Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
5
Frank Sweeney (lengst til vinstri), varaforseti fyrirtækisins Ungfrú alheimur, og Kerry Glasser,
framkvæmdastjóri (lengst til hægri), ásamt Sveini Sæmundssyni. blaðafulltrúa Flugleiða, á fundi með
fréttamönnum. Með þeim Sweeney og Glasser kom til Iandsins Bob Lissner, sérfræðingur fyrirtækisins í
sjónvarpsmálum. Ljósm. Kristján.
Kanna möguleika á að luilda keppn-
ina Ungfrú alheimur á Islandi
Aðalfundur LÍÚ:
Bátar fái 52%,
en togarar 48%
FISKVEIÐISTEFNA næsta árs var mikið rædd á aðalfundi Lttl, sem
lauk í Reykjavík síðastliðinn föstudag. í ályktun fundarins vr lagt til
að þorskaflanum yrði skipt þannig, að bátar fengju _ 52%. en
togararnir 48%. Hins vegar var því vísað til stjórnar LÍÚ að taka
afstöðu til þess hve skrapdagar verða margir. hvernig þeim verður
skipt á árið og hvernig veiðitakmörkunum verður hagað á vertíðinni.
I
4
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, var spurður í gær hvort ekki
hefði verið lagt til hver hámarks
þorskafli verður á næsta ári. Sagði
hann að svo hefði ekki verið gert,
enda væri beðið nýrra tillagna frá
fiskifræðingum. Hins vegar gerðu
menn almennt ráð fyrir að miðað
yrði við 400 þúsund tonn.
mörkun heildaraflans með skrap-
dögum og skiptingu niður á tíma-
bil.
Skipaður
deildarstjóri
ÞRÍR fulltrúar frá bandaríska fyrirtækinu Ungfrú aiheimur, hafa
verið hér á landi tvo undanfarna daga og rætt við Ferðamálaráð og
Flugleiðir um möguleika á því að halda hér á landi fegurðarsam-
keppnina Ungfrú alheimur. Með bandarísku fulltrúunum kom ívar
Guðmundsson ræðismaður íslands í New York. Til ívars leituðu
Bandaríkjamennirnir fyrst en hann kom þeim í samband við
Flugleiðir og Ferðamálaráð.
Á blaðamannafundi sem hald-
inn var í gær kom það fram að mál
þetta er á frumstigi og enn er
ekkert hægt að segja um það
hverjar líkur eru á því að keppnin
verði haldin hér. Ekki mun heldur
vera farið að ræða það hver verður
framkvæmdaaðili hérlendis ef af
verður.
Bandarísku fulltrúarnir hafa,
auk þess að ræða við Flugleiðir og
Ferðamálaráð, kannað hvaða hús í
Reykjavík hentar fyrir keppnina.
Líst þeim best á Háskólabíó sem
þeir segja þó vera í minna lagi.
Mun bíóið vera vel nothæft ef
sviðið verður stækkað verulega, en
þá fækkar sætum hússins í 650.
Sögðu fulltrúarnir að mestu máli
skipti að sviðið væri stórt en
minna máli skipti fjöldi áhorf-
enda. Hins vegar verður keppninni
sjónvarpað beint til 50 landa og er
reiknað með að um 600 milljón
áhorfendur sjái keppnina.
Ungfrú alheimur er kjörin í júlí
ár hvert en bandarísku fulltrúarn-
ir sögðu að þeir væru ekki endi-
lega að leita að stað fyrir keppn-
ina á næsta ári. Ef ekki tækist að
koma því við að halda hana hér
1981 kæmi til greina að halda
keppnina hér eitthvert næstu ára.
Fulltrúar Ferðamálaráðs og
Flugleiða á fundinum, Birgir
Þorgilsson og Sveinn Sæmundsson
frá Flugleiðum og Konráð Guð-
mundsson og Jón Hauksson frá
Ferðamálaráði sögðu að hýsing og
flutningur þeirra sem kæmu til
landsins vegna keppninnar yrði
ekkert vandamál. Reiknað með
215 manns til landsins vegna
keppninnar ef af verður en sögðu
þeir að áður hefði verið tekið á
móti stærri hópum.
Samkvæmt bæklingi sem fyrir-
tækið Ungfrú alheimur kom með
er það kostnaðarsamt fyrirtæki að
halda fegurðarsamkeppnina. Sá
sem tekur það að sér þarf að sjá til
þess að allur aðbúnaður á keppnis-
stað sé til staðar og þyrftu því
íslendingar að sjá um að stækka
sviðið í Háskólabíói og koma þar
fyrir öllum tækjum, m.a. sjón-
varpsbúnaði fyrir beina útsend-
ingu og upptökur. Keppnin verður
að hafa sviðið fullbúið til umráða í
tvær vikur.
Einnig verður sá sem keppnina
heldur að greiða ferðakostnað
þeirra 215 sem hingað koma og
allt uppihald. Leggja þarf til 35
bifreiðar og 3 langferðabíla.
Skipuleggja þarf skoðanaferðir
innanlands og útvega tvær full-
mannaðar skrifstofur með starfs-
fólki og eina fréttastofu með
starfsfólki og tilheyrandi tækjum.
Gefa þarf út bækling um keppnina
og landið og ýmislegt fleira þarf
að leggja til. Auk þess þarf
viðkomandi að geta reitt fram
750.000 Bandaríkjadali eða hálfan
milljarð íslenskar krónur.
En það helsta sem gestgjafarnir
bera úr býtum er landkynning. 600
©
INNLENT
Blönduvirkjun kynnt
fyrir heimamönnum
Á SUNNUDAGINN var haldinn í Húnaveri fundur til að kynna
Blönduvirkjun en að honum stóðu Rafmagnsveitur Reykjavíkur og
nefnd, sem unnið hefur að þessu móli. Fundurinn stóð i 6 tíma og sóttu
hann um 400 manns. Ilaldnar voru 38 ræður af 35 mönnum og varð að
takmarka ræðutima. Framsögu höfðu Hjörleifur Guttormsson iðnað-
Srráðherra og Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri. Auk þeirra
töluðu sérfræoingfir CS h?™anienn.
— Stemmningin á fundinum var
hliðholl Blönduvirkjun, sagði Jón
ísberg, sýslumaður Húnvetninga,
þegar Morgunblaðið leitaði frétta
hjá honum í gær. Sérstaklega átti
frúin á Mælifelli, Guðrún Ásgeirs-
dóttir, góða ræðu, en hún á sæti í
hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps.
Hún lýsti eindregnum stuðningi
við Blönduvirkjun. Skýrt var frá
mótmælum, sem hafa verið lögð
fram við iðnaðarráðuneytið og eru
studd af fjórum oddvitum. Þriðj-
ungur þeirra, sem þar skrifa undir
eru íbúar í Akrahreppi, sem engra
hagsmuna hefur að gæta varðandi
Blönduvirkjun en mikilla hags-
muna að gæta varðandi virkjun
viö Viiiinganes. Þessir fjórir menn
sendu einnig mótmæli á fund
FjórðungssambaiiuS Norðurlands
í sumar og eru menn að gantast
með það hér að við höfum líka
eignast okkar „fjórmenninga-
klíku," sagði Jón Isberg. Hann
bætti því við að flestir Húnvetn-
ingar sem töluðu hefðu lýst sig
fylgjandi Blönduvirkjun, aðeins
Páll Pétursson alþm. og örfáir
aðrir hefðu lýst sig andvíga henni.
— Það kom fram á fundinum að
rannsóknum varðandi virkjunina
er lokið og Blönduvirkjun er
tilbúin til hönnunar, sagði Jón
ísberg að lokum.
milljónir manna sjá keppnina víða
um heim og ýmislegt er gert til að
vekja athygli sjónvarpsáhorfenda
á landinu sem keppnin er haldin í.
Sögðu fulltrúar keppninnar að það
hefði sýnt sig að þar sem keppnin
hefði verið haldin hefði ferða-
mannastraumur aukist.
Einnig mun fyrirtækið sjálft,
Ungfrú alheimur, sjá um að út-
vega starfsfólk til ýmissa þátta
t.d. sjónvarpssendinganna og
sögðu þeir að vel kæmi til greina
að Islendingar yrðu ráðnir í sum
störfin.
Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsráðherra, gerir ráð
fyrir jafnri skiptingu þorsks milli
togara og báta í drögum sínum að
þorskveiðistefnu næsta árs. Fiski-
þing vildi hins vegar ekki, að
skipti milli báta og togara yrðu
ákveðin fyrirfram.
Sagði Kristján Ragnarsson í
gær, að það væri greinilegt að
menn vildu vinna eftir þeirri línu,
sem mörkuð hefði verið síðustu ár,
en byggja á þeirri reynslu sem
fengizt hefur á þessu ári í tak-
FORSETI íslands hefur hinn 5.
nóvember skipað Ásberg Sigurðs-
son, borgarfógeta. til þess að
vera deildarstjóra við hlutafé-
lagaskrá viðskiptaráðuneytisins
frá 1. janúar nk. að telja.
Samkvæmt nýjum lögum um
hlutafélög er skráning þeirra flutt
frá bæjarfógetaembættum til sér-
stakrar deildar í viðskiptaráðu-
neytinu.
Embætti borgarfógeta, sem Ás-
berg Sigurðsson hefur gegnt, hef-
ur verið auglýst laust til umsókn-
ar.
\
• «Ut
^«'4 . «i
t'Stm.wi.w.