Morgunblaðið - 04.12.1980, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.12.1980, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1980 Birna Björnsdótt- ir Lövdal - Minning Fædd 29. mai 1925 Dáin 25. nóvember 1980 Þegar náinn og kær vinur er kvaddur er að sjálfsögðu margs að minnast. Allt frá því við Birna urðum tengdabörn Guðleifar og Edvards Lövdal fyrir rúmum 30 árum hefur fjölskyldan deilt gleði og daglegu amstri og reynir nú að styrkja þá sem mest hafa misst. Það var létt yfir Birnu og Inga þegar ákvörðun hafði verið tekin um að fara í ferðalag og nú á ókannaðar slóðir. Ferðin gekk eins og bezt verður á kosið, hófst og endaði erlendis hjá syni Birnu og tengdadóttur, að ógleymdri Birnu litlu, sólargeisla afa og ömmu. Nýr heimur hafði birst og margt ný- stárlegt bar fyrir augu. Það bezta var þó eftir, að komast heim og ylja sér í skammdeginu við minn- ingar góðs ferðalags. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þau voru rétt stigin upp í bíl á Keflavíkurflugvelli þegar kallið kom, og þrátt fyrir að allt hafi verið gert, sem í mannlegu valdi stóð,' lifði Birna það ekki af að komast heim í Heiðargerðið sitt. A rúmum tveimur klukkustundum var öllu lokið og þung hafa spor vinar míns, Inga, verið siðan, enda hefur hann mikið misst. Birna og Ingi voru mjög sam- rýmd hjón. Þar sem annað var, var hitt svo framarlega sem því var viðkomið. Hestar voru þeirra líf og yndi og eyddu þau öllum sínum frístund- um með þeim. Margar ferðir voru farnar, bæði stuttar og langar, sú síðasta nú í sumar er þau fóru í 10 daga um óbyggðir landsins, sem þau dáðust meira að eftir því sem ferðirnar urðu fleiri. Umgengni þeirra og umhirða þessara vina þeirra var alveg einstök. Ég minn- ist margra ferða, þó þær hafi ekki verið af lengra taginu og sárt verður Birnu nú saknað þegar þær slóðir verða aftur farnar. Það var gott að enda góðan sprett með Birnu og Inga í kaffistofu þeirra í Víðidalnum. Hún var létt í lund og einstak- lega þægileg samvistum og í allri umgengni, dul um eigin hagi, en hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Nærgætni hennar og hugulsemi við tengdaforeldra sína var ein- stök, meðan þau lifðu, enda var Birna ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd þar sem með þurfti. Ekki verður svo skilið við þessi fátæklegu kveðjuorð að ekki verði minnst á samband Birnu og barna okkar Eddu. Alla tíð var hún þeim sérstakur félagi og fylgdist náið með öllu því er þau tóku sér fyrir hendur, hlúði að þeim sem smá- börnum og samgladdist með hvern þann áfanga sem þau náðu, enda var Bidda „frænka" eins og þau kölluðu hana alltaf viss hlekkur í lífi þeirra. Að leiðarlokum þökk- um við Birnu samfylgdina er varð alltof stutt og biðjum Guð að styrkja Inga, aldraða móður, son og þá sem eiga um sárt að binda. Blessuð sé minning Birnu. K.G. Leiðir okkar Birnu lágu fyrst saman á hjartadeild Landspítal- ans fyrir tólf árum, þegar hún hóf þar störf sem sjúkraliði. Okkur varð strax vel til vina og ég man enn þá stund þegar við hittumst fyrst. Birna var glæsileg kona og hafði aðlaðandi viðmót. Hún bjó yfir óvenju góðri skapgerð. Nærgætni og mildi voru aðalsmerki hennar. Árið 1972 fór ég til Svíþjóðar, til nokkurrar dvalar. Þá slitnaði samband okkar að mestu, eins og gengur. Eftir heimkomuna lágu leiðir okkar saman á ný á hjarta- deildinni og við endurnýjuðum kynni okkar. Aftur lærði ég að meta kosti Birnu í samstarfi. Eðlilega reynir oft mikið á sjúUinga, ættingja þeirra og okkffr sem þar vinnum. Mikið reynir á hvern og einn þegar dagarnir verða langir og erfiðir og þreytan segir til sín. Þá komu kostir Birnu vel í ljós og vakti það aðdáun hvernig hún vann verk sín af alúð og mildi, jafnvel við hin erfiðustu skilyrði. Ef eftir var óskað, stóð ekki á henni að bæta á sig aukavöktum. En við, sem vinnum að hjúkrun- arstörfum, sem oft eru mjög krefjandi, eigum eðlilega líka okkar gleðistundir. Það vita allir hve mikils virði það er að starfa með félögum sem með frásagn- argleði sinni yfir kaffibolla geta létt svolítið og gert alla glaðari — þannig var Birna. Hjónin Birna og Ingi Lövdal nutu þess mjög að ferðast. Um ísland ferðuðust þau á hestum og nutu þess sérstaklega að ferðast um öræfi landsins. Þau tóku virkan þátt í félagSstarfi hesta- mannafélagsins Fáks og áttu góða og fjörmikla gæðinga. Einnig ferðuðust þau mikið erlendis, og voru það ekki síst lifandi frásagn- ir frá slíkum ferðum sem Birna skemmti okkur með. Ég er viss um, að samferðamennirnir eiga margar góðar minningar um Birnu. Við samstarfsfólk hennar kveðj- um hana með þakklátum huga og söknuði. Víst er að skarð hennar verður vandfyllt. Við biðjum öllu hennar fólki blessunar í harmi þess nú, ekki hvað síst hennar ágæta eigin- manni, Inga. Unnur Sigtryggsdóttir Fregnin um andlát Birnu kom okkur, sem þekktum hana, nokkuð á óvart, enda bar lát hennar skjótt að hinn 25. nóvember sl. Hún var þá að koma til landsins með eiginmanni sínum eftir vel heppnað ferðalag í útlöndum, þar sem hún hafði verið hin hressasta. Datt því engum dauði í hug, en maðurinn með Ijáinn var ekki langt undan. Birna veiktist skyndilega í Keflavík og lést á leið til Reykjavíkur. Banameinið var hinn allt of tíði bölvaldur, kransæðastíflan. Birna var af góðu bergi brotin, af merku og dugmiklu fólki komin bæði í föður- og móðuræjt. Faðir hennar var Björn Árna- son, stýrimaður, frá Móum á Kjalarnesi, sem er fyrir löngu látinn. Móðir hennar er Kristín Jensdóttir frá Arnargerði í Fljóts- hlíð, og er hún ennþá á lífi, 88 ára gömul, við sæmilega heilsu. Eitt barn átti Birna, soninn Björn Sverrisson, yfirflugvél- stjóra hjá Cargolux í Lúxemborg. Er hann kvæntur Salvöru Þor- móðsdóttur, fyrrverandi flug- freyju. Búa þau í Lúxemborg. Dóttir þeirra, Birna Björnsdóttir, var mjög hænd að nöfnu sinni og ömmu, og saknar hún að sjálf- sögðu vinar í stað. Hinn 17. desember 1949 giftist Birna eftirlifandi manni sínum, Inga Lövdal, loftskeytamanni, og var hjónaband þeirra barnlaust. Birna var sjúkraliði um 12 ára skeið, allan tímann á Landspítal- anum, lengst af á hjartadeild. Áður en hún giftist hafði hún starfað nokkur ár í versluninni Eldinborg. Birna var glæsileg kona, sem eftir var tekið, og hafði aðlaðandi framkomu. Heilsa hennar var yfirleitt ágæt, og hafði sjúkdómur sá, sem hún lést úr, ekki gert boð á undan sér. Helsta áhugaefni henn- ar var hestamennska, og voru þau hjónin mjög samrýnd í því efni eins og öðru, því að Ingi er mikill hestamaður. Áttu þau marga hesta og sáu um þá sjálf í hesthúsi, er þau höfðu komið upp. Birna var mjög virkur félagsmað- ur Hestamannafélagsins Fáks og var hún í stjórn kvennadeildar félagsins um nokkurt skeið. Birna var mikill ferðamaður og hafði yndi af því að skoða landið og þá sérstaklega á hestbaki. Fóru þau hjónin mjög oft saman í ferðalög, bæði innanlands og utan. Er óhætt að fullyrða, að þau voru ágætir vinir og félagar, sem höfðu sameiginleg áhugamál. Er slíkt að sjálfsögðu góður grundvöllur und- ir farsæla sambúð, enda reyndist hjónaband þeirra standa traust- um fótum. Svo að dæmi séu tekin, fóru þau saman í langt ferðalag á hestum síðastliðið sumar, svonefnda Fjallabaksleið. Þá fóru þau á þing Landssambands hestamanna á Húsavík rétt áður en þau fóru síðustu ferðina, þriggja vikna ferð til Lúxemborgar, Dubai og Hong Kong. Bjuggu þau hjá Birni, syni Birnu, og Salvöru, konu hans, í góðu yfirlæti. Ólafur Agúst Jón asson - Minning Fæddur G. ágúst 1909 Dáinn 8. september 1980 Þin orfl mÍK xleðja á alla lund ok yndæl er hver kyrrlát stund. Ó frelsari þjer við fætur. Þegar skammt er stórra högga á milli er tregt tungu að hræra. Nú hafa bæði tengdamóðir mín og mágur kvatt okkur sem hérna megin standa með nokkra mánaða millibili,- og flutt inn á æðra tilverusvið þar sem eilíf drottnar ró. Það er alltaf mikið áfall fyrir þá sem næst standa þegar stór skörð koma í vinahópinn en um slíkt þýðir víst lítið að fást, það er einn sem öllu ræður við stórann að deila. Ólafur var einn af þeim mönnum sem lítið fór fyrir, hæg- látur gekk margs á mis eins og gengur og gerist með menn sem mikið fara einförum. Ólafur gift- ist aldrei né eignaðist börn. Hann var elstur barna Sigurbjargar og Jónasar frá Fjalli. Hann vann foreldrum sínum vel og ólst upp við sveitastörf, var hann einstak- lega natinn við skepnur alla tíð og annaðist þær meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann átti alltaf skepnur sjálfur, sem voru fóðrað- ar -fyrir hann þear hann fór í vinnumennsku. Hann var víða vinnumaður og var eindæma trútt hjú og vann húsbændum sínum vel. Allar skepnur sínar, sem og annarra fóðraði hann vel enda skiluðu þær góðum arði. Hann umgekkst þær sem vini. Hispurs- leysi og samviskusemi voru höfuð- dygðir í augum hans, en hvorki metorð né völd. Hann var ósérhlíf- inn og lá aldrei á liði sínu um dagana, hann var vammlaus mað- ur, starf hans var mikið unnið af dugnaði og trúmennsku. Nú mun hann í æðri heimi og betri hljóta hin dýrlegu verðlaun dyggra þjóna. Aldrei hafði hann áhuga á að safna jarðneskum fjármunum. Ólafur var ör í lund fljótur að skipta skapi, ef því var að skipta, en vinur vina sinna og vandaður maður til orð og æðis. Því er margs að minnast er litið er yfir farinn veg. Kynni mín af mági mínum voru ætíð mjög góð, að mínum dómi var hann einn af þeim samferðamönnum sem aldrei lagði stein í götu nokkurs manns. Slíkir menn eru traustir þegnar. Það er ekki sá, sem stendur með geislabaug um enni og allra augu beinast að heldur sá sem guði þóknast og gerir honum allt í vil. Ólafur lifði reglusömu lífi. Lífs- skeið hans mun bregða nægjan- legu ljósi á mannkosti hans. Hann var trúr í köllun sinni, það var honum tamast að sýnast ekki Er nú þungur harmur kveðinn að eftirlifandi eiginmanni. Hann er með snöggum hætti sviptur glæsilegri og góðri eiginkonu, ágætum félaga og ástvini, sem bjó honum vistlegt og yndislegt heim- ili. Hans sárabót verða ógleyman- legar samverustundir þeirra hjóna, heima í kyrrlátri gleði og í sambúð við þarfasta þjóninn, sem veitti þeim svo margar unaðs- stundir saman. Megi góður guð styrkja Inga, Björn son hennar, aldraða móður og aðra aðstandendur í sorg þeirra. bormóður ögmundsson í dag kveðjum við Birnu Björns- dóttur Lövdal hinztu kveðju. Segja má, að dauðinn ætti að vera okkur mannanna börnum jafn eðlilegur og lífið. En þó fer það svo, þegar vinir eiga í hlut, að um mann fer kaldur geigur, þegar dánarfregn þeirra berst. Það er svo erfitt að sætta sig við tóma- rúmið, sem eftir verður og ekkert getur komið í staðinn fyrir. Skylt er og ljúft að minnast vinkonu okkar, Birnu, nokkrum orðum. Kynningin er orðin löng og minningarnar margar og góðar, enda þótt þær nú kalli fram sáran trega. Mörg undanfarin ár hefur Birna unnið sjúkraliðastörf á Landspít- alanum. Hún hafði yndi af þessu starfi, enda átti hún í fórum sínum mikið af nærgætni, kunn- áttu og hlýhug, eiginleika sem svo mjög eru nauðsynlegir við hjúkr- unarstörf. heldur koma til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var hjálpsamur ef erfiðleikar sóttu að. Mörgum reyndist hann vel í þeim efnum sem ekki verða rakin hér en slíkt geymist í minningu þeirra er hlut eiga að máli. Ólafur var alla ævi vinnumaður. Mörg síðustu árin var hann á sama heimili og átti þar góðu að mæta hjá frænda mínum Magnúsi Daníelssyni og konu hans Filipíu Helgadóttur. Móðir Magnúsar var Magnea systir Guðrúnar skáld- konu frá Lundi, móðir mín. Þær systur voru bræðradætur, eru þær allar látnar og blessuð sé minning þeirra. Magnús og kona hans reyndust Ólafi mjög vel á alla lund. Hvergi mun honum hafa liðið betur en hjá þessum mætu Með þakklátum huga skal hér þó einkum minnzt á giftudrjúgt framlag hennar og vinnu fyrir hestamannafélagið „Fák“. Hún bar hag þess félags mjög fyrir brjósti og vildi framgang þess sem mestan. Árum saman vann hún í fjáröflunarnefndum og margvís- leg önnur störf, sem reyndu á dugnað og útsjónarsemi, við hlið eiginmanns síns, Inga Lövdal. Birna hafði mjög gaman af ferðalögum yfirleitt. En mest þótti henni koma til að ferðast á hestum um byggðir og óbyggðir okkar kalda lands. Hún var bráð- dugleg hestakona, raunsæ og út- sjónarsöm og einn bezti félagi, sem hægt var að fá í samferðahóp- inn, m.a. vegna þess hve gott og sveigjanlegt skap hún hafði og átti þessvegna svo auðvelt með að leysa smáhnúta, sem stundum geta myndast, þegar samríma þarf ólík sjónarmið. Þau hjónin fóru líka oft saman í hestaferðalög tvö ein og höfðu komizt upp á lag með að ferðast dögum saman með ótrúlega litlum útbúnaði. Áhuginn og smitandi gleðin ljómuðu frá þeim, ef maður rakst á þau á þessum ferðum. Það er táknrænt fyrir samlíf þeirra Inga og Birnu, að núna síðast um mánaðamót október/ nóvember, fóru þau hjónin saman á landsþing hestamanna á Húsa- vík, og nokkrum dögum síðar ferðuðust þau til fjarlægra landa í sumarfríi sínu um þriggja vikna skeið. En henni tókst að sjá landið sitt aftur, því að þau voru einmitt að koma heim úr fríi sínu, þegar dauðann bar svo skjótt að. Minningarnar ylja og gleðja. Við minnumst glæsilegrar hesta- konu, er sat hesta sína með öryggi og reisn, jafnt vetur sem sumár, við hlið eiginmanns síns, í hópi glaðra vina. Nú er hún treguð af ástvinum og samferðamönnum, og með þökk og virðingu skal hún nú kvödd hinztu kveðju. I nafni hestamannafélagsins Fáks, sendum við félaga okkar og vini, Inga Lövdal, aldraðri móður, syni, litlu sonardótturinni nöfnu hennar, svo og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Far þú i friði. Friður Guðs þig blessi. Haíðu þðkk fyrir allt <>k allt. Stjórn hestamanna- félagsins Fáks. hjónum. Á sjúkrahúsinu var hug- ur hans alltaf heima á Syðriey. Þar átti hann sínar ánægjustundir í návist barna þeirra, á milli þeirra var innilegt samband til siðustu stunda. Er Ólafur kom á þetta heimili urðu þáttaskil í lífi hans að fá þarna fastann lund eftir að hafa verið vinnumaður hingað og þangað. Ég held að í flestum eða öllum tilvikum hafi hann fengið sömu dóma, tryggur og ráðvandur, kunni vel að meta það sem honum var gott gert. Það mat hann við hjónin á Syðriey, þangað var gott að koma heim af spítalanum ef heilsa leyfði. Þó stuttur tími væri, var hver stund honum dýrmæt er hann fékk að vera með vinum sínum, þau voru honum mikill styrkur í þungbær- um veikindum hans. Hafi þau hjón, frændi minn og kona hans, og börn hjartans þökk fyrir alla þá góðvild og hlýju er mágur minn naut hjá þeim. Megi gæfa og gengi ætíð fylgja heimili þeirra. Orð megna lítils á kveðjustund þó hin sönnu orð eru þau er maðurinn skráir sjálfur á lífsbók sína. Þar tala verkin, hitt bíður þess er verða vill. Allir þeir er þakktu Ólaf munu minnast hans með hlýhug því hér er kvaddur maður sem hægara verður að muna en gleyma. Nú þegar hann er horfmn inn í lönd eilífðarinnar þar sém hann hefur hlotið frelsið sanna. Blessuð sé minning hans. Aðstandendum hans og vinum bið ég guðs blessunar. Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Lundi, Skagaströnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.