Morgunblaðið - 04.12.1980, Síða 3

Morgunblaðið - 04.12.1980, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 3 Verðhækkanir á svartolíu erlendis: Útgjaldaauki útgerðar rúmlega 3,1 miUjarður un að ræða. Áhrif þessara breytinga valda auknum halla á útgerð togaranna, sem nemur 3,5% af tekjum, og þyrfti því að hækka olíugjald utan skipta um 3,5%, ef jafna á þetta áfall. Verðmunur á gasolíu og svart- olíu mun því minnka til mikilla muna og draga úr þeim sparn- aði, sem brennsla á svartolíu hefur haft í för með sér.“ TALIÐ er. að íslendingar þurfi 170 þúsund lestir af svartolíu á næsta ári og hefur langmestur hluti þeirrar svartolíu. sem notuð er hér á landi. verið keypt frá Sovétríkjunum. Nú hafa Sovétmenn hins vegar neitað að selja íslendingum nema 110 þúsund lestir og er ófyrirséð um útvegun á annarri svartolíu. Nú brenna yfir 50 skuttogarar svartolíu og 3 loðnuskip. en einnig má nefna loðnubræðslur og fleiri verk- smiðjur. sem nota þessa olíu. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Kristjáns Ragn- arssonar, formanns LÍÚ, er hann setti aðalfund samtakanna í gær. Sagði hann, að á undan- förnum árum hefðu íslendingar keypt þunna svartolíu í háum gæðaflokki frá Sovétríkjunum og hefðu verið greiddir 2 dollar- ar aukalega fyrir tonnið miðað við verðskráningu í Rotterdam á mjög þykkri svartolíu. í nýgerð- um samningi við Sovétríkin var samið um 17 dollara auka- greiðslu fyrir gæði í stað 2ja dollara áður. Sú verðhækkun bætist við mikla verðhækkun, sem orðið hefur á svartolíu, en í haust hefur svartolía hækkað til mik- illa muna á Rotterdammarkaði eða úr 187 dollurum í september í 242 dollara nú. Síðan sagði Kristján Ragn- arsson: „Aukin útgjöld af þessu tilefni nema um 60 milljónum króna á hvern togara af minni gerð og 75 milljónum króna fyrir hvern togara af stærri gerð á ári. Samtals nemur þessi útgjaldaauki 3.135 milljónum króna og er þá ekki tekið tillit til breytinga á gengi, heldur er hér eingöngu um erlenda verðhækk- \l (•LYSINíiA SIMINN KK: 22480 William F. Pálsson bóndi látinn Húsavik. 3. des«»mb<*r. WILLIAM F. Pálsson, Ilalldórs- stöðum í Laxárdal. andaðist í nótt. 84 ára gamall, í sjúkrahús- inu á Ilúsavfk eftir nokkurra daga dvöl þar. William hefur búið á Ilalldórsstöðum allan sinn aldur og verið þar einbúi hin síðari ár. William var sonur hjónanna Lissýar og Páls Þórarinssonar á Halldórsstöðum. Hann var þjóð- þekktur frímerkjasafnari og um allan heim þekktur sem eggja- safnari. Nafn hans er skráð í þekktustu upplýsingaritum um eggjasafnara í heiminum. William var ókvæntur og barn- laus. — Fréttaritari „Ekki óeðli- legt seðla- útstreymi“ „VIÐ IIÖFUM ekki merkt það. að útstreymi seðla hafi verið meira undanfarna daga en við gerðum ráð fyrir i okkar áætlun,“ sagði Stefán Þórarinsson, rekstrar- stjóri Seðlabanka íslands, í sam- tali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort ótti almennings við hankaverkfall hefði haft þau áhrif, að fólk tæki allt sitt fé út úr bönkunum. „Auk þess er hámark seðlavelt- unnar ekki fyrr en eftir miðjan mánuðinn alla jafna og f okkar áætlun gerðum við ráð fyrir mjög ríflegu magni, þannig að við sjá- um ekki fram á nein vandræði í þessu sambandi þótt svo seðla- útstreymið aukist verulega á næstu dögurn," sagði Stefán enníremur. svo ótrúlega-mjúkar enda 100% lambsull PEYSUR í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Verö aöeins kr. 19.800.- ^KARNABÆR Glæsibæ, Austurstræti 22, Laugavegi 66. Sími 85055.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.