Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 275. tbl. 68. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fréttum um ókyrrð í Póllandi vísað á bug Varsjá, 8. des. AP. RÍKISFJÖLMIÐLARNIR í Pól- landi «k óháða verkalýðnhreyfing- in báru til baka í daj? staðhæfinKar austur-evrópskra fjölmiðla um. að ný ókyrrð hefði hrotizt út meðal verkamanna síðan leiðtot?ar Var- sjárbandaiagsins héldu leynifund i Moskvu í síðustu viku. Sameiginleg nefnd stjórnarinnar og kaþólsku kirkjunnar hvatti jafn- framt til einingar Pólverja án tillits til stjórnmálaskoðana. Þjóðareining Thatcher ekki ágengt Duhlin. 8. des. — AP. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra reyndi í dag að fá irska ráðherra til að hjálpa sér að binda endi á hungurverkfali dæmdra skæruliða á Norður-íriandi. sem krefjast þess að þeir verði með- hondiaðir eins og póiitískir fangar, en henni varð ekki verulega ágengt. Hún taldi að hún gæti fengið Charles Haughey forsætisráðherra til að fallast á lausn málsins á grundvelli yfirlýsingar brezku stjórnarinnar, þar sem hún býðst til viðræðna um bættan aðbúnað í fangelsum á Norður-írlandi. Við heimkomuna sagði frú Thatcher að ekki kæmi til mála að menn, sem væru fundnir sekir um morð og að bera sprengiefni, yrðu skoðaðir sem pólitískir fangar. Hún útilokaði einnig möguleikann á ríkj- asambandi Bretlands og írska lýð- veldisins, sem Haughey mun hafa vakið máls á. í yfirlýsingu um viðræðurnar segir aðeins, að vonandi geti tilboð Breta orðið grundvöllur að lausn á málinu. Haughey sagði aðeins, að hann hefði þungar áhyggjur af ástandinu. Bretar vonuðu að tilboð þeirra um umbætur í fangelsum gæti orðið til þess að hungurverkfallinu yrði hætt. Sjö menn hafa verið í hungur- verkfalli síðan 27. okt. og þrjár konur í eina viku. Níu hungurverk- fallsmannanna eru úr Provisional- armi Irska lýðveldishersins. . Gífurlegar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna heimsóknar frú Thatcher og spenna á Norður- írlandi heldur áfram að aukast. Bylting í Teheran? Beirút, 8. des. AP. ÍRANSKI þingmaðurinn Ali A«ha Mohammad hélt því fram á þingi í dag að hafin væri stjórnarbylting gegn hyltingarstjórn Khomeinis. Hann skýrði þetta ekki nánar, en gaf í skyn að gagnbyltingarmenn reyndu að notfæra sér valdastreitu hófsamra skrifstofuembætt- ismanna, sem fylgja Abol- hassan Bani-Sadr forseta að málum, og róttæklinga undir forystu klerka sem styðja Mohammad Ali Rajai forsæt- isráðherra. hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú, sagði í tilkynningu frá nefndinni. Verkamannaókyrrðin var sögð hafa átt sér stað í borginni Kielce. Sjónvarpið sagði að það eina sem hefði gerzt þar hefði verið, að vinna hefði lagzt niður í eina klukkustund í verksmiðju í borginni vegna raf- magnsbilunar. Fullum afköstum hefði verið skilað i dag. „Verkamann í Kielce hafa sagt okkur, að ekkert hafi gerzt þar í tvo mánuði," sagði talsmaður Samstöðu. Ásakanirnar eru fyrstu opinberu ummælin eftir leiðtogafundinn í Moskvu. Tass sagði, að stjórn verk- smiðjunnar hefði verið handtekin og verðir hennar afvopnaðir. Jafn- framt var ritari kommúnistaflokks- ins í Czestochowa, Jozef Grygiel, settur af í dag að kröfu verka- manna. Stærsta blaðið í Varsjá gagnrýndi vestræna fjölmiðla fyrir móðursýkisskrif um hættu á hern- aðaríhlutun. Pólski herinn gaf til kynna í dag að hann kynni að beita valdi ef GEGN BREZHNEV — Lögreglumenn í Nýju Delhi beita kylfum gegn afgönskum stúdentum sem reyndu að efna til mótmælaaðgerða gegn Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna, sem er í heimsókn á Indlandi. Mótmæli í Delhi gegn Brezhnev Nýju Delhi, 8. des. — AP. LEONID Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna. fékk hlýlegar viðtökur hjá indverskum leiðtogum, sem fögnuðu honum með hlómum þegar hann kom til Nýju Delhi í þriggja daga opinbera heimsókn i dag. En vegna mótmælaaðgerða afgh- anskra útiaga og Indverja gat forsetinn ekki ekið með viðhofn í híialcst frá flugvellinum eins og til stóð. „Dauði yfir Brezhnev," hrópuðu mótmælendur og nokkrir hrópuðu „Allah-O-Akbar (guð er mikill)". Lögregla réðst til atlögu gegn mót- mælendunum með kylfur að vopni og leysti upp fund þeirra. Alvarleg meiðsli urðu ekki á mönnum, en 12 voru handteknir. Seinna efndu um 150 Afghanir og Indverjar til friðsamlegra mótmæla fyrir utan sovézka sendiráðið og kröfðust þess að rússneska herliðið yrði flutt frá Afghanistan. Á borða, sem sýndi Brezhnev með hníf í höfðinu, stóð: „Brezhnev glæpamað- ur, sjálfsákvörðunarréttur okkar er heilagur. Við drepum í nafni frelsis- ins.“ I veizlu, sem var haldin Brezhnev til heiðurs, sakaði hann vestræna leiðtoga um að 'reyna að ná fram hernaðaryfirburðum og magna víg- búnaðarkapphlaupið. Áhrifamiklir stjórnmálamenn á Vesturlöndum vildu frekar beita fjárkúgun og nauðungarsamningum en taka þátt í viðræðum á jafnréttisgrundvelli. Slík afstaða væri hættuleg og gæti stofnað heimsfriði í hættu. nauðsynlegt reyndist. Málgagn hersins sagði að pólskir hermenn væru eins kvíðafullir og aðrir út af „langvinnri þjóðfélagslegri ókyrrð“ í landinu. Það varaði við því að „tilraunir til að lama yfirvöld græfu undan varnarkerfinu og leiddu til öngþveitis og stjórnleysis". Málgagn kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu sagði að atburðirnir í Póllandi stefndu friði „í öllum heiminum" í hættu. Stjórn flokksins tók skýrt fram í kvöld, að Pólverjar ættu ekki annara kosta völ en að vera „traustur hlekkur" í herbúðum kommúnistaríkja. Heitið var „bróð- urlegum stuðningi og samstöðu", en svipað orðalag var notað fyrir inn- rásina í Tékkóslóvakíu 1968. Uggur Bandaríkjamanna um sov- ézka íhlutun hefur aukizt á ný, þar sem hernaðarundirbúningi hefur verið haldið áfram eftir leiðtoga- fund Varsjárbandalagsins. Hernað- arundirbúnings hefur orðið vart í rúmlega 30 herfylkjum Rússa og bandalagsins að sögn embætt- ismanns. Viðbúnaður hefur ekki verið fyrirskipaður í bandaríska herliðinu í Vestur-Þýzkalandi nema í aðalstöðvum, en yfirmönnum hef- ur verið send orðsending, þar sem þeir eru minntir á áhrif hugsanlegr- ar hættu, sem gæti skapazt ef sprenging yrði í Austur-Evrópu. Pólland er eitt helzta umræðuefn- ið á fundi landvarnaráðherra NATO sem hófst í Brússel í dag og frá því var skýrt að sex skipa fastafloti bandalagsins yrði um kyrrt í Norð- ursjó og mundi halda áfram æfing- um í stað þess að fara heim um jólin. „Enginn veit ennþá, hvort Rússar hafa ákveðið að gera innrás,“ sagði embættismaður í Washington. Þó er talið ólíklegt að innrás verði gerð meðan Leonid Brezhnev forseti er í heimsókn á Indlandi. Bent er á, að varaliðar hafa verið kvaddir í herfylki í Vestur-Rúss- landi. Herfylki Rússa, Austur- Þjóðverja og Tékka hafa komið sér fyrir fjarri venjulegum setuliðsbæj- um. Nokkrar æfingar kunna að standa fyrir dyrum, kannski til að hræða Pólverja, en einnig til að auðvelda innrás. Fjarskiptakerfi Rússa er meira notað en venjulega. Jóhannes Páll páfi II lýsti áhyggj- um sínum út af ástandinu í kvöld. „Ég get ekki orða bundizt sem sonur Póllands, hins hjartfólgna ættlands míns. Fréttirnar sem berast frá Póllandi eru mjög ískyggilegar. Við vonum öll að þær reynist ekki réttar." Michael Foot Rodgers rekinn Ixrndon, 8. des. AP. MICIIAEL Foot. leiðtogi Verkamannaflokksins, valdi „skuggaráðuneyti“ sitt í dag og hægrisinninn William Rodgers á ckki sæti í því. Foot neitar að hafa rekið Rodgers og segir hann ekki hafa viljað vera talsmaður í heilbrigðismálum, trygginga- málum og málum Norður-Ir- lands. Rodgers segir þetta jafngilda því að vera rekinn. Hófsamir menn eru tals- menn í utanríkismálum, inn- anríkismálum, atvinnumálum, umhverfismálum, orkumálum, viðskiptamálum og landbún- aðarmálum. Vinstrimenn fá fjármál og efnahagsmál, iðn- aðarmál, samgöngumál og menntamál. Denis Healey fær utanrík- ismál og Peter Shore fjármál og efnahagsmál. Talsmaður var ekki skipaður í varnar- málum í stað Rodgers og Foot gaf í skyn að hann tæki þau að sér. Roy Hattersley fær innan- ríkismál, John Silkin verður aðstoðarleiðtogi þingflokks- ins, Eric Varley fær atvinnu- mál, Merlyn Rees orkumál, Roy Mason landbúnaðarmál, Stan Orme iðnaðarmál, Ger- ald Kaufman umhverfismál, John Smith viðskiptamál, Al- bert Booth samgöngumál og Nel Kinnock menntamál. Frakkar sprengja WelIinKton, Nýja Sjálandi, 8. des. AP. FRAKKAR sprengdu kjarnorku- sprengju á Mururoa-eyju á Suður- Kyrrahafi I síðustu viku, að sögn nýsjálenzku stjórnarinnar í dag. Sprengjan var 30 kílótonn eða 50% öflugri en sprengjan, sem var varpað á Hiroshima. Frakkar sprengdu aðra sprengju, sem var 2,5 kílótonn, 26. nóv., þegar tilraunir þeirra hófust. Stjórnin í Portúgal fer frá eftir sigur Eanesar Lissabon, 8. des. — AP. RÍKISSTJÓRNIN í Portúgal til- kynnti í dag, að hún mundi hiðjast lausnar á morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir öruggan sigur Antonio Ramalho Eanesar forseta í viðureign hans og framhjóðanda stjórnarinnar í forsetakosningunum i gær. Diogo Freitas Do Amaral. sett- ur forsætisráðherra, sagði að stjórnin mundi segja af sér á morgun, en halda áfram störfum til bráðabirgða þar til ný stjórn yrði mynduð. „Stjórnin mun ekki láta forset- ann komast upp með nokkur afskipti af málum sínum," sagði hann. Hann bætti því við, að afsögnin ætti „að koma fótunum aftur undir ríkisstjórn stjórnar- flokkanna." Hann staðfesti jafnframt, að hann yrði ekki í forsæti nýrrar ríkisstjórnar, þar sem hann til- kynnti, að sósíaldemókratar, en ekki flokkur hans sjálfs, mundu tilnefna hinn nýja forsætisráð- herra. Freitas do Amaral, sem er leiðtogi miðdemókrata (CDS), hef- ur gegnt störfum forsætisráð- herra og landvarnarráðherra síð- an þeir fórust í flugslysi á fimmtudaginn. Afsögn stjórnar- innar er talin enn ein bending um togstreitu milli stjórnarflokkanna og forsetans. Sjá bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.