Morgunblaðið - 04.12.1980, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.12.1980, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 11 áöur en Allon lézt og þótti mörgum einsýnt aö þar réöi fyrst og fremst særður metnaö- ur og öfund í garö Peres. Rabin sendi frá sér æfisögu sína á sl. ári og blöskraöi ýmsum, hversu óvandaöar kveöjur hann sendi Peres. Þaö sakar ekki aö geta þess aö hafi Shimon Peres uppi í Knesset gagnrýni á stjórn Begins, gerir forsætisráöherr- ann sér lítiö fyrir og les upp úr bók Rabins kafla um Peres. Þetta er öldungis löglegt og býsna áhrifaríkt. Þaö er í reynd nokkuö nöturlegt til þess aö vita aö Verkamanna- flokkurinn skuli á slíkum tímum sem Rabin ætli nú aö gera þaö starf aö litlu. Hvorugur jjeirra Rabins eöa Per- es mun geta sætt sig viö aö tapa. Fari svo sem horfir nú er vísast aö Rabin stofni nýjan flokk og þaö myndi aöeins veröa til aö auka á sundrung- una. Samkvæmt síöustu skoöana- könnun myndi Verkamanna- flokkurinn og Mapam fá 48,4 prósent ef kosiö væri nú og 58 þingmenn af 120. Likud myndi aðeins fá 18,2 prósent og 22 þingmenn. Flokksþingið veröur haldið í Tel Aviv dagana 17. og 18. des- Rabin, Peres vera í hálfgeröri upplausn. Verðbólgan í landinu er næst- um 200 prósent, sjálfstjórnar- viöræöur varöandi Vesturbakk- ann eru í strandi, innanlands- ólga og hryöjuverk hafa magn- azt og hvarvetna blasa viö gríöarleg vandamál. Begin- stjórnin hefur reynzt vanmegn- ug varðandi þessi mál öll. Shimon Peres hefur meö stjórnkænsku og dugnaöi unn- iö mikið starf til aö treysta innviöi flokksins, en svo viröist ember. Fylgismenn beggja hafa verið út og suöur aö afla sínum mönnum stuönings og dylgjur og svíviröingar ganga á víxl. Þeir verkamannaflokksmenn sem segjast vilja fyrst og fremst einingu og heill flokksins eru áhyggjufullir í meira lagi. í staö þess aö viö heföi blasað stórsigur og forystuembætti, bendir allt til aö flokkurinn klofni — í bezta falli aö þaö kvarnist verulega úr honum. Jóhanna Kristjónsdóttir Aðalból; Fá ekki lóð og segja því upp starfsfólki BygginKasamvinnufélagið Aðalból hefur sagt upp mest öliu starfsliði sínu og er það gert að sögn Sigurðar Flosasonar. stjórnar- formanns félagsins. vegna þess að ekki hefur fengist lóð til frekari framkvæmda á vegum fyrirtækis- ins. Sigurður sagði, að hjá fyrirtæk- inu hefðu starfað að meðaltali 20—30 starfsmenn og hefði þeim flestum verið sagt upp. Sigurður sagðist hins vegar gera sér vonir til að þetta ástand væri aðeins tíma- bundið og félagið fengi lóð til frekari framkvæmda síðari hluta vetrar eða í vor. Félagið hefur til þessa byggt liðlega 500 íbúðir í fjölbýlishúsum. Má þar nefna fjölbýlishús við Asp- arfell og Æsufell í Breiðholti og nú síðast stórt fjölbýlishús.við Þang- bakka í svokallaðri Mjódd í Breið- holti, en félagið afhenti þær íbúðir á þessu ári og því síðasta. Séra Bolli Gústavsson Hópurinn. sem vinnur að sýningunni. „Annað hvert kvöld** frumsýnt FÖSTUDAGINN 5. des. nk. frum- sýnir Leikfélag Neskaupstaðar leikritið Annað hvert kvöld eftir Francois Campaux. Verkið, sem er gamanleikur, er þýtt og staðfært af Lofti Guð- munssyni. Leikarar eru 7, þau Guðmundur Norðfirði Bjarnason, Lilja Karlsdóttir, Anna M. Jónsdóttir, Elín Guð- mundsdóttir, Þröstur Rafnsson, Svala Guðmundsdóttir og Ágúst Jónsson. Leikstjóri er Magnús Guðmundsson. Leikfélag Nes- kaupstaðar er stofnað 1950 og er þetta 32. verkefni félagsins. Ymsar verða ævirnar Ný bók eftir Bolla Gústavsson í Laufási KOMIN er út hjá bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri b<>kin „Ymsar verða ævirnar“ eftir séra Bolla Gústavsson í Laufási. í bók- inni er greint frá mörgu fólki, misjöfnum kjörum þess og örlög- um. í fyrsta þætti bókarinnar segir frá Látra-Björgu og nokkrar vísur eftir hana tilgreindar. Sr. Björn Halldórsson skáld og prestur í Laufási er fyrirferðarmestur í löng- um þætti, sem nefnist Á prestssetr- inu, og í kaflanum Átthagaskáld segir frá Jóni Hinrikssyni á Hellu- vaði og skáldskap hans. Þá segir frá Fjalla-Bensa eða Benedikt Sigur- jónssyni og er hér varpað ljósi á tengsl baráttusögu hans við skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar, Að- ventu. „Ymsar verða ævirnar" er önnur bókin sem Skjaldborg gefur út eftir séra Bolla í Laufási, en sú fyrri, „Fjögur skáld í för með presti“, kom út árið 1978. Bókin er myndskreytt og hefur höfundur sjálfur gert myndirnar. Prentsmiðja Björns Jónssonar prentaði. OLDIN SEXTANDA Minmsverð tíðindi 1501-1550 Út er komið nýtt bindi í hinum geysivinsæla bókaflokki „Aldirnar“. Það er Öldin sextánda, fyrri hluti. sem Jón Helgason hefur tekið saman. Hér eru raktir á lifandi og aðgengilegan hátt atburðir áranna 1501 — 1550, siðskiptatímans, sem er eitt mesta átakaskeið í sögu þjóðarinnar. í bókinni er fjöldi mynda margar fáséðar. „Aldirnar“ eru lifandi saga liðinna athurða í máli og inyndum. Þau níu bindi sem áður eru komin gera skil sögu þjóðarinnar frá 1601— 1970. í formi samtímafréttablaðs. En þau eru: Öldin sautjánda 1601 — 1700 Öldin átjánda 1701 — 1760 Öldin átjánda 1761 — 1800 Öldin sem leið 1801 — 1860 Öldin sem leið 1861-1900 Öldin okkar 1901-1930 Öldin okkar 1931-1950 Öldin okkar 1951 — 1960 Öldin okkar 1961-1970 Þeir mörgu sem lesið hafa þessar bækur sér til mikillar ánægju og fróðleiks munu fagna því að geta nú bætt Öldinni sextándu í safnið. . ililR L- W ' W Bræðrabtðrgarsúg 16 Sími 12923 - 19156

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.