Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
23
FH SIGRAÐI lið Fylkis með
miklunt yfirburðum i 1. deild i
gærkvöldi. Leikur liðanna var
ekki burðugur, og var lið Fylkis
alveg ótrúlega slakt í leiknum og
gerði hverja vitleysuna af ann-
arri. Þá var alls enginn ógnun í
leik liðsins. Það er alveg greini-
legt að Fylkir fer beint niður í 2.
deild aftur enn eina ferðina úr 1.
deild.
Framanaf fyrri hálfleiknum í
gærkvöldi var leikur liðanna jafn.
Fylkir náði forystu 4—2, en FH
jafnaði metin og komst yfir 6—4.
Þegar átta mínútur voru eftir af
fyrri hálfleiknum hrundi leikur
Einkunnagjöfin
27:18
Fylkis algjörlega. Leikmenn FH
gengu á lagið og skoruðu hvert
markið af öðru og náðu átta
marka forskoti áður en flautað
var til leikhles. Staðan í hálfleik
var 16—8 FH-ingum í hag. Hreint
ótrúlegt hrun hjá Fylki á fáum
mínútum.
I síðari hálfleik var nánast
formsatriði að ljúka leiknum.
FH-liðið réði lögum og lofum á
vellinum og lék leikmenn Fylkis
oft grátt. Allan síðari hálfleikinn
var 10 marka munur á liðinum en
níu mörk skildu liðin af þegar
flautað var til leiksloka. Þeir sára
fáu áhorfendur sem lögðu leið sína
á leikinn í gærkvöldi fengu litla
skemmtun fyrir aura sína. Nema
ef vera skildi þegar hægt var að
brosa af ráðleysislegum leik Fylk-
ismanna.
Eini leikmaðurinn í liði Fylkis
sem eitthvað kvað að var Gunnar
Baldursson. Hann skoraði 9 mörk
fyrir lið sitt og hefði að ósekju
mátt reyna að skjóta oftar. Lið
FH lék alveg þokkalega vel. En
mótstaðan var engin og því erfitt
að dæma leikmenn liðsins. FH
hefur með sigri sínum gegn Fylki
tryggt stöðu sína verulega í deild-
inni og hefur nú alla möguleika á
að ná einu af þremur efstu
sætunum. Kristján Arason og
Sæmundur Stefánsson áttu báðir
ágætan leik í gær.
í STUTTU MALI: íslandsmótið 1.
deild FH-Fylkir 27-18 (16-8)
MÖRK FH: Kristján Arason 9 2 v,
Sæmundur Stefánsson 5, Guð-
mundur Stefánsson 3, Þorgils
Óttar 2, Hans Guðmundsson 2,
Pálmi Jónsson 2, Valgarð Val-
garðsson 2, Geir Hallsteinsson 1,
og Guðmundur Magnússon 1.
MÖRK FYLKIS: Gunnar Bald-
ursson 9 2v, Örn Hafsteinsson 3,
Einar Ágústsson 2, Stefán Hjálm-
arsson 1, Magnús Sigurðsson 1,
Ásmundur Kristinsson 1, Stefán
Gunnarsson 1.
BROTTVÍSUN: Guðmundur Stef-
ánsson, Sæmundur Stefánsson,
Guðmundur Magnússon, Valgarð
Valgarðsson allir í FH fóru útaf í
2 mín. hver.
VARIN VÍTI: Gunnlaugur Gunn-
laugsson FH varði vítaköst frá
Gunnari Baldurssyni á 40. og 48.
mínútu. Jón Gunnarsspn varði
vítakast frá Kristjáni Arasyni FH
á 49. mínútu. — ÞR.
Lið FH:
FH rassskellti Fylki
• Þjálfari FH Geir Hallsteinsson var mjög ógnandi i öllum leik
sínum. Er hann maðurinn sem landsliðið vantar.
Rússarnir töpuðu á Spáni
SOVÉSKA liðið Burewestnik frá
Tblisi fór enga frægðarför til
Madrid. þar sem liðið mætti
Atletico í 2. umferð Evrópu-
keppni bikarhafa i handknatt-
leik. Varla þarf að minna á, að
Atletico er einmitt liðið sem
Valur sló út í undanúrslitum
Evrópukeppni meistaraliða á sið-
asta keppnistímabili. En Rússun-
um tókst ekki það sem Vals-
mönnum tókst, þ.e.a.s. að klekkja
á spænska liðinu. Atletico burst-
aði nefnilega Burewestnik með
staðan í hálfleik hafði verið
14—12.
í sömu keppni áttust við Drott
frá Svíþjóð og Elektromos frá
Ungverjalandi. Drott sigraði með
þriggja marka mun, 23—20, eftir
að staðan í hálfleik hafði verið
11—9. Leikmenn Drott eru einnig
góðkunningjar Valsmanna, ekki
síður en leikmenn Atletico. Valur
sló Drott einnig út í meistara-
keppninni á síðasta keppnistíma-
bili.
Sverrir Kristinsson 6
Gunnlaugur Gunnlaugsson 6
Geir Hallsteinsson 6
Guðmundur Magnússon 5
Guðmundur Stefánsson 6
Sæmundur Stefánsson 7
Kristján Arason 7
Þorgils óttar Mathiesen 6
Pálmi Jónsson 6
Hans Guðmundsson 6
Lið Fylkis:
Jón Gunnarsson 4
Stefán Gunnarsson 4
Gunnar Baldursson 7
Stefán Hjálmarsson 3
Ásmundur Kristinsson 3
Einar Ágústsson 3
Örn Hafsteinsson 3
Magnús Sigurðsson 3
Sigurður Símonarson 3
30 mörkum gegn 21, eftir að
iiriMi'iunifflRi
ÍBK sigraði Þór
í 1. deild í körfu
Fannkoma hefur sett strik i reikninginn i þýsku knattspyrnunni
síðustu dagana eins og þessi mynd ber með sér.
Dortmund komið á
bragðið á ný
- Atli og félagar eru í 4. sæti
í þýsku deildarkeppninni
Barcelona
burstaöi
Aarhus KFUM
Handknattleikslið Barcelona.
sem Viggó Sigurðsson lék með á
síðasta keppnistimabili, vann
athyglisverðan sigur gegn
danska liðinu Aarhus KFUM í
fyrri leik liðanna í 2. umferð
Evrópukeppni meistaraliða um
helgina. Liðin reyndu með sér í
Barcelona og sigraði heimaliðið
með tíu marka mun, eða 26 —
16. Staðan í hálfleik var 13—8.
Úrslit þessi undirstrika styrk-
leika spænskra liða, sérstak-
lcga á heimavclli og víst er, að
staða Aarhus er ekki ýkja sterk
eftir þessa flengingu....
Austurrikismenn unnu nauman
sigur gegn Albaníu í undan-
keppni HM um helgina. Leikur-
inn, sem var liður í 1. riðli, fór
fram i Tirana. Stutt er síðan að
Austurrikismenn fiengdu Albani
á heimavelli sinum, en þeir síðar-
nefndu reyndust erfiðari við-
fangs á eigin heimavelli. Austur-
ríkismenn voru reyndar stcrkari
aðilinn framan af, en eftir að
Kurt Welzl hafði skorað það sem
reyndist vera sigurmarkið. voru
Albanir grimmari og voru
óheppnir að skora ekki í nokkr-
um tilvikum. Áttu þeir m. a. skot
bæði í stöng og þverslá, auk þess
ÍBK SIGRAÐI Þór frá Akureyri
með aðeins tveggja stiga mun í 1.
deild i körfubolta um helgina.
Staðan i hálfleik var 50—48. Það
var ekki fyrr en á 13. minútu
leiksins sem ÍBK tókst að ná
forystu í leiknum. En Þór var
aldrei langt undan. Þegar min-
úta var eftir af fyrri hálfleiknum
missti ÍBK Bandarikjamanninn
Reed útaf með fimm villur. Hinir
ungu leikmenn ÍBK börðust eins
og ljón í siðari hálfleik fyrir
sigrinum og tókst að fara með
ítalir sigruðu Grikki 2—0 í 5.
riðli undankeppni HM i knatt-
spyrnu um helgina. en leikurinn
sem markvörður Austurrík-
ismanna varði nokkrum sinnum
vel. En lokakaflann var siðan
allur vindur úr heimaliðinu og
Austurríkismenn náðu aftur
betri tökum á leiknum.
Austurríki hefur forystuna í
riðlinum, hefur liðið 6 stig að
loknum þremur leikjum. Búlgarir
hafa 4 stig að 3 leikjum loknum,
en síðan koma Vestur Þjóðverjar
og Albanir með 2 stig hvor þjóð.
Albanirnir hafa leikið fjóra leiki,
en Þjóðverjarnir aðeins einn.
Neðstir eru Finnar sem hafa
tapað öllum leikjum sínum til
þessa, 3 að tölu.
sigur af hólmi i leiknum.
Stig ÍBK: Jón 12, Reed 12,
Einar 23, Axel 15, Viðar 10,
Vignir 9, Brynjar 2.
Stig Þórs: Shwarts 31, Alfreð
22, Jón 16, Þórarinn 10.
Liði ÍBK hefur gengið mjög vel
í vetur og nú nýverið sigraði liðið
UMFG í bikarkeppni KKÍ með 95
stigum gegn 89. Liðið er því
komið áfram i bikarkeppninni og
stefnir á efsta sætið í 1. deildinni
i körfuboltanum.
fór fram i Aþenu. Þar með hafa
ítalir unnið alla leiki sína til
þessa, fjóra að tölu, og liðið hefur
forystuna í riðlinum. Staðan í
hálfleik var 1—0.
Grikkirnir voru slakir og þrátt
fyrir að þeir væru langtímum
saman í sókn, virtust ítölsku
varnarmennirnir eiga hlægilega
auðvelt með að halda þeim í
skefjum. Skyndisóknir ítala voru
öðru hvoru hættulegar og strax á
11. mínútu skoraði liðið fyrra
markið. Var það mikið útsölu-
mark, sem skrifast á reikning
gríska markvarðarins. Antognioni
skoraði markið. Scirea skoraði
síðara markið 8 mínútum fyrir
leikslok, fékk þá knöttinn á auðum
sjó og lék á markvörðinn áður en
hann renndi knettinum í netið.
Að þessum leik loknum, hafa
ítalir sem fyrr segir 8 stig að
fjórum leikjum loknum. Júgóslav-
ar hafa 4 stig að 3 leikjum loknum
og Danir og Grikkir 2 stig hvor
Þjóð. Danir eftir 4 leiki, en
Grikkir eftir aðeins tvo. Loks eru
Luxemborgarar enn án stiga að 3
leikjum loknum.
BORUSSIA Dortmund náði sér á
strik á nýjan leik um helgina.
eftir nokkra taplciki í röð. Vann
liðið á laugardaginn góðan sigur
á Eintrakt Frankfurt. En vetr-
arríki hefur herjað á Vestur-
Þjóðverja að undanförnu og
þremur leikjum varð að fresta í
úrvalsdeildinni þar í landi um
helgina. Voru það leikir HSV og
1860 Munchen. Schalke 04 og
Kaiserslautern og viðureign
Karlsruhe og Uerdingen. Úrslit
leikja urðu annars sem hér segir:
Bayern Mun. — Mönch.gladb. 4—0
Stuttgart — Bochum 4—1
B. Leverkusen — Duisburg 1—1
Arm. Bielefeldt — Nurnberg 0—2
Dusseldorf — FC Köln 0—0
Bor. Dortm. — Eintr. Frankf. 2—1
Bayern sýndi heldur betur tenn-
urnar gegn gamla stórveldinu
Borussia Mönchengladbach. Fyrri
hálfleikur var reyndar markalaus,
en á 15 mínútna kafla í síðari
hálfleik skoraði Bayern fjórum
sinnum. Dieter Höness og Klaus
Augenthaler skoruðu tvö mörk
hvor. Bayern náði þar með forystu
í deildinni, þar sem Hamburger
gat ekki leikið. Hefur Bayern nú
26 stig, en hefur leikið 16 leiki.
HSV hefur 24 stig úr 15 leikjum.
Kaiserslautern, sem einnig fékk
frí vegna fannkomu um helgina,
hefur 21 stig og hefur lokið 15
leikjum.
En Atli Eðvaldsson og félagar
hans hjá Borussia Dortmund eru
sem fyrr í fjórða sæti deildarinnar
og hefur liðið eftir sigurinn gegn
Frankfurt 19 stig að loknum 16
leikjum. Stuttgart hefur sama
stiga- og leikjafjölda, en marka-
tala Dortmund er ögn betri. Atli
komst ekki á blað að þessu sinni,
en þeir Manfred Burgsmuller og
Rudger Abramzic sáu um að skora
fyrir Dortmund. Bernd Hölzen-
bein skoraði mark Frankfurt þeg-
ar tíu mínútur voru til leiksloka.
Stuttgart vann einnig góðan
sigur á laugardaginn, rassskellti
Bochum, 4—1. Tyrkneski leikmað-
urinn Ylias Tuefecki skoraði
þrennu fyrir Stuttgart og Allgow-
er fjórða markið. Lameck svaraði
fyrir Bochum. Bielefeldt er heill-
um horfið og mörk þeirra Lieb-
wirth og Oberacher tryggðu Nurn-
berg góðan sigur gegn liðinu og
Bielefeldt er nú eitt og yfirgefið á
botninum með aðeins 7 stig að 16
leikjum loknum. Hefur liðið að-
eins unnið einn sigur það sem af
er vetri. Loks má geta leiks
Leverkusen og Duisburg. Bæði
mörkin voru skoruð í síðari hálf-
leik, Voege skoraði fyrst fyrir
heimaliðið, en Rudi Seliger jafn-
aði fyrir Duisburg.
Albanir Austurríkis-
mönnum erfiðir
- En Austurríki marði þó mikilvægan sigur
Öruggur sigur ítala