Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 T MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakið. Eitt mesta mis- rétti samfélagsins Þjóöfélagslegt misrétti mun hvergi meira en á sviði lífeyrismála. Annarsvegar verðtryggðir lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna, sem vernda lífeyri þeirra í vaxandi verðbólgu; hinsvegar sjóðir hinna almennu launþega sem að vísu verðtryggja lífeyri en reikna hann út frá mun lægri grunni en lífeyri opinberra starfsmanna. Stjórnvöld hafa hvórki sýnt markverðan áhuga á því að hemja verðbólguna né leiðrétta þetta stærsta misrétti samfélagsins. Óhagstæð verðlagsþróun og mikil verðbólga síðustu árin hefur leitt í ljós vangetu lífeyrissjóða í núverandi mynd til að standa við skuldbindingar sínar, auk þess misréttis, sem felst í ólíkri réttarstöðu almenns launþega og opinbers á þessu sviði. Þegar til fullrar lífeyrisgreiðslu kemur við 67 ára aldur hafa sjóðfélagar almennt greitt sem svarar 3 árslaunum í iðgjaldagreiðslur. Við 67 ára aldur er ólifuð meðalævi 14 ár. Fjárhagsdæmi hinna almennu lífeyris- sjóða, að óbreyttu kerfi og óbreyttum ávöxtunarmöguleik- um, lítur því mjög illa út. Sérfræðingar staðhæfa að iðgjöld lífeyrisþega, sem hefur töku lífeyris nú, nægi aðeins til greiðslu lífeyris hans í 30 mánuði, þrátt fyrir hæstu leyfilega vexti. Lífeyrissjóðir í núverandi mynd geta ekki staðið við skuldbindingar sínar til frambúðar né veitt viðunandi lífeyri. Setja þarf því nýjar öryggisstoðir undir lífeyriskerfi landsmanna. Sjálfstæðismenn fluttu fyrir nokkrum árum vel unnið frumvarp um gegnumstreymiskerfi lífeyrissjóða í stað uppsöfnunarkerfis, sem nú viðgengst, og sýnt er að getur ekki tryggt frambúðar öryggi lífeyrisþega. Þetta frumvarp átti jafnframt að eyða því þjóðfélagslega misrétti sem nú er til staðar milli launþega. Guðmundur H. Garðarsson hafði forgöngu um þennan frumvarpsflutning, en naut aðstoðar dr. Péturs H. Blöndals, tryggingafræðings, við samningu þess. Nú hafa þrír sjálfstæðismenn, Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur Karlsson og Salome Þorkels- dóttir flutt nýtt frumvarp um Lífeyrissjóð íslands, í aðalatriðum byggt á frumvarpi Guðmundar H. Garðars- sonar. Frumvarpið felurí sér þá grundvallarbreytingu frá núverandi trygginga- og lífeyrissjóðakerfi, að í stað svonefnds uppsöfnunarkerfis, sem felst í tugum smárra sjóða, kemur einfalt, árangursríkt gegnumstreymiskerfi, er byggist á iðgjöldum, sem ákveðin eru á hverjum tíma í samræmi við tryggingarþörf og verðlag, er greiðslur eiga sér stað. Markmið þessa frumvarps eru: 1. Að tryggja öllum, sem eru komnir á lífeyrisaldur viðunandi og mannsæmandi lífsviðurværi — að lokinni starfsævi. 2. Að veita örorkulífeyrisþegum öryggi og viðunandi tryggingabætur. 3. Að auka barnalífeyri og bæta aðstöðu þeirra, sem verr eru settir í þjóðfélaginu. 4. Að tryggja foreldrum fæðingarlaun. 5. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma mis- rétti. Samkvæmt frumvarpinu ber Lífeyrissjóði íslands að veita verðtryggðan ellilífeyri á grundvelli ævitekna viðkomenda. Það nær ennfremur til örorkulífeyris, barna- lífeyris og fæðingarlauna, en ekki er unnt að rekja efnisatriði þess frekar í þessum umsagnarorðum. Mergur- inn málsins er sá, að svo virðist að með óbreyttu kerfi sitjum við innan tíðar uppi með gjaldþrota lífeyrissjóði og mikinn fjölda lífeyrisþega, er búi við kröpp kjör. Hér er hinsvegar bent á færa leið til að tryggja öllum viðunandi lífeyri, á grundvelli ævitekna og ákveðins lágmarkslífeyris, og útrýma misrétti, sem nú viðgengst og ekki má una við til frambúðar. Þetta er viðamikið mál og þarf vandlega skoðun — en það réttlætir ekki að slá því á „eilífðarfrest", eins og nú er stjórnvaldstízka með hina vandmeðfarnari viðfangsefnin. Sjálfstæðismenn hafa ítrekað stefnumótun sína í málinu. Alþingi getur ekki öllu lengur skotið sér undan því að taka afstöðu í því. Og ríkisstjórnin, sem að vísu er fátækari af efndum en fyrirheitum, getur heldur ekki setið miklu lengur í sjálfsánægju á þessu stærsta misrétti samfélagsins óleystu. Aflabrögð og útflutningsverðlag ráða mestu um hag útgerðarinnar. Þetta ár hefur verið mjög feng- sælt með þeirri undantekningu þó, að loðnuafli hefur minnkað mikið vegna minnkandi loðnustofns og strangra veiðitakmarkana af þeim sökum. Líkur benda til að heildar- aflinn verði um 1460 þúsund lestir, sem er minnkun frá fyrra ári um 10%. Botnfiskaflinn mun verða um 630 þúsund lestir og þar af þorskur um 410 þúsund lestir. Aukning þroskafla mun verða um 50 þúsund lestir en annarra botn- fiska um 10 þúsund lestir. Þorsk- afli íslendinga hefur aldrei fyrr orðið meiri. Þorskafli á íslandsmiðum hefur þó áður orðið meiri, en það var á árunum 1930—1935, en þá var hann um 500 þúsund lestir, á árunum 1952—60 var hann um 450 til 520 þúsund lestir og á árunum 1970 til 1972 um 460 þúsund lestir. Á þessum árum veiddu erlendar þjóðir um 40—50% af heildarafl- anum. Þrátt fyrir hinn góða afla, sem ræður mestu um hag útgerðarinn- ar, hafa margvíslegir erfiðleikar hrjáð útgerðina. Ræður þar mestu, að verðlagsþróunin innan- lands hefur verið óhagstæð og virðist verðbólgan nú í árslok stefna hærra en nokkru sinni fyrr. Þessi þróun hefur valdið gífur- legum hækkunum á öllum aðföng- um útgerðarinnar og hefur hækk- un á olíu valdið mestum erfiðleik- um auk áhrifa á verðtryggingar lána. Afurðaverð hefur ekki fylgt almennum verðbreytingum, sem bezt sést á því, að í ágúst var verð alls vöruútflutnings 13% hærra, en á árinu 1978, en innflutnings- verð hafði hækkað um 41%. Sjávarvöruframleiðslan er talin munu nema 320 milljörðum króna á þessu ári, sem er 49% hækkun frá fyrra ári. Mest af þessari hækkun í krónum stafar af lækk- un gengis. Aðeins er um að ræða 4% aukningu á framleiðslunni, mældri á föstu verðlagi, og 4% verðhækkun í erlendri mynt. Þess- ar takmörkuðu hækkanir vega ekki upp á móti hækkun innflutn- ingsverðlags og er því um beina skerðingu að ræða á tekjum þjóð- arinnar. Frystur fiskur hefur lækkað í verði og minna magn af fiski hefur farið til frystingar. Verulegrar sölutregðu gætti fyrri hluta árs og fram á sumar hlóðust upp og ullu erfiðleikum. Afkoma söltunar og herzlu hefur verið skárri og þá sérstaklega skreiðar- verkunar, en verð á skreið hefur hækkað mikið og sölumöguleikar aukizt. Verð á mjöli hefur farið hækk- andi, en verð á lýsi hefur verið óstöðugt. Gert var ráð fyrir í upphafi loðnuvertíðar, að Verð- jöfnunarsjóður þyrfti að greiða uppbót á útflutningsverðið, en verðþróunin í haust bendir til, að til þess þurfi ekki að koma. AFKOMAN Afkoma útgerðarinnar var við- unandi framan af ári, sérstaklega vegna góðra aflabragða. Halla tók hinsvegar undan fæti um mitt ár, því þá var gripið til verulegra aflatakmarkana og verð á olíu hækkaði um 25%. Olíugjald hafði verið lækkað úr 5% í 2'/2% og jók það enn á erfiðleikana. Afkomu- skilyrði útgerðarinnar voru talin vera, sem hér segir að mati Þjóðhagsstofnunar eftir fiskverðs- hækkun um 8% og hækkun olíu- gjalds úr 2'h% Wk% eftir 1. okt: Bátar án loðnu: Halli 1.166 millj- ónir króna eða 1.9% af tekjum. Minni skuttogarar: Halli 3.077 milljónir króna eða 4.4% af tekj- um. Stærri skuttogarar: Halli 493 milljónir króna eða 2.4% af tekj- um. Samtals er hallinn 4.736 millj- ónir eða 3.1% af tekjum og er þá rekstur loðnubátanna ekki talin með, en hann er hlutfallslega mun verri. Rík ástæða er til að ætla, að rekstraryfirlit þetta gefi ekki rétta mynd af afkomunni, þegar litið er til þess hve gífurleg vanskil hafa safnast fyrir, en þau munu nú nema yfir 30 milljörðum króna. Dráttarvextir af þessari upphæð nema um 17 milljörðum á ári, eða 1425 milljónum króna á mánuði. Framangreind afkomu- mynd byggist á reikningum skip- anna frá árinu 1978, og í þeirri miklu verðbólgu, sem verið hefur, virðist framreikningur á kostnaði ekki hafa verið rétt metinn. Fyrir þessi áramót á að liggja fyrir ný afkomumynd, sem byggð er á reikningum ársins 1979, og er þess þá að vænta, að gleggri mynd liggi fyrir. Aílahoríur á þorskvciðum Hin miklu vanskil valda fjölda fyrirtækja miklum erfiðleikum. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst áhuga á, að hluta þessara skulda verði breytt í föst lán og vega olíuskuldirnar þar þyngst. Fisk- veiðasjóður mun væntanlega breyta vanskilum á afborgunum og vöxtum í föst lán, gegn því að útvegsmenn skuldbindi sig til greiðslu á aflaandvirði umfram það, sem Stofnfjársjóður gerir ráð fyrir. Breyting á lausaskuldum í föst lán leysir þó engan vanda, nema rekstrarskilyrði veiti mögu- leika til greiðslu lánanna og hins daglega reksturs. Hinn góði þroskafli fékkst þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir sem m.a. komu fram í því, að togurunum voru bannaðar þorsk- veiðar í nær 5 mánuði eða 142 daga, og vetrarvertíð bátaflotans var stytt um 1 mánuð þ.e. 10 daga um páska og 20 daga í maímánuði. Allt frá því að sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunarinnar hófu að gera tillögur um hámarks- afla, höfum við fiskað umtalsvert meira magn en tillögur þeirra hafa gefið tilefni til. Á síðasta ári veiddum við um 28% meira, en okkur var ráðlagt og á þessu ári um 36%. Það eru því gleðileg tíðindi, sem nýlega komu fram frá Hafrann- sóknarstofnunni, að ástand þorskstofnsins sé mun betra en talið hefur verið. Um aflahorfur segir stofnunin, að verði ekki veitt meira en 400 þúsund lestir næstu 6 ár, þá muni okkur auðnast að byggja hrygn- ingarstofninn upp frá því að vera á árinu 1981 um 211 þúsund lestir í 536 þúsund lestir 1986 og heild- arstofninn úr 1621 þúsundir Iesta í 1842 þúsund lestir. Hámarksaf- rakstur, sem talinn er vera 450 þúsund lestir, næst þá um miðjan næsta áratug. Þessar aflaforsend- ur byggjast á því, að árgangar eftir 1981 verði meðalárgangar. Þetta er mun hægari uppbygging en Hafrannsóknarstofnunin hefur miðað við í sínum fyrri tillögum. Því ber að fagna, að þróunin hefur verið jákvæðari, en menn bjuggust við, en því er ekki að neita, að ítrekuð mistök Haf- rannsóknarstofnunarinnar við mat á þorskstofninum hafa veikt trú manna á, að þessi vísindagrein sé eins traust og haldið hefur verið. Okkar lán er, að mistökin hafa verið á þann veg, að stofninn hefur verið vanmetinn. Óumdeil- anlegur árangur hefur orðið af þeim veiðitakmörkunum, sem beitt hefur verið. Kom það m.a. fram á sl. vetrarvertíð, þegar afli jókst verulega, og nálgaðist að vera, eins og við áttum að venjast í venjulegu árferði. Það er því sannfæring mín, að við höfum ekki sparað þorskstofninn okkur til skaða, og munum njóta þess á næstu árum, að þorskinum hefur vérið gefið tækifæri til þess að vaxa þar til hann nær kynþroska aidri, en það tryggir endurnýjun hans í framtíðinni. Okkur gefst nú sérstakt tækifæri til þess að byggja stofninn upp, því 400 þúsund lesta aflahámark á að vera ásættanlegt fyrir næstu ár. Loðnuveiðar Loðnuaflinn mun væntanlega verða um 750 þúsund lestir á árinu, sem er rúmlega 200 þúsund lesta minnkun frá fyrri árum. Vetrarvertíðin var stöðvuð og höfðu þá veiðst um 390 þúsund lestir eða 90 þúsund lestum meira, en fiskifræðingar mæltu með, en 200 þúsund lestum minna en árin á undan. Fyrir upphaf sumarvertíðar var ákveðið, að leyfilegur hámarksafli til næsta vors yrði 775 þúsund lestir, en þar af máttu Norðmenn veiða 15% eða 116 þúsund lestir og Islendingar 659 þúsund lestir. Þessa ákvörðun átti að endur- skoða í haust, og var það gert á þann hátt eins og menn vita, að kvótinn var minnkaður um 30% eða um 200 þúsund lestir. Þegar fyrir lágu upplýsingar um að skerða átti heildarafla okkar úr Stjórn LÍÚ hafði spurnir af þess- ari umræðu og tilkynnti sjávarút- vegsráðherra um afstöðu sína með bréfi dags. 3. okt., þar sem sagði m.a.: „Að gefnu tilefni var samþykkt með samhljóða atkvæðum að lýsa fullri andstöðu við þær hugmynd- ir, sem fram hafa komið um skiptingu þorskafla milli lands- hluta eða landsvæða, en mótun fiskveiðistefnu fyrir næsta ár ætti að miðast við að framfylgja sömu stefnu og framkvæmd hefur verið. í því efni væri æskilegt að leita samráðs um að sníða helztu agnúa af framkvæmd núverandi reglna, t.d. með því að dreifa þorskafla togaranna betur yfir árið en gert var á þessu ári, og endurskoða rétt loðnuskipa til þess að stunda þorskveiðar með tilliti til hver leyfilegur loðnuafli verður." Þessi afstaða LÍÚ mótaðist af því, að þessi leið varðveitir at- þarf að setja viðmiðunarmörk fyrir bátana á vetrarvertíðinni og ákveða í upphafi þorskveiði bann- daga fyrir togarana sem hér segir: dagar Jan.—apríl 44 maí—ágúst 68 sept.—des. 26 Samtals 138 í þessari hugmynd er tekið tillit til þorskafla á úthaldsdag á hverju framangreindra tímabila á þessu ári. Með þessari aðferð ætti að vera unnt að hækka leyfilegt hlutfall þorsks í afla einstakra veiðiferða í 25% á síðasta árs- fjórðunginum, en jafnframt er nauðsynlegt að dreifa banndögun- um þannig, að þeir skiptist til helminga á hvora 2 mánuði innan tímabilsins. Þessar reglur má svo herða eða á þeim slaka til þess að tryggja að settu markmiði verði náð. lagðar á rekstur þeirra skipa, sem við þegar eigum. I smíðum eru nú 6 togarar innanlands. Þegar þeir koma í rekstur fjölgar veiðibann- dögum um 16 hjá þeim skipum sem fyrir eru. Gera má ráð fyrir, að kaupverð hvers þessara skipa verði um 4 milljarðar króna. Miðað við núverandi lánskjör Fiskveiðasjóðs og Byggðasjóðs myndu afborganir og vextir af andvirði hvers skips nema um 580 milljónum króna, en það eru um 53% af meðalaflatekjum togara á ári, én þær eru um 1100 milljónir króna. Af þessu dæmi er ljóst, að það er ekki í þágu sjávarútvegsins, að skip þessi eru smíðuð, og ljóst er að rekstur þeirra mun ekki standa undir greiðsluskuldbindingum þeirra. Verður að ætla að gert sé ráð fyrir fjármagni úr öðrum stað til greiðslu á þeim. Fyrir útgerð- ina í landinu er þessum skipum Skerðum ekki auð- lindina í hafinu“ 950 þúsund lestum niður í 659 þúsund lestir, ákvað mikill meiri- hluti útgerðarmanna loðnuskipa að óska eftir því við sjávarútvegs- ráðuneytið, að aflanum yrði skipt á skip. Var lögð fram tillaga um, að aflanum yrði skipt á þann veg, að helmingi aflans yrði skipt m.v. burðargetu hvers skips og hinum helmingnum jafnt á hvert skip. Var kvótaskipting þessi samþykkt af sjávarútvegsráðuneytinu og má segja að lagt hafi verið inn á nýja braut með þessu fyrirkomulagi. Meirihluti útgerðarmanna taldi, að með þessari aðferð mætti spara í útgerðarrekstrinum. Kapphlaup- ið um aflann myndi minnka, og það myndi draga úr olíunotkun og álagi á veiðarfæri og skip. Þeir, sem þessu voru andvígir, bentu á, að með þessari aðferð væri vegið að þeim, sem fram úr sköruðu í aflabrögðum. Báðir aðilar hafa vafalítið nokkuð til síns máls, en þegar ákvörðun um enn frekari skerðingu heildarafla lá fyrir, var ljóst, að slík takmörkun kom sanngjarnar niður vegna kvóta- skiptingarinnar. Horfur eru á, að aðeins um 100 þúsund lestir verði óveiddar um áramót af heildarkvótanum, og mörg skip hafi lokið við veiðar á úthlutuðum aflakvóta. Áfallið vegna minnkandi heild- arkvóta kemur því aðallega fram á næsta ári, nema kvótinn verði aukinn. Það er því eðlileg krafa okkar, að allt verði gert til þess að fylgst verði með loðnustofninum, og loðnurannsóknir stórauknar með hliðsjón af gildi loðnuveið- anna fyrir þjóðarbúið. Verði ekki um auknar loðnu- veiðar að ræða, verður að gefa loðnuflotanum tækifæri til ann- arra veiða, en það mun rýra veiðimöguleika annarra skipa. Veiðar á humri gengu til muna betur á þessu ári en undanfarin ár og gefur það vonir um, að hum- arstofninn sé að rétta við. AÐRAR VEIÐAR Veiðar á rækju og hörpudiski hafa yfirleitt gengið vel og athygl- isverðar tilraunir voru gerðar sl. sumar til veiða á úthafsrækju og við vinnslu aflans um borð. Gefa þær nokkrar vonir um, að verkefni geti skapazt fyrir stærri skip, en mikil hætta er þó á ofveiði vegna mikillar sóknar erlendra aðila á rækjumiðin, sem liggja á miðlínu milli Grænlands og Islands. Síldveiðar okkar munu aukast um 7 þúsund lestir eða í 52 þúsund Ræða Kristjáns Ragnarssonar, á aðalíundi LÍÚ lestir. Síldargöngur voru nú mjög óvenjulegar _ og hélt síldin sig aðallega inni á Austfjörðum, en það olli erfiðleikum í dreifingu síldarinnar til vinnslu, þannig að möguleikar til frystingar nýttust ekki eins vel og áður. Hverjum loðnubáti var nú út- hlutað 150 lesta síldarkvóta og kemur aflaaukningin í þeirra hlut. Var þetta gert til þess að mæta erfiðleikum þeirra vegna minnk- andi loðnuveiða. Var lögð á það áherzla af útgerðarmönnum þess- ara skipa að þeir fengju leyfi til þess að selja síldina ferska erlend- is því gert var ráð fyrir, að unnt yrði að selja hana fyrir 4—6 danskar krónur hvert kíló. Fengu aðeins fyrstu skipin það verð fyrir síldina, en undanfarna daga hefur verðið lækkað verulega, og harma ég að útgerðarmenn hafa haldið áfram að láta skipin sigla, þrátt fyrir hið lága verð, en útgerðar- menn hafa verið undir miklum þrýstingi frá sjómönnum í þessu efni. S1 föstudag fór verðið niður í D.kr. 2.20 og var þá ekki lengur hjá því komizt að stöðva frekari siglingar með ferska síld. Kolmunnaveiðar voru enn reyndar sl. sumar en með nær engum árangri. Er nú ljóst, að þeim veiðitilraunum verður ekki haldið áfram vegna gífurlegs rekstrartaps, þrátt fyrir nokkra fjárhagslega aðstoð sem veitt var. FISKVEIÐISTEFNAN Mikið hefur verið rætt um mótun fiskveiðistefnu fyrir næsta ár. Snemma árs tók til starfa 5 manna nefnd, sem skipuð var einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokki svo og sjávarút- vegsráðherra. Af nefndarmönnum voru 3 fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherrar. Nefnd þessi mun hafa rætt ýmsar leiðir og aðallega þó þá hugmynd sjávarútvegsráð- herra að skipta leyfilegum þorsk- afla milli 22 svæða og skipta þeim afla síðan aftur milli báta og togara á hverju svæði og síðan afla togaranna á einstök skip. hafna- og valfrelsi betur en aðrar leiðir, og hlýtur það ávallt að vera betri kostur að öðru jöfnu. Svo virðist sem horfið hafi verið frá þeim hugmyndum, sem uppi voru, og á fundum í nóvember með hagsmunaaðilum var af hálfu sjávarútvegsráðherra kynnt fisk- veiðistefna, sem mótast af þeim viðhorfum, sem fram komu í bréfi LÍÚ til ráðuneytisins. Þótt ekki liggi fyrir endanlegar tillögur Hafrannsóknastofnunar- innar um þorskafla á næsta ári, virðist augljóst m.v. svar stofnun- arinnar um möguleika á uppbygg- ingu stofnsins, sem fyrr er að vikið, að miðað verði við um 400 þúsund lesta afla. Mér virðist augljóst að skipta verði þessum afla milli báta og togara, ef einhverja stjórn á að vera hægt að hafa á heildaraflan- um. Einnig að aflakvóti verði settur fyrir tímabil, og virðist þá eðlilegt, að þau verði þrjú 4ra mánaða tímabil. í tillögum sjávar- útvegsráðherra segir, að aflanum verði jafnt skipt milli báta og togara og jafnframt að þá skipt- ingu þurfi að endurskoða, þegar ákvörðun hefur verið tekin til þorskveiða loðnubátanna, en m.v. horfur í þeim efnum verður að gera ráð fyrir því, að þeir stundi þorskveiðar á næsta ári. Ef miðað er við jafna skiptingu, sýnist mér, að skipting á tímabil gæti verið eins og hér segir: Bátar 200 þús. lestir Jan.—apríl 70% 140 þús. lestir maí—ágúst 18% 36 þús. lestir sept.—des. 12% 24þús. lestir Togarar: 200 þúsund lestir: Jan.—apríl 35% 70 þús. lestir maí—ágúst 30% 60 þús. lestir sept.—des. 35% 70 þús. lestir Samtals bátar og togarar: þús. lestir eða % Jan.—apríl 210 eða 52,5 maí—ágúst 96 eða 24,0 sept.—des. 94 eða 23,5 Til þess að þessum tillögum sé hægt að fylgja eftir í framkvæmd Helztu áhrif þessara tillagna, ef framkvæmdar yrðu, yrðu þau, að aflaskipting bátanna á ársþriðj- ungana yrði lík því, sem gerðist á þessu ári, en 15 þúsund lestir af togaraafla fyrstu 4 mánuði þessa árs flyttust til síðasta tímabilsins. Afli þeirra á fyrsta ársþriðjungi yrði þó ekki minni en hann var á árunum 1977, 1978 og 1979. Það sem vinnst með þessari breytingu er að komið yrði í veg fyrir óeðlilega birgðasöfnun fyrstu mánuði ársins. Reynt hefur verið að auðvelda togurunum að veiða annað en þorsk með 25% verðuppbót á karfa og ufsa, en tekna hefur verið aflað með því að ráðstafa 20% af útflutningsgjaldi til verðjöfnunar- deildar Aflatryggingasjóðs, en það jafngildir 1,1% af öllum útflutn- ingstekjum. BÆTT FISKGÆÐI Nokkuð hefur borið á því á sl. árum, að kvartað væri undan göllum á frystum fiski. Aðallega hafa þessar kvartanir beinzt að því, að ferskleiki fisksins væri ekki nægur. Ástæður fyrir þessu eru vafalítið þær, að í miklum aflahrotum hefur ekki unnizt tími til að vinna aflann í frystihúsun- um nægilega snemma, svo og, að um borð í skipunum er ekki gengið nægilega vel frá fiskinum og í stórum hölum togara spillist fisk- urinn áður en gert er að honum. Sérstök ástæða er til þess að leggja áherzlu á, að úr þessu verði bætt, því ekki megum við glata því góða áliti, sem íslenzkur fiskur hefur notið. Vegna aukinna sölu- möguleika á skreið er hætta á, að þess verði freistað á næsta ári, að draga að landi mikinn afla þar sem gæðunum verður fórnað fyrir aflamagnið. Á þetta við bæði um netabáta og togara. Verður því að fylgja fast eftir settum reglum um fjölda neta í sjó frá hverjum báti og þeim, sem ítrekað koma með lélegan afla að landi verði refsað með leyfissviptingum til veiða. I togurum verði skylt að blóðga aflann í vatni áður en hann er slægður. FJOLGUN SKIPA Það samrýmist illa mótun fisk- veiðistefnu, þar sem áherzla er lögð á uppbyggingu fiskistofna, til þess að ná megi hámarksafrakstri úr hverjum stofni, að sífellt er verið að fjölga skipum á sama tíma og óbærilegar hömlur eru bezt komið fyrir hér inni á Sund- um eða annarsstaðar í góðu vari. Ekki verður haldur séð, að þau muni á næstunni færa þjóðinni auknar tekjur. Með smíði þessara skipa er fyrst og fremst verið að hugsa um hag íslenzkra skipa- smíðastöðva, sem ekki standast samanburð við verð á innfluttum skipum. í framtíðinni þarf að huga að endurnýjun á bátaflotan- um, sem er nú orðinn gamall. Verður það ekki gert með því að banna smíði á skipum erlendis, nema ef koma á í veg fyrir, að einstaklingar eigi og reki þessi skip. Jafnframt þarf að leggja aukna áherzlu á að efla Úreld- ingarsjóð til þess að komið verði í veg fyrir, að endurbyggðir verði bátar, sem úreltir eru og full- nægja ekki þeim öryggis- og aðbúnaðarkröfum, sem gerðar eru í dag. Fyrir tveimur árum gerði ég hér að umtalsefni útgerð togarans Fonts, sem þá var gerður út frá því ágæta þorpi Þórshöfn. Fór allt það eftir sem sagt var þá og gefizt var upp á útgerðinni, en hún hafði valdið þorpsbúum ómældum bús- ifjum. Tilurð þess skips var rakin til fyrirgreiðslupólitíkur alþing- ismanna og kommissera í valda- stofnunum í Reykjavík. Ástæða til þess að ég nefni þetta er sú, að nú skal hefja leikinn á ný. Keyptur hefur verið erlendur togari og ekki var fylgt gildandi reglum varðandi fjármögnun þeirra kaupa, eða að skip skuli fara úr landi í þess stað. Sjálf ríkisstjórn landsins gengst þannig fyrir að ómerkja allar fyrri yfirlýsingar um kaup á togurum. Svo virðist, að íbúar Þórshafnar séu ekki ýkja hrifnir af þessu nýja útgerðarævintýri, sem ákveðið er fyrir þá við skrifborð í Reykjavík, enda fyrir- sjáanlegt að útgerð þessa skips getur aldrei gengið og á það eftir að valda íbúm þessa byggðarlags svo óbærilegum skaða, að erfitt er að sjá hvernig þeir geta undir risið. Eðlilegra hefði verið að virkja frumkvæði frá íbúunum sjálfum til öflunar atvinnutækis, sem ekki væri jafn áhættusamt og rekstur þessa skips. Erfitt er að taka þátt í mótun fiskveiðistefnu á ábyrgan hátt, þegar stjórnvöld landsins brjóta eigin yfirlýsingar og leggja stein í götu þess að árangri megi ná með sífelldri fjölgun skipa sem byggist á óábyrgri fjárhagslegri fyrir- greiðslu. ENDURNYJUN BÁTAFLOTANS Eg vék að því fyrr, að ekki megi banna að smíða skip erlendis, þegar að því kemur, að bátaflotinn verði endurnýjaður, eða lánaregl- um verði beitt á þann veg, að menn verði neyddir til kaupa á skipum, sem smíðuð eru hér á landi. Slík einokunaraðstaða hefur þegar leitt til þess, að skip eru nú 40—50% dýrari, ef þau eru smíðuð hér á landi. Þetta gerist á sama tíma og nær öll nágranna- og viðskiptalönd okkar styrkja sinn sjávarútveg með gífurlegum fjár- framlögum, en það veldur því að samkeppnisaðstaða okkar veikist til muna og við fáum lægra verð fyrir fiskinn en ella. SKIPAVIÐGERÐIR Lögð hefur verið á það áherzla af opinberum aðilum og jafnvel hefur verið beitt þvingunum til þess að meiriháttar viðgerðir á skipum fari fram hér á landi, þótt verð sé mun hærra og verktími til muna lengri. Af þessu tilefni beittu samtökin sér fyrir því að hlutlaus aðili var látinn fylgjast með nýtingu á vinnutíma í 13 viðgerðarverkefnum á 4 verkstæð- um í upphafi þessa árs. Niðurstað- an var á þá leið, að virkur vinnutími var aðeins 44,3% að meðaltali. Bezta dæmið gaf 53,9% en það lakasta 21%. Niðurstaðan var á þessa leið þrátt fyrir að stjórnendum verkstæðanna og þeim, sem verkin unnu, væri ljóst, að verið var að mæla virkan vinnutíma. Við getum svo getið okkur til um hvernig þessari vinnu er háttað undir venjulegum kringumstæðum. í þessu efni verður að verða breyting til bóta og í því efni þurfa verkstæðin að bæta stjórnun, hafnaryfirvöld að bæta aðstöðu til skipaviðgerða og útgerðarmenn að undirbúa betur viðgerðir og beita meira fyrir- byggjandi viðhaldi. Siglingar skipa á erlendan markað með ferskan fisk jukust mikið á árinu. Þessu ollu rekstrar- örðugleikar frystihúsanna framan af ári og í sumar. Verð á ferskfisk- mörkuðunum var ekki hagstætt þar til nú í haust, en þá hækkaði það til muna. I hafnarborgunum þremur í Englandi hafði verið landað í lok nóvember alls 22.300 lestum og fyrir þennan afla fengust 10,9 milljónir £ eða að meðaltali 49 pence fyrir kílóið, sem eru 673 kr. fyrir hvert kíló m.v. núgildandi gengi. Verðlækkun varð frá árinu 1979, sem nam 3 pencum á hvert kíló eða 41 kr. á kíló m.v. fast gengi. I Þýzkalandi voru seldar 14.550 lestir og fyrir það magn fengust 24,7 milljónir marka eða að meðal- tali DM 1,70 á kíló eða kr. 513 fyrir hvert kíló. Verðhækkun nemur DM 0,05 á kíló eða 15 kr. á kíló m.v. fast gengi. Eins og allir vita seljum við dýrari tegundirnar, þorsk og ýsu, í Englandi, en karfa og ufsa í Þýzkalandi. Vegna ítrekaðra kvartana um að fiskur væri skemmdur, sem landað er erlendis, beitti LIÚ sér fyrir setningu reglna um að þeir aðilar, sem ítrekað gerðu sig seka um að landa skemmdum fiski, fengju ekki leyfi til siglinga. Hafa þessar reglur þegar borið veru- Iegan árangur, en ástæðan fyrir slæmum gæðum stöfuðu nær ein- göngu af of langri útivist. OLÍUVERÐIÐ Verð á olíu hefur áfram haldizt hátt, þótt það sé ekki eins hátt nú og það reyndist hæst á sl. ári. Verð á gasolíu m.v. verðskráningu í Rotterdam mun vera um 330 dollarar tonnið, en hæst komst það í nær 400 dollara á síðasta ári. Verð í Rotterdam er nú nánast það sama og í samningi okkar við SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.