að fá hegningu, lærði ég aldrei að lesa. Skildi bara ekki nokkurn skapaðan hlut og átti ömurlega ævi á skólabekk. Það var raunar ekki fyrr en 1950 að hætt var að slá með reglustiku á fingurna á börnunum fyrir að tala bretónsku í tímum, þótt það sé breytt núna. Ég kunni því ekki að lesa þegar ég gifti mig árið 1931. En konan mín var kennslukona og kenndi mér svo vel að lesa á skömmum tíma, að ég gat farið í stýrimannaskóla og lauk þar prófi á tveimur árum. Pabbi henn- ar hafði farist á íslandsmiðum frá móður hennar og systrum litlum, en e»nhvern veginn hafði þeim tekist að komast í skóla. Það var ekki auðvelt þegar heimilisfaðirinn var allur. Bætur voru litlar og harðsóttar. Þegar faðir minn missti fingurinn, gáfust foreldrar mínir t.d. upp á að ná út bótunum, sem hann átti að fá. Pabbi var alltaf á sjónum, en mamma talaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.