Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 12
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Nýtt Nýtt
ítölsku angorapeysurnar eru komnar. Margir litir.
Glugginn, Laugavegi 49.
HeildsölubirgAir:
Egill Guttormsson hf.
SIS, Búsáhaldadeild,
Andvari hf. Sundaborg 16,
Skipholt hf. Skipholti 1,
Penninn, Hallarmúla
Skíðagallar
Dömu St: 36—44 Verð 36.900.-
Barnast: 98—182 Verð frá 27.900.-
Herrast: 48—54 Verö 36.900.-
Litir: Rautt, blátt, svart. Póstsími 30980
HAGEAUP
Hornhúsið á miðri myndinni á torginu í gamla bænum i Paimpol er frægt fyrir það, að þar bjó
rithöfundurinn frani Pierre Loti er hann skrifaði sögu sína Pecheurs d'Islande um fiskimennina á
íslandsmiðum. o« þar lætur hann söguhetjuna Gawd húa.
með skaftpottum. Presturinn, sem
kunni þjóðsönginn okkar, lét okkur
kyrja La Marseillais alla næstu
nótt til að halda á okkur hita. Þá
kom Eyjólfur með hesta. Við urð-
um svo veðurtepptir í nokkra daga
í Öræfasveitinni og á meðan var
safnað 70 hestum. Svo riðum við til
Reykjavíkur, sem hefur tekið 3
vikur. Mikið var ég aumur í
botninum.
— Alls staðar var okkur tekið af
einstakri gestrisni og hlýju, heldur
Yves áfram frásögninni. Nóttina,
sem okkur var bjargað, fæddist
Guðrún, dóttir prestsins í Sand-
felli. Mademoiselle, skilaðu góðri
kveðju til hennar, ég hitti hana í
fyrra á íslandi. Þegar við komum á
Dyrhóiabæina, að ég held, var
okkur skipt niður. Kona og dóttir
hennar tóku mig við hönd sér og
fóru með mig heim. Strákarnir
stríddu mér, hrópuðu á eftir okkur:
Varaðu þig á svona ungri, fallegri
stúlku! Eg var svo feiminn. En þær
háttuðu mig ofan í rúm og þarna
svaf ég í fyrsta sinn á ævinni einn í
herbergi. Mér var færð kaka og svo
það sem meira var, bolli af heitu
súkkulaði. Hugsaðu þér bara,
Frakkar áttu að nýlendu Kamerún,
land súkkulaðsins, þar sem afi
minn hafði dáið, og svo þurfti ég að
koma til íslands, sem ekkert á af
auðlindum nema fisk, til að fá
fyrsta súkkulaðibollann minn.
Svona var fátæktin mikil heima
hjá mér. Á þessum bæ voru litrík
gluggatjöld og gljáandi húsgögn.
Mæðgurnar leystu mig út með
vettlinga og jakka, fannst ég víst
illa búinn til ferðalags.
Á Kirkjubæjarklaustri samein-
uðust þeir öðrum strandmönnum
af skipi, sem strandað hafði við
Skaftárós, en það getur verið skýr-
ingin á þessum stóra leiðangri með
70 hesta. Eftir að hafa fengið joð á
bossann vegna rasssærisins á
Franska spítalanum í Reykjavík,
fór Yves og allir strandmennirnir
75, sem safnast höfðu saman í
Reykjavik til Leeds með norska
skipinu Sterling. Næsta sumar var
Yves aftur kominn á íslandsmið og
í þetta sinn fékk hann hvorki meira
né minna en 2700 fiska á sitt nafn.
En það ár horfði hann líka á eftir
besta vini sínum í sjóinn, án þess
að geta komið honum til bjargar.
Enn kom ísland
til bjargar
1914 skall heimsstyrjöldin á og
Yves var tekinn í herinn og sendur
í skotgrafirnar í Belgíu. — Ég
mátti ekki til þess hugsa. Þjóðverja
hafði ég hitt á íslandsmiðum, þar
sem þeir voru eins og við að berjast
við höfuðskepnurnar og nú átti ég
að fara að skjóta þá. Eg slapp nú
samt gegnum tvö stríð án þess að
drepa mann, segir Yves le Roux.
Fyrst var ég í Belgíu, en síðan
fluttur í flotann og sendur suður til
Miðjarðarhafsins, í allan hitann
þar eftir kuldann á íslandi. Þar
skaut austurrískur kafbátur okkur
niður árið 1916, skammt frá Korfu.
Af 250 manns komust aðeins 40 af.
Og enn var ég minntur á ísiand.
Sem ég hékk þarna á braki, hver
kemur ekki siglandi nema togarinn
Rorqual frá Boulogne, sem ég hafði
svo oft séð á íslandsmiðum. Um
leið og ég er dreginn um borð, eru
mér boðin þurr föt á bretónsku.
Eftir þetta var ég fluttur á annað
herskip og í lok stríðsins vorum við
látnir plaffa á byltingarmenn í
Rússlandi, áður en okkur var sleppt
heim.
Eftir' fyrri heimsstyrjöldina var
farið að halla undan fæti fyrir
íslandsveiðunum. Aðeins 15 duggur
héldu þangað fyrstu vertíðina.
Yves gerðist háseti á flutninga-
skipi, varð síðan loftskeytamaður,
þá stýrimaður á strandferðaskipi
og loks skipstjóri. Nú var hann
kvæntur maður og lagði hart að sér
við að fara gegnum stýrimanna-
skólann í Brest, eldri en allir hinir.
Þau hjónin tóku að byggja sér
húsið sitt í litla þorpinu Kerity.
Þar ætlaði hann að búa og segja
barnabörnum sínum sögur af Is-
landsmiðum, þegar hann yrði gam-
all. En einkasonurinn dó 27 ára
gamall, og tengdadóttirin fáum
mánuðum síðar. Engin barnabörn.
Þá gafst kona hans, sem var
gigtveik, upp og lagðist í rúmið.
Seinustu ár hennar varð hann að
vera heima og hjúkra henni.
Þótt Yves væri orðinn 47 ára
gamall, þegar seinni heimsstyrj-
öldin skall á, var hann tekinn í
flotann. Var á tundurduflaslæðara,
þar til Þjóðverjar voru komnir að
Ermarsundi og allt komið í upp-
lausn í Frakklandi. Þá fór hann
heim til Bretagne, en var tekinn til