Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 3
Auglýsingastofan SGS
z'
Steingríms saga II bindi
Búnaöarfélagsárin, einkamál og pólitík
Annað bindi sjálfsævisögu Steingríms heitins Steinþórssonar, fyrrum forsætisráð-
herra mun ekki vekja minni athygli en fyrra bindið sem kom út í fyrra. Eins og áður, er
Steingrímur óvenjulega hreinskiptinn í umfjöllun sinni um menn og málefni, og hlífir
síst sjálfum sér ef því er að skipta. í þessari bók segir Steingrímur frá störfum sínum
hjá Búnaðarfélagi Islands, en þar beitti hann sér fyrir ýmsum nýjungum, frá
stórnmálavafstrinu og m.a. eftirminnilegri „Bjarmalandsför á Barðaströnd,“ þar sem
hann háði harða glímu við Gísla Jónsson frá Bíldudal. Einnig segir Steingrímur frá
einkamálum sínum á því árabili sem hann fjallar um í bókinni. Fjöldi fólks vítt og breitt
um landiö og í öllum stjórnmálaflokkum og mannfélagsstigum kemur við sögu í
bókinni og er umfjöllun Steingríms tæpitungulaus og opinská. Andrés Kristjánsson
og Örlygur Hálfdánarson bjuggu bókina til prentunar.
Landið þitt
Eftir Steindór Steindórsson og Þorstein Jósefsson
Mesti kjörgripurinn á bókamarkaðnum í ár er fyrsta bindi nýrrar útgáfu af Landinu
þínu. Fyrirhugað er að bækurnar verði fjórar með um 8000 uppsláttarorðum og 1200
litmyndum á jafnmörgum blaðsíðum. Fyrsta bindið A—G, er 272 blaðsíður með 1800
uppsláttarorðum og 180 litmyndum, stórum og smáum. Hér er um einstætt ritverk að
ræða, sem felur í sér meiri fróðleik um ísland, en nokkurt annað einstakt ritverk, og
er sannkallaður kjörgripur sem ætti að vera til á hverju heimili. Bók sem fólk mun
grípa til aftur og aftur, til þess að afla sér vitneskju og fróðleiks um landið sitt.
Valdatafl í Valhöll
Eftir Anders Hansen og Hrein Loftsson
Valdatafl í Valhöll er tvímælalaust sú bók sem vakið hefur hvað mesta athygli og
deilur aö undanförnu. Hér er á opinskáan hátt fjallað um þau átök í
Sjálfstæðisflokknum og togstreitu forystumanna flokksins, sem leiddu aö lokum til
stjórnarmyndunar varaformanns flokksins, dr. Gunnars Thoroddsens. Er sagan
rekin, og kemur í Ijós aö rætur þessara átaka ná langt aftur í tímann. Með bók
þessari hefur veriö brotið blað í skráningu slíkra bóka hérlendis, þar sem aldrei áöur
hefur verið fjallað af jafnmiklu hispursleysi um samtíðaratburði. Sannarlega bók sem
er í brennidepli.
Heimsmetabók Guinness
Ritstjórar : Örnólfur Thorlacius og Steinar J. Lúðvíksson.
Ein vinsælasta bók allra tíma er Heimsmetabók Guinness, sem hefur veriö á
metsölulistum víða um lönd, allt frá því að hún kom fyrst út. Síðast kom bókin út á
íslandi 1977 og seidist þá upp á skömmum tíma. Hér er um gjörbreytta útgáfu að
ræða, þar sem flest öll þau met sem stóðu árið 1977, hafa nú verið slegin, eins og
gefur að skilja. Breytingin felst þó ekki síöur í því að nú hefur íslenska efni bókarinnar
verið stóraukiö og er víðast að finna hliðstæður viö hin erlendu met. Heimsmetabók
Guinness, er í rauninni fjölfræðibók, en ýmislegt spaugilegt og frásagnir um sérstæð
tiltæki er þó þar aö finna einnig, enda margir sem vilja mikið á sig leggja til þess að
komast í bókina.
Hvað gerðist á íslandi 1979
eftir Steinar J. Lúðvíksson. Myndaritstjóri: Gunnar V. Andrésson
Fyrsta bókin í bókaflokki sem fjalla mun um samtímaviðburði á
íslandi. „íslandssaga samtímans," mætti kalla þessa bók.
í henni er fjallað um viðburöi ársins 1979 í máli og myndum, á
ítarlegan hátt, þannig að lesendur bókarinnar geta fundið þar
frásagnir um allt þaö helsta sem geröist á íslandi á árinu.
Frásögnunum er skipt í efnisflokka eftir eðli þeirra, og
auðveldar þaö mjög notkun bókarinnar. Þetta er bók sem vex
aö gildi með árunum og mun svara flestum spurningum sem
spurðar verða um atburði ársins 1979. Stór bók, með
fjölmörgum myndum. Sannkölluð óskabók heimilanna í ár.