Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 Guðlaug Ólöf Gunn- laugsdóttir - Minning Fædd 16. febrúar 1939. Dáin 23. nóvember 1980. Erfitt er að skilja, hvert sé lögmál lífs og dauða, þegar ósýni- leg og ómótstæðileg öfl hrífa burt eiginkonu á bezta aldri frá eigin- manni, ungum sonum og öðrum ástvinum. Og e.t.v. er okkur, dauðlegum mönnum, aldrei ætlað að öðlast þann skilning, enda má vera, að það sé öllum fyrir beztu. Hart var hins vegar að þurfa að hlíta svo grimmum skapadómi, þegar sú elskulega kona, Guðlaug Ólöf Gunnlaugsdóttir — eða Lóa, eins og hún nefndist ævinlega í hópi skyldmenna og vina — átti í hlut. En dómurinn er fallinn, og við sitjum hnípin eftir. Þá er gott að ylja sér við ljúfar minningar liðinna daga og margra ánægju- legra samverustunda. Vel munum við þann dag, 17. febrúar 1967, þegar Sverrir kom með hana Lóu á heimili okkar til að kynna hana fyrir fjölskyldunni. Höfðu þau opinberað daginn áður, en það var afmælisdagur hennar. Hér var vissulega um óvænta og mikla gleði að ræða meðal okkar allra, enda vann Lóa hugi okkar allra með blíðlyndi sínu og léttri lund. Síðan eru liðin rúm 13 ár, og hefur aldrei borið skugga á þær stundir, sem fjölskyldur okkar hafa átt saman. Er óhætt að fullyrða, að þar átti Lóa drjúgan þátt í með glaðværð sinni og jákvæðri afstöðu til allra hluta. Því kom helfregnin að vonum sem reiðarslag yfir alla vini fjölskyld- unnar í Uthlíð 5. En eigi má sköpum renna, og „dauðinn er lækur, en lífið er + Maðurinn minn ÞORKELLGUÐJÓNSSON, Pálmarshúsi, Stokkseyri, varð bráðkvaddur að heimili sínu 2. desember. F.h. ættingja, Margrét Ólafsdóttír. + Astkær eiginmaöur minn og faðir okkar, GUNNAR G. ÞORSTEINSSON, Nóatúni 24, andaöist aö morgni 3. desember. Ingibjörg Guðlaugsdóttir og börn. Eigmmaöur minn + SVERRIR SVENDSEN, Hvassaleit: 23, lést 1. desember. Kristín Steinsdóttir. + Faöir okkar og tengdafaðir, ERLENDURJÓNSSON, fró Keflavík, andaðist í Landakotsspítala miövikudaginn 3. desember. Börn og tengdabörn. + INGIBJÖRG J. ÁRNADÓTTIR EINARSSON, Kirkjuteigi 25, verður jarösungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 5. desember kl. 15.00 Sigríður Björnsdóttir, Jón H. Björnsson, Árni Björnsson. Sonur minn + GUNNAR BJÖRN HÓLM. Hjallabraut 1, Kafnarfiröi, sem andaöist aðfaranótt sunnudagsins 30. nóvember veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 5. desember kl. 14.00 Friðbjörn Hólm. strá“, eins og sr. Matthías orðaði það svo réttilega fyrir rúmri öld. Vissulega var Lóa okkar lítil og fíngerð og því eins og stráið í þeim skilningi, og nú hefur lækurinn hrifið það brott. Við erum sannfærð um, að Lóu er hvorki að skapi vol né víl við burtför hennar af þessum heimi, og því er ekki rétt að halda áfram á þeirri braut, heldur freista þess að líta á björtu hliðarnar, því að öll él birtir upp um síðir. Lóa var fædd 16. febrúar 1939 á Akranesi, og því 41 árs, er hún lézt 23. nóv. sl. Voru foreldrar hennar hjónin Gunnlaugur Kristinn Jónsson, kennari og síðast fulltrúi hjá Haraldi Böðvarssyni & Co., og kona hans, Elín Einarsdóttir. Er Gunnlaugur látinn fyrir mörgum árum, en Elín lifir dóttur sína í hárri elli ásamt albróður Lóu, Jóni, sem er læknir í Gautaborg í Svíþjóð, og hálfsystur, Helgu Möller Thors. Lóa ólst upp á Akranesi og þaðan lá svo leiðin til Reykjavíkur og raunar um tíma út fyrir landsteinana. Um skeið vann hún hjá Eimskipafélagi íslands, og þar eignaðist hún marga góða vini, svo sem alls staðar þar sem hún kom. Hinn 26. ágúst 1967 giftist Lóa Sverri Einarssyni sakadómara, og stofnuðu þau heimili í Úthlíð 5, þar sem það hefur staðið síðan í góðu nábýli við tengdaforeldra hennar, Einar Bjarnason raf- virkjameistara og Vilborgu Sverr- isdóttur. Einar lézt 1976 og eftir það var sambúðin enn nánari en áður. Reyndist Lóa tengdamóður sinni sem bezta dóttir, og vitum við, að Vilborg mat hana líka mikils. Sverrir og Lóa eignuðust tvo yndislega drengi, sem þau lifðu bæðið fyrir; Gunnlaugur er fæddur 6. september 1969, en Einar Þór 25. janúar 1973. Lóa bjó þeim öllum fallegt og hlýlegt heimili, enda þau Sverrir bæði vakin og sofin við að fegra það og prýða. Voru þau líka samhent á allan hátt, enda bar aldrei skugga á sambúð þeirra þau allt of fáu ár, sem þau fengu að njóta saman. Nú að leiðarlokum mælum við örugglega fyrir munn allra vina þeirra, þegar við þökk- um Lóu fyrir þær mörgu og góðu stundir, sem við nutum á heimili þeirra hjóna. Hér er vissulega stórt skarð fyrir skildi. En um leið og við vottum Sverri og sonum hans og öðrum ástvinum samúð okkar við hinn mikla missi, er gott að minnast orða sr. Matthíasar og hafa þau að leiðarljósi: Aldrei er svo bjart yfir ödlinRNmanni. að eiífi jfeti syrt eins svipleKa ok nú; ok aldrei er svo svart yfir sorKarranni. aA eÍKÍ geti birt fyrir eilifa trú. Vilborg og Jón Aðalsteinn nÞÍK. sem að alla ávallt vildir Kleðja.“ „Þú, sem að aðra aldrei vildir hryKKja.“ nf>ú. sem úr öllu ætíð vildir bæta.“ (Grimur Thomsen) ★ Hún, sem dreifði Kleðinni, er farin. Hreint <»K tært var lifshlaup hennar. Horfið er þelið milt ok þýtt. Hljóðnaður er hlátur hennar. SumarfaKur da^ur er runninn. Svalir haust- vindar næða. ★ Minning: Sigurþór Eiríksson garðyrkjumaður Sigurþór (Dói) Eiríksson var fæddur 19. ágúst 1908 á Skóla- vörðustíg 12 í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Eiríkur Hjálmar Sigurðsson húsasmiður og Jó- hanna Sigriður Guðmundsdóttir saumakona. Faðir hans fluttist búferlum til Kanada um 1910 og lést í Winnepeg, 75 ára gamall. Sigurþór ólst upp á Skólavörðu- stíg hjá móður sinni fram að 2ja ára aldri, en vegna veikinda móð- ur hans var honum komið í fóstur til fósturforeldra, en hjá þeim dvaldist hann til 7 ára aldurs, en þá fór hann til ættingja sinna í Vestmannaeyjum, þar sem hann dvaldist til 14 ára aldurs. Sigurþór flutti þá aftur til móður sinnar til Reykjavíkur og bjó með henni þar til hún lést árið 1958. Jóhanna, móðir Sigurþórs, var einfætt og kom þess vegna sambúð þeirra mæðgina sér vel fyrir hana. Sigur- þór bar mikla umhyggju fyrir móður sinni og var sérlega kært með þeim. Ég minnist þess, sem barn, hversu viðmót þeirra mæðg- ina var — hlýtt og mannlífið í kringum þau líflegt og vingjarn- legt, þrátt fyrir lítil efni og þröngan húsakost. Jóhanna var mikill dýravinur og átti urmul af kanarífuglum. Sigurþór var sömu- leiðis mikill dýravinur og til margra ára átti hann fjöldann allan af köttum og var hann manna fróðastur um háttalag kattarins, venjur hans og eðli. Sigurþór stundaði í mörg ár almenna verkamannavinnu, en snemma hneigðist hugur hans að garðyrkjustörfum, sem hann kynnti sér til hins ýtrasta með sjálfsmenntun líkt og annað sem hann tileinkaði sér. Hann lagði stund á garðyrkjustörf flest sum- ur ævi sinnar og eru margir skrúðgarðar Reykjavíkurborgar gerðir af honum. Má t.d. nefna garð hans við hús Prentarafélags Reykjavíkur við Hverfisgötu 21, sem dæmi um smekkvísi hans í lita og blómavali. En Sigurþóri var margt til lista lagt. Hann var fjölfróður á mörgum sviðum, víð- lesinn og átti mörg áhugamál. Hann var manna fróðastur um náttúrulækningar og hafði ávallt ráð handa þeim sem höfðu áhuga og þörf fyrir. Sérstaklega var hann vel að sér um jurtalækn- ingar og kunni að greina og þekkja þær plöntur, sem talið var að hefðu lækningarnátt. Sigurþór var góður smiður og hafði sérstaka ánægju af að smíða hluti bæði fyrir unga sem aldna. Það eru mörg börn í miðbæ Reykjavíkur sem á undanförnum árum hafa sótt Sigurþór heim og hann hefur smíðað fýrir sverð, skildi, flug- Guðlaug Ólöf Gunnlaugsdóttir var fædd 16. febrúar árið 1939 á Akranesi. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Kristinn Jónsson fulltrúi og kona hans Elín Jónína Einarsdóttir hjúkrunarkona. Að loknu skyldunámi stundaði hún nám í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Eftir heimkomuna starfaði hún við skrifstofustörf. Árið 1967 giftist hún Sverri Einarssyni sakadómara, og eign- uðust þau tvo syni, Gunnlaug og Einar Þór. ★ Hugurinn reikar til baka, til þess tíma er fundum okkar bar saman hér í Reykjavík fyrir rúm- um tuttugu árum. Það mynduðust fljótt vináttutengsl við þessa björtu, góðu stúlku, vináttutengsl, sem héldust alla tíð. Hún varð með tímanum eins konar samein- ingartákn fyrir vissan hóp vina og kunningja og átti mestan þátt í að tengslin rofnuðu ekki. Lóa bjó á þessum árum hjá Elísabetu föðursystur sinni og Guðlaugu ömmu sinni. Heimili þeirra stóð okkur vinkonunum jafnan opið og eigum við þaðan margar góðar minningar, sem ylja okkur um hjartaræturnar. Þar sátu glaðværð og góðvild í önd- vegi. Lóa var óvenjulega vel gerð og hjálpsöm og fórnfús, svo að af bar. Lá við að stundum fyndist manni hún gleyma að hugsa um sjálfa sig Á heimilinu naut sín næmt fegurðarskyn og smekkvísi, og hún lagði mikla rækt við að skapa fjölskyldu sinni hlýlegt umhverfi. Yfirbragð hennar var bjart og fallegt og endurspeglaði hina glöðu og kátu lund, sem var svo einkennandi fyrir hana. Þar við bættist að hún var bæði greind og skemmtileg og því hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hún hafði ætíð frá mörgu skemmtilegu að segja og hafði glöggt auga fyrir því spaugilega í lífinu. Á hinn bóginn var hún alvörumanneskja, hugurinn leitandi og hjartað við- kvæmt. dreka og flugvélar. Sigurþór var einstakur barnavinur, enda hændi hann að sér öll börn, sem komust í tengsl við hann. Hann hafði þann sérstaka eiginleika, með kurteisri framkomu, glaðværð sinni, hlýj- um persónuleika og hugvitssemi að kunna ótal aðferðir til að laða fram áhuga barnsins og gleðja það. Hann söng og spilaði á harmóníku og munnhörpu. Einnig var hann listmálari góður og hélt a.m.k. einu sinni sjálfstæða sýn- ingu á vatnslitamyndum sínum í Reykjavík. Sigurþór var mikill áhugamaður um skautaíþrótt og á yngri árum listskautamaður góð- ur. Einnig kenndi hann mörgum ungum Reykvíkingum á skautum. Sigurþór hafði ríka söfnunarnátt- úru. Hann hafði ánægju af frí- merkjasöfnun og myntsöfnun og tók virkan þátt í félagsstarfi í tengslum við þá söfnun. Sigurþór starfaði síðustu ár ævi sinnar á Hótel Borg og reyndist þar traustur og áreiðanlegur starfsmaður, greiðagóður með ólíkindum allt fram á hinstu stund. Hann var virtur þar af samstarfsmönnum sínum og reyndist þeim góður félagi. Sigurþór var einhleypur alla ævi. Hann var tíður gestur á heimili fjölskyldu minnar, enda góður nágranni og alltaf aufúsu- gestur. Veikindum sínum og sjúk- dómslegu tók hann með mikilli karlmennsku, en fráfall hans er harmur öllum þeim sem hann þekktu. Ég og fjölskylda mín þökkum Sigurþóri allar þær ánægjustund- ir sem við áttum með honum og ég sendi fjarlægum ættingjum hans í Kanada, sérstaklega frænku hans, Jóhönnu Wilson, innilegar samúð- arkveðjur. Sigurþór hélt alla æfi tryggð við ættingja sína í Kanada, enda ferðaðist hann þangað reglu- lega og dvaldi þar eitt sinn í 4 ár. Honum hlotnaðist sú ánægja sl. sumar að dvelja á heimili Jóhönnu frænku sinnar og var það honum ómetanlegt. Blessuð sé minning hans. Helga Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.