Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.1980, Blaðsíða 36
100 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1980 Hákon Bjarnason Tré og vetrarkoman Ég lofaði því hálfvegis í síð- ustu grein minni að segja lítils- háttar frá því, hvernig trén fái lifað af svellkalda og storma- sama vetur án þess að stofn og lim saki. Margan manninn hefur furðað á þessu fyrirbæri, og um þetta kvað Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson m.a. í hinu gullfallega kvæði Greni- skógurinn: l>ér hefur vist á vetrum þrátt verió kalt á fótum. svell vió stálhart. sterkt og hlátt stappa votum rótum. berja frost úr fagurlims fingri og lióamótum. Og enn kvað hann: Alein trrær þú xaddinn vió. greniskógarhlióin. sem þar óhult eigi grió útla‘K sumartíóin. — hlettur lífs á líki fróns. lands og vetrar prýóin. Mörg eru undur veraldar og meðal annarra er það, hvernig tré þoli yfir 40 stiga frost eða sífellda þurranæðinga langtím- um saman. Skal nú reynt að skýra þetta í fáum orðum eftir því, sem efni standa til. í stofni, greinum og rótum trjáa eru bæði lifandi frumur og dauðar. Þær dauðu eru einskon- ar „beinagrind" trésins og bera það uppi, en þær lifandi annast áframhaldandi vöxt og fræ- þroska. Lifandi frumur eru eink- um í innsta lagi barkar, vaxtar- lagi og utarlega í stofni. Þessar frumur verða að lifa veturinn af hversu sem veðráttu er háttað. Að öðrum kosti er úti um tréð og það deyr. Trén bregðast því við vetrarkomunni á ýmsa vegu. Lauftrén skarta fögrum haustlitum og fella blöð- in en öll barrt.ré nema lerki skipta hvorki litum né láta á sjá. I limi, stofnum og rótum trjánna fara margskonar efnabreytingar fram að haustlagi til að verja þau hrakviðrum vetrarins, svo og til þess að varna því að brumin opnist ekki fyrr en komið er fram á vor. Það er einkum þrennt, sem getur valdið mestum skaða að vetrar- og vorlagi. 1. Skortur á vatni í limi og stofni. 2. Skemmdir af völdum frosts. 3. Langvarandi hlýindi síðla vetrar. Skal nú vikið að hverjum þessara þátta í stuttu máli á sem einfaldastan hátt. En því má ekki gleyma, að aðrar hættur geta líka steðjað að, og er sú plágan enn mest og hættulegust, er hross og sauðfé leggjast á trjágróðurinn. Vatnsskortur eða ofþornun Vatn er öllu lífi nauðsyn og engin lifandi fruma þolir að missa vatn nema að vissu marki. Tré eru vel varin fyrir of mikilli útgufun með korklagi utan á berki, og á meðan jörð er þíð geta trén dregið að sér vatn ef þörf krefur. Lauftrén losa sig við blöðin til að minnka útgufun eins og áður segir. Barrtrén eru með nállaga blöð, sem sitja 4—6 ár á greinum, en slík blöð hafa tiltölulega minna yfirborð en Tré og vetrarkoma breið og þunn blöð og verjast því þurrki betur. Að auki er örþunn vaxhúð á barrinu, sem ver það og dregur úr útgufun. Barrtrén hafa því nokkuð umfram lauftré. Þau geta aflað sér næringar úr lofti og jörðu hvenær sem hiti og Ijós eru nægileg að hausti og vori. Sú upptaka næringar er að vísu hæg, en trén geyma hana til næsta sumars. Meðan jörð er þíð getur tréð náð til vatns eftir þörfum, en fari vatnsmagn trésins umfram þær, getur það losnað við það gegnum ótal örsmáar glufur í berkinum. Þegar jörð er frosin djúpt niður og þurraþræsingar standa lengi, eins og á stundum skeður á Suðurlandi, geta trén ekki bætt úr útgufun, sem ávallt er nokkur þrátt fyrir góða einangr- un. Þegar svo er komið er hætt við að grannar greinar þorni um of og endar þeirra deyi. Þá þornar barr einnig, verður rauð- brúnt, og ef mikil brögð verða að þessu deyr það. Af sama toga eru þær skemmdir, sem stundum verða á barri, er veit á móti suðri og suðvestri, eftir að sól fer að hækka á lofti. En þá er það varmi sólar, sem veldur útgufun- inni og þurrkinum. Varnir gegn frosti í lifandi vefjum trjánna er ávallt mikið magn af vatni, bæði í frumunum og eins í holrúmum á milli þeirra. í frumunum er mikið magn af sykri, eða öllu heldur sykrum, sem veldur því að vatnið í þeim hefur lægra frostmark en vatnið á milli frumanna. í því myndast ör- smáir ískristallar þegar frystir og síðan vaxa þeir og draga til sín meira vatn meðan frost helst. Þá gefa frumurnar frá sér vatnið úr frumusafanum og frýs það í holrúminu á milli þeirra án þess að frumurnar saki. Þegar þiðnar taka frumurnar aftur við vatninu, soga það til sín gegnum frumuveggina og lífsstarfið byrjar með vorkomunni. — Þetta virðist mjög einfalt og auðskilið, en samfara þessu eru margskonar og margþættar efnabreytingar. Varnir gegn hlýindum Hver er orsök þess að tré springa ekki aftur út í löngum hlýindaköflum á hausti eða snemma á vori? Hvers vegna fást ekki laufgaðar greinar um jólin eins og oft á páskum? Af því að það hefur reynst ókleift að fá greinar lauftrjáa til að blaðast frá hausti og fram undir vor með því að láta þær standa í vatni eins og gert er um og eftir páska. Orsökin er sú að trén „leggjast í dvala" vetrarlangt. Eru það ýmisskonar „hormónar" sem valda þessu, en þeir mynd-' ast flestir í endabrumum efstu greina, og þaðan er vexti og viðgangi trésins stjórnað. í sambandi við vetrardvalann má skjóta því inn, að það er unnt að rjúfa dvalann eða „svefninn" og láta greinar laufgast um miðjan vetur með því að láta þær vera í eter- eða klóróform- gufu um nokkurn tíma. Það er furðulegt að efni, sem svæfa og lama dýr og menn, skuli vekja plöntur úr dái. En svo að vikið sé aftur að hormónum trjánna þá er enn mjög margt í sambandi við þá, sem menn botna ekkert í enn sem komið er. Þeir berast með vökvastreymi trésins í allar áttir um lim, stofn og rætur, en hvað það er, sem veldur því að þeir vinna störf sín á réttum stöðum, er ráðgáta. Ætla mætti að þeir væru lengi á leiðinni með boð sín um lim og stofn, en svo er ekki. Með nýjum rannsóknartækjum er unnt að mæla hraða vökva- streymisins á ýmsum stöðum í trjánum. Komið hefur í ljós, að það er hraðara en við var búist. Oftast eru það nokkrir metrar á klukkustund en í einstaka trjá- tegundum hefur það mælst um 50 metrar á sama tíma, eða um 14 cm á sekúndu. Trén geta því verið furðu viðbragðsfljót þótt margir kvarti yfir því að þau séu seinvaxin. Menn gleyma því, að trjánum er áskapaður langur aldur, margar mannsævir, jafn- vel nokkrar aldir mörgum hverj- um, og er vöxturinn í samræmi við það. - O - Með grein þessari lýkur þátt- um þeim, sem ég hef skrifað í tilefni af Ari trésins. Hafi þeir þökk er lásu. Ar trésins hefur borið góðan árangur, og mun það fólk, sem kom því til leiðar og tóku að sér umsjón þess, gera grein fyrir honum við næstu áramót. En þess ættu menn að minnast, að þetta hvatningarár er í raun réttri aðeins upphaf að mörgum öðrum, þar sem fólk verður hvatt til þess að fegra umhverfi sitt, bæta landið og gera það bæði hlýlegra og betra eftir því sem tímar liða. Fyrir 150 árum kvað Jónas Hallgrímsson: Fhkut or dalur <>k fyllist skóRÍ »K frjálsir menn. þ< «ar aldir rcnna. SkáldiA hní^ur «k marjfir i moldu meó honum búa. en þetta skeóur. Þannig hljóðaði þetta erindi í upphafi frá hendi skáldsins, en síðar var tveim síðustu orðunum vikið við. En við, sem byggjum ættland okkar, getum og eigum að vinna að því, að orð Jónasar Hallgrímssonar verði áhrínsorð. Franska sendiráðið Mun sýna þriðjudaginn 2. desember 1980 í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 21.00 kvikmyndina: „MELODIE EN SOUS-SOL“ frá 1962. Leikstjóri: Henri Verneuil. Með: Jean Gabin, Alain Delon, Viviane Romance. Sakamálamynd. „Charles er nýsloppinn úr fang- elsi. Kona hans vill að hann snúi viö blaöinu, en gamla manninn dreymir um stórrán er gæti gert honum kleift að eyða áhuggjulausu æfikvöldi. Hann færi því til liðs við sig ungan afbrotamann, Francis." Ókeypis aðgangur. Enskir skýringartextar. Á undan myndinni veröur sýnd fréttamynd. Frúarskór í D-breidd. Litur: Svart. Skósel, Laugavegi 60, aími 21270. Gefið hljómlist 'viiiiiiiiiiiiii Islenzkar hljómplötur eru ódýrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.