Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 Barentshafið: Selurinn miklu afkasta- meiri en norskir sjómenn ÞAÐ ER víðar en á íslandi. sem selurinn veldur sjómönnum áhyggjum, en sem kunnugt var lagt til á nýafstöðnu Fiskiþingi, að selveiðar verði auknar. Norsk- ir sjómenn hafa fylgst með því undanfarin ár hversu mjög sel hefur fjölgað í Barentshafi og Hvítahafi. Nú er talið að á þessum slóðum séu 800 þúsund selir og þeim fjölgi um 5% á ári. Talið er að selurinn éti um eina milljón tonna af fiski á ári, en til samanburðar má nefna, að norskir sjómenn hafa leyfi til að veiða 217 þúsund tonn af þorski og ýsu í Barentshafi á næsta ári. Leyft hefur verið að veiða 50 þúsund seli þarna árlega, en nú leggja vísindamenn til að veiðarn- ar verði auknar. Óttast þeir að hinn mikli vöxtur selastofnsins kunni að raska lífkeðjunni. Heybruni að Balaskarði SNEMMA á sunnudagsmorgun- inn varð þess vart að eldur var laus í hlöðu að bænum Balaskarði í Vindhælishreppi í Húnavatns- sýslu. Vindátt var hagstæð svo að tókst að verja áfast fjárhús og bjarga fé og hestum sem inni voru. Hins vegar brann hlaðan og allt hey sem í henni var, um 900 hestburðir, er ónýtt talið. Fólk dreif að frá næstu bæjum og var heyinu mokað út úr hlöðunni í gær og í fyrradag. Að Baiaskarði býr ekkjan Signý Benediktsdóttir ásamt tveimur dætrum sínum. Var mest allt hey búsins í hlöðunni sem brann. Það var vátryggt. Mun ætlunin að kaupa hey hið fyrsta og flytja það heim að Balaskarði því vegir þangað kunna að teppast hvað úr hverju. Veggir hlöðunnar standa uppi og mun ætlunin að koma á hana þaki hið fyrsta svo geyma megi hey þar í vetur. 14. þing Landssambands vörubifreiðastjóra: Þinginu frestað, - ekki tókst að kjósa stjórn 14. ÞING Landssambands vöru- bifreiðastjóra var haldið um helg- ina. A þinginu voru rædd ýmis málefni, sem stétt vörubifreiða- stjóra varða. Meginumræðan á þinginu var um þá miklu at- vinnuskerðingu, sem vöruhif- reiðastjórar telja sig verða fyrir vegna vaxandi ítaka verktaka. Á þinginu átti að venju að kjósa nýja stjórn, en Einar Ögmunds- son, sem gegnt hefur formanns- störfum í Landssambandinu um 25 ára skeið, hafði tilkynnt fyrir þingið að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs, svo og a.m.k. 3 aðrir stjórnarmenn. Ekki tókst að kjósa stjórn og var þingi frestað þar til í marz næstkomandi. TVEIR menn, 36 og 42ja ára gamlir voru um helgina úrskurð- aðir í gæzluvarðhald til 2. janúar vegna gruns um ávísanamis/erli. Mennirnir, sem oft hafa komið við sögu lögreglunnar áður, hittu mann nokkurn á Hótel Borg í síðustu viku og fóru þeir heim með manninum. Leikur grunur á því að þeir hafi stolið ávísanahefti frá manninum og falsað allmargar ávísanir. Þær eru ekki allar komn- ar fram en talið er að heildarupp- æðin skipti a.m.k. hundruðum þúsunda króna. Síbrotamaður í gæzluvarðhald 27 ÁRA gamall síbrotamaður var um helgina handtckinn og úr- skurðaður i gæzluvarðhald til 16. janúar nk. Maður þessi sat í fangelsi frá 17. marz til 19. nóvember sl. og afplán- aði dóm. Strax 22. nóvember byrj- aði hann afbrotaiðjuna á nýjan leik og um helgina, þegar hann var handtekinn, var hann grunaður um fjögur innbrot og fjórar innbrots- tilraunir. Ársæll ásamt konu sinni Björk Georgsdóttur og syninum Stefáni Má. Ljósnt. Mbl. Kmilfa. „Peningarnir fara beint í íbúðina44 - segir nýi methafinn í Getraunun- um, sem hlaut 8,8 milljónir króna „ÉG ER nýbyrjaður að taka þátt í Getraununum aftur eftir fjögurra ára hlé,“ sagði Ársæll Friðriksson, þritugur tækjastjóri hjá Aðalbraut hf.. sem í gær hlaut hæsta vinninginn i Getraunum til þessa, tæpar 8,8 milljónir króna. Ársæll var sá eini sem hafði 11 leiki rétta og kom vinningurinn á átta raða seðil. 31 hafði 10 leiki rétta og fær hver um sig 121.600 krónur. „Spennan er búin að vera því fengi ég einn stóra vinning- hrikaleg í allan dag,“ sagði inn. Mér létti óskaplega mikið. Ársæll þegar Mbl. sló á þráðinn til hans í gær. „Loks klukkan rúmlega sjö var hringt í mig frá Getraunum og mér tilkynnt að ég væri sá eini með 11 rétta og Peningarnir koma sér mjög vel. Við keyptum nýlega íbúð sem þarf að standsetja og peningarn- ir fara beint í það,“ sagði Ársæll að lokum. I varðhald grun- aðir um ávísanafals Hermann Pálsson útnefndur doktor IIINN 29. nóvember sl. var Her- mann Pálsson prófessor útnefnd- ur doktor við Iláskólann í Edin- borg í Skotlandi fyrir rannsóknir á islenzkri sögu og bókmenntum til forna. Ilann er prófessor við þann sama skóla. Dr. Hermann Pálsson er 59 ára gamall. Hann hefur unnið geysi- mikið við rannsóknir á íslenzkri sögu og fornritunum og samið nokkrar bækur um þetta efni. Þá hefur hann þýtt mörg fornrit á ensku. Kona hans er Guðrún Þorvarðardóttir og eiga þau eina dóttur. Guðmundur H. Garðarsson Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik: Guðmundur H. Garðarsson kjörinn formaður einróma GUÐMUNDUR II. Garðarsson var einróma kjörinn formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík á geysifjöl- mennum aðalfundi á Hótel Sögu í gærkvöldi. Tekur Guðmundur við formennsku af Ellert B. Schram, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Eftirtaldir hlutu kosningu í stjórn með Guðmundi: Sigurður Hafstein 324 atkvæði, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 318, Ingibjörg Rafnar 293, Gunnlaugur B. Daní- elsson 260, Gísli Baldvinsson 232 og Jóna Gróa Sigurðardóttir 230 atkvæði. Fyrir eru í stjórn for- menn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 12 að tölu. Aðrir sem hlutu atkvæði við stjórnarkjörið í gærkvöldi voru Sveinn Björnsson skókaupmaður 190 atkvæði, Guðni Jónsson 174 og Kristján B. Kjart- ansson 147. Loks var 21 maður kjörinn í flokksráð. Stungið var upp á 35 og var talningu ekki lokið þegar Mbl. hafði síðast fregnir af fundinum. Verkfall banka- manna kom ekki í veg fyrir geng- isfall krónunnar VERKFALL bankamanna kom ekki í veg fyrir gengis- fall krónunnar, því að gagn- vart dollar féll hún í gær. Hækkun dollars gagnvart krónu varð þá rúmur þriðj- ungur úr prósenti og er gild- istími þessarar gengis- skráningar Seðlabankans á Bandaríkjadollar frá lokun bankanna síðastliðinn föstu- dag. Hækkun á verði dollars varð 2 krónur, sölugengi var í gær skráð 590,60 krónur, en kaupgéngi var 589 krónur. Skráning annarra mynta hef- ur verið felld niður á meðan verkfall stendur. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun ekki fyrirhugað að hreyfa við geng- inu aftur í dag a.m.k., en er Morgunblaðið spurðust fyrir um það í Seðlabankanum í gær, hvort í þessari gengisfell- ingu væri einhver áætlun um lengd bankamannaverkfalls og hver hún þá væri, var sagt að ekkert svar væri til við þeirri spurningu. í símsvara Seðla- bankans, þar sem gefnar eru upplýsingar um gengisskrán- ingu sagði þetta: „Vegna verk- falls bankastarfsmanna hefur verið fellt niður um óákveðinn tíma opinber skráning á mark- aðsgengi erlends gjaldeyris, annars en Bandaríkjadollars með gildistíma frá lokun bank- anna föstudaginn 5. desember 1980. Gengi Bandaríkjadollars gagnvart íslenzkri krónu hefur jafnframt verið ákveðið kr. 589, kaupgengi, og kr. 590,60, sölugengi, pr. dollar með gildi frá sama tíma og þangað til annað verður ákveðið. Að verk- falli loknu er stefnt að því að taka aftur upp skráningu á gengi annars erlends gjaldeyr- is miðað við ofangreint gengi dollars og markaðsgengi er- lendis." Stefnt mun að því að hreyfa ekki meir við gengi dollars á meðan verkfall stendur, en hvort það tekst fer eftir lengd verkfalls. Islendingur handtekinn í Gautaborg ! SÍÐUSTU viku var íslendingur handtekinn í Gautaborg fyrir „smygl og fíkniefnabrot“, eins og sagði í skeyti frá sænsku lögregl- unni til íslcnzkra yfirvalda. Er hann nú í haldi lögreglunnar í Gautaborg. Maður þessi, sem er 26 ára gamall, hefur komið við sögu fyrir fíkniefnabrot hér á landi og fyrr á þessu ári hlaut hann þungan dóm fyrir smygl og sölu á fíkniefnum hér á íslandi. * Islenzki hest- urinn kynntur á sýningu í París BÚVÖRUDEILD Sambands ísl. samvinnuíélaga tekur nú annað árið í röð þátt í sýningu hesta í París, sem stendur þar dagana 6. til 12. desember. Verður islenzki hesturinn kynntur sérstaklega á þessari sýningu. í nýlegum Sambandsfréttum segir að þrír hestar séu nú farnir utan og fjórir knapar, en fleiri hestar hafa verið seldir til Frakk- lands. Auk kynningar á íslenzka hestinum verða sýndar ullarvörur frá Iðnaðardeild SÍS og haldið uppi almennri landkynningu. Agnar Tryggvason framkvæmda- stjóri búvörudeildar segir í Sam- bandsfréttum að góður árangur hefði orðið af þátttöku deildarinn- ar í sýningu þessari fyrir ári, íslenzki hesturinn hafi vakið at- hygli og aukist hafi sala hrossa til Frakklands. Fannst mik- ið slasaður UNGUR maður, 27 ára gamall. fannst liggjandi illa slasaður á höfði snemma á sunnudagsmorg- uninn við slökkvistöðina við Bíldshöfða. í fyrstu var talið að maðurinn hefði orðið fyrir árás en síðar kom í ljós að hann hafði verið á ferð á bifreið sinni og velt henni á Breiðahöfða. Maðurinn var með mikla áverka á höfði og var hann lagður inn á gjörgæzludeild Borg- arspítalans. Grunur leikur á því að hann hafi verið undir áhrifum áfengis þegar hann velti bílnum. Kona slasast 67 ÁRA gömul kona, Rigmor Han- son danskennari, varð fyrir bifreið á gangbraut á Miklubraut við Stakkahlið á áttunda timanum sl. föstudagskvöld. Hún slasaðist illa, handleggs- og fótbrotnaði og hlaut heilahristing. Rigmor var lögð inn á gjörgæzludeild Borgarspitalans. Hagkaupamálið SAMKEPPNISNEFND hélt í gær langan fund um kæru Hagkaupa vegna synjunar á bóksöluleyfi. Að sögn Georgs ólafssonar verð- lagsstjóra mun nefndin halda annan fund um málið á morgun, miðvikudag, og er að vænta einhverrar niðurstöðu á þeim fundi. Upphæðin féll niður í GREIN eftir Heimi Hannesson í blaðinu sl. laugardag féll niður tala í spalta 2 á bls. 13. Þar átti að standa að 10 þúsund ferðamenn myndu skapa gjaldeyristekjur að upphæð 7,6 milljarðar króna. Er Heimir beðinn velvirðingar á þessum mistökum. I VíV.’-'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.