Morgunblaðið - 10.12.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
5
Ályktun félagsfundar FÍI:
Starfsskilyrði
iðnaðarins verði
taf arlaust leiðrétt
FÉLAG íslenzkra iðnrekenda
boðaði til almenns félaKsfundar í
gærda^. þar sem rædd var staða
íslenzks iðnaðar með hliðsjón af
því, að um áramótin falla úr gildi
lögin um aðlögunargjald, en ef
gjaldið fellur niður rýrna kjör
iðnaðarins um 3%, eða um allt að
14 milljörðum króna. Fundurinn
samþykkti eftirfarandi ályktun:
Almennur félagsfundur í Félagi
íslenskra iðnrekenda, haldinn í
Reykjavík 9. desember 1980, lýsir
furðu sinni á aðgerðarleysi ríkis-
stjórnarinnar í málefnum iðnaðar-
ins. Eftir 21 dag, þegar lög um
aðlögunargjald faila úr gildi, mun
samkeppnisstaða mikils hiuta iðn-
aðarins versna stórlega. Þrátt fyrir
marg ítrekaðar aðvaranir FÍI, um
alvöru máls þessa virðist ríkis-
stjórnin ekkert ætla að aðhafast.
Lög um tímabundið aðlögunar-
gjald voru neyðarúrræði. Með þeim
tóku stjórnvöld sér enn einn frest
til að standa við loforð gefin 1969
til iðnaðarins um jafnrétti í starfs-
skilyrðum. Nú er sá frestur á enda,
án þess að misréttið, sem leiddi til
aðlögunargjaldsins hafi verið leið-
rétt.
Framundan eru því miklir
óvissutímar fyrir iðnaðinn í land-
inu. Uppbyggingu síðustu áratuga
og atvinnuöryggi 12.000 starfs-
manna er teflt í tvísýnu.
Fundurinn krefst þess, að ríkis-
stjórnin og Alþingi grípi til að-
gerða til að tryggja hagsmuni
íslensks iðnaðar og minnir á, að
ekki er síður ástæða til að standa
við þau skriflegu loforð, sem gefin
hafa verið íslensku þjóðinni, en
munnlegar yfirlýsingar í Genf og
Brússel. Tafarlaust verður að leið-
rétta starfsskilyrði iðnaðarins. Að
öðrum kosti verður að framlengja
lög um aðlögunargjald eða gera
aðrar sambærilegar neyðarráð-
stafanir.
Jón L. Arnason
á Evrópumeist-
aramót unglinga
JÓN L. Árnason tekur þátt í
Evrópumeistaramóti unglinga i
skák, sem byrjar í Groningen í
Hollandi 18. desember og lýkur
þar 2. janúar 1981. Keppendur
verða að líkindum 32 og verða
tefldar 13 umferðir. Keppendur
eru 1 frá hverju landi, nema
Hoilandi og Sovétríkjunum. sem
senda tvo keppendur og heita
Rússarnir N. Andrianov og E.
Pigusov.
Jón L. Árnason hefur áður tekið
þátt í Evrópumeistaramóti ungl-
inga, en aldursmörkin eru 20 ár.
Um áramótin 1977—78 tefldi Jón
fyrir Islands hönd og hafnaði þá í
níunda sæti, á næsta móti varð
Margeir Pétursson í 4.-5. sæti og
á síðasta móti tefldi Jóhann
Hjartarson og varð í 9.—15. sæti.
Amnesty:
Fundur um Mið-
Austurlönd í kvöld
MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning.
í tilefni Mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna, sem er í dag,
heldur íslandsdeild Amnesty International almennan fund kl.
20.30 í kvöld (miðvikudaginn 10. desember) í Félagsheimili
stúdenta við Hringbraut.
Þetta á að verða kynningarfundur um Mið-Austurlönd. Það
hefur lengi verið á starfssviði Amnesty að kynna málefni
einstakra heimshluta. Þá er ein rannsóknadeild Amnesty í London
helguð Mið-Austurlöndum. Til umræðna um málefni þessara
landa hefur íslandsdeildin fengið fréttamennina Áslaugu Ragn-
ars, Friðrik Pál Jónsson og Ögmund Jónasson, ennfremur Björn
Þorsteinsson, kennara og forstöðumann þróunarhjálpar Islands og
Kristján Búason, dósent við Guðfræðideild Háskóla íslands.
Ögmundur mun stjórna umræðunum. Þá hefur Áskell Másson,
tónlistarmaður, lofað að vera deildinni innan handar um val
hljómlistar frá þessum heimshluta.
Öllum er heimil þátttaka í fundinum. Tilgangur hans er að auka
þekkingu almennings á þessum löndum og reyna að skapa
áhugaverða umræðu um ástand þessa heimshluta sem svo mjög
hefur verið í fréttum.
Verulegur flúor
í beinum lamba af
öskufallssvæðum
MÆLINGAR á flúormagni i bein-
um úr sláturlömbum af öskufalls-
svæðunum, sem tekin voru til
rannsóknar i haust, sýna að bein-
in hafa tekið til sin verulegt
flúormagn á öskumenguðu landi.
Búast má við, að eitthvað muni
bera á tannskemmdum i skepnum,
sem eru að taka út vöxt á þessum
svæðum. Hins vegar hefur flúor-
inn engin áhrif á hollustu afurða
og neytendum stafar engin hætta
af kjöti af flúorsvæðunum.
í fréttatilkynningu frá sam-
starfsnefnd rannsóknastofnana um
flúormælingar vegna Heklugossins
í ágúst i sumar segir m.a: „Áríð-
andi er að tryggja öllu búfé á
öskufallssvæðinu næga steinefna-
gjöf í vetur. Komið hefur í ljós, að
verulegt öskumagn hefur borizt í
hlöður með öskumenguðu heyi.
Flúormagn í slíku heyi er svo hátt,
að varast ber að gefa það ungviði,
og helzt ætti ekki að fóðra annað
búfé á því eingöngu."
Loðnuskipið Huginn frá Vestmannaeyjum að síldveiðum i Fáskrúðsfirði fyrir nokkru.
(I.josm. Jóhann Áageirsson.)
Síldaraflinn um 50 þúsund lestir
UM 49.600 tonn höfðu veiðst af síld
á mánudagskvöld og reikna má
með að allt að 2.700 tonn veiðist til
viðbótar á vertíðinni. Heildarafl-
inn gæti þvi orðið 52.300 tonn.
Fiskifræðingar lögðu til að veidd
yrðu 45 þúsund tonn, en sjávarút-
vegsráðherra ákvað að miða við 50
þúsund tonn.
Á mánudagskvöld höfðu veiðst
29.300 tonn í nót og skiptist aflinn
þannig, að loðnuskipin voru búin að
veiða 6.400 tonn og voru 34 af 52
loðnuskipum búin að veiða upp í
sinn 150 tonna kvóta. 93 vertíðar-
bátar fengu síldveiðileyfi og voru 87
þeirra þá búnir með kvóta sinn, sem
var 250 tonn, en þó með tilliti til
verðmætis aflans. I reknet og lagnet
veiddust 20.290 tonn og fengu 62
bátar leyfi til reknetaveiðanna.
þannig að samtals hafa 207 bátar
veitt síld í reknet og hringnót á
vertíðinni.
Ágæt síldveiði var síðast í síðustu
viku og um helgina, en eins og áður
fékkst aflinn einkum inni í fjörðum
fyrir austan. Síldin var stór og
falleg og fór aðallega í flökun og
frystingu í Vestmannaeyjum og á
Suðurnesjum.
NÝTT MERKI í
GALLABUXUM