Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 32
96
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
■ , _
Brýn nauðsyn
á fj ármálar áðgj öf
— segja starfsmenn bankanna
TVEIR bankar a.m.k. hafa tekið upp hjá sér þá þjónustu að veita almenningi
fjármálaráðgjöf. Ráðgjöfin er tengd sérstakri sparnaðar- og lánastarfsemi bankanna,
en nær þó yfir almenna ráðgjöf um peningasparnað. Blm. Mbl. kynnti sér þessa
starfsemi örlítið, og bar viðmælendum hans saman um, að brýn þörf væri fyrir
fjármálaráðgjöf af þessu tagi, þar sem margar breytingar á síðustu misserum hafa
opnað almenningi margar leiðir til ávöxtunar sparifjár, og væri nú svo komið, að
fjölmargir áttuðu sig hreint ekki á þeim möguleikum sem fyrir hendi væru. Fara
samtölin hér á eftir.
Geir Þórðarson (tv) og Hallgrímur Olafsson.
Ljósm. Mbl. RAX.
„Þörfin fyrir fjármála-
áætlun einstaklinga meiri
vegna breyttra aðstæðna'*
EINS OG fram kom í fréttum fyrir skommu hefur Verzlunarbank-
inn tekið upp á þeirri nýjunjf í starfsemi sinni, að bjóða fólki upp á
ráðjfjof í fjármálum. þ.e. í samhandi við ávöxtun sparifjár or
lántökur. Blm. Mbl. xekk á fund llalltrríms Ólafssonar viðskipta-
fræðings ok Geirs bórðarsonar, sem veita þessari þjónustustarf-
semi í Verzlunabankanum forstöðu, or leitaði frétta af þessari
nýjunjf:
„Hingað hefur verið nær stöð-
ugur straumur af fólki," sagði
Geir, „fólk á öllum aldri, jafnt
skólastúlkur sem ellilífeyrisþeg-
ar. Flestir hafa leitað upplýsinga
um ávöxtun sparifjár, hvaða
möguleikar væru á sparnaðar-
leiðum og hvaða skattalegu með-
ferð sparnaður af hverju tagi
hlyti.
Við sýnum fólki mismuninn á
hinum ýmsu sparnaðarleiðum,
og túlkum fyrir það lög um
meðferð sparifjár. Þá veitum við
fólki upplýsingar um lánamál,
reiknum t.d. út greiðslukjör, en
ljóst er, að fólk kann yfirhöfuð
ekki að reikna út ýmislegt í
sambandi við lán, t.d. hversu
háar endurborganir o.þ.h. eru,“
sagði Geir.
„Það er ef til vill eðlilegt, að
menn séu svolítið ruglaðir í
ríminu," sagði Hallgrímur, „því
hraðar og miklar breytingar
hafa orðið á lánamöguleikum og
sparnaðarmöguleikum án þess
að það hafi verið kynnt fyrir
fólki. Með tilkomu verðtrygginga
og mikilla breytinga á skattalög-
um hafa hálfgerð stakkaskipti
orðið á sviði fjármála.
Nú hefur fólk, að því er okkur
virðist, mikla þörf fyrir að gera
eigin fjármálaáætlanir, og þá
ekki síður skammtímaáætlanir,
þ.e. til nokkurra mánaða.
Greiðslubyrði af öllum fjár-
skuldbindingum er miklu meiri
en áður með hærri vöxtum og
verðtryggingu. Áður fyrr treystu
skuldendur á verðbólguna.
En sú þjónusta, sem hér er
veitt, er ekki skyld heimilisbók-
haldi, eins og flestir virðast
skilja það orð, og kann heiti
þeirrar upplýsingamöppu, sem
liggur frammi í afgreiðslum
bankans, kannski að hafa valdið
misskilningi. Við erum fyrst og
fremst að veita ráðgjöf í banka-
málum og fjármálum yfirleitt,
aðstoða fólk við gerð greiðslu-
áætlunar vegna skuldaskila.
Þetta eru hagrænar upplýsingar
vegna fjármála heimilisins, en
alls ekki neitt heimilisbókhald.
Og rétt er að taka fram, að þær
upplýsingar sem við veitum eru
trúnaðarmál viðskiptavinarins
og þess sem þær veitir."
Það kom fram hjá þeim Hall-
grími og Geir, að sérstakur
starfsmaður annast þessa upp-
lýsingastarfsemi í aðalbankan-
um, og þessi þjónusta er einnig
veitt í afgreiðslum og útibúum
bankans. Þeir sögðu, að með því
að taka upp þennan þjónustu-
þátt vildi bankinn koma til móts
við einstaklinginn, sem að ýmsu
leyti hefði gleymst. „Hér reynum
við að höfða fyrst og fremst til
einstaklingsins, ekki fyrirtækja
og atvinnureksturs," sagði Haíl-
grímur.
Þeir félagar tóku fram í
spjallinu, að ljóst væri, að fólk
athugaði ekki nægilega vel þær
sparnaðarleiðir sem fyrir hendi
væru. „Því hefur verið lætt inn
hjá almenningi, að bezt sé að
fjárfesta í fasteign, en við full-
yrðum að svo er ekki, t.d. vegna
óvissu á fasteignamarkaði og
skattameðferðar fjárfestingar af
því tagi. Það eru hins vegar til
sparnaðarleiðir innan banka-
kerfisins, sem eru öruggari en
fasteignafjárfesting. Verð-
tryggðu reikningarnir standa
t.d. jafnfætis verðtryggðum
spariskírteinum ríkissjóðs, og
vaxtaaukareikningarnir eru góð
geymsla. Og eftir því sem fólk
getur bundið fé til lengri tíma,
því betri ávöxtun fá peningarn-
ir,“ sögðu þeir Hallgrímur og
Geir að lokum.
„Fólk með lausa
peninga spyr
mest eftir ráðgjöfu
Fyrir röskum tveimur árum tók Iðnaðarbankinn upp svokölluð
IB-lán. sem eru lán tengd sparnaði. Jafnframt hóf bankinn að
veita almenningi ráðgjafaþjónustu varðandi sparnað. Yfirum-
sjón með þessari þjónustu i aðalhankanum hefur Bjarni
Tómasson haft, en útibússtjórar eða fulltrúar þeirra hafa sinnt
þessu verkefni í afgreiðslum bankans og útibúum. Morgunblaðið
ræddi örlítið við Bjarna um þessa ráðgjafaþjónustu:
„Fyrst í stað var þessi ráðgjöf
veitt í sambandi við IB-lánin og
annað þeim skyldum en með
auknum möguleikum á sviði
sparnaðar hefur þetta færst út
hjá okkur.
Hér skýrum við fyrir mönnum
þá sparnaðarmöguleika sem
fyrir hendi eru, hvaða vaxtatekj-
ur menn geta haft af peningum.
Það er full ástæða til að skýra
fólki frá þeim möguleikum sem
fyrir hendi eru, það hafa orðið
margar breytingar á skömmum
láta venjulega í ljós mikið þakk-
læti, og mér virðist fólk fara
eftir þeim upplýsingum og ráð-
leggingum sem það fær. Þeir
sem leita eftir ráðgjöf eru eink-
um menn og konur sem hafa
lausa peninga sem viðkomandi
þurfa að koma í ávöxtun.
í þessu starfi hef ég rekið mig,
á, að almenningur veit frekar
lítið um þá sparnaðar- og lána-
möguleika sem fyrir hendi eru,
enda jafnvel ekki nema eðlilegt.
Valkostirnir í sparnaði eru
Bjarni Tómasson
tíma og ekki við öðru að búast en
að almenningur ruglist örlítið í
ríminu, hafi ekki tíma til að
fylgjast gaumgæfilega með,
enda hefur ekki verið sérstak-
lega upp úr því lagt að kynna
alla sparnaðar- og lánamögu-
leika, þótt fullkomnar upplýs-
ingar séu að sjálfsögðu alltaf
fyrir hendi í bönkunum.
Fólk sem kemur hingað, spyr
mikið um þá sparnaðarmögu-
leika sem fyrir hendu eru, óskar
einkum og sér í lagi eftir saman-
burði á hinum ýmsu möguleik-
um. Hingað koma að jafnaði
margir og ljóst er að þessi
upplýsingaþjónusta á fullan rétt
á sér. Þeir, sem hingað koma,
margir og stöðugt að breytast,
fjórir til fimm valkostir eru að
minnsta kosti fyrir hendi. Þar
sem vextirnir eru á bilinu 35 til
rúmra 60 prósenta. Þessir val-
kostir hafa allir sín takmörk, og
á ég þar við hversu langan tíma
peningarnir eru bundnir í bank-
anum, en þar er um að ræða allt
upp í tveggja ára tímabil. En
allir þessir valkostir gefa vissa
möguleika til að nýta peningana
og í því er okkar starfsemi
fólgin, að gera almenningi grein
fyrir hinum ýmsu leiðum, gefa
fólki sem gleggsta mynd af
möguleikunum og benda því á
hentugustu leiðirnar, miðað við
óskir hvers og eins.“
Bíln úmerahappdrættið
Tíu glæsilegir vinningar að verðmæti 44 milljónir. — Skattfrjálsir vinningar.
Dregið á Þorláksmessu. — Verður þú einn hinna heppnu?