Morgunblaðið - 10.12.1980, Page 17

Morgunblaðið - 10.12.1980, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 17 flfoiqgtiitlFfafetíÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 7.000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 350 kr. eintakiö. Sjálfetæðisflokkurmn og kjördæmamálið Vorið 1978 samþykkti Alþingi ályktun, þar sem mælt var fyrir um skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar í stað þeirrar, sem setið hafði síðan 1972. Samkvæmt þingsályktun- inni átti hin nýja nefnd að ljúka störfum innan tveggja ára. Fyrsti fundur í henni var haldinn 1. desember 1978 og var Gunnar Thoroddsen skipaður formaður nefndarinnar. Sér- staklega skyldi nefndin taka til meðferðar kjördæmaskipan, kosningaákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis og kosningalög. Starfstími nefndarinnar er liðinn. Engar tillögur liggja fyrir frá henni, en á síðasta hausti sendi hún þingflokkum til athugunar samantekt úr fundar- gerðum sínum og hugmyndir um nokkra kosti, sem til álita þykja koma við breytingu á kosningaákvæðum. Ekki liggja neinar fastmótaðar hugmyndir fyrir um framtíð nefndarinn- ar. Samkvæmt þingsályktuninni frá 1978 má ef til vill álykta sem svo, að starfsgrundvöllur hennar sé brostinn og málið sé enn á ný komið í hendur Alþingis. Greinilegt er, að þingflokkar verða að taka afstöðu til áframhaldandi starfa stjórnarskrárnefndar. Hitt er ekki síður brýnt, að meðal þingmanna mótist samstaða um skynsamlegar leiðir til leiðréttingar á því misvægi, sem nú ríkir í atkvæðum manna, eftir því í hvaða kjördæmi þeir búa. Ekki er lengur unnt að láta þetta mikilsverða réttlætismál velkjast áfram í þeim farvegi, sem það hefur verið í. Almennt orðaðar yfirlýsingar og samantekt hugmynda um ólíka kosti verða að víkja fyrir markmiðum, sem byggð eru á stjórnmálalegri samstöðu og framkvæmdavilja. Engir aðrir en þingmenn geta haft hér frumkvæði, því að góð ráð þeirra, sem utan þings eru, ná ekki fram nema þau eigi hljómgrunn meðal þingmanna. Þeir einir geta staðið að breytingum á kosningalögum og stjórnarskránni. Búa verður þannig um hnútana, að í næstu almennum kosningum verði stigið skref til breytinga á stjórnarskránni, telji menn jafnræði í atkvæðisrétti krefjast slíkra breytinga. í ræðu, sem Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, flutti á flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins á dögunum, lagði hann á það áherslu, að aukið misvægi atkvæða í kjördæmum breytti ekki aðeins áhrifum kjósenda á Alþingi heldur leiddi einnig til þess, að styrkur þingflokka samkvæmt atkvæðamagni hefði skekkst. Sagði Matthías Á. Mathiesen, að þetta bitnaði fyrst og síðast á Sjálfstæðis- flokknum, stærsta stjórnmálaflokknum, sem sækir meiri- hluta fylgis síns til íbúa á þéttbýlissvæðum. Hann sagði „óumflýjanlegt", að Alþingi tæki málið til úrlausnar á þessu kjörtímabili. Á sömu ráðstefnu sjálfstæðismanna fjallaði Matthías Bjarnason, alþingismaður, einnig um kjördæma- málið. í ræðu sinni lagði hann áherslu á nauðsyn þess, að sjálfstæðismenn sameinuðust um eina stefnu í málinu. Benti hann réttilega á, að innan flokksins þarf að sætta sjónarmið þeirra annars vegar, sem vilja bæta rétt sinn, og hinna hins vegar, sem telja á rétt sinn gengið með breytingum í þá átt. Hvatti Matthías Bjarnason til, að Sjálfstæðisflokkurinn „hafi forustu til lausnar sanngjörnum breytingum í stjórnarskrármálinu og ræði það síðan við aðra flokka og hafi jafnframt sveigjanleika til þess að mæta óskum og kröfum annarra flokka til þess að ná heildarsamkomulagi í málinu". Orð þingmannanna eru í tíma töluð. Augljóst er, að í þessu máli eins og öðrum, sem til heilla horfa í landinu, verður Sjálfstæðisflokkurinn að hafa frumkvæði, eigi viðunandi niðurstaða að nást. Þingmenn flokksins gera sér grein fyrir því, að bæði er þetta nauðsynlegt til að flokkurinn hafi þau áhrif, sem fylgi hans veitir, og til að skipulega verði að lausn málsins unnið og með þeim hætti, að ólík sjónarmið séu sætt. Að sjálfsögðu verður ekki komist hjá málamiðlun. Verr er af stað farið, ef breytingar á kosningaákvæðum yrðu til þess að skapa óbrúanlegan ágreining milli þéttbýlis og dreifbýlis. Á flokksráðs- og formannaráðstefnunni ræddu sjálfstæðis- menn kjördæmamálið og komust að þeirri niðurstöðu, að fela þingflokki sínum og trúnaðarmönnum alls staðar að af landinu að leita sameiginlegrar niðurstöðu á flokksvctt- vangi. Stefna þarf að skjótri niðurstöðu án tillits til þess hvernig mál fljóta áfram hjá stjórnarskrárnefnd. Geir Hallgrímsson á fundi SVS og Varðbergs: Sovétríkin ráða í raun fram- gangi slökunar í heiminum Ábyrgð smáríkja hefur aukist og einnig sovéskur þrýstingur á þau „Ef ég á að svara í stuttu máli spurningunni: Er slökunarstefnan liðin undir lok? er svarið þetta: Það er undir Sovétríkjunum komið. Þau ráða þvi i raun, hvort horfið verður frá siökunarstefnunni i alþjóðamálum. Vestræn ríki eru í þeirri aðstöðu, að þau verða að vera á varðbergi gegn sífellt meiri hernaðarumsvifum kommúnistarikj- anna — þau verða að vera undir það búin að mæta hugsanlegum óvini með hæfilegum vopnabúnaði og staðfestu. Hins vegar geta lýðræðis- ríkin ekki skorast undan þeirri skyldu að hlúa að jarðvegi fyrir raunverulega slökun i heiminum og með þeim hætti leggja sitt af mörkum til að frelsi og lýðræði nái að dafna jafnt i austri sem vestri. í upphafi máls síns sagði Geir Hallgrímsson, að á því væri mfkil hætta, að slökunarstefnan væri að líða undir lok. Frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar hefði sjald- an verið jafn ófriðvænlegt um að lítast á jafn mörgum stöðum í veröldinni. Hann nefndi innrásina í Afganistan, átök írana og íraka, skærur milli Israelsmanna og Araba og óttann um innrás í Pólland. Vitnaði hann til þeirra orða Helmut Schmidts kanslara Vestur-Þýskalands, að „détente" myndi ekki þola annað eins áfall og Afganistan. Hann tók undir þau orð Geir Haardes fundar- stjóra, er hann setti hádegisverð- arfundinn, að yfirlýsingar leiðtoga Varsjárbandalagsríkjanna um að allt væri með kyrrum kjörum í afstöðu þeirra til Póllands og því lítil hætta á innrás sovéskra herja og leppa þeirra í Pólland, gætu hæglega verið svikalogn. Reynslan frá undirbúningi undir innrásina í Tékkóslóvakíu væri einmitt sú, að slíkur fagurgali kommúnistaleið- toga boðaði sjaldan nokkuð gott. Þeir hefðu ráðist inn í Tékkósló- vakíu þremur vikum eftir fund í Bratislava, þar sem vináttu var lýst í garð Tékkóslóvaka. Við því væri allt eins að búast, að lyktir friðarbaráttunnar í Póllandi inn- sigluðu endalok slökunarstefn- unnar. Geir Hallgrímsson sagði, að þær raddir hefðu heyrst, að kjör Ron- ald Reagans í forsetaembætti Bandaríkjanna væri skref í áttina að lokaþætti slökunarstefnunnar. Af þeim atriðum, sem hann hefði upp talið, sagðist Geir telja þetta síðasta ólíklegast til að spilla fyrir slökun í heimsmálum. Við stjórn- arskiptin í Bandaríkjunum yrði fremur stefnubreyting að formi en efni í utanríkismálum þeirra. Auk þess væru litlar forsendur fyrir fullyrðingum um það, að skýrari og afdráttarlausari utanríkis- stefna Bandaríkjanna myndi leiða til vandræða í heiminum. Miklu skipti, að þar væri haldið þannig á utanríkismálum, að komið væri fram af fullri yfirvegun. Saga slökunar Ræðumaður rakti sögu slökun- arstefnunnar og sagði rangt að kenna upphaf hennar við Hels- inki-ráðstefnuna 1975. Rætur hennar væru eldri. Hann gerði grein fyrir lokasamþykkt ráð- stefnunnar og þeirri gagnrýni, sem fram hefði komið á hana. Vestrænum leiðtogum hefði frá upphafi verið ljóst, að þessi sam- þykkt mætti ekki vera og gæti ekki orðið neitt skálkaskjól fyrir Sovétríkin, engin Potemkin-tjöld, sem þau gætu notað til að fela aðför sína að mannréttindum og almennu frelsi. Einmitt um þetta væri nú fjallað á framhaldsfundi öryggisráðstefnunnar í Madrid. Viðbrögð Sovétmanna við gagn- rýni vegna innrásarinnar í Afgan- istan væru á margan hátt lær- dómsrík. Það sýndi ekki mikla samvinnulipurð af þeirra hálfu að Við íslendingar getum ekki skotið okkur undan ábyrgð í þessu efni. Við verðum að tryggja eigið öryggi um leið og við leggjum okkar litla lóð á vogarskál friðar og slökunar. Ef við gerðum það ekki, værum við að fyrirgera rétti okkar til frelsisins. Við værum jafnframt að svipta okkur öllum rétti til að sitja á bekk með öðrum frjálsum ríkjum.“ Þannig komst Geir Hallgrímsson, formaður utanríkisnefndar Alþingis, að orði á hádegisverðarfundi, sem Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu efndu til laugardaginn 6. desember síðastliðinn. Bar ræða Geirs Hallgrimssonar einmitt yfirskriftina: Er slökunar- stefnan (détente) liðin undir lok? hafa í hótunum um að þverbrjóta alla þætti lokasamþykktarinnar, ef menn hættu ekki að finna að innrás þeirra í Afganistan. Geir Hallgrímsson sagði, að í umræðum um slökunarstefnuna mættu menn ekki gleyma þeim grundvallarþætti, sem lýst væri með enska orðinu „deterrence" og erfitt væri að þýða á íslensku, en hann hefði heyrt kallað „fjanda- fæla“. Sagðist hann ekki telja slökun og viðbúnað til að verjast ágangi óvinveittra aðila andstæð- ur, heldur yrði að sinna hvoru- tveggja í senn. Andstæðingurinn yrði að gera sér grein fyrir því, að ofbeldi hans yrði brotið á bak aftur með fullum þunga. „Ef slökunarstefnan líður undir lok, er hinn kosturinn ekki annað en allsherjar vígbúnaðarkapphlaup með þeim alvarlegu afleiðingum, sem það mundi hafa,“ sagði Geir Hallgrímsson. Hann bað fundarmenn jafn- framt að íhuga, hver væri munur á köldu stríði og slökun með vísan til vígbúnaðarkapphlaupsins. Hvort það gæti verið, að vígbúnað- ur hefði ekkert dregist saman á tímum slökunar? Munurinn á þessum tveimur meginskeiðum í samskiptum austurs og vesturs fælist í raun í öðru en því, sem snerti vopnabúnað þeirra. Á tím- um kulda í samskiptum ræddust menn ekki við en á tímum slökun- ar gæfist kostur á að kynnast hugmyndum hvors annars. Geir Hallgrimsson Hagsmunir Því næst vék Geir Hallgrímsson að því, hvorum aðila það væri mikilvægara, Sovétríkjunum eða Vesturlöndum, að slökun ríkti í samskiptum þeirra. Hann greindi frá skipbroti hins kommúníska hag- og stjórnkerfis, þar sem dauð hönd miðstýringarinnar lamaði svo allt atvinnulíf og frumkvæði, að kommúnistaríkin drægjust aft- ur úr og gætu ekki haldið í við Vesturlönd nema með tækni frá þeim. Viðskiptahagsmunir Sovét- ríkjanna réðu mestu um það, að þau vildu halda fast í slökun. Innflutningur þeirra frá Vestur- löndum hefði fjórfaldast á árun- um 1965 til 1978 á sama tíma og útflutningur þeirra vestur á bóg- inn hefði aðeins tvöfaldast. Þá hefðu þær raddir og heyrst, að um að gera væri að nota tímann á meðan Brezhnev væri við völd til að nálgast Sovétríkin, því að þróunin væri sú innan Sovétríkj- anna, að öldungaveldið í æðstu stjórn flokksins væri að renna sitt skeið, á méðan harðlínumenn væru að komast til valda í hernum og þeir myndu ráða ferðinni fyrr en seinna. Ýmsar vangaveltur mætti sjá í þessu samhengi um það, að með nánari tengslum við Sovétríkin nú, væri unnt að stuðla gegn áhrifum harðlínumannanna síðar auk þess sem breytingar innan kommúnísku landanna hlytu að leiða til meira frjálsræð- is. Varaði Geir Hallgrímsson við bjartsýni í þessu efni og minnti á Frá fundinum i Átthagasal Hótel Sögu dæmin um hve hart hrammur hins sovéska bjarnar gæti skollið á svonefndum vinaþjóðum hans. Hann sagði, að Vesturlönd litu til slökunar í von um, að á tímum hennar þyrfti ekki að verja eins miklu fé til hernaðarútgjalda. Þetta gæti þó verið tálvon eins og hann hefði áður vakið máls á. Auk þess gæti of mikið tal um slökun leitt til þess, að íbúar á Vestur- löndum hættu að skilja nauðsyn þess að halda uppi öflugum vörn- um og leggja fram fé til þeirra. Efnahagsvandi, sem stafaði af olíuverðshækkunum og þróun vel- ferðarríkisins, leiddi til þess, að vestrænar þjóðir gætu ekki lagt eins mikið fé af mörkum til varnarmála og nauðsyn krefði. Minnti Geir Hallgrímsson á þau gagnrýnisorð Alexander Solsén- itsyns, að Vesturlandabúar væru orðnir svo vanir hóglífi, að þeir væru ekki lengur til þess búnir að verja frelsi sitt og þjóðskipulag. Að þessu leyti mætti að nokkru bera saman vanda Pólverja og Vesturlandabúa. Þá skorti lífs- þurftir en við værum búnir að gera svo miklar kröfur til hins opinbera, að stöðnun hefði orðið í framleiðslu, sem væri forsenda góðra lífskjara. Af þessum sökum væri varnarþrek okkar gegn ein- ræðisöflunum minna en góðu hófi gegndi. Og hitt væri ekki síður alvarlegt, að okkur skorti á ýmsan hátt siðferðilegt þrek. Gildi varna Því næst fjallaði ræðumaður um samskipti Vesturlanda inn- byrðis og sagði það niðurstöðu ráðamanna bæði austan hafs og vestan, að styrkur Atlantshafs- ríkjanna fælist í samstöðu þeirra. Ekkert ríkjanna gæti án hinna verið, ef það ætlaði að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði. Þessi staðreynd legði þyngri skyldur á smáríkin en þau hefðu mörg hver haft áður. Sovétríkin hefðu komið auga á aukið mikilvægi smáþjóða í samstarfi vestrænna ríkja. Það væri greinilegt á þeirri áherslu, sem þau legðu á að beita þau margvíslegum þrýstingi. Nefndi ræðumaður sérstaklega Noreg í því sambandi og herferð Sovét- manna gegn þeirri ákvörðun Norðmanna að koma á fót stöðv- um fyrir birgðir handa bandarísk- um liðsauka í landi sínu. Það væri líklega engin tilviljun heldur hluti samræmdra aðgerða þeirra afla, sem vilja varnarleysi vestrænna þjóða, að hér á landi hafi á síðasta sumri verið efnt til sérstakrar herferðar til að telja mönnum trú um, að kjarnorkuvopn væru á Keflavíkurflugvelli. Nú einblíndu þessi sömu öfl á fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík og nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli. En þegar herstöðvaandstæð- ingar segðust ætla að hefja nýja aðför að vörnum landsins, væri gott að hafa í huga þau ráð, sem Þjóðviljinn hafi nefnt, þegar hann fjallaði um frelsisbaráttu Pólverja_ í forystugrein 4. desember sl., en þar stóð: „Hitt má vera að Kremlverjar hugsi sig tvisvar um áður en þeir senda skriðdrekasveitir inn í Pól- land vegna þess að þar vænti þeir mun harðari andstöðu en raun varð á í Tékkóslóvakíu á sínum tíma. Það er ekkert spaug fyrir Sovét- herinn að eiga von á langvarandi skæruhernaði í hjarta Evrópu, þótt þeir þykist hafa mátt til að murka lífið úr fjallabændum í Afganistan án þess að heimurinn veiti því mikla athygli. Pólverjar skáka nú í því eina skjóli, að þeir eru reiðubúnir að leggja líf sitt að veði. Þeir hafa barist fyrr með vopn í hönd gegn ofurefli og sigrað. Sagan lifir í blóðinu og býður pólskri alþýðu enga mjúkláta kosti, heldur þrot- lausa baráttu með lífið sjálft að veði.“ Sagðist Geir Hallgrímsson vilja vekja athygli á þessum orðum, því að þau segðu, að það eina, sem gæti haldið Sovétmönnum frá Póllandi væri varnarmáttur Pól- verja sjálfra. Hér á landi hlytum við að spyrja; Hvers vegna heldur Þjóðviljinn þessu fram um Pól- land um leið og blaðið hamrar á nauðsyn þess, að íslenska þjóðin sé varnarlaus gegn sama ofurefli og ógnar Pólverjum nú? Hvers vegna á það ekki alveg eins við um ísland og Pólland, að öflugur viðbúnaður í landinu sjálfu sé besta vörn þess? Áður en ræðumaður flutti loka- orð sín, sem getið var i upphafi þessarar frásagnar, drap hann á önnur þau atriði, sem óhjákvæmi- lega hefðu áhrif á framgang slökunarstefnunnar eins og áróður fyrir samheldni gegn utanaðkom- andi hættu, sem fælist í því að þjappa þjóðum saman með því að draga upp sem ljótasta mynd af andstæðingi sínum. Samskipti þróaðra ríkja og vanþróaðra, sem Sovétríkin misnotuðu til að koma illu af stað, ekki síst fyrir tilstilli Kúbumanna, og stöðu Kína, sem væri andvígt slökunarstefnunni, en þyldi lítinn andblástur, einkum frá Bandaríkjamönnum. Fundurinn var fjölsóttur. Eins og áður sagði var Geir Haarde, hagfræðingur, fundarstjóri, en hann er varaformaður Varðbergs. Borgarspítalinn: Slysa- og sjúkravakt flutt í nýtt húsnæði OPNUÐ hefur verið í Borg- arspítalanum i Reykjavik ný þjónustuálma og hefur slysa- og sjúkravaktin þar nú aðstöðu sína, áður nefnd slysadeild, og þar verður einnig til húsa heilsugæzlustöð fyrir Fossvogs- hverfi, sem tekur til starfa innan skamms. Forráðamenn Borgarspítalans sýndu frétta- mönnum og öðrum gestum hið nýja húsnæði, en byggingar- framkvæmdir hófust i ágúst 1975. Adda Bára Sigfúsdóttir formað- ur heilbrigðismálaráðs Reykjavík- ur flutti ávarp við upphaf athafn- arinnar, síðan lýstu þeir Haukur Benediktsson framkvæmdastjóri Borgarspítalans og Haukur Krist- jánsson yfirlæknir slysadeildar húsnæðinu. Þá flutti Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra ávarp og færði starfsfólki árnað- aróskir. í máli Hauks Benediktssonar og Hauks Kristjánssonar kom m.a. eftirfarandi fram: í október 1979 flutti eftirmeðferð slysadeildar í bráðabirgðaaðstöðu í nýbyggingu og í nóvember í ár flutti öll starfsemi slysa- og sjúkravaktar í bygginguna. Slysa- og sjúkra- móttakan fer nú fram á 2. hæð og í beinum tengslum við hana er húsnæði fyrir vistun sjúklinga í einn dag, meðan fram fer athugun á því hvort þeir skuli vistast á almennri sjúkradeild eða útskrif- ast. Starfsemi þessi er ekki enn hafin þar sem heimild er ekki fyrir ráðningu starfsliðs. í tengsl- um við slysa- og sjúkravakt er einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir starfslið bæjarvaktarinnar. Á 3. hæð fer fram eftirmeðferð sjúkl- inga, sem komið hafa á slysadeild svo og göngudeildarstarfsemi ann- arra deilda, t.d. röntgendeildar. Þar er einnig aðstaða heilsugæzlu- stöðvarinnar, sem hefst á næst- unni og hafa verið ráðnir 2 læknar og annað starfslið. Byggingin er 4330 fermetrar og var kostnaður í árslok orðinn 981 milljón kr. og á þessu ári hefur verið unnið fyrir rúmar 482 millj- ónir. Ólokið er frágangi í austur- enda hússins og kaupum á ýmsum tækjum og enn hefur ekki verið ákveðið hvernig ráðstafað verður austurhlið 1. hæðar hússins, en nú fer fram athugun á því. Bygg- ingaforsögn að þessu húsi og öðrum, sem eiga að rísa við það annaðist finnska ráðgjafarfyrir- tækið Mec Rastor, hönnuðir þess eru Jón Björnsson arkitekt og starfslið Teiknistofu Borgarspítal- ans. Haukur Bene- diktsson fram- kvæmdastjóri Borgarspitalans greindi frá húsa- kynnum hinnar nýju deildar spítal- ans. Starfsfólk spítal- ans sýndi gestum húsnæðið. Ljósm. Rax Frumvarp Vilmundar og fleiri: Forréttindi ráðherra í ræðustól verði skert VILMUNDUR Gylfason og þrír aðrir þingmenn Alþýðuflokksins hafa flutt á Alþingi tillögu til laga, um að tryggja jafnrétti þingmanna á við ráðherra i umræðum á þingi. Lagt er til að 2. málsgrein 36. greinar laganna um þingsköp orðist svo: „Ráðherrar mega taka til máls svo oft sem þeim þykir þurfa, til jafns við aðra þingmenn. Ráðherr- ar skulu njóta forgangs til að svara spurningum eða bera af sér ámæli, en þó aðeins í þrjár mínútur eða skemur hvert sinn.“ í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn svo um til- gang og tilefni frumvarpsins: Þetta frumvarp er sett fram til þess að tryggja jafnrétti þing- manna í ríkari mæli en nú er. Gert er ráð fyrir því, að þó svo þing- menn séu ráðherrar skulu þeir ekki njóta eins mikilla forréttinda að því er ræðutíma varðar og þeir nú gera. Þó er gert ráð fyrir því, að ráðherrar njóti þeirra forréttinda að geta hvenær sem er kvatt sér hljóðs og vera þá næstir á dagskrá til þess að svara spurningum eða bera af sér ámæli. Flutningsmenn telja, að bæði samkv. þingsköpum og samkv. hefð njóti ráðherrar nú of mikilla for- réttinda. Slík forréttindi séu til þess fallin að auka mjög hlut framkvæmdavaldsins á kostnað löggjafarvaldsins. Þessari þróun er reynt að snúa við að nokkru með flutningi þessa frumvarps. Á það skal lögð áhersla, að réttur ráðherra er hvergi meiri en ann- arra þingmanna, til dæmis við útvarpsumræður. Þar er réttur þeirra sem hvers annars þing- manns, en ekki meiri. Frá sjónarhorni þingræðis og þingsögu er óeðlilegt, að einn hópur þingmanna hafi meiri ræðutíma og rýmri heldur en annar á Alþingi. Ráðherrar eru fyrst og fremst sveit manna og kvenna, sem löggjafar- valdið hefur kosið til þess að framkvæma þær lagareglur, sem Alþingi kann að setja hverju sinni. Eins má gera ráð fyrir, að þessi breyting flýti umræðum og geri þær efnismeiri en þær hafa verið nú um nokkurt skeið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.