Morgunblaðið - 04.12.1980, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
15
Kissinger styður Haig
sem utanríkisráðherra
Bjórnunarmaður sprautar kalki kringum likkistu til að koma í veg íyrir
(arsóttir. Myndin er tekin í smábænum Lioni.
Hjólhýsi flutt til jarð-
skjálftasvæðanna
Napolí. 3. desomber — AP.
„VIÐ FÁUM nú nægan mat frá
hermönnum. en það er ekki ha“gt að
lifa alitaf á ölmusu. Ég hef unnið í
Þýskalandi og Sviss í meira en 15
ár til þess að geta byggt mér hús.
Nú á ég ekkert.“ Þessi orð eru höfð
eftir einu fórnarlambi jarðskjálft-
ans mikla á Ítalíu.
Ibúarnir á jarðskjálftasvæðunum
fá nú reglulega mat og ullarteppi
sem ver þá fyrir versta kuldanum.
En ennþá eiga þeir eftir að hefja
nýtt líf án heimilis og sumir án
fjölskyldna og vina.
Mikið af hjálpargögnum hefur
borist til jarðskjálftasvæðanna eftir
að fréttir hermdu að skortur væri á
slíku.
í smábænum Calabritto hafa heil-
brigðisyfirvöld brennt föt sem liggja
í húsarústum vegna hættu á að
rottur kunni að sækja í blautar og
illa lyktandi fatahrúgurnar.
Yfirvöld hafa boðið íbúum
jarðskjálftasvæðanna fría gistingu á
hótelum en aðeins um 1.000 manns
af 200.000 íbúum hafa þegið boðið.
Útvarpssending-
ar til Póllands
Bonton. 3. desember — AP.
EF RÚSSAR ráðast inn í Pólland
hyggjast Bandaríkjamenn hefja
stanslausar útvarpssendingar til
Póllands. Er þegar hafinn undir-
búningur að þessum útvarpssend-
ingum.
Að sögn mun verða útvarpað
fréttum af innrásinni og viðbrögðum
heimsins.
Nú er hafinn flutnipgur á hjólhýs-
um til jarðskjálftasvæðanna þar
sem yfirvöld hræðast það að senn
fari að kólna til muna á Ítalíu, en til
þessa hafa flestir íbúanna hafst við í
tjöldum.
WashiiiKton. 3. des. AP.
IIAFT VAR eftir heimildum i
Washington i gær. að Alexander
M. Haig hershöfðingi. sem var
stoð og stytta Nixons þegar verst
gegndi fyrir honum í Hvíta hús-
inu, væri sá. sem Ronald Reagan
kysi helst utanríkisráðherra í
væntanlegri stjórn repúblikana.
Eftir öðrum heimildum er haft. að
Reagan hafi í hyggju að leita
einnig til annarra embætt-
ismanna fyrrv. stjórnar Richard
Nixons.
Henry Kissinger, fyrrv. utanrík-
isráðherra, sagði í París í dag, að
hann yrði mjög ánægður ef Haig
yrði fyrir valinu. „Hann er gamall
vinur minn,“ sagði Kissinger. „Ég
held, að hann sé einhver besti
maður, sem gæti gegnt þessu
embætti, og hann hefur mikla
reynslu af utanríkismálum."
Haft er fyrir satt, að Reagan
ætli að biðja Caspar W. Weinberg-
er og William J. Casey, sem báðir
gegndu embættum í stjórn Nixons,
bankastjórann Walter B. Wriston
og lögfræðing sinn, William
French Smith, að taka að sér
mikilvæg embætti í stjórninni.
Alexander M. Haig
Weinberger verður boðið emb-
ætti varnarmálaráðherra, Casey
verður yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunnar, CIA, Wriston
fjármálaráðherra og Smith
dómsmálaráðherra, að því er haft
er eftir heimildum í röðum repú-
blikana. Tekið var þó fram, að
ekkert væri endanlega ákveðið í
þessum efnum og ekki víst að
viðkomandi menn vildu taka sæti í
væntanlegri stjórn.
Talið er víst, að Reagan muni í
lok þessarar viku eða strax eftir
helgi tilkynna hverjir gegna muni
helstu ráðherraembættum í stjórn
hans.
London:
Óttast sprengjuher-
ferð IRA um jólin
íranir sækja á
vesturhálendinu
Beirút. 3. desember. AP.
ÍRANIR sögðu í dag. að fallhlífa-
hermenn þeirra hefðu reynt að ná
yfirráðunum yfir vesturhálendinu
úr höndum innrásarliðs íraka og
barizt hefði verið byrgi úr byrgi.
Þeir sögðu líka. að herþotur íraka
hefðu verið hraktar frá helztu
olíuhöfnum írana við Persaflóa.
írakar sögðu, að stórskotalið
þeirra og skriðdrekar hefðu haldið
uppi hörðum árásum á fjórar helztu
borgirnar í Khuzistan.
íranska stjórnin svaraði ekki
síðasta tilboði utanríkisráðherra
íraka, Saadoun Hammadi, um
vopnahlé, beinar samningaviðræð-
ur um ný landamæri og brottflutn-
ing til nýrra landamæra. „Þetta er
eina raunhæfa og sanngjarna
lausnin," sagði Hammadi í bréfum
til utanríkisráðherra aðildarríkja
Efnahagsbandalags Evrópu.
Abolhassan Bani-Sadr forseti og
Mohammad Ali Rajajai forsætis-
ráðherra hafa hingað til krafizt
skilyrðislauss brottflutnings íraka
frá herteknum írönskum svæðum
áður en setzt verði að samninga-
borði.
Seinna sögðu íranir, að þeir
hefðu hrundið loftárás Iraka á
aðalolíuhöfn írans á Kharq-eyju.
Ixmdon. 3. des. AP.
TALSMAÐUR Scotland Yard
sagði í dag. að yfirgnæfandi líkur
væru á því að skæruliðar írska
lýðveldishersins, IRA, hefðu kom-
ið fyrir tveimur sprengjum. sem
sprungu fyrir utan varaliðsbúðir
breska hersins í London sl.
þriðjudagskvöld. Margir óttast
nú að IRA muni standa fyrir
sprengjuherferð í London um
jólin.
Leynilögreglumenn réðust í dag
inn á heimili manna í London, sem
grunaðir eru um að styðja IRA, og
leituðu að vopnum og sprengiefn-
um. Ekki var þó tilkynnt um
neinar handtökur. Að sögn lögregl-
unnar hefur „provisional“-armur
írska lýðveldishersins ekki enn
lýst ábyrgðinni á hendur sér en
hins vegar láta þeir það oft bíða
dögum saman.
David Powis, næstráðandi í
Lundúnalögreglunni, sagði frétta-
mönnum, að talið væri að hryðju-
verkamenn IRA hefðu aðsetur í
London og væru að undirbúa
sprengjuherferð um jólin þegar
mannmergðin er hvað mest á
götum úti og í verslunum. Powis
varaði einnig við því, að líklega
væri IRA með á prjónunum nýja
bréfasprengjuherferð gegn framá-
mönnum í bresku þjóðlífi.
Þetta gerðist
1563 — Kirkjuþing kaþólskra í
Trent rofið.
1586 — Elízabet drottning stað-
feslir dauðadóm Maríu Skota-
drottningar.
1676 — Danski herinn sigraður í
harðri orrustu við Lund.
1691 — Habsborgarar ná aftur
Transylvaníu og yfirráð þeirra
viðurkennd.
1798 — Frakkar segja Napoli
stríð á hendur.
1893 — Bretar og Frakkar ná
samkomulagi um Síam.
1918 — Stofnun konungsríkis
Serba, Króata og Slóvena lýst yfir.
1912 — Bandarískar sprengju-
flugvélar ráðast á meginland Ital-
íu í fyrsta sinn.
1944 — Brezkir hermcnn berjast
með stuðningi Grikkja á gðtum
Aþenu.
l9“15 — Bandaríkjaþing samþykk-
ir aðild að SÞ.
1%2 — Hundruð andstæðinga
Ben Bella handteknir í Alsír.
1%6 — Harold Wilson ræðir við
lan Smith í herskipinu „Tigris"
um uppreisn Rhódesíu.
1971 — Indverskt herlið hefur
árásir á Austur-Pakistan.
1974 — 191 ferst með hollenzkri
leiguflugvél á Sri Lankn.
1975 — Fundi Fords forseta og
kínverskra leiðtoga lýkur i Peking
ún árangurs.
1977 — Fulltrúi íraks gengur af
fundi Araba í Tripoli og rýfur
samstöðu gegn friðarumleitunum
Egypta.
Afmæli — Thomas Carlyle, brezk-
ur sagnfræðingur (1795—1881) —
Samuel Butler, brezkur rithöfund-
ur (1815-1905) - Edith Cavell,
brezk hjúkrunarkona (1865—1915)
— Francisco F’ranco, spænskur
þjóðarleiðtogi (1892—1975) — De-
anna Durbin, bandarísk leikkona
(1922-).
Andlát — 1642 Richelieu kardin-
áli — 1679 Thomas Hobbes, heim-
spekingur.
Innlent - 12% Heklugos - 1739
d. Steinn Jónsson Hólabiskup —
1858 d. Þorleifur Guðmundsson
Repp — 1867 d. Helgi G. Thordar-
sen biskup — 1954 Kvikmyndin
„Salka Valka“ frumsýnd í Reykja-
vík — 1958 Ríkisstjórn Hermanns
Jónassonar biðst lausnar — 1971
Samkomulag um nýja kjarasamn-
inga — 1971 Eldsvoðinn í
„Glaumbæ".
Orð dagsins — Enginn verður
góður ræðumaður, ef hann hefur
eitthvað að‘ segja — F.P. Dunne,
bandarískur rithöfundur (1867—
1936).
gtllðP
La
Goombay
Dance
Band
þekkja allir, þeir sem eiga hina vinsælu plötu „Son of Jamaica." Nú
er komin út ný þrælgóð plata frá Goombay Dance Band, sem heitir
Land of Gold. Lagið EHorado af þessari plötu nýtur nú geysivinsælda
víðast hvar um Evrópu.
Land of Gold inniheldur alls 12 hress danslög, sem eiga það
sameiginlegt að koma öllum í hresst dansstuð.
Heildsöludreifing
stsinofhf
Simar 85742 og 85055.
^ HUOMOEILO
®SfoKARNABÆR
Ur Laugavegi 66 -- Glæsibæ — Ausfuisti ru .'.
r Sím trá skipltboröi 85055