Morgunblaðið - 04.12.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980
Gunnar Guðmundsson
skólastjóri
Fæddur 9. október 1921
Dáinn 24. nóvember 1980
Við Kópavogsbúar höfum nú á
hálfu misseri mátt sjá á bak
tveimur forystumönnum. Öðlings-
maður, Björgvin Sæmundsson
bæjarstjóri, féll frá langt fyrir
aldur fram í lok heyanna og nú á
öndverðum Ýli hverfur ástsæll
vinur til feðra sinna á besta aldri,
Gunnar Guðmundsson skólastjóri
Kársnesskóla.
Fundum okkar bar fyrst saman
að marki fyrir tæpum þremur
áratugum á námskeiði á forn-
frægu dönsku skólasetri í Askov á
Jótlandi suður.
I vitund minni er því svo farið
með suma menn, að það er sem við
höfum alltaf þekkst, en ekki haft
tíma til að kynnast fyrr en
fundum ber saman af tilviljun.
Einn þeirra var Gunnar Guð-
mundsson. Alla tíð fannst mér
hann strjúka þá strengi lífshörp-
unnar sem ómuðu hugljúfast í
eyrum mínum.
Enn líða ár. Undirteiknaður
ræðst til starfa hjá Kópavogs-
kaupstað, þar sem Gunnar er
skólastjóri og metinn að verðleik-
um í.bæjarlífinu. Það var eins og
við hefðum skilist í gær þótt
rúmur áratugur væri frá síðustu
fundum. Sami hægláti fögnuður-
inn yfir að finnast, yfirvegun,
hlýja — velvilji til allra manna,
einkum þeirra sem minna mega
sín og djúpur mannskilningur
einkenndu þennan hógværa mann.
Hann starfaði að skólamálum í
Kópavogi frá því hér varð skóli
settur í fyrsta sinn á ofanverðum
fimmta áratugnum og var því sá
maður sem átti mestan þátt í að
móta skólamál staðarins með ljúf-
mennsku sinni, þekkingu og
reynslu.
Gunnar var enginn afsláttar-
maður, hreinlyndi og heiðríkja
einkenndu öll hans spor.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að eiga fimm börn í skólan-
um hans og njóta þess börnin
okkar alla ævi. Svo heilsteyptum
manni og hugprúðum varð vel til
fanga um samstarfsmenn. Góðir,
já afbragðskennarar hafa löngum
verið í hans sveit.
Kársnesskóli hefur jafnan verið
til fyrirmyndar um rekstur og
kennslu. Víst er að fjölmargir
foreldrar vestan Hafnarfjarðar-
vegar telja sig standa í óbættri
skuld við þá stofnun og starfs-
menn hennar.
Nánast varð samstarf okkar
Gunnars í Norræna félaginu hér í
Kópavogi, en hann átti sæti í
stjórn þess frá upphafi 1962 til
banadægurs — fyrst sem gjald-
keri og síðan varaformaður í
áratug.
Æðruleysi Gunnars í erfiðum
veikindum verður öllum sem til
þekktu ærinn styrkur í iífsbarátt-
unni. Umhyggja hans og alúð við
alla menn í ströngu stríði verður
mér ógleymanleg.
Það var jafnræði með þeim
hjónum Rannveigu og honum.
Ljúfari manneskjur og skilnings-
ríkari á mannlega bresti þekki ég
ekki. Þau hafa sannarlega átt sinn
þátt í að gera bæinn okkar að
„griðlandi — börnum og blómum".
Það er óbætt skarð í mannvali
Kópavogsbúa við fráfall Gunnars
vinar míns.
Norræna félagið þakkar honum
óeigingjarnt starf í tæpa tvo
áratugi.
Foreldrar á Kársnesi minnast
hans með innilegu þakklæti.
Við erum drenglyndum mann-
vini fátækari hér á Nesinu.
Rannveigu og dætrunum tveim-
ur færum við innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum góðar vættir
að styrkja þær og allt þeirra
ættlið og venslafólk.
Mér finnst, að Gunnari hafi
tekist umfram flesta aðra menn
að gera að veruleika ósk þjóð-
skáldsins Þorsteins Erlingssonar
er hann kveður:
Mík láqf ar. að sá einica lýgi þar finni
»em lokar aft síðustu bókinni minni.
Iljálmar Ólafsson
- Minning
Ég útskrifaðist úr Kennara-
skóla íslands vorið 1948 og hafði
hugsað mér að fara í kennslu
norður í land þá um haustið, enda
er ég borinn og barnfæddur á
Norðurlandi. Þá hringdi kennari
minn úr Kennaraskólanum, Helgi
Tryggvason, í mig og spurði hvort
ég vildi taka að mér kennslu suður
í Kópavogi fyrir kennara þar, sem
ætlaði að fara í handavinnudeild
Kennaraskólans þá um haustið og
vantaði kennara fyrir sig. Ég var
strax til í það. Þessi kennari sem
hugaði á fjölþættari menntun var
Gunnar Guðmundsson. Þetta var
á þeim tímum þegar Kópavogur
var að byggjast, og um veturinn
sem ég kenndi fyrir Gunnar hafði
nemendum fjölgað svo mikið, að
ég gat fengið stöðu við Kópa-
vogsskóla haustið eftir. Þar með
urðum við Gunnar samstarfs-
kennarar því hann kom til kennslu
það haust.
Svo líða mörg ár, þá þurftum við
báðir að fara að hugsa um hús-
byggingar. Fengum við úthlutað
lóðum hlið við hlið á Skólatröð-
inni. Nú fyrst byrjaði fyrir alvöru
samstarf okkar Gunnars og þá
fékk ég að kynnast því hversu
góður félagi og vinur hann var.
Þetta var á þeim árum þegar ekki
var hægt að ganga inn í verslanir
og kaupa efni, heldur máttum við
bíða eftir skömmtun eins og allir
aðrir. Og með öllu því basli sem
þessu fylgdi hófst sú vinátta sem
aldrei bar skugga á.
Nú er Gunnar vinur minn aliur.
Þó að andlát hans hafi ekki komið
okkur vinum hans á óvart, þar
sem hann hafði átt við langvar-
andi veikindi að stríða, erum við
þó alltaf dauðanum óviðbúin.
Mikið finnst mér tíminn stuttur
síðan við vorum að byggja hús
okkar og byrja okkar lífsstarf. Það
eru þó liðin rúm 30 ár síðan okkar
samstarf hófst. Þó ekki hittumst
við daglega var það samt svo að
maður átti alltaf vissan griðastað
á Skólatröð 8 hjá Gunnari og
Rannveigu konu hans, ef eitthvað
bjátaði á.
Það er erfitt að trúa því að
Gunnar sé ekki lengur ofan mold-
ar. En svona er lífið.
Nú gæti mörgum virst að ekkert
væri eftir annað en það að kveðja
kæran vin og góðan dreng og
þakka honum eftirminnilegan
starfsdag. Ég er ekki viss um að
þannig myndi Gunnar líta á mál-
in.
Gunnar Guðmundsson var ekki
maður þeirrar gerðar að hann kysi
að horfa aftur til liðins tíma. Hitt
einkenndi Gunnar meira að horfa
fram og huga að hinum mörgu
verkefnum og viðfangsefnum sem
bíða óleyst. Staður Gunnars við
stjórnvöl skóla síns er auður. Það
er sár harmur kveðinn vinum og
ættingjum hans, en trúrri og
ástkærri eiginkonu hans stærstur.
En fordæmi Gunnars eggjar til
dáða. Hann sýndi hvað hægt var
að gera við erfiðar aðstæður og
þunga sjúkdómsraun. Við Gunnar
segjum við því ekki: „Þú ert
horfinn og líf þitt liðið.“ Þvert á
móti segjum við: „Líf þitt varir í
hugum allra þeirra sem kynntust
þér, minning þín hverfur aldrei."
Guð blessi mikinn fræðara á
framtíðarbrautinni.
Magnús Bæringur Kristinsson
Hinn 24. nóv. sl. lést á Borgar-
spítalanum í Reykjavík Gunnar
Guðmundsson skólastjóri Kárs-
nesskóla í Kópavogi. Hann var
fæddur að Hrólfsskála á Seltjarn-
arnesi 9. okt. 1921. Foreldrar hans
voru Guðmundur Pétursson bóndi
þar og kona hans Elísabet Stef-
ánsdóttir bónda að Háteigi í
Garðahreppi.
Gunnar lauk kennaraprófi 1942,
smíðakennaraprófi frá Handíða-
skólanum 1949. Hann sótti kenn-
aranámskeið í Askov, Danmörku
1951 og síðan fjöldann allan af
námskeiðum kennara, fundum og
fræðslumótum skólastjóra, inn-
anlands og utan. Hann var skipað-
ur skólastjóri Kársnesskóla árið
1957 og gegndi því starfi til
dauðadags. Gunnar var einn af
brautryðjendum í skólamálum
Kópavogs, og þar liggur allt hans
ævistarf.
Gunnar kvæntist 3. ágúst 1952
Rannveigu Sigríði Sigurðardóttur
bónda í Vogi á Mýrum, Einars-
sonar og konu hans Guðrúnar
Árnadóttur. Þau Gunnar og Rann-
veig eiga tvær dætur, Guðrúnu
Elísabetu matvælafræðing og Sig-
urborgu, sem enn er við nám.
Með Gunnari Guðmundssyni er
fallinn í valinn ágætur skólamað-
ur, mikill mannkostamaður og
góður drengur.
Aðrir, mér kunnugri, munu
sjálfsagt verða til þess að fjalla
um starfsferil Gunnars í Kópa-
vogi, skólastjórn og þátttöku hans
í margvíslegum skóla- og félags-
störfum þar í bæ. Hér verða
aðeins rakin fáein minningabrot
og fluttar þakkir fyrir áratuga
samstarf, tryggð og vináttu.
Þegar Skólastjórafélag íslands
var stofnað 1960 var Gunnar
meðal stofnenda, áhugasamur og
traustur Iiösmaður alla tíð. Hann
lét sér miklu varða öll störf
félagsins og sat í stjórn þess árum
saman. Hann gegndi gjaldkera-
störfum og rækti það starf af alúð
og samviskusemi. Félagsmálastörf
eru áhlaupastörf. Þeir, sem um
stjórnvölinn halda hverju sinni,
gleyma gjarnan að dálkar þurfa
að standast á, tekjur og gjöld. Þá
er gott að hafa sér við hlið menn
eins og Gunnar Guðmundsson til
þess að minna á að rifa þurfi
seglin og hafa hóf á hlutunum.
Hann var gætinn og nákvæmur í
fjármálum. Sjóða félaga skal gæta
sem manns eigin, var hans mat.
Sjálfur var hann bóngóður og
greiðvikinn, ósínkur á fé og gest-
risinn. Gjafir vildi hann gjalda og
vildi ekki halla á aðra í viðskipt-
um.
Gunnar tók ekki oft til máls á
mannfundum, en var jafnan hress
og skörulegur í málflutningi, rök-
fastur og ákveðinn. Hann var
töluverður málafylgjumaður og
góð mál áttu vísan framgang ef
hann beitti sér. Gunnar átti sér
mörg hugðarefni en skóla- og
önnur þjóðfélagsmál áttu hug
hans allan. Hann lifði tímana
tvenna. Um langt árabil var nem-
endafjöldi mikill í Kópavogi og
skólar yfirfullir, eins og reyndar
víðar á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Þá var vinnudagur skólastjóra
langur og strangur. Eitthvað er nú
farið að rofa til í þessum málum.
En Gunnar var framfarasinnaður
umbótamaður og þótti hlutirnir
oft ganga nokkuð seint. En hann
var sanngjarn í dómum sínum um
menn og málefni.
Samherjarnir í Skólastjórafé-
lagi íslands þakka Gunnar vel
unnin störf og góða samfylgd.
Árið 1963 eignaðist S.I. sumar-
bústað við Þingvallavatn, Grafn-
ingsmegin við Hagavík. Gunnar
varð strax í upphafi hluthafi og
lét sér mjög annt-um uppbyggingu
og viðhald Bakkasels. Atvikin
höguðu því svo til, að við Gunnar
og fjölskyldur okkar lentu saman í
Selinu og höfum búið þarna sam-
an um hálfan mánuð á hverju
sumri um langt árabil. Kynni urðu
því allnáin, samvinna og sam-
gangur milli heimila og fjöl-
skyldna árið um kring. Öll þessi ár
hefur aldrei borið skugga á.
Gunnar var jafnan glaður og
hress, úrræðagóður, hjálpsamur
og greiðvikinn. Hánn var af sjó-
mönnum kominn, hafði stundað
sjóinn á yngri árum. Hann var því
sjálfkjörinn „kapteinn" á bátum
„útgerðarinnar" við vatnið, hinn
besti véla- og stýrimaður. Það
kom sér einkar vel fyrir land-
krabba. Gunnar var góður skip-
stjóri, aðgætinn og gætti vel
öryggis skipverja og þess að reglur
væru í heiðri hafðar. Þingvalla-
vatn er fagurt og heillandi, en það
getur líka verið varhugavert. Á
skammri stund getur það rokið
upp og orðið að einu samfelldu
hafróti. En Gunnar var ávallt á
- varðbergi, glöggur og dómgreind
hans brást ekki. Hann hefði
sjálfsagt sómt sér vel sem skip-
stjóri á stóru skipi um úthöfin, en
hann kaus sér það hlutskipti að
sigia skipi sínu um hinn úfna sjó
skóla- og uppeidismála. Hann var
sérlega natinn og umhyggjusamur
við ungviði, bæði sín eigin börn og
annarra. Þegar ég virti fyrir mér
stjórnsemL hans, festu, mildi og
hlýju og góða dómgreind, komu
mér ávallt í hug bestu eiginleikar
góðs kennara. Þegar gesti bar að
garði í Selinu var Gunnar fús að
bjóða þeim í bátinn og taka
nokkrar „rispur" um vatnið eða
kenna þeim tökin við veiðarnar.
Og þegar sömu gestir komu aftur í
heimsókn þótti þeim betra ef
Gunnar var enn til staðar. Allir
vildu með Gunnari ganga og leið
vel í návist hans.
Náttúrufegurð er óvíða meiri en
við Þingvailavatn, dagar og
sumarkvöld verða löng og undra-
fögur. Mörk dags og nætur verða
óljós — kannski engin og fjörugar
samræðu-lotur um allt milli him-
ins og jarðar ganga langt fram á
nætur. Þá kynnist maður sam-
ferðafólkinu vel og lærir að meta
það. Þessir umræðufundir í
Bakkaseli urðu fastir liðir á
sumarvökunni þar — og margs að
minnast frá þeim.
Gunnar var ræðinn og áhuga-
mál hans voru margvísleg. Skóla-
uppeldis- og þjóðmál önnur voru
ofarlega á baugi — og oft var
minnst á Kópavog. Engum duldist
að Gunnar var vel að sér í sögu
bæjarins. Hann var mikill og
einlægur áhugamaður um öll mál-
efni Kópavogs, enda fylgst með
þróun mála þar og verið sjálfur
þátttakandi í uppbyggingu kaup-
staðarins.
„IJm héraðsbrest ei getur,
bó hrðkkvi sprek i tvennt,
er hriðarhylur geisar.
Það liggur gleymt og fennt.“
segir skáldið á Sandi í kvæði sínu.
En það hefi ég fyrir satt, að með
fráfalli Gunnars Guðmundssonar
hefur Kópavogur misst einn af
sínum traustustu og bestu borgur-
um.
Gunnar var félagslega sinnaður
maður og vann víðar að góðum
málum en í samtökum kennara og
skólastjóra. Hann lét sér annt um
norræna samvinnu og vildi veg
hennar sem mesta. Þar var hann
lifandi og góður liðsmaður. Hann
var félagi í Lionshreyfingunni og
fylgdist nokkuð með íþróttum.
Hann hvatti dætur sínar til þess
að taka þátt í mannbætandi fé-
lagsstarfi og kunni vel að meta
uppeldisgildi góðra, frjálsra fé-
laga. Sjálfur var Gunnar glaður í
góðra vinahópi og hafði gott
skopskyn.
Það er margs að minnast við
fráfall Gunnars Guðmundssonar.
En þó held ég að hans verði lengst
að minnast meðal vina og kunn-
ingja fyrir æðruleysi hans og
einstaka hugarró. Örlögin spinna
þráð. Gunnar gekk ekki heill til
skógar. Fyrir um það bil hálfum
öðrum áratug kenndi hann sjúk-
dóms þess, sem leiddi hann að
lokum til bana. Barátta hans var
löng og hörð. Hann gisti sjúkra-
hús af og til, gekk undir uppskurði
og var stöðugt undir læknishendi,
einkum hin síðari ár. Kjarkur
hans var óbilandi, lífsþrá sterk og
hjartað gott. Hann var fámáll um
veikindi sín, sinnti starfi sínu
meðan mátti, var andlega hress og
vakandi og heilsaði hverjum degi
að morgni með heiðum huga,
ræddi vandamál lands og þjóðar
og áhugamál sín fram til þess
síðasta.
Það er mikil lífsreynsla að búa
við það um langt árabil að hver
dagur og stund geti orðið hin
síðasta — og láta sér hvergi
bregða. Og það er hverjum manni
nokkur lífsreynsla áð vera með
manni sem temur sér slíka hetju-
lund og karlmennsku.
En enginn má sköpum renna.
Um páskaleytið sl. vor gekk Gunn-
ar undir sína erfiðustu skurðað-
gerð og náði sér eigi eftir hana,
þótt hann fengi enn um sinn
sæmilegar stundir milli stríða.
Þegar haustlitir voru að færast
yfir umhverfi Bakkasels, bryggja
tekin upp og skip í naust var
Gunnar ekki mættur til leiks, eins
og hann hafði ávallt gert frá
upphafi, meðan kraftar leyfðu.
Haustmyrkrið var að koma yfir
hann, og að kvöldi hins 24. nóvem-
ber sl. var hann allur. Helstríði
hans var lokið.
Það er sjónarsviptir að manni
eins og Gunnari Guðmundssyni.
Áhugasamur og ágætur skólamað-
ur, góður vinur og félagi er
horfinn. Hann mun nú ekki oftar
sitja með okkur á veröndinni við
Bakkasel að sumarlagi og dást að
litbrigðum jarðarinnar, flugi
vatnsins og hinum stórbrotna,
fagra fjallahring Þingvalla. En
björt verður heimkoma Gunnars
og blíð dagskoma.
í dag leita hugir hinna fjöl-
mörgu vina Gunnars til hins
kyrrláta og bjarta heimilis að
Skólatröð 8 og eftirlifandi fjöl-
skyldu, til Rannveigar, hinnar
stilltu og velgerðu eiginkonu
Gunnars og dætranna tveggja,
hinnar háöldruðu móður hennar,
Guðrúnar frá Vogi, sem lifir mann
sinn og hefur á skömmum tíma
orðið að sjá á bak báðum tengda-
sonum sínum. Sæti húsbóndans er
nú autt, en minningin um mætan
mann og einstakan heimilisföður
lifir. Öllum öðrum vandamönnum
sendum við einlægar samúðar-
kveðjur.
Vilbergur Júlíusson
og fjölskvlda.
Mánudaginn 24. nóvember and-
aðist á Borgarspítalanum Gunnar
Guðmundsson, skólastjóri Kárs-
nesskóla í Kópavogi, eftir langvar-
andi baráttu við mannskæðan
sjúkdóm og fer útför hans fram í
dag.
Ándlátsfregnin kom okkur
kennurunum við skólann ekki á
óvart, þó var öllum brugðið.
Við vitum lítið hvað framtíðin
ber í skauti sér, annað en það, að
við eigum öll eftir að hverfa
héðan. En þrátt fyrir þá stað-
reynd, fer svo að við eigum oft
erfitt að trúa þessu lögmáli lífsins,
þegar vinir okkar hverfa héðan.
I tuttugu og þrjú ár höfðum við
Gunnar starfað saman við Kárs-
nesskóla, og nú er mig langar til
að minnast góðs vinar og yfir-
manns og votta venslamönnum
samúð mína og starfsfólks skól-
ans, er mér orða vant, öll orð
hljóma svo innantóm og fátækleg.
Það er víst siður í minningar-
greinum að rekja ættir og upp-
runa viðkomandi persónu. Því
miður hef ég ekki áhuga á ætt-
fræði eða því, hvar menn eru
fæddir og alast upp. Því veit ég
lítið, þó ótrúlegt sé eftir langt
samstarf, um ættir og uppruna
Gunnars Guðmundssonar, annað
en það að hann var fæddur á
Seltjarnarnesi og ólst þar upp, en
hitt veit ég fyrir víst, að ég var
heppinn að hefja mitt kennslu-
starf hjá fágætum mannkosta- og
drengskaparmanni.
Gunnar hóf kennslustörf í
Kópavogi árið 1946. Þá var Kópa-
vogur fámennur hreppur, byggðin
dreifð um holt og hæðir og
kennslan fór fram í húsnæði, sem
ekki þýddi að bjóða upp á í dag.
I Kópavogi byggðu Gunnar og
Rannveig Sigurðardóttir, kona
hans, sér hús. Þau gerðu meira en
að setjast að í hreppnum, Gunnar
var einn af þeim framsýnu
mönnum, sem tóku virkan þátt í