Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Matthías Bjarnason alþm.:
Sjálfstæðismenn leggja
höfuðáherzlu á afgreiðslu
kjördæmamáls á næsta ári
Hér fer á eftir í heild ræða sú.
sem Matthias Bjarnason. alþm.
flutti um kjörda'mamálið á
flokksráðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins um síðustu helgi:
Endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar hefur staðið yfir nú í rúmlega
8'A ár.
Þann 8. maí 1972 samþykkti
Alþingi þingsályktunartillögu um
skipan 7 manna nefndar til að
endurskoða stjórnarskrána og var
sú nefnd kjörin daginn eftir. Hún
kom saman til fyrsta fundar 12.
september það sama ár, en form-
lega skilaði þessi'nefnd ekki af sér
störfum fyrr en 26. júlí 1978. En
þá hafði skömmu áður, eða nánar
tiltekið 6. maí 1978, verið sam-
þykkt á Alþingi tillaga til þings-
ályktunar um skipan stjórnar-
skrárnefndar, sem sérstaklega
skyldi taka til meðferðar kjör-
dæmaskipan, kosningaákvæði
stjórnskipunarlaga, skipulag og
starfshætti Alþingis og kosninga-
lög. Þessi nefnd átti að ljúka
störfum innan tveggja ára, eða nú
um næstkomandi áramót.
Snemma á síðastliðnu hausti
sendi þessi nefnd frá sér til
þingflokkanna skýrslu. I fyrsta
lagi yfirlit um ýmis atriði, sem
koma til athugunar við endurskoð-
un stjórnarskrárinnar, og í öðru
lagi hugmyndir um breytingar á
kjördæmaskipan og kosningafyr-
irkomulagi. Þessi skýrsla hefur
verið til meðferðar hjá þingflokk-
unum síðan. Þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins ræddi efni þessar-
ar skýrslu strax í haust og öðru
hvoru síðan og hefur varið alllöng-
um tíma til þess að ræða þetta
mikilvæga mál. Okkur í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins er ljóst, að
alit verður að gera til þess að
afgreiða þetta mál sem allra fyrst.
Þingflokkurinn ætlar að starfa
áfram að því að koma sér saman
um samræmdar tillögur og að því
loknu að ræða, fyrst óformlega við
forustumenn annarra flokka, og
síðan ganga til formlegs sam-
komulags um lausn á þessu máli,
sem því miður er búið að vera til
meðferðar í allt of langan tíma, án
þess að árangur hafi orðið á meiri
en ég hefi þegar lýst.
Okkur er að sjálfsögðu ljóst, að
til þess að þetta mál geti komið til
afgreiðslu á Alþingi þarf að nást
víðtækt samstarf á milli stjórn-
máiaflokkanna í landinu. Ég ætla
nú að leitast við að skýra í sem
stystu máli, hvað þessar athugan-
ir fela í sér. Skal þá byrjað á því
að ræða um hin ýmsu atriði, sem
koma til athugunar við endurskoð-
un stjórnarskrárinnar og þá helst
þau, sem þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins telur að frekast komi til
álita að breyta.
Ein málstofa
Þá er fyrst til að taka, að
æskiiegt er talið af flestum að
gera þá breytingu á 32. gr. stjórn-
arskrárinnar, að þingið starfi að-
eins í einni málstofu. Þeir sem eru
fylgjandi þeirri breytingu telja, að
mál fengju skjótari afgreiðslu en
nú er á Alþingi og þá er gjarnan
stuðst við reynslu Dana og Svía af
einni málstofu, sem að mati þing-
forseta þessara þinga eru talin
jákvæð. Jafnframt er talið, að með
þeirri breytingu að gera Alþingi
að einni máistofu, þá kalli það á
verulega breytingu á starfsháttum
þingsins og þar þarf að huga að
ýmsum þáttum áður en ákvörðun
er endanlega tekin. Nefndir þings-
ins mundu fá við þessa breytingu
viðameira hlutverk en nú er og
umræður færast meira inn í
nefndirnar, en þó verður að gæta
þess vel að takmarka ekki um of
málfrelsi einstakra þingmanna í
þinginu sjálfu frá því sem nú er,
þó að sumum kannske, finnist að
það megi gera.
Skilyrðum kosningaréttar og
kjörgengis er talið æskilegt að
breyta á þann veg, að fella niður
það skilyrði um kosningarétt og
kjörgengi til Alþingis um óflekkað
mannorð, en það er ekki lengur
skilyrði við sveitarstjórnarkosn-
ingar né til embættisgengis hjá
ríkinu.
Þá kemur mjög til athugunar að
lækka kosningaaldur úr 20 árum i
18 ár, og þar vitna ég til sam-
þykktar sem gerð hefur verið á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins og
styð ákveðið að aldurstakmarkið
fari niður í 18 ár.
I sambandi við valdsvið forseta
íslands, þá hefur það mál verið
rætt ítarlega, hvort ástæða væri
til að gera þá stjórnarskrárbreyt-
ingu, að forseti yrði ætíð að vera
kjörinn með hreinum meirihluta
atkvæða.
I sambandi við þingrofsréttinn
þá kom það fram í stjórnarskrár-
nefndinni, og einnig í umræðum í
okkar þingflokki að þingrofsrétt-
urinn ylli vissum óstöðugleika í
stjórnarfari og óeðlilegt væri að
ríkisstjórn, sem hlotið hefði van-
traust Alþingis og væri því komin
í minni hluta, gæti leyst upp
þingið og svipt þingmenn með því
umboði sínu. I þessu sambandi var
mjög vitnað til reynslu Norð-
manna, en þar tíðkast ekki þing-
rof. Ég fyrir mitt leyti tel, að það
sé nauðsynlegt að breyta frá því
sem nú er, að færa þennan rétt frá
ríkisstjórn og forseta yfir til
Alþingis, eða þá að stíga skrefið
til fulls og afnema þingrofsrétt-
inn, eins og er í Noregi og ég áður
vitnaði til.
Þá hefur verið rætt um það að
fella niður Landsdóm, en Lands-
dómur er sérstakur dómstóll sem
hefur það hlutverk eitt að dæma í
málum, sem Alþingi ákveður að
höfða gegn ráðherrum út af emb-
ættisrekstri þeirra. Þessi dómur
var settur á laggirnar 1905, en
hefur aldrei komið saman. Það er
því engin ástæða til að láta þetta
ákvæði vera lengur í gildi í
stjórnarskránni, en eðlilegt að
fela æðsta dómstól landsins,
Hæstarétti að fjalla um embættis-
afbrot ráðherra.
Sjálfsstjórn
sveitarfélaga
Þá hefur mikið verið rætt um
aukna sjálfsstjórn sveitarfélaga,
en í stjórnarskránni segir aðeins
þetta um sveitarfélögin í 76. grein:
„Rétti sveitarfélaganna til að
ráða sjálf málefnum sínum með
umsjón stjórnarinnar skal skipað
með lögum".
Mikill áhugi er fyrir því í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins að
auka mjög sjálfsstjórn og verksvið
sveitarfélaganna í landinu og gera
gleggri skil á skiptingu verkefna
þeirra og ríkisins, og höfum við
orðið ásáttir um að leggja til að
orðalag þessarar greinar verði
þannig:
„Skipting á verkefnum sveitar-
félaga og ríkisins skal við það
miðuð að stækka umráðasvið
sveitarstjórna, draga úr mið-
stýringu og að fjármálaábyrgð
og ákvörðun um framkvæmdir
sé á sömu hendi og svo greini-
lega aðskilin sem kostur er.
Skipting tekjustofna skal vera í
samræmi við verkefni hvors
aðila fyrir sig. Þeirri skiptingu,
sem tilgreind er í fyrri máls-
grein þessarar greinar, svo og
rétti sveitarfélaganna til að
ráða sjálf málefnum sínum með
umsjón ríkisstjórnarinnar, skal
skipað með lögum“.
Með þessu orðalagi er valdsvið
sveitarfélaganna stóraukið og
sjálfstæði þeirra miklu betur
tryggt í sjálfri stjórnarskránni en
nú er. Ég gæti farið miklu víðtæk-
ar út í þessar hugmyndir, en verð
að sleppa því, en hins vegar er
aftur rétt að ræða það frekar sem
og önnur atriði í þeim starfshópi,
sem fær þetta mál til umfjöllunar
á þessum fundi.
Þá hefur verið rætt mikið, bæði
í stjórnarskrárnefndinni og í
okkar þingflokki, um mannrétt-
indaákvæði stjórnarskrárinnar,
og teljum við flestir vera brýna
nauðsyn þess að breyta þeim
ákvæðum frá því sem nú eru með
tilliti til þeirra breytinga, sem
orðið hafa með mannréttindasátt-
mála Evrópu og mannréttinda-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
við jafnframt viðurkennum, að
þessi kafli, eins og raunar stjórn-
arskráin í heild, eigi að geyma
tiltölulega fáorðar meginreglur.
Mjög hefur verið rætt um fram-
kvæmd stjórnarskrárbreytinga og
eru menn almennt inni á því, að
núverandi kerfi sé þungt í vöfum
og flestir eru á því að afnema beri
það ákvæði að rjúfa þing, þegar
stjórnarskrárbreyting hefur verið
samþykkt og nægilegt væri, að
stjórnarskrárbreytingin væri
samþykkt af tveimur þingum,
hugsanlega með kosningum á
milli.
Þá hefur þingflokkurinn gert
samþykkt um að hvorki megi setja
íþyngjandi reglur um skatta á
tekjur eða eignir liðins árs né
afturvirkar og íþyngjandi reglur
um breytta eða nýja skattstofna
og hafa tveir þingmenn flokksins
tvívegis flutt á Alþingi frumvarp
um þetta efni um breyting á
stjórnarskrá lýðveldisins Islands
— Matthías A. Mathiesen og Geir
Hallgrímsson.
Fjölmörg atriði önnur hafa
komið til umfjöllunar í stjórn-
arskrárnefndinni og við jafnframt
rætt ítarlega í þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins, sem flest okkar
teljum ekki ástæðu til að breyta
frá núverandi stjórnarskrá, og þar
skal ég nefna ýmislegt í sambandi
við starfshætti Alþingis, m.a.
störf og valdsvið þingnefnda, um
þingflokka og stjórnmálaflokka,
fjárlög, ríkisútgjöld, þjóðarat-
kvæði, stjórnarmyndanir, hand-
höfn forsetavalds, umboðsmann
Alþingis, dómaskipan, verkefni
dómsvaldsins auðlindir og um-
hverfisvernd. Flest þessi atriði
teljum við að komi frekar til
greina að skipa nánar með lögum
en að gera breytingar frá gildandi
stjórnarskrá eða taka ný inn í
stjórnarskrána.
Kjördæmaskipan
og kosninga-
fyrirkomulag
Ég ætla þá að snúa mér að
hinum þætti þessa máls, kjör-
dæmaskipan og kosningafyrir-
komulagi og hvaða breytingar eru
þar helst til umræðu.
í þingsályktunartillögu þeirri,
sem fjallaði um skipan núverandi
stjórnarskrárnefndar segir að
nefndin skuli taka sérstaklega til
meðferðar kjördæmaskipan, kosn-
ingaákvæði stjórnskipunarlaga,
skipulag og starfshætti Alþingis
og kosningalög. I samræmi við
þetta þá fjallaði stjórnarskrár-
nefndin ítarlega um þá kjördæma-
skipan og kosningafyrirkomulag,
sem nú eru í stjórnlögum og ræddi
um hugsanlegar breytingar í þess-
um efnum. Nefndarmenn báru
ekki fram formlegar tillögur um
breytingar á kjördæmaskipan og
kosningafyrirkomulagi, því að
þeir töldu ráðlegast og nauðsyn-
legt að ráðfæra sig við sína
þingflokka um þær meginhug-
myndir, sem uppi hafa verið
innnan nefndarinnar í þessum
efnum áður en lengra yrði haldið.
Þess vegna liggur ekki fyrir, hvort
meiri hluti er í nefndinni fyrir
einhverri ákveðinni leið eða lausn
í þessum efnum umfram aðrar.
Ég ætla ekki að gera að um-
ræðuefni þær breytingar sem orð-
ið hafa á kjördæmaskipan og
kosningalögum á liðnum áratug-
um því það var gert af fyrri
frummælanda í þessu máli á
fundinum, en ég vil þó fara
nokkrum orðum um þær breyt-
ingar, sem urðu með samþykkt
núgildandi kjördæmaskipunar,
sem fest var í stjórnskipunarlög-
um 1959, en með þeim var gerð sú
grundvallarbreyting, að landinu
var skipt í 8 stór kjördæmi, þar
sem kosið er hlutfallskosningu.
Þau rúm 20 ár sem liðin eru, frá
því að þessi breyting var gerð,
hafa sýnt okkur að þessi breyting
hefur reynst nokkuð vel, hvað það
snertir að tryggja jafnræði á milli
flokkanna í landinu miðað við það
sem áður var.
Þessu til skýringar er rétt að
vekja athygli á því, að tölur um
atkvæðafjölda að baki hverjum
þingmanni í nokkrum kosningum
fyrir þessa breytingu og síðan
sambærilegar tölur frá kosning-
unum 1978 og 1979. í kosningunum
1949 var atkvæðafjöldi að baki
hverjum þingmanni sem hér segir:
atkvæði
Sjálfstæðisflokkur 1502
Framsóknarflokkur 1038
Sósíalistaflokkur, sem nefnir
sig nú Alþýðubandalag 1564
Alþýðuflokkur 1705
Árið 1953 voru þessar tölur:
Sjálfstæðisflokkur atkvæði 1368
Framsóknarflokkur 1059
Sósíalistaflokkur 1774
Alþýðuflokkur 2015
Árið 1956: atkvæði
Sjálfstæðisflokkur 1843
Framsóknarflokkur 760
Alþýðubandalag 1982
Alþýðuflokkur 1894
Ef halda hefði átt áfram að
úthluta uppbótarþingsætum 1956
þangað til fenginn hefði verið sem
mestur jöfnuður fyrir alla þing-
flokka, þá hefði orðið að úthluta
alls 60 uppbótarþingsætum. En
1978 voru þessar atkvæðatölur á
bak við hvern þingmann þannig:
atkvæði
Sjálfstæðisflokkur 1999
Framsóknarflokkur 1721
Alþýðubandalag 1996
Alþýðuflokkur 1922
I síðustu kosningum, fyrir einu
ári, í desember 1979 var þessi tala
á bak við hvern þingmann:
atkvæði
Sjálfstæðisflokkur 2087
Framsóknarflokkur 1815
Alþýðubandalag 2218
Alþýðuflokkur 2087
Og til þess að jöfnuður fengist
eftir kosningarnar 1978 þá hefði
þurft að úthluta til flokkanna 6
viðbótarþingsætum þannig, að til
þess að fullur jöfnuður hefði
náðst, hefði þurft að úthluta alls
17 þingsætum í stað 11.
I síðustu kosningum hefði einn-
ig þurft að úthluta 6 þingsætum
til viðbótar, þannig að það hefði
einnig þurft að úthluta 17 þing-
sætum til þess að ná fullkomnum
jöfnuði á milli flokka.
Miðað við síðustu kosningar, til
þess að ná jöfnuði á milli flokka,
hefði Alþýðuflokkur fengið einum
þingmanni fleira og Sjálfstæðis-
flokkurinn þremur þingmönnum
fleira og Alþýðubandalagið tveim-
ur þingmönnum fleira. Þannig að
ef nú væri fullkominn jöfnuður á
milli flokka, þyrftu þingmennirnir
að vera 66, og mundi þá Alþýðu-
flokkur vera með 11 þingmenn,
Sjálfstæðisflokkur 25, Alþýðu-
bandalagið 13 og Framsóknar-
flokkur með óbreytta tölu, 17. Það
má því segja, að jöfnuður hafi
verið bærilegur á milli þingflokk-
anna eftir kjördæmabreytinguna
1959, miðað við það sem var áður
en þessi breyting var gerð á
stjórnskipunarlögunum.
Þrjú stefnumið
í umræðum um kjördæmamálið
eru þrjú grundvallarstefnumið. I
fyrsta lagi, að kjördæmaskipanin
tryggi jafnræði milli stjórnmála-
flokkanna í landinu, eins og frek-
ast er kostur. í öðru lagi hefur
verið rætt að hvert atkvæði vegi
sem jafnast í kjördæmunum,
þannig að kjósendur hafi sem
jafnasta möguleika á að hafa
áhrif á, hvernig Alþingi er skipað
á hverjum tíma, án tillits til
búsetu. I þriðja lagi, hvort rétt sé
að gefa kjósendum meira svigrúm
til þess að kjósa persónulegri
kosningu en verið hefur fram að
þessu.
Varðandi kjördæmaskipanina
þá hygg ég, að í Sjálfstæðisflokkn-
um eigi óbreytt kjördæmaskipan
verulegu fylgi að fagna. Því er
ekki að neita, að margir Sjálf-
stæðismenn eru fylgjendur ein-
menningskjördæma, en flestir
telja ólíklegt að hægt sé að taka
upp baráttu fyrir þeim.
Þær breytingar, sem hafa verið
nefndar í sambandi við kjördæma-
skipanina hafa verið aðallega að
skipta Reykjaneskjördæmi og
gera Suðurnesin að sérstöku kjör-
dæmi. Ennfremur hafa verið
nefndar nokkrar aðrar breytingar,
og má búast við því, ef farið
verður í að breyta kjördæmaskip-
an á annað borð, að þá verði uppi
nokkrar tillögur um breytingar
umfram það, sem hefur komið
fram um skiptingu Reykjanes-
kjördæmis.
í þingflokki Sjálfstæðisflokks-
ins hefur þetta verið rætt einmitt
með þessum hætti, en endanlegar
ákvarðanir ekki teknar.
Annað atriði um að atkvæði
vegi sem jafnast í kjördæmunum