Morgunblaðið - 04.12.1980, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
breska ríkisolíufyrirtækið BNOC,
en af því verða keyptar um 80
þúsund lestir af gasolíu á þessu
ári og álíka magn á næsta ári.
Olíukaupum okkar á næsta ári
mun að öðru leyti verða fram
haldið við Sovétríkin, nema keypt-
ar munu verða um 20 þúsund
lestir af benzíni frá Noregi. Rík
ástæða er til þess að leggja á það
áherzlu, að við reynum að treysta
olíukaup okkar betur en hingað til
með samningum á föstu verði, því
oliukaup sem byggjast á „spot-
markaði" gefast ekki vel til lengd-
ar, enda mikilli óvissu háð.
Talið er að við þurfum um 170
þúsund lestir af svartolíu á næsta
ári, en Sovétríkin hafa neitað að
selja okkur nema 110 þúsund
lestir og er því ófyrirséð um
útvegun á annarri svartolíu. Á
undanförnum árum höfum við
keypt þunna svartolíu af mjög
góðum gæðum af Sovétríkjunum
og greitt aukalega um 2 dollara
fyrir tonnið m.v. verðskráningu í
Rotterdam á mjög þykkri svart-
olíu. Þessi kaup á þunnri svartolíu
hafa verið þess valdandi, að við
höfum getað notað hana til
brennslu á aðalvélar yfir 50 togara
og 3ja loðnuskipa og sparað með
því mikla fjármuni. Nú syrtir í
álinn í þessu efni, því svartolía
hefur hækkað til mikilla muna í
haust á Rotterdammarkaöi eða úr
187 dollurum í september í 242
dojlara nú.
I nýgerðum samningi við Sov-
étríkin var samið um 17 dollara
aukagreiðslu fyrir gæði í stað 2
dollara áður og bætist sú hækkun
við markaðsverðshækkunina.
Aukin útgjöld af þéssu tilefni
nema um 60 milljónum króna
fyrir hvern togara af minni gerð
og 75 milljónum kr. fyrir hvern
togara af stærri gerð á ári.
Samtals nemúr þessi útgjaldaauki
3.135 milljónum króna og er þá
ekki tekið tillit til breytinga á
gengi, heldur er hér eingöngu um
erlenda verðhækkun að ræða.
Áhrif þessara breytinga valda
auknum halla á útgerð togaranna,
sem nemur 3,5% af tekjum, og
þyrfti því að hækka olíugjald utan
skipta um 3,5%, ef jafna á þetta
áfall. Verðmunur á gasolíu og
svartolíu mun því minnka til
mikilla muna og draga úr þeim
sparnaði, sem brennsla á svartolíu
hefur haft í för með sér.
OLfUGJALDIÐ
Vegna þeirrar miklu hækkunar,
sem varð á olíu í upphafi sl. árs,
var lögfest olíugjald til fiskiskipa,
er fiskkaupendur greiða til þess að
mæta að hluta verðhækkun á olíu
og hefur gjald þetta ekki kómið til
hlutaskipta. Við mat á þörf olíu-
gjalds hefur öll aflaaukning flot-
ans verið látin mæta olíuhækkun-
inni, svo og sparnaður af brennslu
svartolíu, áður en þörfin fyrir
olíugjaldið er metið. Gjald þetta
hefur verið mishátt eða allt frá
2%% til 12%, en það er nú 7,5%
og er lögfest til næstu áramóta.
Gjaldi þessu hefur verið and-
mælt af sjómönnum á þeirri
forsendu að það rýrði skiptakjör-
in. Samt hafa þeir á tveimur sl.
árum samþykkt fiskverð, sem þó
hefur verið byggt á misjafnlega
háu olíugjaldi, nema 1. okt. sl.
Vegna þess, að sjómenn fá
greiddan aflahlut er ekki hægt að
bæta útgerðinni skaðann af olíu-
hækkuninni, nema tekjur komi til
útgerðarinnar utan hlutaskipta,
ella hagnast sjómenn á olíuhækk-
uninni. Forystumenn sjómanna
hafa marg lýst því yfir, að þeir
ætluðu sér ekki að hagnast á
óförum útgerðarinnar vegna
hækkana á olíu, en mótmæla því
svo í hinu orðinu, þegar koma á
tekjum til útgerðarinnar utan
skipta, til þess að standá undir
olíuhækkuninni, sem aftur tryggir
það að þeir komist á sjó til þess að
afla þess fiskjar, sem þeir fá
aflahlut af. Svona ósamræmi á
afstöðu er ósæmandi.
Svo virðist að mikils misskiln-
ings gæti um olíugjaldið, sem er
hluti af fiskverði, en kemur ekki
til hlutaskipta. Árin 1974 og 1975
var farin önnur leið í þessu efni,
en þ^var lagt á útflutningsgjald,
en tekjur af því runnu í sjóð er
greiddi niður olíuna. Þetta kerfi
mismunaði mönnum á þann veg að
þeir sem vel fiskuðu og lítilli olíu
eyddu, greiddu fyrir hina, sem
lítið fiskuðu og eyddu mikilli olíu.
Allir voru sammála því að leggja
þetta kerfi niður 1976 og voru þá
hlutaskiptin lækkuð til jafns við
niðurfellingu útflutningsgjalds-
ins.
Það er ekkert kerfi til í þessu
efni, sem ekki kemur við einhvern.
Utvegsmenn hafa verið reiðubúnir
til þess að mæla með, að olíugjald-
ið yrði fellt niður, ef samningar
tækjust um það að draga jafngildi
þess frá óskiptum afla. Það myndi
virka á þann veg, að þeir sjómenn,
sem lítilli olíu eyddu, myndu
hagnast á breytingunni, en öfugt
hjá þeim sem miklu eyddu. Þessa
breytingu hafa samtök sjómanna
enn ekki viljað fallast á, þótt
fullvíst sé, að hún myndi bæta
hlut þeirra í heild, vegna þess að
minni olíu yrði eytt. Á síðustu
vetrarvertíð gerðist það, að tveir
bátar af sömu stærð með sömu
stærð af vél, gerðir út frá sömu
útgerð og fiskuðu jafn mikið,
eyddu svo mismikilli olíu, að
annar eyddi tvöfalt á við hinn.
Skipstjóri á loðnubát tjáði mér að
hann eyddi 150 lítrum af olíu á
klst., þegar hann keyrði vélina
með því álagi, að báturinn gengi
12 sjómílur á klst. en þegar vélin
var keyrð með því álagi að bátur-
inn gekk 13 sjómílur, þá eyddi
vélin 300 lítrum af olíu eða tvöfalt
meira. Af þessum dæmum má
ljóst vera, hve sameiginlegt
áhugamál það hlýtur að vera fyrir
sjómenn og útgerðarmenn að
spara olíu og það hlýtur helzt að
gerast þegar það er báðum til
hags.
Enn ein leið er fær í þessu efni,
en það er niðurgreiðsla af opin-
beru fé, eins og gert er í nágranna-
löndunum. Ákvörðun um leiðir í
þessu efni hljóta að vera í höndum
þeirra, sem landinu stjórna á
meðan ekki tekst samkomulag um
lausn milli viðkomandi aðila. Því
miður bendir ekkert til þess, að
samkomulag geti tekizt um lausn
þessa máls á næstunni, og verða
því stjórnvöld að taka afstöðu til
þess, með hvaða hætti það verður
leyst eftir áramót.
KJARASAMNINGAR
Kjarasamningar eru lausir við
samtök sjómanna. Sjómenn hafa
borið fram margvíslegar kröfur,
m.a. kröfu um hækkun hluta-
skipta, frítt fæði, aukið orlof,
auknar greiðslur í veikinda- og
slysatilfellum, hækkun á greiðslu í
lífeyrissjóð og margt fleira.
LIU hefur lagt fram óskir um
breytingar á ýmsum ákvæðum
samninganna til þess að gera þá
skýrari. Einnig var lögð fram ósk
um breytingar á ákvæðum samn-
inga og laga um greiðslur í
veikinda- og slysatilfellum. Síð-
astliðið vor voru lögfest ný ákvæði
um þetta efni, sem samtökum
sjómanna var lofað í einhverri
útgáfu af loforðalista um félags-
málapakka. Verða það að teljast
vafasöm vinnubrögð af stjórnvöld-
um að lofa einu og öðru á kostnað
þriðja aðila, í þessu efni á kostnað
útgerðarinnar, án þess að kynna
sér í neinu viðhorf þeirra sem
greiðslurnar eiga að inna af hendi.
Það hljómar einnig einkennilega,
að þeir, sem telja frjálsan samn-
ingsrétt ófrávíkjanleg' mannrétt-
indi, skuli í tíma og ótíma vera
tilbúnir að koma aftan að viðsemj-
anda sínum með óskir til stjórn-
valda um beina íhlutun í samn-
ingsrétt ef þeir telja sér það til
framdráttar þá stundina.
I vor gerðist það að svokölluð
staðgengilsregla 'var tvöfölduð,
þannig að greiða skal fullan afla-
hlut þeim sem veikir eru eða
slasaðir í 2 mánuði í stað eins
áður, auk kauptryggingar í allt að
5 mánuði til viðbótar eftir að
viðkomandi hefur verið í þjónustu
útgerðarmanns tiltekinn tíma. í
tillögum LÍÚ um breytingu á
sjómannasamningum er gert ráð
fyrir að greiða föst laun í allt að 2
mánuði, er væru allt að 30% hærri
en kauptrygging og væru þá
greiddar til háseta um 700 þúsund
krónur á mánuði.
Til viðbótar væri greitt í allt að
10 mánuði um kr. 530 þúsund á
mánuði eða alls í eitt ár ef um
væri að ræða svo löng forföll. Með
þessari breytingu væru sjómenn
vel tryggðir í forföllum vegna
veikinda eða slyss, sérstaklega ef
um langvarandi veikindi eða
meiriháttar slys væri að ræða. í
staðinn létu þeir af hendi rétt til
aflahlutar á fyrstu 2 mánuðunum,
en það félli nú frekar undir að
afsala sér happdrættisvinningi í
stað öryggis til lengri tíma.
Með breytingu eins og þessari
væri eðlilegt að sjúkrasjóður félli
niður vegna þess að tilgangur
hans væri nær enginn, en í þess
stað höfum við lagt til að hann
lækki úr 1% í 0,3%.
Með þessu fyrirkomulagi ynnist
það, að útgerðin gæti tryggt sig
fyrir greiðslu þessara réttinda, en
það getur hún ekki í dag vegna
óvissu um hvað greiða skuli.
Samkomulag hefur orðið, um að
láta koma til framkvæmda 9,5%
hækkun á kauptryggingu og öðr-
um kaupliðum frá 1. nóv., þótt
ekki hafi tekizt að koma á nýjum
kjarasamningum. Stefnt er að því
að fæðispeningar sjómanna á
skuttogurum og loðnuskipum geti
hækkað frá næstu áramótum um
25% vegna hærri fæðiskostnaðar,
sem stafar af lengri útivist. Allt er
hins vegar í óvissu um, hvenær
tekst að koma á nýjum kjara-
samningum, en þangað til, verður
unnið eftir þeim gömlu með þeirri
breytingu sem ég lýsti hér að
framan.
STJÓRNLEYSI í
EFNAHAGSMÁLUM
Við búum nú við ótryggt stjórn-
arfar og aðgerðarminni ríkis-
stjórn í stjórn efnahagsmála en
nokkru sinni fyrr, og er þó langt
til jafnað. Verðbólgan eykst hröð-
um skrefum með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum. Aðföng út-
gerðarinnar eru tengd gengi og
vextir og verðtrygging lána við
verðbólgustig. Rekstur sem í dag
getur gengið er á morgun kominn
í óefni. Allt bendir til, að fiskverð
verði að ákveða mánaðarlega eða
vikulega ef halda á í við verðbólg-
una. Fyrir fáum árum var fiskverð
ákveðið í ársbyrjun fyrir allt árið,
en að undanförnu hefur það verið
ákveðið 4 sinnum á ári. Svo virðist
sem verkalýðshreyfingin hafi tek-
ið ástfóstri við verðbólguna því
hún neitar fyrirfram öllum tillög-
um, sem beinast að hjöðnun henn-
ar, eða að viðnám verði sýnt gegn
henni, þótt enginn skaðist meira á
ástandinu en hinn lægst launaði í
þjóðfélaginu.
Hið margrómaða samráð virðist
því vera gagnslaust með öllu og
þeir sem kjörnir hafa verið til þess
að stjórna þjóðinni verða að taka
á sig rögg og aðhafast eitthvað til
gagns. Valkostir eru ekki margir.
Ef viðhalda á kaupmættinum
verður að minnka skatta og draga
úr félagslegri þjónustu og fram-
færslu og færa peningana aftur til
fólksins. Ef viðhalda á óbreyttri
þjónustu og bruðli á almannafé
verður að minnka kaupmáttinn.
Ég held að varla geti leikið vafi á,
að báðar leiðirnar verður að fara
og fórn á kaupmætti mun vinnast
upp síðar, þegar jafnvægi hefur
komizt á á ný. Það er óhugsandi að
atvinnuvegirnir geti keppt við
erlenda aðila, sem búa við allt
aðra verðlagsþróun. Vexti, sem
eru í hlutfalli við verðbólgustig, er
ekki unnt að greiða. Lánsfé verður
hinsvegar ekki til ef það er ekki
verðtryggt. Við erum í vítahring
sem við verðum að komast úr.
Um næstu áramót á að ákveða
nýtt fiskverð. Vegna víxlgengis
verðlags og launa undanfarna
mánuði þarf fiskverðsbreyting að
verða veruleg. Það mun aftur hafa
áhrif á gengið og svo koll af kolli.
Við höldum því þennan aðal-
fund í hringiðu launa- og verð-
hækkana og framtíðin er óviss.
Við, sem fáum þessari þróun ekki
ráðið, munum þó einbeita okkur
að því að tryggja að auðlindin í
hafinu verði ekki skert, en hún er
sá grundvöllur sem allt byggist á
um framtíð þessarar þjóðar.
Ég þakka samstarfsmönnum
mínum í stjórn LIÚ furir ánægju-
legt samstarf og starfsfólki sam-
takanna fyrir vel unnin störf og
segi þennan 41. aðalfund LIÚ
settan.
SÍB um lagasetningaráform:
„Þess eru dæmi, að slík
lög hafi ekki verið virt“
MORGUNBLAÐINU barst í gær
fréttatilkynning frá Sambandi
íslenzkra hankamanna. þar sem
m.a. er minnt á, að þess séu dæmi
að lög hafi ekki verið virt, sem
sett hafi verið á launþegahópa.
sem staðið hafi í kjarabaráttu.
Fréttatilkynningin er send í til-
efni ummæla bankamálaráð-
herra í blöðum í gær og er
svohljóðandi:
„í dagblöðúnum í dag, 3. des-
ember 1980, getur að líta einkar
athyglisverðar hugleiðingar
bankamálaráðherra, Tómasar
Árnasonar, um lagasetningu til
þess að stöðva kjarabaráttu fé-
lagsmanna Sambands íslenskra
bankamanna. Hugleiðingar þessar
eru þeim mun athyglisverðari, að
ráðherrann lætur þess jafnframt
getið, í a.m.k. einu dagblaðanna,
Morgunblaðinu, að hann muni nú
ekki nákvæmlega um hvað kjara-
deila bankamanna snúist.
I þessu sambandi er rétt að
minna ráðherrann á, að kjaradeila
bankamanna nú snýst einkum og
sér í lagi um, að viðsemjendur
bankamanna standi við kjara-
samninga, sem gerðir voru á árinu
1977.
Til viðbótar hugleiðingum
bankamálaráðherra um lagasetn-
ingu til þess að brjóta á bak aftur
kjarabaráttu bankamanna, hefði
verið fróðlegt að fá fram sjónar-
mið hans og skoðanir á frjálsum
samningsrétti launþega.
Ráðherrann segir í einu blaða-
viðtalanna í morgun, að þess séu
mýmörg dæmi að ríkisvaldið grípi
inn í kjarasamninga með laga-
setningu. Á móti má benda ráð-
herranum á, að þess eru líká
dæmi, að slík lög hafi ekki verið
virt.
í blaðaviðtölum segir banka-
málaráðherra, að hann telji ákaf-
lega óheppilegt þegar einstakir
hópar, eins og t.d. bankamenn,
reyni að „brjóta sig út úr þeim
launamálafarvegi, sem samninga-
málin eru í eftir samningana við
BSRB og BHM“. Þetta er einkar
athyglisverð yfirlýsing í ljósi þess,
að meginbarátta Sambands ís-
lenskra bankamanna snýst um að
staðið verði við samninga frá 1977,
og varðar 3% grunnkaupshækkun,
en almennar launahækkanir sem
samið hefur verið um frá því
BSRB og BHM sömdu, eru á bilinu
frá 9 til 15 af hundraði.
Loks er rétt að minna banka-
málaráðherra á, að engar raun-
verulegar viðræður hafa átt sér
stað um kjaramál bankamanna
síðan um mánaðamótin september
— október sl. Öll áform hans um
að brjóta á bak aftur baráttu
bankamanna fyrir sanngjörnum
kröfum sínum, eru dæmd til að
mistakast. Baráttan mun halda
áfram þrátt fyrir hvers konar
ólög, sem engan vanda leysa, en
magna hann hins vegar upp.“
Jólabazar sjálfstæðis-
kvenna á Sauðárkróki
verður á laugardaginn
Sauðárkróki. 3. desember.
Sjálfsta*ðiskvennafélag Sauð-
árkróks heldur sinn árlega
jólahazar í félagsheimilinu
Bifröst nk. laugardag klukkan
14.00. Eins og jafnan áður
verða þar á boðstólum margir
góðir munir á hagstæðu verði
og því tilvalið að gera þar góð
kaup.
Þeir, sem einkum hugsa um
magann, geta fengið keyptar
stríðstertur og annað bakkelsi.
Á jólabazar sjálfstæðiskvenna
selzt ævinlega allt upp á
skammri stundu og er ekki að
efa að svo verði einnig nú.
Félagið hélt nú nýverið aðal-
fund sinn. í upphafi hans
minntist Minna Bang tveggja
látinna félaga, þeirra Astu
Kristmundsdóttur og Ólínu
Björnsdóttur, en sú síðarnefnda
var um árabil formaður félags-
ins.
Stjórn Sjálfstæðiskvennafé-
lags Sauðárkróks skipa nú:
Birna Guðjónsdóttir formaður,
Fjóla Guðbrandsdóttir varafor-
maður, Minna Bang gjaldkeri,
María Dagsdóttir ritari og Guð-
björg Guðmundsdóttir með-
stjórnandi.
— Kári
Systir okkar. t SÓLVEIG ARNADÓTTIR,
Byggöarenda 22,
verður Jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5
desember nk. klukkan 13.30.
Margrét Árnadóttir, örn Árnason,
Jón Árnason, Ólatur Árnason.