Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 20 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakiö. Á f lótta undan vandanum Utfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómílur skapar allt aðrar forsendur en áður voru fyrir stjórn íslenskra efnahagsmála. Felst það bæði í því, að nú höfum við sjálfir yfirráðin í okkar höndum og hinu, að samningar hafa tekist, sem útiloka útlendinga svo að segja alveg frá botnfiskveiðum á Islandsmiðum. Ahrif- anna af 200 mílna útfærslunni gætir einnig greinilega í atvinnulífi landsmanna. I ræðu sinni á aðalfundi Landsambands íslenskra útvegsmanna benti Kristján Ragnarsson, formaður þess, rækilega á þessa staðreynd með því að minna á, að þorskveiðar okkar á þessu ári nálgist það, sem mest hefur verið frá því sjósókn hófst við landið. En hinn mikli munur er, að áður hafa útlend skip tekið 40—50% af heildaraflanum, nú kemur hann svo að segja allur um borð í íslensk skip. Þrátt fyrir þessa gleðilegu þróun er langt frá því, að vandi íslenskrar útgerðar sé úr sögunni. Af ræðu formanns LÍÚ má ráða hið gagnstæða. Alls staðar eru óleyst stórverkefni og vegna óðaverðbólgunnar ná endar ekki saman, þannig að útgerðin er rekin með halla. Vanskil hennar eru „gífurleg" að mati Kristjáns Ragn- arssonar, þau nema 30 milljörðum króna og aðeins dráttarvextir hækka skuldirnar um 1425 milljónir á mánuði hverjum. Þannig er komið fyrir útgerðinni, þegar í ár er veitt 36% meira magn af fiski en fiskifræðingar ráðlögðu. Þótt spár þeirra hafi verið of svartsýnar á undanförnum árum, er síður en svo ráðlegt að gera út á sömu svartsýni næstu ár. Þess vegna þykir auðsýnilegt, að nauðsynlegt sé að takmarka þorskaflann við 400 þúsund lestir á næstu árum eða svipað magn og veitt er í ár. Undanfarin ár hefur vaxandi kostnaði við útgerð vegna olíuverðhækkana og óðaverðbólgunnar verið mætt með meiri sókn, gengissigi og aukinni sölu á íslenskum fiski á góðu verði ekki síst í Bandaríkjunum. Á fyrstu mánuðum þessa árs söfnuðust nokkrar birgðir vegna sölutregðu, lækkandi verðs og vaxandi samkeppni í Bandaríkjunum. Varð þá uppi fótur og fit, ekki síst hjá fjölmiðlaglöðum ráðherrum, sem töldu íhlutun sína eina geta breytt þróuninni til betri vegar. Sem betur fer urðu afskipti ráðherra minni af þessum málum en stór orð þeirra gáfu tilefni til að ætla í fyrstu. Síðan hefur ástandið frekar batnað á fiskmörkuðum ef eitthvað er. En einmitt um mitt ár, tók hins vegar verulega að halla undan fæti hjá útgerðinni hér á landi. Hefur hagur hennar síðan haldið áfram að versna. Málgagn sjávarútvegs- og viðskiptaráð- herra, Tíminn, spáir því í risafyrirsögn á forsíðu, að um þær mundir, sem fiskverð kemur næst til ákvörðunar, um áramótin, verði gengi krónunnar fellt um 20%. Hvergi bólar á neinum samræmdum aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar og atvinnufyrirtæki skipuleggja rekstur sinn á næsta ári með sama hætti og maður, er kastar sér til sunds án þess að geta snúið aftur að sömu strönd og vita nokkuð um fjarlægðina til þeirrar næstu. í ályktun aðalfundar LÍÚ er vikið að versnandi viðskiptakjörum þjóðarinnar, meiri hækkunum og vax- andi verðbólgu. Lýkur ályktuninni á þessum orðum, sem eru raunsönn lýsing á erfiðleikum þjóðarinnar allrar: „Það bólar ekki á neinum afgerandi ráðstöfunum (hjá ríkisstjórninni) til þess að takast í alvöru á við grundvallarorsakir verðbólgunnar. Hún æðir áfram og fer vaxandi. Það hlýtur að vera krafa útvegsmanna til ríkisstjórnar og Álþingis, að þessir aðilar horfist í augu við hinar bláköldu staðreyndir. Þeir verða að taka til höndum í stað þess að villa fólki sýn með sífelldum loforðum um framtíðarúrlausnir, sem aldrei sjást.“ Þetta eru viðhorf útgerðarmanna nú fimm árum eftir að íslandsmið komust að öllu leyti undir okkar eigin stjórn. Hinn heimatilbúni vandi yfirgnæfir þá miklu velmegun, sem yfirráð okkar yfir eigin fiskimiðum eiga að geta veitt, ef rétt er á málum haldið. Greinilegt er, að þeim sannindum, sem felast í orðtakinu „að kunna fótum sínum forráð" hefur verið kastað fyrir róða samhliða því, sem þeir, er ábyrgðina hafa axlað í landstjórninni, vilja ekki horfast í augu við blákaldar staðreyndir. „Tómt mál að tala um kjarabætur, ef Álverinu yrði lokað“ „UMMÆLI Iljörleifs Guttormssonar iðnaðar- ráðherra koma mér ekk- ert á óvart. Alþýðubanda- lagsmenn hafa frá önd- verðu verið andvígir þeirri stóriðjustefnu, sem ríkisstjórn Bjarna Bene- diktssonar mótaði,“ sagði Matthias Á. Mathiesen 1. þm. Reyjaneskjördæmis, er Mbl. spurði hann álits á ummæium iðnaðarráð- herra um að hagkvæm- asti stóriðjukosturinn sé að leggja álverið í Straumsvík niður í áföngum. Þá sagði Matthías: „Þegar Jóhann Hafstein, þáverandi iðnaðarráðherra, gerði Alþingi grein fyrir þeim lagafrumvörp- um sem ríkisstjórnin flutti varðandi þetta mál, þá stóð ekki á stjórnarandstöðunni að útlista afleiðingarnar og það voru ófagrar lýsingar. Mig minnir að einn þingmanna Al- þýðubandalagsins hafi lýst áhrifunum svo, að allir Hafn- firðingar yrðu gengnir til feðra - segir Matthías Á. Mathiesen vegna ummæla iðnaðarráðherra sinna vegna mengunar áður en áratugur væri liðinn. Fyrir utan allt talið um frelsissvipt- inguna, sem af samstarfinu við útlendingana leiddi. Eg veit ekki betur en þetta fyrirtæki hafi veitt hundruð atvinnutækifæri og mér er ekki ljóst hvar sá stóri hópur, sem nú hefur atvinnu sína vegna þessa stóriðjufyrirtækis, fær arðbærari vinnu ef ráðherran- um tekst að koma fram stefnu sinni og loka fyrirtækinu. Þrátt fyrir sigur okkar í landhelgismálinu 1976 með út- færslu í 200 mílur gegn aðvörun alþýðubandalagsmanna sem vildu bíða eftir Hafréttarráð- stefnunni eins og Lúðvík Jósepsson orðaði það, þá eru ekki eins og á stendur þau störf að sækja til sjávarútvegsins. Það er ljóst mál, að fiski- stofnana verðum við að nýta með mjög mikilli varkárni í næstu framtíð og því hefur stóriðjustefna Sjálfstæðis- flokksins einmitt sannað rétt- mæti sitt. Ég vona að til þess komi ekki, að núverandi iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins nái fram því markmiði sínu að álverinu verði lokað, því það hefði ófyr- irsjáanlega erfiðleika í för með sér fyrir þjóðfélag okkar í framtíðinni og tómt mál yrði, þá að tala um kjarabætur á næstu árum,“ sagði Matthías að lokum. Umræður á Alþingi um gjaldmiðilsbreytinguna: Enginn ráðherra viðstaddur! ÁGÚST Einarsson vara- þingmaður mælti í gær fyrir tillöRU á Alþingi um frestun fyrirhu>?aðrar gjaldmiðilsbreytingar, sem á að taka gildi um áramót, svo sem kunnu«t er. Ágúst sagði, að for- Góð at- vinna á Þórshöfn Þór8höfn,j8. des. SJÖ BÁTAR hafa verið gerðir út á línu héðan í haust, þrír stórir bátar og fjórir smærri bátar. Afli hefur verið sérstaklega Koður hjá þessum hátum hingað til og jafnvel verið mokafli hjá stærri hátun- um þegar þeir hafa getað sótt á f jarlægari mið. Vinna hefur verið næg í frystihúsinu í allt haust nema hvað nokkrir dagar hafa fallið úr vegna lang- varandi brælu um miðjan nóvember. Veður hefur verið af- skaplega óstillt frá miðjum nóvember og komið snögg og óvænt veður og valdið minni bátunum erfiðleikum. Svona almenn línuútgerð hefur ekki verið frá Þórs- höfn í langan tíma og er það munur frá því sem áður hefur verið, en undanfarin ár hefur verið stöðnun á haustin og bátum lagt vegna aflaleysis um miðjan nóv- ember. - Óli senda þess, að hundrað- földun krónunnar hefði tilætluð áhrif, það er að auka tiltrú landsmanna á gjaldmiðlinum, væri, að um leið yrði gerðar rót- tækar efnahagsráðstafan- ir er miðuðu að því að minnka verðbólguna og bæta efnahagsástandið. Þingmaðurinn kvað á hinn bóginn enn ekkert að frétta af fyrirhuguðum efnahagsráðstöf- unum, og væri því besta lausnin að fresta gjaldmiðilsbreyting- unni. Matthías Á. Mathiesen tók undir orð Ágústs, en sagðist jafnframt vilja vekja athygli á því, að þrátt fyrir að svo mikil- vægt málefni væri á dagskrá, sæi enginn ráðherra ríkisstjórnar- innar ástæðu til að hlýða á umræður, hvað þá taka þátt í þeim. Svavar Gestsson hefði að ÍSLENZKA skáksveitin varð að þola stórtap i siðustu umferð Olympiuskákmótsins á Möltu, sem lauk á laugardaginn. Það voru Ungverjar sem unnu íslend- inga með 3'á vinningi gegn Vi. Þessi stóri sigur dugði Ungverj- um ekki til sigurs í mótinu því Sovétmenn unnu Dani einnig 3 'k: 'k. Sovétmenn og Ungverjar urðu jafnir að vinningum með 39 vinninga en andstæðingar Sovét- manna höfðu unnið fleiri skákir samanlagt en andstæðingar Ung- verja og Sovétmenn teljast því sigurvegarar samkvæmt reglum Ólympíumótanna. Þar með höfðu Sovétmenn endurheimt titilinn, sem þeir misstu til Ungverja á mótinu í Buenos Aires 1978.. vísu verið í hliðarsal, en þeir ráðherrar er málið helst snerti, Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra, Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra og Tómas Árnason viðskiptaráðherra, væru ekki viðstaddir. Árni Gunnarsson tók undir gagnrýni Matthíasar, og sagði ráðherra þá er fyrr eru nefndir, nánast hafa sýnt Al- þingi lítilsvirðingu með því að vera ekki við umræðuna. Forseti neðri deildar, Alexand- er Stefánsson, tók til máls að lokinni ræðu Árna, og sagði hann málið hafa verið tekið fyrir vegna þess að varaþingmaðurinn Ágúst Einarsson færi nú af þingi. Hefði honum áður verið kunnugt um fjarveru ráðherra úr þingi í gær. Umræðum um málið var síðan frestað, og það tekið út af dagskrá, en athygli vakti, að örfáum mínútum síðar var Ragn- ar Arnalds þátttakandi í umræð- um um lífeyrissjóð bænda í efri deild Alþingis. Úrslit einstakra skáka urðu þau að Helgi Ólafsson tapaði fyrir Portisch, Jón L. Árnason tapaði fyrir Ribli, Margeir Pétursson gerði jafntefli við Sax en Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Pinter. Allir meðlimir ungversku sveitar- innar eru stórmeistarar. Við þetta stóra tap féll íslenzka sveitin niður um mörg sæti. Ekki hafa borizt nákvæmar fregnir um stöðuna en Island var fyrir neðan 22. .sæti, hlaut 30 vinninga sam- tals. í síðustu umferðinni vann kvennasveit Islands sveit Puerto Rico 3:0 og endaði um miðju í kvennaflokknum. Stórtap í síð- ustu umferðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.