Morgunblaðið - 10.12.1980, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
„Svalvogar“
Minningar Ottós Þorvaldssonar
MINNINGAR Ottós Þorvaldsson-
ar frá SvalvoKum eru komnar út,
og nefnist bókin „Svalvoi?ar“.
„Bók þessi er kennd við bæinn
Svalvoga, sem stendur yst á skag-
anum milli Dýrafjarðar og Arnar-
fjarðar," segir á kápusíðu. „Höf-
undur meginkafla bókarinnar,
Ottó Þorvaldsson, fluttist með
foreldrum sínum barnungur að
Svalvogum, ólst þar upp og stóð
þar síðan fyrir búi um áratugi
með Magneu Símonardóttur konu
sinni. Hér segir frá heimilishög-
um, búskaparháttum og lífsbar-
áttu á barnmörgu heimili á út-
skaga á fyrri hluta tuttugustu
aldar. Sem annars staðar skiptast
þar á skin og skúrir, gleði og sorg
f nánu samfélagi og samhjálp
nágranna í afskekktri byggð. Sagt
er frá öflun lífsbjargar á sjó og
landi, ferðum yfir torfærur á landi
og sjósókn í blíðu veðri og stríðu.
Brugðið er upp myndum frá liðn-
um tíma í sérstæðu byggðarlagi.
í Bókarauka er ýmis fróðleikur
tengdur höfundi æviminninganna
og átthögum hans, sumt af því
eftir vini hans og kunningja.
Minnst er foreldra hans og ætt
þeirra rakin. Ferðasögur eru þar
og annar fróðleikur, gamall og
nýr, og auk þess nokkur kvæði og
stökur."
Bókin er 160 bls. að stærð, en
auk þess er fjöldi myndasíða.
Ottó Þorvaldsson
Bókin er gefin út á kostnað
höfundar.
Kitta og Sveinn
norsk unglingasaga
ÚT ER komin hjá Iðunni ungl-
ingasagan Kitta og Sveinn eftir
norska höfundinn Evi Bögenæs.
Þetta er þriðja og síðasta bókin
um Kittu: hinar tvær hétu
Draumaheimur Kittu og Kitta.
Evi Bögenæs er kunnur ungl-
ingabókahöfundur í Noregi og nú
komin á efri ár. Bækur hennar um
Kittu gerast á stríðsárunum og
segir svo um efni þessarar nýju
sögu á kápubaki: „Kitta og Sveinn
eru ógift og búa í ríkmannlegri
íbúð í Ósló sem faðir Sveins hefur
átt. Stríðið heldur áfram. Sveinn er
að ljúka læknisnámi sínu en Kitta
sýslar ein heima. Brátt er líka
fjölgungarvon í fjölskyldunni. —
Svo ber við að yfirvöld taka eitt
herbergið í íbúðinni traustataki og
koma þar fyrir leigjanda, Tótu Dal.
Það er ung stúlka og fyrst líst
Kittu hreint ekki á hana. Litlu
síðar fer vinur Sveins og námsfé-
lagi, Helgi, að venja komur sínar á
heimilið."
Kitta og Sveinn er tæpar hundr-
að blaðsíður. Andrés Kristjánsson
þýddi söguna. Prentrún prentaði.
Litla hvíta Lukka
ný barnasaga eftir Helen Bannerman
LITLA hvíta Lukka heitir ný
bók eftir Helen Bannerman
sem út er komin hjá Iðunni.
Ilöfundur sögu og mynda er
hresk kona, og er kunnasta
verk hennar Litli svarti
Sýning frá leik-
myndagerð
við „Paradís-
arheimt44
EINS OG mörgum er kunnugt
hefur tekist ánægjulegt samstarf
með leikmyndateiknurum og
Veitingahúsinu Torfunni við
Lækjargötu. Hafa leikmynda-
teiknarar fengið veggi matstað-
arins til umráða og sýna þar að
jafnaði verk sín og vinnuaðferð-
ir.
Mánudaginn 8. desember kl.
17.30 opnaði Björn G. Björnsson
þar sýningu á teikningum, ljós-
myndum og ýmsu smálegu frá
leikmyndagerð við Paradísar-
heimt, sem norður-þýska sjón-
varpið lét gera í samvinnu við
sjónvarpsstöðvar Norðurlandanna
á síðasta ári. Paradísarheimt
verður sýnd í íslenska sjónvarpinu
nú um hátíðirnar.
Shirley flug-
freyja í nýjum
ævintýrum
SHIRLEY og demantasmyglar-
arnir er bók um Shirley flug-
freyju. Nú lendir hún í baráttu við
harðsvíraða demantasmyglara
sem svífast einskis til þess að
smygla demöntum. Shirley er
kjarkmikil stúlka sem á aðdáend-
ur víða um heim.
Sambó sem margir þekkja frá
gamalli tið.
Sú saga var endurútgefin í
fyrra, og ennfremur bókin
Sambó og tvíburarnir. Litla
hvíta Lukka er í sömu sniðum
og þær tvær bækur, og er ætluð
litlum börnum, letur stórt og
línur stuttar. — Vilborg Dag-
bjartsdóttir þýddi bókina.
Myndir á annarri hvorri síðu
eru í litum. Bókin er 66 blaðsíð-
ur. Oddi annaðist setningu en
bókin er prentuð í Portúgal.
Hafnarfjörður
Til sölu viö Kvíholt góö 4ra herb. 110 fm. íbúö á 1.
hæö í þríbýlishúsi. Vandaöar og góöar innréttingar.
Útb. 35 millj.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
Strandgötu 25,
Hafnarfiröi. Sími 51500.
Þetta hús, við Þverbrekku í
Kópavogi er til sölu
óilillin Iiiiim,
Hentar fyrir iðnaö, verslanir, skrifstofur o.fl. Einnig
má breyta því í íbúöahús (7 íbúöir — samþykkt
teikning fyrir hendi). Stærö 500 fm, samtals 1000 fm.
Sími43211.
ÞINGIIOLT
Fasteignasala — Bankastræti
SIMAR 29680 — 29455 — 3 LÍNUR
Brattakinn, Hafn. — 2ja herb.
55 fm risíbúö nýstandsett baðherbergi.
Vesturbær — 2ja herb.
Góö 70 fm íbúö í kjallara. Nýjar eldhúsinnréttingar. Viöarklæðn-
ingar. Öll nýstandsett. Verö 31 millj. Útborgun 23 millj.
Laugarnesvegur — 2ja herb. — Laus.
Góð 60 fm íbúð í kjallara. Sér inngangur. Sér hiti. Verð 23 millj.
í Þingholtunum
Lítil (búö á 1. hæö. Öll ný standsett. Laus. Útb. 20 millj.
Ránargata 2ja herb.
55 fm íbúð á 3. hæð, engar veöskuldir. Verð 24 millj., útb. 18 millj.
Bræöratunga Kóp. — 2ja herb.
55 fm íbúö á jaröhæð í raöhúsi. Sér inngangur. Útb. 16 millj.
Laugarnesvegur — 2ja herb. m. 60 fm bílskúr
Snyrtileg 55 fm íbúð í kjallara m. sér inngangi. Stofa og eldhús
sameiginleg. Bílskúr hentar undir léttan iönað. Utb. 26 millj.
Bergþórugata 2ja herb.
65 fm íbúð á jarðhæð, viðarklæöningar. Útb. 17—19 millj.
Selvogsgata Hafnarfiröi 2ja herb.
Lítil íbúö (kjallara. Verð 15—16 millj., útb. 10 millj.
Sólvallagata 3ja herb.
Góð ca. 80 fm (búð á 2. hæð. Öll nýstandsett. Útb. 27 millj.
Hringbraut — 3ja herb.
Þokkaleg 70 fm íbúð á 3. hæð. Verð 30 millj. Útborgun 20 millj.
Laugarnesvegur 3ja herb. m/bílskúr
90 fm íbúð á miðhæð, 37 ferm. bílskúr. Verð 37 millj., útb. 27 millj.
Engihjalli — 3ja herb.
Skemmtileg og rúmgóö íbúð á 7. hæö. Vandaöar innréttingar.
Suður og austur svalir. Frábært útsýni. Útb. 28 millj.
Markholt Mosf.sveit — 3ja herb.
Snotur 80 tm íbúð á efri hæð í parhúsi. Sér inngangur. Viöarklætt
baöherb. Verð 32 millj., útb. 24 millj.
Seljavegur — 3ja herb.
75 fm risíbúö á 3. hæð. Sér hiti og rafmagn. Útb. 20 millj.
Kleppsvegur — 3ja herb.
95 fm íbúð á 1. hæð. Suöursvalir. Útborgun 27—28 millj.
Lundarbrekka — 3ja herb.
Falieg 90 fm (búð á 3. hæð, sér inngangur af svölum. Þvottaherb. á
hæöinni. Góð sameign og útsýni. Verð 37 millj. útb. 27 millj.
Leirubakki — 3ja herb. m. herb. í kjallara
Vönduð 90 fm íbúð á 1. hæð. Þvottahús og geymsla í íbúðinni. Lítið
áhvílandi. Bein sala. Verð 36 millj. Útb. 26 millj.
Austurberg — 3ja herb. m. bílskúr
Snotur 90 fm íbúö á 2. hæð. Lagt fyrir þvottavél. Verð 37 millj., útb.
27 millj.
Kríuhólar — 3ja herb.
90 fm falleg íbúö á 2. hæð. Verö 34 millj., útborgun 25 millj.
Álftahólar — 3ja herb. m. bílskúr
Góö 90 fm íbúð á 6. hæö. Útsýni. Verð 38 millj., útb. 28 millj.
Merkurgata Hf. — 3ja herb.
65 fm íbúð á efri hæð í timburhúsi. Útb. 20 millj.
Laugarnesvegur 4ra herb.
Góð íbúö á 4. hæð. Stórar suðursvalir. Útb. 32—33 millj.
Kleppsvegur — 4ra herb.
Falleg 105 fm (búð á 4. hæð. Suöur svalir. Útsýni. Mikil sameign.
Frystihólf. Verð 42 millj. Útb. 30 millj.
Kleppsvegur — 4ra herb. m/herb. í risi
Góð íbúð á 4. hæð. Útsýni. Verð 40 millj., útb. 30 millj.
Blöndubakki — 4ra herb. m. herb. í kj.
Skemmtileg ca. 115 fm íbúð á 2. hæð. Tvennar svalir. Stórt flísalagt
baöherb. Skipti möguleg á 2ja herb. (búð. Útb. 30 millj.
Seljabraut — 4ra herb. m. herb. í sameign
105 fm (búð á 2. hæö rúmlega tilb. undir tréverk. Verö 37 millj.
Krummahólar — 4ra herb. laus
Falleg og vönduð 100 fm endaíbúð á 3. hæð. Suður svalir. Útsýni.
Þvottaherb. á hæöinni. Búr inn af eldhúsi. Útb. 30 millj.
. Ljósheimar — 4ra herb.
105 fm mjög góö (búö. Tvennar svalir, sér hiti. Útb. 33 millj.
Arahólar — 4ra herb.
115 fm íbúð á 2. hæö með vönduðum innréttingum. Útb. 30 millj.
Þverbrekka — 4ra herb.
Skemmtileg 117 fm endaíbúö á 3. hæö. Þvottaherb. í íbúðinni.
Tvennar svalir, útsýni. Verð 47 millj. Útb. 35 millj.
Kjarrhólmi — 4ra herb.
120 fm íbúö á 4. hæð með suðursvölum. Þvottaherb. í (búöinni. Búr
innaf eldhúsi. Verð 40 millj. Útb. 30 millj.
Vesturberg — 4ra herb.
Góðar, vandaöar (búöir. Verð 37 millj. til 39 millj. Útb. 27 til 30 millj.
Æsufell — 6—7 herb.
Sérlega vönduð 158 fm (búö á 4. hæð. Búr innaf eldhúsi.
Gestasnyrting. Sauna og frystir í sameign. Verö 55 millj. Útb. 43
millj.
Brekkutangi — Raðhús m/innbyggöum bílskúr
Glæsilegt 275 fm hús, 2 hæðir og kjallari. Húsið allt rúmgott.
Tvennar svalir. Verð 75—80 millj., útb. 56 millj.
Flúðasel — raöhús
Glæsilegt og vandaö 235 fm hús. 2 hæðir og jaröhæö. Möguleiki á
lítilli íbúö. 2 stórar suöursvalir. Verð 75 millj., útb. 56 millj.
Bollagarðar — raöhús
Glæsilegt rúmlega fokhelt raöhús. Uppl. og teikn á skrifst.
Vegna sórstakra ástæðna er til sölu tískufataverslun í miðborg-
inni.
Dynskógar — Hveragerði
Glæsilegt ca. 200 fm einbýlishús. Fallegur garöur. Sundlaug.
Gróöurhús og hesthús. Innbyggöur bílskúr. Útsýni.
Jóhann Davióaaon, aöluatj. Friörik Stafénsaon vióakiptatraaOingur.