Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 28
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
Bing & Gröndahl:
Jólaplatti
er hátíðargjöf
.lólaplattinn 1980 kr. 14.900,-
Olympiuplattinn
1972
kr. 6.900,—
1978
Notre Ditnr, ParU, Kraaee.
Jólabjöllur
kr. 28.500,—
Póstsendum
um allt land
Jólaplattinn 1975
kr. 11.000,—
Jólaplattinn 1971
kr. 8.500,—
Jólaplattinn 1966
kr. 8.500,—
Lítið við í verslun okkar —
Gjafaúrvalið hefur aldrei verið
glæsilegra.
5 ára jólaplattinn
kr. 20.500,—
Kemur út hvert 5. ár.
10 ára mæðraplattinn
kr. 20.500.—
Kemur út hvert 5. ár
jm
Mxðraplaltinn 1980 kr. 8.500.— 1980 Köliwr Dom. koln. KKI). Jólabjöllur kr. 28.500.—
# fytsoui
Ma-ðraplattinn 1978 kr. 8.500 — Borfpjnd Surkiritr. Lardil Jólabjöllur kr. 28.500,—
ATH.: Mjög takmarkað upplag er af sumum plöttunum.
Mæöraplattinn 1973 kr. 8.500.—
Postulíns- og kristalsdelldin
Verið velkomin til að líta við. c
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19 SÍMAR 17910 & 12001
HAFA Classic
Baðskápasýning f dag frá kl. 2—6
Nýtísku
Hafa
baðinnréttingar
í baðherbergið
ykkar
Útsölustaðir:
Málningarþjónustan Akranesi,
Atlabúðin Akureyri,
Valberg Ólafsfiröi,
Húsgagnaverslun
Patreksfjaröar,
JL-húsiö Reykjavík,
JL-húsiö Borgarnesi,
JL-húsiö Stykkishólmi,
GÁB Selfossi,
Brimnes Vestmannaeyjum,
Har. Jóhannesson Seyöisfiröi.
Kf. Hvammsfjarðar Búðardal,
KASK Homafirði,
Kf. Þingeyinga Húsavík,
Kf. V-Húnvetninga Hvammstanga,
Kf. Rangasinga Hvolsvelli,
Kf. Fram Neskaupstaö,
Kf. Skagfiröinga Sauðárkróki.
Innréttingadeild II. hæð
Vald Poulsen h/f
Suöurlandsbraut 10
— Sími 86499.
Niræð á morgun:
Guðrún Jónsdóttir
Köldukinn, A-Hún.
Á morgun, hinn 1. desember,
verður heiðurskona píraeð. Það er
hún Guðrún í Köldukinn. Margar
minningar koma upp í huga
manns á tyllidögum, sérstaklega
þegar í hlut eiga þeir, sem manni
eru kærir. Mér finnast árin ekki
vera mörg frá því að ég fyrst kom
í Köldukinn smáhnokki til sumar-
dvalar, en árin eru þó senn orðin
fjörutíu. Þá kynntist ég fólkinu í
Köldukinn fyrst og hafa þau kynni
haldist alla tíð siðan, mér og
minni fjölskyldu til mikillar gleði
og ánægju. Þar á Guðrún stærstan
hlut að öðrum ólöstuðum.
Guðrún fæddist í Mjóadal í
Bólstaðarhlíðarhreppi í A-Húna-
vatnssýslu, dóttir hjónanna
Bjargar Jóhannsdóttur frá Mjóa-
dal og Jóns Espólín, en hann var
fjórði ættliður frá Jóni Espólín,
fræðimanni og sýslumanni frá
Espihóli. Guðrún fékk góða
menntun miðað við það sem þá
tíðkaðist. Var hún í kvennaskólan-
um á Blönduósi árin 1906—1908.
Haustið 1908 hóf hún nám í
Kennaraskóla Islands og var þar í
þrjá vetur. Kennaraskólinn hóf
starf sitt sem sjálfstæð stofnun
einmitt haustið 1908, svo að hún
var meðal fyrstu nemenda skól-
ans. Að námi loknu stundaði hún
kennslu í 5 ár.
Hinn 19. ágúst 1916 giftist hún
Kristjáni Kristóferssyni frá
Köldukinn. Eignuðust þau þrjú
börn, tvo syni, þá Jón og Kristófer,
og eina dóttur, Bergþóru. Guðrún
setti upp bú með manni sínum í
Köldukinn og hefur búið þar alla
tíð síðan. Kristján andaðist á
árinu 1973. — Guðrún þótti skör-
ungur mikill alla tíð, enda hafði
hún hlotið betri menntun en
almennt gerðist á þeim tíma og
var mjög félagslynd. Tók hún
virkan þátt í félagslífi í sinni sveit
og var t.d. formaður kvenfélagsins
Vonarinnar í Torfulækjarhreppi
um árabil og í stjórn Sambands
austur-húnvetnskra kvenna og
norðlenskra kvenna. Eins og af
þessu má sjá, var hún víðsýn og
maniibiendin kona, enda var
Köldukinnarheimilið gesírisið
með afbrigðum.
Á búskaparárum þeirra flestum
var tæknin við bústörfin ekki
komin á það stig, sem síðar varð.
Eg var svo lánsamur að vera hjá
þeim í sveit nokkur sumur og var
þá allt upp á gamla mátann,
torfbær, trússhestar, mótekja og
fleira þ.h. Ég tel þó, að þessi ár
hafi verið þau bestu, sem ég hefi
átt, sérstaklega þegar horft er til
baka og sú reynsla, sem þar
fékkst, er metin í lausn verkefna
og viðfangsefna síðar meir, og er
ég þakklátur fyrir það. Sðng- og
tónelsk var Guðrún, enda voru
hljóðfæri til á heimilinu frá því ég
man fyrst og spiluðu þeir bræður,
synirnir báðir, á hljóðfærin, en
dóttirin var farin að heiman,
þegar ég kom fyrst í sveitina. Þeir
bræður hafa komið mikið við sögu
í músíklífi Húnvetninga. Þeir spil-
uðu á sveitaböllum áður fyrr en
siðar meir tóku þeir þátt í starfi
karlakórsins Vökumönnum og var
Kristófer stjórnandi hans um
tíma.
Það var okkur hjónum mikil
gleði og ánægja, þegar Guðrún
kom með okkur suður fyrir sjö
árum og dvaldi á heimili okkar í
vikutíma og hélt yngstu dóttur
okkar undir skírn. Við hefðum svo
sannarlega viljað fá Guðrúnu og
hennar fólk mun oftar í heimsókn
en orðið hefur á liðnum árum, en
það er nú svo, að í kaupstaðnum
virðist tíminn alltaf vera naumur.
Ég hefi sjaldan látið hjá líða að
banka upp á hjá Köldukinnar-
heimilinu, þegar ég hefi verið á
ferðinni fyrir norðan. Alltaf nafa
móttökurnar verið jafn frábærar,
hvort sem ég hefi verið einn á ferð
eða með ferðafélögum. Guðrún var
,7lár sem besta móðir, þegar ég
dvaldi hjá henfii 9g foreldrar
hennar voru mér sem afi og
amma, enda er yngsta barn mitt
skírt eftir móður Guðrúnar.
Það er svo margs að minnast, en
ég læt hér staðar numið. Ég vona,
að Guðrún mín haldi sinni góðu
heilsu og elskulega brosinu til
hinstu stundar.
Með bestu afmælisóskum og
góðri kveðju,
M. Jensson
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
ejnnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.