Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 27

Morgunblaðið - 04.12.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESDMBER 1980 27 / því að breyta Kópavogi á nokkrum árum úr sveitabyggð í stærsta kaupstað landsins. Þegar Kársnesskóli tók til starfa 1957, var Gunnar ráðinn skólastjóri hans. Það var eitt af gæfusporunum í sögu skólamála í Kópavogi. Á fyrstu árum Kársnes- skóla og raunar miklu lengur, var mikil fjölgun íbúða í Kópavogi. Kársnesskóli var lengst af yfir- fullur af nemendum, þrísett var í allar kennslustofur og bygginga- framkvæmdir oftast á eftir áætl- un. Vinnuaðstaða í skólanum var því ekki alltaf upp á það besta fyrir nemendur og kennara. En Gunnar stjórnaði skólanum af röggsemi og festu, en var samt lipur og léttur í lund og réð fram úr hverjum vanda. Gunnar var glaðvær að eðlisfari og félagslynd- ur og hrókur alls fagnaðar í vina hópi og höfðingi heim að sækja. Hann tók virkan þátt í margs konar félagsstarfi í kaupstaðnum. Gunnar var greindur maður, traustur, hjálpsamur og vinur vina sinna, sannkallaður heiðurs- maður. Fráfall hans er mikið áfall fyrir vandamenn hans og vini og starfs- fólk og nemendur Kársnesskóla. Við í Kársnesskóla kveðjum nú Gunnar skólastjóra hinstu kveðju og þökkum honum samstarfið og samfylgdina á liðnum árum. Rannveigu, dætrum og ættingj- um öllum sendum við einlægar samúðarkveðjur. Þórir Hallgrímsson í dag kveðjum við skólabróður okkar og vin, Gunnar Guðmunds- son, skólastjóra. Þegar komið er að leiðarlokum bregður minningum af kynnum við góða samferðamenn fyrir, eins og leiftrum sem lýsa upp hvers- dagslega tilveru okkar, og bregða birtu yfir farinn veg. Því miður er okkur mörgum þannig farið að okkur hættir til að gleyma því hve örstutt ævin er, og fyrr en varir er dagur að kvöldi kominn og kveðjustundin runnin upp. Við minnumst þess skólasyst- kini Gunnars er við á vordögum 1949 fengum afhent kennaraprófs- skírteini okkar frá Handíða- og myndlistaskólanum við hátíðlega athöfn á vorsýningu skólans í gamla Listamannaskálanum. Stærsti kennarahópur sem sá skóli hefur útskrifað var að ljúka námi og kveðja, góðum áfanga höfðum við náð. Skólavistin hafði verið okkur lærdómsrík og ánægjuleg á allan hátt og tíminn liðið alltof hratt við skemmtilegt nám og í góðum félagsskap skóla- systkina og kennara okkar. Sem í sjónhending hafa árin liðið. Við fráfall Gunnars Guð- mundsonar er staldrað við. Bjart- ar minningar um góðan dreng koma upp í hugann. í skólanum var Gunnar sá okkar sem oftast hafði frumkvæði að félagslegu starfi innan skólans. Hann var okkar reyndastur á því sviði, hafði áður en hann kom í smíðakenn- aradeild Handíðaskólans lokið al- mennu kennaraprófi frá Kennara- skólanum og starfað við kennslu í nokkur ár. Gunnar var glaðlynd- ur, félagslyndur og traustur. Hann var ósérhlífinn og þær stundir voru ekki taldar sem hann vann að félagsstörfum í skólanum. Félagslíf nemenda var mikið og skemmtilegt og átti Gunnar þar stóran hlut að máli. Eftir kennarapróf dreifðist hóp- urinn um allt land, meginhluti hans hefur þó starfað hér á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar snéri sér strax aftur að kennarastörfum haustið 1949 og starfaði á þeim vettvangi þar til yfir lauk. Það kom okkur skólasystkinum hans ekki á óvart að hann valdist til ábyrgðar- og virðingarstarfa á vettvangi skólamála og margskon- ar félagsmála. Slíkir voru augljós- ir mannkostir hans. Ekki verður mikil og gifturík starfssaga hans rakin hér, aðrir munu greina frá henni, bæði á sviði fræðslumála og félagsmála. Gunnar var maður trygglyndur og vinafastur og ekki gleymdi hann skólasystkinunum úr Hand- íðaskólanum. Hann hafði frum- kvæði að því að þau héldu sam- bandi sín á milli og fylgdist vel með þeim öllum. Vorið 1979 á 30 ára kennaraafmæli okkar var það hann sem enn hafði frumkvæði að því að hópurinn hittist. Þá sinntu flestir skólafélagar kallinu og áttu saman góða stund þar sem rifjað- ar voru upp gamlar minningar og greint frá ýmsu sem á dagana hafði drifið. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Stundum kemur kveðjustundin snöggt og óvænt, en fyrir kemur að menn renni grun í að samvistardögunum fari að fækka. Gunnar Guðmundsson hafði ekki gengið heill til skógar í mörg undanfarin ár, það vissum við. En hetjulund hans og æðruleysi var slíkt að einsdæmi er. í fari hans ríkti ætíð bjartsýni og jákvæð afstaða til allra góðra hluta. Komið er að ferðalokum. Við þökkum samfylgd, vináttu og tryggð okkur sýnda. Við sendum eiginkonu Gunnars, Rannveigu Sigurðardóttur, inni- legar samúðarkveðjur. Rannveig var skólasystir okkar í Handíða- skólanum og þar kynntust þau Gunnar. í blíðu og stríðu hefur hún staðið við hlið manns síns og hjónaband þeirra verið einstak- lega farsælt og traust. Á Rann- veigu hefur mikið reynt í veikind- um Gunnars og hún ætíð verið honum sú styrka stoð sem aldrei brást. Dætrum þeirra, Guðrúnu Elísabetu og Sigurborgu, flytjum við samúðarkveðjur svo og aldr- aðri tengdamóður Gunnars, bræðrum hans og öðrum ættingj- um. Megi minning um góðan dreng veita ykkur styrk á sorgarstundu. Þórir Sigurðsson ATHYGLI skai vakin á því, að afmælis- og minningargrcinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádcgi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunbiaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. WÐn - • • W Klmlr STOjDVUN Á PH1I1PS UTSIONVARPS- TJEKJUM! Staðgreiðsluverð 16‘ 20‘ 22‘ 26“ 14“ Kr. 591.150- Nýkr. 5.911,50 Kr. 643.910.- Nýkr. 6.439,10 Kr. 720.700.- Nýkr. 7.207,00 Kr. 995.600.- Nýkr. 9.956,00 Kr. 948.575.- Nýkr. 9.485,75 PHILIPS ...mestsekla sjónvarpstækið íEvrópu. m heimilistæki hf HAFNAftSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655 Fimmtudags Á fimmtudagskvöldum frá kl. 18:30 bjóðum við veislumat úr stærsta aski landsins. Matsveinninn sker niður kjötið og hið girnilega úrval veislurétta stenst enginn. Gerið ykkur dagamun á ASKl. veislukvöld Veislumatur úr stærsta aski landsins ASK.UR Laugavegi 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.