Morgunblaðið - 10.12.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
11
Sira Ágúst Sigurðsson
En hvert er þá almennt gildi
þessarar bókar? Tjóir öðrum að
lesa hana en áhugamönnum ætt-
fræði? Að vísu. Vangaveltur höf-
undar og athuganir verða aldrei
leiðinlegar, þvert á móti. Manna-
nafnafjöldinn er víðast hvar þol-
anlegur. Og áhugi síra Ágústs er
talsvert smitandi. Vil ég þó meina
að enginn lesi þessa bók til enda
nema hann hafi að minnsta kosti
nokkurn áhuga á mönnum og
málefnum liðinna ára og alda.
Sums staðar leitast höfundur við
að kveða niður gamla fordóma.
Annars staðar fyllir hann upp í
myndir sem áður voru fullóskýrar.
Til presta hafa ávallt verið gerðar
hærri kröfur en til almúgans. Þess
bæði nutu þeir og guldu. Eigi að
síður er ljóst að prestastéttin
hefur alltaf lifað svipuðu lífi og
alþýða manna. Sömu breyskleika-
syndir hentu presta sem aðra. Og
fyrir slíkt urðu þeir að gjalda sem
aðrir.
Þrem prestssetrum eru gerð skil
í þessu bindi. Þau eru: Kirkjubær í
Hróarstungu, Þingvellir við Öxará
og Álftamýri við Arnarfjörð.
Hversu mörg »frægðarsetur« af
þessu tagi eru til á landinu? Þá
tölu hef ég því miður ekki tiltæka.
En svo mikið þykist ég mega
fullyrða að efnið eigi að endast
höfundi eitthvað fram á næstu öld
ef hann heldur áfram með sömu
nákvæmni og sama hraða. Og það
vona ég að hann geri. Þó mætti
hann að skaðlausu nefna færri
menn en segja meira um hvern.
Allt er efnið meira og minna
samtengt. Og með þá ærnu þekk-
ingu og reynslu sem síra Ágúst
Sigurðsson hefur þegar aflað sér
hlýtur efnið að fara að leika í
höndum hans.
Myndaefni það, sem dregið er
saman og látið fylgja hverjum
þætti, er líka mikils virði. Birting
þess og þar með varðveisla er
vissulega ein grein þjóðlegs fróð-
leiks og alls ekki sú ómerkasta.
Eðvarð Ingólísson
í sögunni. Og eru þar um gleggst
dæmi þau Erla móðir Birgis, sem
er drykkjusjúklingur og faðir Sæ-
vars sem misþyrmir syni sínum í
tíma og ótíma.
Hér skal tekinn upp lítill kafli
er nemendur ræða þjóðfélagsmál-
in í afmælisboði heima hjá Asdísi.
„... tökum sem dæmi foreldra,
sem neyta áfengis í óhófi og halda
partí í.heimahúsum. í hve mörg-
um tilvikum er krakkinn spurður
að því, sem tilheyrir heimilinu,
hvort partíið skuli haldið? Hann
verður að sætta sig við þennan
partíglaum, nótt eftir nótt og
helgi eftir helgi, án þess að
foreldrarnir geri sér grein fyrir
því tjóni, sem þeir valda." Þessi
tilvitnun er hér sett fram þeim
fullorðnu til íhugunar fremur en
hún sé dæmigerð fyrir söguna í
heild. Síður en svo. Sagan er í eðli
sínu létt, skemmtileg og sönn.
Þar koma fram margir þættir
daglegs lífs. Hispurslaust er þar
fjallað um mannlega náttúru og
ekki virðist höfundur hafa þörf
fyrir að næra sjálfan sig eða aðra
á sjúklegu ógeði í sambandi við
þær eðlishvatir.
Höfundur er hvergi hræddur við
að gera það opinskátt að margir
unglingar á þessum aldri eru
hneigðir til trúar og rækja hana
er í nauðir rekur.
Það er ástæða til að óska hinum
unga höfundi til hamingju með
þessa fyrstu bók sína. Hún gefur
góðar vonir.
En leitt þótti mér að finna, að
víða í sögunni er málfar ekki gott.
Mætti þó ætla að höfundur hefði
góða aðstöðu til málvöndunar þar
sem hann situr enn á skólabekk.
Bókmennllr
eítir JÓHANN
HJÁLMARSSON
er bæklaður og að mestu útbrunn-
inn Breti sem eignast dóttur hins
fræga doktors þótt hún sé meira
en þrjátiu árum yngri en hann og
bæði falleg og greind. Hann hatar
tengdaföður sinn jafn mikið og
hann elskar dóttur hans. Hann
vinnur hjá sælgætisfyrirtæki og
fær í mánaðarlaun álíka mikið og
doktorinn græðir á hálftíma á
tannkreminu. Þannig lýsir sögu-
maður viðhorfi síu:
„En ég hafði ekki óbeit á doktor
Fischer auðæfanna vegna. Ég hat-
aði hann vegna hrokans, fyrirlitn-
ingarinnar á gervöllum heiminum
og grimmdarinnar sem í honum
bjó. Hann unni engum, ekki dóttur
sinni, hvað þá öðrum. Hann hafði
ekki einu sinni fyrir því að snúast
gegn giftingu okkar,enda hafði
hann engu minni fyrirlitningu á
mér en þessum svokölluðu vinum
hans sem komu þjótandi við
minnstu bendingu".
Ágirnd hinna ríku þykist doktor
Fioscher vera að kanna eða rann-
saka í sprengjuveislunni. Gestirn-
ir sex eiga að sprengja knöll, en
fimm þeirra innihalda tvær millj-
ónir svissneskra franka hvert, hið
sjötta aftur á móti hættulega
sprengju. Graham Greene gerir
fulltrúa auðstétta, frægðar og
valds að auvirðilegum skriðdýrum
í sögu sinni því að ágirndin er
ríkjandi í fari þeirra.
Eins og fyrr segir er Sprengju-
veislan læsileg saga þrátt fyrir að
frásögnina skorti þá dýpt sem
gerir bókina að varanlegu skáld-
verki.
Björn Jónsson kemst sæmilega
frá þýðingu Sprengjuveislunnar,
en hann mun einkum hafa lagt
fyrir sig þýðingar reyfara. Prent-
villur eru aftur á móti of margar í
ekki stærri bók, en þær verða að
skrifast á reikning forlagsins sem
vitavert hirðuleysi, ekki síst þegar
höfundur á borð við Graham
Greene á í hlut því að varla
skoðast saga hans eingöngu sem
söluvara fyrir jól.
Er allt í plati ?
Allt i plati
Mál og myndir eftir
Sigrúnu Eldjárn.
IÐUNN Reykjavík 1980.
Þegar ég var lítil lærði ég að
spila „Löngu vitleysu". Ég vildi
spila hana æ ofan í æ og þótti hún
skemmtilegasta spilið sem ég vissi
til — og þykir raunar enn.
Með þessu spili lærði ég þó vissa
siðfræði og lífssannindi sem smá-
opnuðu fyrir rtjér hinn einlæga,
gáskafulla barnsheim sem mér
sýndist alls staðar vera.
„Langa vitleysa" sótti hvað eftir
annað á hug minn er ég las þessa
litlu bók.
Fljótt á litið sýnist saga þessi
ein endaleysa, en það er hún
sannarlega ekki.
Hún er byggð á taumlausu
hugmyndaflugi er saman vefur
hina ólíkustu atburði sem reka
hver annan án samhengis. Hún er
sögð af gleði og einlægni — á
vönduðu máli.
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Sá þáttur sögunnar er víkur að
kirkjum og einkum sá er gerist
uppi í turni Hallgrímskirkju er þó
ólíkur öllu öðru því er fyrir börnin
tvö ber. Hvað höfundur er að fara
með honum veit ég ekki.
Loftur lyftuvörður er ljótur og
grimmdarlegur og auk þess ósvíf-
inn. Það réttlætir samt ekki aðfar-
ir barnanna og Sigvalda krókófils
að honum. Það er um ofbeldi að
ræða sem auk þess er rækilega
undirstrikað í myndum. Þessi
þáttur er ekki meinlaus hugar-
flugi lítilla barna.
— Og ég endurtek — því með
öllu óskyldur öðru efni bókarinn-
í
Sigrún Eldjárn
ar. Að öðru leyti þykir mér sagan
bráðskemmtileg og mjög listræn.
Myndir þær er Sigrún Eldjárn
teiknar fyrir börn eru að mínu
mati gæddar því lífi og þeim
skilningi er sameinar þær full-
komlega texta.
Málfar og handbragð á myndum
er listilegt. Frágangur útgáfu er
með ágætum.
Sambyggt tæki
með toppgæði
SHARP SG-1H/HB:
Klassa steríó sam-
stæöa í „silfur" eða
„brons“ útliti.
Breidd 390 mm. Hæð 746 mm / 373 mm
Dýpt 330 mm.
DOLBY
fyrir betri upptökur.
• Útgangsorka
2x27 Wött
v/4 Ohm.
• A1ETAL
Stilling fyrir metal
kassettur.
Reimdrifinn
hálfsjálfvirkur
plötuspilari
m. magnetic
pickup.
Rafeinda
móttökumælir.
• LM, MW
og FM bylgjur.
• Rafeinda
’Topp”
styrkmælir.
SG-1HB
SHARP CP-1H/HB:
Hátalarar, bassa og diskant (2 way), 25
Watta í „silfur“ eöa „brons“ útliti.
Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt 18.3 mm.
Allt settió, verð kr.: 596.000.-
áfZ^ HLJÓMTÆKJADEILD
(Ira) KARNABÆR
LAUGAVEGi 66 SÍMI 25999
Útsölustaöir: Karnabær Glæsibæ - Fataval Keflavík - Portiö Akranesi - Eplið ísafirði - Álfhóll Siglufirði
Cesar Akureyri - Hornabær Hornafirði - Eyjabær Vestmannaeyjum - M M h/f Selfossi
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
tP
Þl AUGLYSIR l'M AI.LT
LAND ÞEGAR ÞÚ Al'G-
I.YSIR í MORGIABLADIM