Morgunblaðið - 30.11.1980, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980
99
Hersilía Sveinsdóttir
frá Mælifellsá 80 ára
Elli, þú ert ekki þung
Anda kuAí kærum:
Fögur Kál er ávallt un«
Undlr ailfurhærum.
Steingrimur Thorsteinsson.
Hersilía Sveinsdóttir Hjarðar-
haga 32 í Reykjavík, fyrrum skóla-
stjóri í Steinsstaðaskóla í Skaga-
firði, er áttatíu ára í, dag, 30.
nóvember. Hún er fædd á Mæli-
fellsá og yngst 15 systkina sem öll
eru látin nema þrjú. Foreldrar
hennar voru hin merku hjón
Margrét Þórunn Árnadóttir og
Sveinn Gunnarsson á Mælifellsá á
Efribyggð í Skagafirði. Sveinn og
Margrét bjuggu á Mælifellsá frá
1893 til 1909 og börn þeirra eitt
eða fleiri allt til ársins 1944.
Niðjar þeirra hjóna hafa setið
jörðina til þessa dags og hefur því
sama ættin búið á Mælifellsá í
áttatíu og sjö ár. Núverandi bóndi
á hálfri jörðinni er dóttursonur
Sveins Gunnarssonar, „hinn
ókrýndi hrossakóngur Skagfirð-
inga“, Sveinn á Varmalæk.
Þau Mælifellsárhjón voru þekkt
um allan Skagafjörð fyrir greiða-
semi, gestrisni og glaðværð sem
ríkti á heimili þeirra. Sveinn á
Mælifellsá var og landskunnur
maður á sinni tíð m.a. fyrir
Veraldarsögu sína, sem út kom
árið 1921, og tækifærisvísur er
hann lét margar fjúka um ævina.
Hann stundaði verslun lengst af,
fyrst lausaverslun með bæði bú-
pening og dauða hluti. Síðan rak
hann verslun í söluturni við Arn-
arhól í Reykjavík og á Sauðár-
króki í versluninni Borgarey. Það
má með sanni segja að niðjunum
kippi í kynið því flestir afkomend-
ur Sveins voru og eru miklir
verslunarhyggj umenn.
Mælifellsá er stórbýli og þaðan
er fagurt útsýni til allra átta. í
suðri rís Mælifellshnjúkur en af
toppi hans er sagt að sjáist í einar
sjö sýslur landsins. í austri gnæfa
Blönduhlíðarfjöll og Góðafeykir
og í norðri blasir við Tindastóll og
eyjarnar, Drangey og Málmey. I
vestri eru svo Efribyggðarfjöll en
býlið Mælifellsá stendur einmitt
við suðausturrætur þeirra. Af
kambabrúnum í austurhlíðum
þeirra fjalla, og skammt fyrir
ofan Mælifellsá, getur að líta, frá
bæjardyrum náttúruunnandans,
einhverja fegurstu listasmíð nátt-
úrunnar er litið er þaðan yfir
Skagafjörð um sólarlagsbil. Þetta
er sýn sem engum sönnum unn-
anda náttúrufegurðar gleymist.
Æskuheimili Hersilíu, ættingj-
ar hennar og náttúruiegt um-
hverfi hafa án efa haft djúpstæð
áhrif á æsku hennar og fullorðins-
ár allt fram á þennan dag. Hún fór
að heiman með bjartsýnina og
viljastyrkinn í veganesti en fátæk
af veraldarauði.
Um tvítugsaldur fór Hersilía í
kvennaskólann á Blönduósi og
útskrifaðist þaðan 1921. Eftir það
stundaði hún barnakennslu í Lýt-
ingsstaðahreppi um skeið. Um
1930 eignaðist hún jörðina Ytri-
Mælifellsá og rak þar búskap í
nokkur ár. Á þeim árum átti
Hersilía hvítan gæðing sem Smári
hét. Það var fjörhár ljúflingur og
svo mikill töltari að ég hef engum
slíkum kynnst. Á baki hans átti
hún margar ógieymanlegar
ánægjustundir.
Þó gott væri að vera í sveitinni
var Hersilíu ljóst að hún mundi
ekki una þar öðru vísi en að hún
Fjölbreytt úrval
Jtk Ullar mottur
Stærðir: 70x130, 80x140, 85x150,
91x150,91x172.
A Ullar teppi
Stæröir: 160x230, 190x290,
290x390, 140x20, 145x190,
170x240, 200x300, 250x350.
Teppaverzlun
Friörik Bertelsen j Légmúla 7, sími 86266.
aflaði sér meiri menntunar. Þjóð-
félagið var í örri breytingu. Fyrr-
um var hægt að komast af án
mikillar skólagöngu því störfin
voru fábrotin og einföld. En nú er
öldin önnur og Hersilía sá að ef
hæfileikar hennar og andleg orka
áttu ekki að grotna niður varð hún
að fara í skóla og læra frekar til
starfa. Þess vegna ákvað hún að
fara í kennaraskóla íslands. Hún
lauk burtfararprófi þaðan 1936 og
stundaði eftir það forfallakennslu
í Reykjavík til ársins 1941 er hún
var settur kennari í Ásahreppi í
Holtum. Árið 1942 varð hún skóla-
stjóri í heimasveit sinni, Lýtings-
staðahrepp í Skagafirði, og var
skólastjóri þar til ársins 1965. Lét
hún þá af störfum vegna heilsu-
brests.
Ég hef þekkt Hersilíu frá því að
ég var barn að aldri en þó kynntist
ég henni mest þegar hún var
skólastjóri við Steinsstaðaskóla.
Til að byrja með var Ilersilía
farkennari eftir að hún kom til
baka í heimabyggð sína, og sá
síðasti þar í hreppi, og fór því
kennslan fram á ýmsum bæjum í
sveitinni. Hún sá strax að þetta
kennsluform var með öllu óþol-
andi, húsakynni til skólahalds
voru þröng og í mörgum tilfellum
var skólastofan ekki einungis not-
uð til kennslu heldur einnig nýtt
sem borðstofa, svefnpláss og fé-
lagsaðstaða fyrir nemendur. Það
varð því fyrsta verk Hersilíu að
reka áróður fyrir byggingu skóla-
húss en sá róður var þungur og oft
talað fyrir daufum eyrum. En
Hersilía hafði fengið viljastyrkinn
í vöggugjöf og barðist fyrir bygg-
ingunni af eldmóði og var ávallt í
fylkingarbrjósti þeirra manna
sem höfðu skilning og þor til að
ráðast í byggingu skólans. Hún
var ræðumaður góður og fylgin
sér og kvikaði hvergi þó móti blési.
Svo fór eftir fjögurra ára þrot-
lausa baráttu að grunnur var
lagður að Steinsstaðaskóla haust-
ið 1946 og kominn var hann undir
þak 1948. Er hann myndarleg
bygging og fyrsti heimavistarskól-
inn í héraðinu.
Það skal tekið fram, þó engin
nöfn séu hér nefnd, að margir
aðrir börðust ötullega fyrir skóla-
byggingunni, en Hersilía var for-
inginn, eins og áður sagði, sem og
í mörgum öðrum félags- og menn-
ingarmálum Lýtinga á þessum
árum. Hún gekkst m.a. fyrir
stofnun barnastúku og stjórnaði
henni í 23 ár eða meðan hún var
skólastjóri. Einnig var hún mjög
virkur félagsmaður í kvenfélagi
sveitarinnar og ungmennafélagi
og ávallt góður félagi á gleðinnar
stund. Það má því með sanni segja
að Hersilía hafi verið styrkur
liðsmaður í öllum málum sem til
heilla horfðu fyrir Lýtingsstaða-
hrepp meðan hún dvaldist þar.
Hún á þakkir skyldar fyrir bar-
áttu sína fyrir félags- og menning-
armálum í hreppnum og betra og
göfugra mannlífi.
Hersilía var bæði góður kennari
og stjórnandi og kom það sér vel
því það þarf mikla hæfileika til að
stjórna heimavistarskóla í stóru
hreppsfélagi. Eftir þrotlaust starf
í 23 ár í Lýtingsstaðahrepp fluttist
hún til Reykjavíkur af heilsufars-
ástæðum. Hersilía skildi sátt við
heimabyggð sína eftir mikil og góð
störf og hreppsbúar hafa sýnt í
orði og verki að þeir meta mikils
störf hennar í þágu sveitarfélags-
ins þó að umdeild væru þegar þau
voru í mótun.
Við hjónin eigum átta syni og
luku sex þeirra barnaskólanámi
hjá Hersilíu en tveir voru ekki
komnir í skóla er hún lét af
störfum. Við færum henni innileg-
ar þakkir fyrir að styðja þá fyrstu
fetin til náms.
Hersilía hefur verið heilsuveil í
mörg ár og brugðist við sem
sannri hetju sæmir. Hún er mikil
trúkona og er trú, bæn og kærleik-
ur kjölfesta hennar í lífsbarátt-
unni sem og góður hugur til allra
manna. Hún er traustur vinur
vina sinna og hefur veitt mörgum
hjálparhönd um dagana, ekki síst
þeim sem minna hafa mátt sín.
Ég vil að lokum þakka Hersilíu
ánægjulegt og lærdómsríkt sam-
starf um áraraðir sem aldrei bar
skugga á. Við hjónin þökkum
vinkonu okkar hjartahlýjuna og
drengskapinn í okkar garð og
trygglyndið sem aldrei hefur
brugðist. Til hamingju með dag-
inn. Gæfan fylgi þér.
Jóhann Iljálmarsson
frá Ljósalandi.
Aðventukmnsar
aðventu-og
jólasknéytingar
Nú er aðventan að hefjast.
Margir halda þeim gamla, góða sið að
skreyta hjá sér af því tilefni.
Komið við í Blómavali við Sigtún.
Skoðið hið stórkostlega úrval okkar af
aðventukrönsum og skreytingum,
smáum sem stórum. Eigum jafnframt
fyrirliggjandi allt efni til aðventu- og
jólaskreytinga.
Allskonar jólaskraut, jólaskreytingar og
efni til slíks.
Fallegt úrval af blómstrandi jólastjörnum
rauðum og hvítum.