Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Gíf urlegar fjárfest-
ingar í loðnuskipum
- en framtíðin óviss
HAUSTVERTÍÐ loðnuskipanna
hófst 5. scptcmbcr siðastliðinn ok
fyrsta skipið hafði fylit kvóta
sinn röskum tveimur mánuðum
siðar. Fleiri skip fylgdu í kjölfar-
ið og vertíð margra skipa var
innan við 3 mánuðir að þessu
sinni. Með öllu er óvíst hvort
þessi skip fá að veiða loðnu fyrr
en næsta haust. Verkefni loðnu-
flotans hafa talsvert verið til
umræðu undanfarið og í alyktun
formannaráðstefnu FFSÍ á dög-
unum var lagt til. að loðnuskipin
fái aukna hlutdeild í þorskveið-
um á næsta ári.
52 skip hafa nú leyfi til loðnu-
veiða og eftir að fiskifræðingar
höfðu gert bergmálsmælingar á
loðnustofninum í haust var ákveð-
ið að takmarka kvóta hvers skips
um 30%, en stofninn verður síðan
endurmældur í byrjun janúar.
Loðnuvertíð byrjaði 20. ágúst 1979
og stóð til 11. nóvember, en þá
voru veiðarnar stöðvaðar. Aftur
var byrjað 11. janúar og stóð
Sumar — vetur Afli (þús. t.)
1972 277
1973 441
1974 462
1975 458
1975-1976 342
1976-1977 659
1977-1978 770
1978-1979 1.191
1979-1980 834
vertíðin fram í miðjan marz eða í
um 2 mánuði, en síðustu vikurnar
höfðu skipin kvóta til að veiða
loðnu í frystingu og til hrogna-
töku. Það veiðitímabil voru loðnu-
veiðar stundaðar í um 5 mánuði og
var þessi vertíð hin stytzta síðan
sumar- og haustveiðar á loðnu
hófust árið 1976. Á þessu ári verða
mörg skipanna ekki nema í 4
mánuði á loðnuveiðum og hvað
verður á næsta ári er ekki vitað á
þessu stigi.
í haust var ákveðið að setja
kvóta á hvert loðnuskip og var
helmingur kvótans ákveðinn eftir
burðargetu. Upphaflega var
ákveðið að leyfa veiði á 670 þúsund
tonnum, en eftir mælingar í haust
var heildarkvóti íslenzku skipanna
lækkaður niður í 460 þúsund þar
til annað verður ákveðið. Afkasta-
geta loðnuskipanna er mjög mikil
eins og sést á því að Óli Óskars RE
fékk 12.600 tonn á tveimur mánuð-
um og þó svo að leyft væri að veiða
milljón tonn á ári gæti flotinn
afkastað meiru.
Árið 1979 veiddust alls 963
þúsund tonn af loðnu, en útlit er
fyrir að loðnuaflinn á þessu ári
verði innan við 800 þúsund tonn.
Rétt er að geta þess, að þegar
talað er um loðnuveiðar er yfir-
leitt talað um tímabil frá hausti
til vors, en ekki almanaksárið.
Meðfylgjandi er tafla, sem sýnir
loðnuafla síðustu ára.
í nýútkomnu hefti af Sjávar-
fréttum er fjallað um loðnuveið-
arnar og þá m.a. um fjárfestingar
í loðnuflotanum. Vátryggingafjár-
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna: I0mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13mm
Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar
hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./mín
ViðSKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta,
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan-
greindra fýlgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
vírburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilisborvéla. Eigum
einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir
og stærðir af SKIL
rafmagnshandverkfærum.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverktæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
upplýsingum. Athugið hvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
SÍS Byggingavorudeild,
Suðurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbuðin, Álfaskeiði 31 „
KEFLAVIK:
Stapatell h/f.
ÞINGEYRI:
Kaupfélag Dyrfirðinga
ISAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVIK:
Kaupfelag Steingrimsfjarðar.
BLÖNDUÓS:
Kaupfélag Hunvetninga
SIGLUFJÖRÐUR:
Ratbær h/f.
AKUREYRI:
Verslunln Raforka
Handverk, Strandgötu 23.
HUSAVÍK:
Kaupfélag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfelag Vopntirðinga
EGILSTAÐIR:
Verslunin Skógar
SEYDISFJÖRÐUR:
Stálbúöín
NESKAUPSST AÐUR.
Eiríkur Ásmundsson
HÖFN:
Kaupfelag Austur-Skaftfellinga
VIK:
Kaupfélag Skaftfellinga
Líf og fjör á miðunum. Börkur NK er fjær á myndinni, en Börkur
hefur jafnan verið meðal aflahæstu loðnuskipanna.
Útbúnaðurinn gæti mynd á losun úr oliuskipi, en svo er þó ekki þarna
er verið að landa loðnu i Vestmannaeyjum úr aflaskipinu Sigurði RE
4.
hæð íslenzku skipanna 52, sem
fengu leyfi til loðnuveiða í haust,
er sögð hafa verið tæpir 59
milljarðar króna 1. október síð-
astliðinn. Segir í Sjávarfréttum,
að verðmætasta skipið hafi verið
metið á 45,2 milljarða króna, en
verðminnsta skipið á 600 milljónir
króna.
í þjóðhagsáætlun er reiknað
með svipuðum loðnuafla á næsta
ári og í ár, en á þessu stigi málsins
er ekki líklegt að það fari eftir.
Útflutningsverðmæti loðnuafurða
á síðasta ári nam um 38 milljörð-
um króna.
Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsráðherra, ræddi
nokkuð um stærð fiskiskipaflot-
ans í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ.
Sagði hann flotann of stóran fyrir
þann afla, sem nú mætti veiða og.
nefndi sérstaklega loðnuflotann.
Hann hefði verið byggður upp
meðan spár fiskifræðinga voru
mun hagstæðari en nú, en ekki er
langt síðan reiknað var með að
óhætt væri að veiða yfir milljón
tonn af loðnu á ári. Áuk þeirrar
óvissu, sem nú ríkir með loðnu-
veiðar á næsta ári, má nefna að
íslendingar veiddu verulegt magn
af loðnu við Grænland í haust.
Ekki hefur verið samið við Græn-
lendinga og Efnahagsbandalagið
um veiðar á þessum slóðum á
næsta ári og ef ioðnugöngur verða
svipaðar og í ár kann enn að draga
úr möguleikum loðnuflotans
næsta ár.
Útgerðarmenn loðnuskipa hafa
reynt ýmsar aðrar veiðar á þessu
ári til að nýta skip sín sem bezt, en
árangurinn verið misjafn. Nefna
má kolmunnaveiðarnar, sem fjög-
ur skip stunduðu um tíma síðast-
liðið vor og sumar með litlum
árangri. Mörg skipanna fóru á
veiðar með net eða troll og þrjú
skipanna reyndu rækjuveiðar. Þá
fengu öll skipin leyfi til að veiða
150 tonn af síld og munu flest
þeirra notfæra sér síldveiðileyfið.
Eftirtekja þeirra skipa, sem
minnst verð fengu fyrir síld í
Danmörku, hefur þó varla verið
mikil.
áij
Ljóðabók eftir
Steingrím Bald-
vinsson í Nesi
Almenna bókafélagið hefur sent
frá sér ljóðabókina Heiðmyrkur eftir
Steingrím heitinn Baldvinsson í Nesi
í Aðaldal.
Á bókarkápu segir m.a.: „Stein-
grímur Baldvinsson í Nesi í Aðaldal,
d. 1968, var þjóðkunnur maður, ekki
sízt fyrir sínar snjöllu lausavísur.
Hann lét eftir sig allmikið af
skáldskap, sem Kristján - Karlsson
hefur valið úr í þessa bók. Stein-
grímur í Nesi var merkilegt skáld, og
móðurmálið lék honum á tungu. Hér
er að finna afburðakvæði svo sem
Heiðmyrkur sem hann orti er hann
beið dauða síns í gjá í Aðaldals-
hrauni í fimm dægur og var þá
bjargað fyrir tilviljun."
Karl Kristjánsson alþingismaður
flutti minningarræðu við kistu
Steingríms og er meginhluti hennar
prentaður sem inngangur fyrir bók-
inni.
Heiðmyrkur er 117 bls. og prentuð
og bundin í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar.
Steingrimur Baldvinsson
HEIÐMYRKUR