Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
77
w2344. FAIMPOL — Vue Gonérale de la Proces
ocession a la Bénédiction des Goélett
Kveðjuhátíðin í Paimpol 1904, þeKar borinn er i skrúðgöngu niður á
bryggju Heilög Maria úr kirkjunni og hvert skip blessað fyrir
brottförina á íslandsmið en hver maður tók þátt í hátiðahöldunum.
fanga af Þjóðverjum og sendur í
fangabúðir í Þýzkalandi. — Og enn
varð Island mér til bjargar, segir
gamli maðurinn. Læknirinn þarna
í búðunum hafði lesið söguna
frægu „Pecheurs d’Islande" um
fiskimennina á íslandsmiðum eftir
Pierre Loti og þegar hann vissi, að
ég var einmitt frá Paimpol, eins og
söguhetjurnar í henni og sjálfur
einn af Islandsfiskimönnunum, gaf
hann mér læknisvottorð eftir 2ja
ára vist þarna og sendi mig heim.
Þú sérð að Island og það sem því
tengist, hefur alltaf fært mér gæfu.
Ég skal segja þér það, að meðan ég
var í siglingunum, tók hjartað
alltaf kipp og sló hraðar, þegar ég
sá íslenzka fánann á skipi. Og ég
veifaði svo lengi sem ég sá til hans.
Jæja, ég fékk að fara heim og
rækta garðinn minn hér í Kerity og
gat hugsað um konuna mína, sem
var orðin heilsulaus. Hún hafði
raunar farið að læra esperanto og
skrifaðist um skeið á við esperant-
ista á íslandi.
Hvort muna Paim-
polarar ísland?
Sagan af Yves le Roux og tengsl-
um hans við ísland er ekki þar með
búin. Enn kom tilviljunin, eða
kannski örlögin, til skjalanna. Árið
1974 skrifar Karl Sigurðsson, vél-
stjóri í Reykjavík, esperantistan-
um Guillou Silvester í Paimpol, en
esperantistar hafa slík bréfasam-
bönd. Kveður sér leika forvitni á að
vita hvort Paimpolarar muni enn
eftir viðskiptum sínum við íslend-
inga, og hann sendir nokkrar ís-
lenskar frásagnir um strönd
frönsku dugganna, Silvester þýddi
þær á frönsku og birti ásamt bréfi
Karls í vikublaðinu La Presse
Paimpolaise. Hafði hann í hyggju
að safna upplýsingum hjá gömlum
mönnum í Paimpol, „þótt fyrri
fiskimenn séu af skiljanlegum
ástæðum flestir dánir, þá hefur
fólk hér heyrt um þessa tíma,“ eins
og hann sagði. Nú gaf sig fram
gamli sjómaðurinn Yves le Roux.
Paimpolarar attuðu sig á því, að
þeir voru að missa af síðasta
Islandssjómanninum, sem gæti
frætt þá um þessa merku tíma í
sögu þeirra. Efnt var til fyrirlest-
urs, þar sem Tonton Yves sagði frá
í 40 mínútur. Miklu fleiri komu en
inn komust í húsið, að því er
borgarstjórinn Jean le Meur sagði
mér. Áhuginn var gífurlegur.
Blaðamenn gripu á málinu og
áhugafólk um menningu Bretóna
streymdi að. Yves le Roux tók að
skrifa frásagnir sínar, sem hann
var raunar eitthvað byrjaður á fyrr
fyrir sjálfan sig. Og útgáfufyrir-
tæki í París fékk þekktan listgagn-
rýnanda, Jacques Dubois, sem hef-
ur sérþekkingu á Bretagne, til að
stytta og vinna upp úr þúsund
blaðsíðna handriti hans bókina,
sem kom út 1979 og vakti strax
svona mikla athygli i Frakklandi.
Gamli Tonton Yves, síðasti Is-
landssjómaðurinn, sem allir í bæn-
um þekktu raunar, var orðinn
frægur. Ákveðið er að skíra götu í
bænum eftir honum. Hún mun
sennilega hljóta nafnið gata „Yves
le Roux Islandais". Frá fornu fari
er í gamla bænum „Gata íslands-
faranna".
Eftir fyrirlestur Yves le Roux í
Paimpol kom franska menningar-
félagið Alliance Francaise inn í
málið. Sendikennari Frakka á ís-
landi, Jacques Raymond, fór við
annan mann á hans fund í Paimpol.
Erindið var að bjóða Tonton Yves
til íslands, til að flytja hér fyrir-
lestur um íslandssjómennina á
vegum Alliance Francaise í
Reykjavík. Þótt Yves væri orðinn
85 ára gamall, hikaði hann ekki og
fékk frænda sinn, sem er kjarn-
orkueðlisfræðingur í París, með
sér. Móttökurnar voru stórkostleg-
ar, segir gamli maðurinn. Hann
ferðaðist austur í Skaftafellssýslu,
þar sem honum 18 ára gömlum var
bjargað úr sjávarháska og til
Fáskrúðsfjarðar, þar sem frændi
hans hlaut á sínum tíma gröf.
Myndir úr því ferðalagi, m.a. þar
sem sýslumaðurinn á Höfn tekur á
móti honum, eru nú á spjaldi í
sjóminjasafninu í Paimpol.
— Elskan mín, kauptu fyrir mig
fallega, mjúka bretónabrúðu handa
henni Kristínu litlu, sem sat alltaf
i kjöltu minni á Fáskrúðsfirði og
klappaði mér, sagði Tonton Yves
við blaðamanninn. Fólkið hennar
tók svo vel á móti mér, eins og allir
á íslandi. Færðu sýslumanninum á
Höfn áritaða bókina mína og skil-
aðu góðri kveðju til forsetans
ykkar, hennar Vigdísar, og óskaðu
henni velfarnaðar. Og svo er það
hann Karl Sigurðsson ... Öllum
kveðjum hefur að sjálfsögðu verið
skilað og haft upp á öllu þessu
fólki. Hvað Karl snerti var það
auðvelt, þótt hvorugt okkar Yves
hefði hugmynd um hvaða Karl
þetta var. Hann reyndist búa i
sama húsi og blaðamaðurinn. Enn
ein tilviljunin!
Það sýnir áhuga Paimpolara og
ekki síst Jean le Meur, borgar-
stjóra í Paimpol, á sögulegum
samskiptum Bretagnebúa og ís-
lendinga, að hann kom sjálfur
snarlega á vettvang, þótt hann
væri í sumarleyfi, þegar Yves le
Roux kvaðst vera með gesti frá
íslandi. Spjallaði borgarstjórinn
við okkur lengi dags. Kvaðst hafa
mikinn áhuga á að taka upp
samband borgarstjórnar Paimpol
og íslensks bæjar — sem hérmeð er
komið á framfæri. — Tengsl okkar
eru í andanum og af menningar-
legum toga, sagði hann. Við í
Paimpol getum ekki talað um
íslendinga sem ókunnugt fólk. Við
tölum miklu fremur um þá sem
frændur í fjarska.
- E.Pá
1
hrídarspor
e*"H
Leikrit — Valgarður Egilsson
Valgarður Egilsson, höfundur þessa leikrits er ungur
læknir og vísindamaður. Dags hríöar spor er fyrsta
skáldverk hans sem birtist á prenti og er gefið út
samhliða því aö verkið er tekið til sýningar í
Þjóðleikhúsinu.
Nafn leikritsins er táknrænt — dags hríöar spor er
kenning og merkir sár. Á sama hátt gætir táknsæis
mjög í leikritinu. Það fjallar um nokkur einkenni í
íslenzku þjóölífi samtímans með skírskotun til
fortíðarinnar. Þar er vissulega mörg dags hríðar
spor að finna og ýmis þeirra svíða.
ji Almenna
/jR bókafélagid
1Austurstra'ti 18. — Sími 25544.
Skemmuvegi 36. Kóp. Sími 7305
Aðeins
þaðbesta
„lceland Review kemur alltaf eins og langþráður gestur
frá Islandi . (Úr bréfi frá lesanda ritsins erlendis.)
Sendu vinum þínum í útlöndum gjafaáskrift - og fáðu
heilan árgang í kaupbæti.
Gjöf, sem berst aftur og aftur - löngu eftir að allar hinar
eru gleymdar, og segir meirafrá landi og þjóð en margra
ára bréfaskriftir.
o
0
o
lceland Review
Hverfisgötu 54, sími 27622,101 Reykjavík.
Nýrri áskrift 1981 fylgir allur
árgangur 1980 í kaupbæti, ef
óskað er. Gefandi greiðir
aðeins sendingarkostnað.
Útgáfan sendir viðtakanda
jólakveðju í nafni gefanda,
honum að kostnaðarlausu.
Fyrirhöfnin erengin og
kostnaðurinn lítill. Hvert nýtt
hefti af lceland Review styrkir
tengslin.
□ Undirritaður kaupir-------gjafaáskrift(ir) að lceland Review 1981
og greiðir áskriftargjald kr. 9.900 að viðbættum sendingarkostnaði
kr. 2.800 pr. áskrift. Samt. kr. 12.700.
□ Árgangur 1980 verði sendur ókeypis til viðtakanda(-enda) gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, kr. 2.500 pr. áskrift.
Nafn áskrifanda
Sími Heimilisfang
Nafn móttakanda
Heimilisf.
Nöfn annarra móttakenda fylgja með á öðru blaði. Sendið til
lceland Review, pósthólf 93, Reykjavík, eða hringið í síma 27622.