Morgunblaðið - 10.12.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
Sovézkum neitað
um pólitískt hæli
_ Canberra. Ástralíu. 9. des. — AP.
ÁSTRALSKA ríkisstjórnin hefur
neitað að veita ptilitískt hæli
sovézkum sjómanni sem strauk
af skipi sínu í Sydney aðfaranótt
þriðjudags. Sagði talsmaður
utanríkisráðuneytisins, að mað-
Urinn „uppfyllti ekki þau skil-
yrði sem ástralska stjórnin setti
fyrir þvi að hann fengi pólitískt
hæli“. Maðurinn var annar stýri-
maður á flutningaskipinu Novo-
polotsk, sem átti að fara frá
Syndey 1 dag.
___________ Adolfo Suarez
Suarez í fyrstu heim
sókn í Baskalandi
Listræningjar
stálu listaverkum
Papju Q /ipú __ A p
INNBROTSÞJÓFAR höfðu á
brott með sér fimm verðmæt
málverk, þar á meðal eitt eftir
Van Gogh og Matinnes og eitt
eftir Picasso, úr íbúð fransks
iðjuhölds, Daniel Leclery um
helgina, en ekki var skýrt frá
þjófnaðinum fyrr en í dag.
Ekki hefur verið látið upp-
skátt um verðmæti mál-
verkanna. Málverk þessi voru
sögð hin verðmætustu úr safni
Leclerys og segir lögreglan að
augsýnilega hafi atvinnubófar
verið að verki.
Vitoria, Baskalandi. 9. des. — AP.
ADOLFO Suarez, forsætisráðherra
Spánar, kom í fyrstu opinberu
heimsókn sína til Vitoria. höfuð-
borgar Baskalands á Norður-Spáni
í dag og voru gríðarlegar öryggis-
ráðstafanir hvarvetna, þar sem
mikill ótti var meðal lögreglu og
hers svo og embættismanna við að
hermdarverkasamtökin ETA
myndu láta að sér kveða. Forsætis-
ráðherra heimastjórnar Baska-
lands. Carlos Garaicocchea, tók á
móti honum og Suarez sagði I
ávarpi sinu að þetta væri ákaflega
þýðingarmikil heimsókn.
Suarez mun dveljast í Baskalandi í
þrjá daga og ferðast um allt landið
og verður öflugur vörður hvar sem
hann fer. Síðasta hryðjuverkið í
Baskalandi var framið sl. laugardag,
er kráareigandi nokkur skammt frá
San Sebastian var skotinn til bana.
Hafa nú á þessu ári 124 menn, þar á
meðal hermenn og lögreglumenn,
verið myrtir á Spáni, þar af lang-
flestir í Baskalandi.
Gjöfin
'sem gleður
Kodak EKTRA
vasamyndavél með handfangi
KodakEKTRA
vasamyndavélarnar
eru í tösku, sem myndar
handfang þegar hún opnast.
Þú nærð þannig trausti taki
á vélinni og hún verður
stöðugri og þú tekur betri
og skarpari myndir.
Skemmtileg gjöf
sem á eftir aó veita
ómældar ánægjustundir.
Verð frá
kr. 27.000 - 44.460.
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
AUSTURVER
S: 36161
GLÆSIBÆR
S:82590
Viðbrögðin víða um heim einkenn
*
„Eg skil þetta
ekki, ég get ekki
skilið þetta“
— sagði Paul McCartney um morð-
ið á John Lennon
London, 9. des. — AP.
„ÉG skil þetta ekki, ég get bara
ekki skilið þetta,“ sagði Paul
McCartney i dag niðurbrotinn
vegna fréttanna um morðið á
John Lennon. Paul, sem ásamt
Lennon samdi fegurstu söngva
Bítlanna, var greinilega í miklu
uppnámi þegar hann hélt af stað
til sveitaseturs síns í Sussex.
„John var stórkostlegur félagi,
hans mun verða saknað um allan
heim," sagði Paul við fréttamenn,
fölur og tekinn í andliti, og haft var
eftir talsmanni hans, að hann hefði
orðið fyrir „miklu andlegu áfalli"
vegna dauða fyrrverandi félaga
síns, sem hefði ásamt honum samið
mörg ógleymanlegustu lög Bítl-
anna, eins og t.d. „Yesterday" og
„Eleanor Rigby“.
Ringo Starr, sá þriðji Bítlanna,
var í fríi þegar honum bárust
tíðindin, en hélt þá samstundis til
New York. Talsmaður hljómplötu-
fyrirtækis hans sagði, að „Ringo er
ákaflega dapur en vill ekkert láta
eftir sér hafa á þessari stundu".
George Harrison, fjórði meðlim-
ur hljómsveitarinnar, sem olli bylt-
ingu í dægurlagaheiminum á
sjöunda áratugnum, var sagður
vera ákaflega langt niðri og að
hann hefði hætt við eða slegið á
frest öllum fyrri fyrirætlunum
sínum.
Cynthia, fyrri kona John Lenn-
ons, sagði við fréttamenn í dag, að
hún væri harmi slegin vegna hins
skyndilega fráfalls Lennons. „Mér
hefur alltaf þótt ákaflega vænt um
hann þrátt fyrir skilnaðinn og lagt
mig fram um að samband hans og
sonar okkar, Julians, væri sem
best. Julian ætlaði að hitta föður
sinn skömmu eftir jól, en nú vitum
við ekki hvað verður," sagði Cynth-
ia.
Alan Williams, fyrsti umboðs-
maður Bítlanna, sagði, að það væri
„undarlegt og dapurlegt“, að þrír
menn, sem komið hefðu við sögu
Bítlanna, væru nú látnir: Stuart
Sutcliffe, sem var í upphaflegu
hljómsveitinni en hætti og lést
skömmu síðar úr heilablæðingu,
aðeins 21 árs að aldri; annar
umboðsmaður Bítlanna, Brian
Epstein, sem framdi sjálfsmorð, og
nú John Lennon.
Viðbrögðin við dauða John Lenn-
ons meðal almennings í Englandi
einkennast af undrun og jafnframt
af skömm á New York-borg. „Hann
McCartney heyrir tíðindin um
dauða Lennons. Myndin var tekin
þegar McCartney hélt frá heimili
sínu eftir að honum hafði verið
sögð fréttin um lát Lennons.
McCartney mátti vart mæla fyrir
geðshræringu og allt sem hann
sagði var: „Ég skil þetta ekki.
John var stórkostlegur félagi.
Hans mun verða saknað um allan
heim.“ AP-simamynd.
sagði oft, að hann myndi láta lífið á
voveiflegan hátt,“ sagði vegfarandi
í London við fréttamann. „Þetta er
vissulega mikið áfall, en eins og
ástandið er í heiminum, og sér-
staklega í New York, er kannski
engin ástæða til að vera hissa."
Viðbrögðin víða um heim við
dauða John Lennons einkennast öll
af hryggð og söknuði, bæði í austri
og vestri. í mörgum útvarpsstöðv-
um voru lögin hans leikin án afláts
og mikil eftirspurn var strax eftir
hljómplötum Bítlanna og þeim,
sem hann gaf út upp á eigin spýtur.
í ríkjum Austur-Evropu jafnt sem
um allan hinn frjálsa heim hefur
hans verið minnst sem eins
fremsta dægurlagahöfundar okkar
tíma og mikils listamanns.
í Liverpool, heimabæ Bítlanna,
hafa ráðamenn borgarinnar á
prjónunum að minnast John Lenn-
ons og er einkum um það rætt að
skíra einhvern skólann í höfuð
honum. Mörgum finnst það þó
kaldhæðni örlaganna, að á meðan
John Lennon var á lífi vildu sömu
menn ekki heyra á það minnst, að
reist væri stytta af Bítlunum í
borginni.
Lögrcglumenn sjást hér flytja mann að nafni Mark David Chapman
til aóalstöðva lögreglunnar í New York í gærmorgun. Búist er við að
Chapman verði formlega ákærður fyrir að hafa myrt John Lennon í
fyrrinótt. AP-símamynd.