Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 9. DESEMBER 1980 27 • ÞESSI bráðmyndarlegi hópur kvenna var að taka við verðlaunum hjá Ármanni fyrir að hafa verið með 100% mætingu í 10 mánuði. Konurnar æfa hressingarleikfimi undir stjórn Sigríðar Lúthersdóttur tvisvar í viku. Og á timabilinu 1. september til 1. júní hafa þær alltaf mætt. Þær heita talið frá vinstri: Auðbjörg Björnsdóttir, Erna Marelsdóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Brynja Kristjánsdóttir, Ásgerður Bjarnadóttir, Oddný Eyjólfsdóttir, Laufey Bjarnadóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Gígja Árnadóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Fyrir miðju er kennari þeirra, Sigríður Lúthersdóttir. Ljósm. Kristján. Glæsileg fimleikasýning • Síðastliðinn sunnudag fór fram í Laugar- dalshöllinni glæsileg fimleikasýning á vegum FSÍ. Þetta var hin árlega haustsýning sam- bandsins. Að venju tókst sýning þessi mjög vel og var hinum fjölmörgu sýningarflokkum víðsvegar af landinu klappað lof í lófa fyrir góða frammistöðu af hinum mörgu áhorf- endum er sýningu sóttu. Hér á síðunni eru myndir af sýningunni sem Ijósmyndari Mbl. Kristján Einarsson tók af fimleikafólkinu sem var á öllum aldri. • Hópurinn sem mættur var til þess að taka við viðurkenningum fyrir góða mætingu. Ljósm. Kristján. Áhuginn ódrepandi LÍKAMSRÆKT og trimm eru alltaf að aukast hjá öllum al- menningi. Fólk ýmist syndir, skokkar, fer í göngufcrðir eða stundar hressingarleikfimi. Glímufélagið Ármann hefur um 10 ára skeið gengist fyrir hress- ingarleikfimi fyrir konur á öllum aldri. Nú eru um 20 flokkar kvcnna og einn flokkur karla sem stunda æfingar hjá félaginu. Það eru mikið húsmæður sem stunda þessa tíma. Fólk sem vinnur vaktavinnu notar mikið morguntímana. En að sögn for- ráðamanna Ármanns er salurinn í Ármúlanum sem starfsemin fer fram í, notaður frá því snemma á morgnana og langt langt fram á kvöld. Jafnan hefur verið mikil og góð aðsókn að tímum þessum, og sama fólkið kemur aftur og aftur að fenginni reynslu. Átta tímar kosta 16.000 krónur og er hver tími í 45 mínútur. Gufubað og ljós eru á staðnum. Tímarnir eru ætlaðir til örvunar fólki sem hefur áhuga á að hreyfa sig og stunda léttar og hressandi æfingar. Þá er sérstök megrunarleikfimi. Nú síð- astliðinn föstudag voru Ármenn- ingar að heiðra þær konur sem mætt höfðu vel í tímana og það var glaður og hress hópur sem sat yfir kaffi og kræsingum í vistleg- um salarkynnum í Ármúlanum. - þr • Halldóra Sigurðardóttir 62 ára gömul. hefur stundað hress- ingarleikfimi í 5 ár. Og það sem meira er, hana hefur aldrei vant- að í einn einasta tíma öll þessi ár. Halldóra var því að fá viðurkenn- ingu fyrir gé>ða mætingu fimmta árið í röð. Við spurðum Halldóru álits á tímunum. — Mér verður aldrei misdæg- urt, sagði Halldóra. — Þetta gerir mig friska og ég ætla að halda áfram í leikfiminni eins lengi og ég get. Við ráðum því alveg sjálfar hversu mikið við tökum á í tímunum. Þetta örvar blóðrásina og gerir mikið gott. Ég hafði ekki stundað leikfimi siðan ég fermdist, en byrjaði svo í þessu fyrir fimm árum og ég sé ekki eftir því. Og ekki má gleyma því hversu góður félagsskapur- inn er. Mikil ffjölbreytni var í æfingum fimleika- fólksins. Og greini- lega kom fram að gíf- urleg vinna og þjálfun lá aö baki hjá fim- leikafólkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.