Morgunblaðið - 10.12.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 10.12.1980, Síða 18
18 * I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980 Mikið næstu FARÞEGAFJÖLDI með vélum FluKleiða milli Skandinavíu ok ísiands Bretlands ok íslands Eigendaskipti á Skrínunni ÓMAR Hallsson veitinKamaður hefur fest kaup á matsölustaðn- um Skrínunni við SkólavörðustÍK af Gyifa Guðnasyni. Ómar starf- rækti Hótel Valhöll á ÞinKvöllum síðastliðið sumar ok mun hann einnÍK verða með Hótel Valhöll næsta sumar. „Ég mun brydda upp á ýmsum nýjungum í Skrínunni en hug- myndir eru enn ekki fullmótaðar, þar sem svo skammt er um liðið frá því gengið var frá kaupunum," sagði Ómar í samtali við blaða- mann Mbl. bókað vikur hefur verið heldur minni að undanförnu en á sama tíma sl. ár. Sama er að segja um farþega- fjölda á Norður-Atlantshafsleið- inni, en hins vegar er sætanýting mjög svipuð þar og sl. ár. Flug- ferðir á þcirri leið eru hins vegar þrjár nú i stað fjögurra sl. ár. Samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar er nú nóg sæta- framboð á Skandinavíuleiðum og búið er að setja upp aukaferðir fyrir jólin. Eiga ekki að vera nein vandkvæði á því að komast til og frá íslandi á þessari leið fyrir jólin. Þá hefur bókun sæta á Norður-Atlantshafsleiðinni tekið mikinn kipp að undanförnu og er mikið að flytja allt fram í janúar að sögn Sveins, en að öðru leyti hefur nýting verið svipuð og und- anfarin ár. Má segja að fullbókað sé næstu vikur á Norður- Atlantshafinu. HVERJIR verða næstu áfangar í starfi stjórnarskrárnefndar? Þannig spurði Jóhann Ein- varðsson (F) forsætisráðherra í Sameinuðu þingi í gær. Er tryggt að tillögur nefndarinnar varð- andi breytingar á kjördæmaskip- an og kosningaíyrirkomulagi liggi fyrir með svo góðum fyrir- vara. að unnt verði að afgreiða þær fyrir lok næsta kjörtimabils? Óánægður með störf nefndarinnar Jóhann Einvarósson (F) sagðist óánægður með þann drátt, sem orðið hefði á störfum stjórnar- skrárnefndar. Hann s?;íði íbúa í Reykjaneskjördæmi vera 143% fleiri nú en 1959, er síðasta kjör- dæmabreyting var gerð. Hafi hún Skrifari og forseti Sameinaðs þings léttir i lund meðan þingmenn verið réttlát, miðað við íbúahlutfall ræða alvörumálin. Biðstaða í jöfnun atkvæðaréttar: Stjórnarskrárnefnd vísar málinu í umsögn þingflokka 21 af 35 náðu kjöri í flokksráð Sjálfstæðisflokks Á AÐALFUNDi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í fyrrakvöld voru kjörnir 21 maður i flokksráð. Var talningu ekki lokið. þegar fréttin í Mbl. af fundinum fór í prentun. Uppá- stungur voru um 35 manns. Undanfarin ár hafa félögin Vörð- ur, óðinn, Hvöt og Heimdallur gert uppástungur til fundarins, sem þar hafa verið staðfestar óbreyttar. Komu tillögur um 12 manns frá félögunum nú en 9 frá fráfarandi formanni. Við bættust svo á fundinum uppástungur uns þær voru allar orðnar um 35 og fór þvi kosning fram. Þessir hlutu kosningu í flokks- ráð: Sigurður Hafstein með 298 atkvæði, Davið Oddsson 297, Magnús L. Sveinsson 297, Páll Gíslason 274, Ingibjörg Rafnar 261, Hulda Valtýsdóttir 258, Sig- urjón Fjeldsted 254, Pétur Rafns- son 246, Gunnlaugur G. Snædal 233, Matthías Johannessen 233, Þórir Lárusson 229, Gunnlaugur Snædal 222, Hörður Einarsson 216, Sigríður Ásgeirsdóttir 214, Ragnar Kjartansson 206, Garðar Ingvarsson 204, Magnús Jó- hannsson 202, Sveinn Björnsson, kaupm. 198, Sólveig Pálmadóttir 193, Anders Hansen 175 og Áslaug Ottesen 160. Voru síðar kjörnir jafnmargir til vara í samræmi við tillögur félaganna og fyrrv. for- manns og þar ekki stungið upp á fleirum. í kjördæmum, þá er ranglætið stórt nú. Ég skora á forsætisráðherra að flýta störfum nefndarinnar, sagði Jóhann. Enn liggur ekkert fyrir nema safn hugmynda. Málið hjá þingflokkum Gunnar Thoroddsen forsætls- ráðherra sagði stjórnarskrárnefnd hafa skilað tveimur skýrslum um þessi mál til þingflokka. Þar væri m.a. tekið á hugmyndum um jafn- rétti milli stjórnmálaflokka, jafn- ari rétt milii kjördæma, aukið valfrelsi kjósenda milii frambjóð- enda (ekki aðeins milli flokka). Fjallað væri um hugmyndir varð- andi fjölgun þingmanna, reglur uppbótarsæta, fjölgun kjördæma með hliðsjón af búsetubreytingum o.fl. Ráðherra útilokaði tvær leiðir: að gera landið allt að einu kjör- dæmi og að taka upp einmenn- ingskjördæmi án uppbótarsæta. Hann sagði stjórnarskrárnefnd bíða umsagnar og/eða tillagna frá þingflokkum, en gera endanlegar tillögur þegar þingflokkar hefðu tjáð sig. Þingmenn óhressir með stöðu mála Engar tillögur frá stjórnarskrárnefnd Jóhann Einvarðsson (F) árétt- aði, að engar formlegar tillögur hefðu borizt frá stjórnarskrár- nefnd. Boltanum hefði verið kastað yfir til þingflokkanna. Hann beindi eindregnum tilmælum til þing- flokka að láta nú hendur standa fram úr ermum. Erindisbréf stjórn- arskrárnefndar ólafur G. Einarsson (S) sagði að þingsályktun, sem stjórnarskrár- nefnd væri kosin til að fram- kvæma, fæli það í sér að hún hefði átt að skila formlegum tillögum innan tveggja ára. Það hefði nefnd- in ekki gert. Hún hefði aðeins sent söfnuð málsgögn í skýrsluformi til þingflokka. Forsætisráðherra hefði sagt nefndina í biðstöðu unz þing- flokkar afgreiddu málið frá sér. Ég spyr: er nefndin í starfsfríi á meðan? Hve marga fundi hefur nefndin haldið síðan í ágúst sl.? Er nefndin enn á launum? Og hvað um starfsmann hennar? Ólafur ítrek- aði að þingið hefði sett nefndinni erindisbréf í þingsályktun, sem ekki væri að svo komnu máli fullfarið eftir. Kortlagning í grófum dráttum ólafur Ragnar Grímsson (Abl) sagði ýmsar stjórnarskrárnefndir hafa starfað án starfslykta. Þessi hefði þó sent þingflokkum kort- lagningu valkosta í grófum drátt- um. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins myndi vinna úr þessu efni í jólahléi þings. Samstarf þingflokka Kjartan Jóhannsson (A) sagði nefndina hafa sett fram hug- myndasafn, ekki tillögur, eins og til hefði staðið. Þingflokkum væru heldur ekki sett tímamörk í um- fjöllun sem gæti þýtt, að málið kæmist í eindaga, þar eð nefndin héldi ekki áfram störfum fyrr en þingflokkar allir hefðu tjáð sig. Skoraði Kjartan á þingflokka að taka nú þegar upp viðræður og samstarf um framhaldið, svo skrið- ur kæmist á það. Nefndin enn að störfum Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra sagði nefndina enn að störfum. Hún fjallaði nú um mann- réttindaþátt stjórnarskrárinnar, sem væri 100 ára, svo þar þyrfti ýmsu að breyta og bæta við til samræmis við breyttar aðstæður og tíma. Málið þarf að afgreiða 1981 Matthias Á. Mathiesen (S) sagði ljóst að stjórnarskrárnefnd væri á lygnum sjó í málinu unz þingflokk- ar létu frá sér heyra, að orðum forsætisráðherra að dæma. Frá henni væri ekki að vænta fastmót- aðra tillagna í bráð. Þingflokkar þurfa því að taka upp viðræður um þetta þýðingarmikla réttlætismál og stefna að því að hægt verði að afgreiða það á útmánuðum næsta árs. Verri kostur nú en á dönskum tímum ólafur Þ. Þórðarson (F) sagði Vestfirðinga hafa tapað hlutdeild í mannfjölda á íslandi. Ekki bendir það til þess að völd þeirra á Alþingi séu of mikil! Ekki er hægt að taka afgreiðslu á kosningareglum og kjördæmaskipan út úr stjórnar- skrármálinu sem heild. Þar þarf að ræða skiptingu valdsins í þjóðfé- laginu, sem þarf m.a. að færa frá Alþingi eða ríkinu til sveitarfélaga, dreifa því. Fráleitt er, sagði ólafur, að Vestfirðingar sitji t.d. við verri kost til nýtingar fiskveiðilandhelgi út af Vestfjörðum undir innlendri stjórn en var undir danskri. Anna Bjarnadóttir skrifar frá Washington: Hart deilt um byssueign vegna margra morða að undanfömu Washington. 9. desember, frá fréttaritara Mbl., önnu Bjarnadóttur. John Lennon var myrtur I New York á mánudagskvöld. Dr. Michael Halberstam. hjartasér- fræðinKur og rithöfundur. var myrtur í Washington DC á föstudagskvöld. Réttarhöld, sem enn eru i gangi. yfir Jean Harris, sem er ásökuð fyrir að hafa myrt elskhuga sinn dr. Ilerman Tarnower, höfund Scarsdale-megrunarkúrsins, hafa vakið mikla athygli. Dauði þessara manna hefur verið for- siðufrétt i bandarískum blöð- um. Þeir voru frægir og urðu allir byssukúlum að bráð. Skotsár eru banamein fleiri en frægra manna í Bandaríkjunum, en það eru „hversdagsleg" morð, sem vekja litla sem enga athygli. Á laugardag fannst t.d. 23 ára piltur skotinn á leikvelli í Wash- ington og annar 15 ára var skotinn á benzínstöð í hita rifr- ildis við kunningja sinn. Á mánudag lézt viðskiptavinur banka í Washington eftir að hann skaut á bankaræningja en varð sjálfur kúlu ræningjans að bráð. Einhver náungi frá Hawaii var augljóslega ákveðinn í að myrða John Lennon. Hann hafði fylgzt með ferðum hans nokkurn tíma og keypt sér skammbyssu fyrir nokkru. Lennon var líklega einn sá síðasti, sem fólk bjóst við að yrði myrtur. Hann var átrún- aðargoð milljóna. Á meðan Paul, George og Ringo vöktu hrifningu flestra, vakti John oft hneyksl- un, sem gerði hann oft meira spennandi en hina. Einn lög- regluþjónanna sem vinnur að rannsókn morðsins í New York sagði, að rannsóknin væri „jafn mikilvæg og rannsókn morðsins á John F. Kennedy". Gamall aðdáandi Lennons í Washington, þar sem, stjórnmál eru oft efst í huga margra, sagði: „John var myrtur í New York um svipað leyti og Ronald Reagan kom þangað. Það var þá, sem bítla- öldin endaði og gamli tíminn tók aftur við.“ Innbrotsþjófur skaut dr. Michael Halberstam, þegar hann kom óvænt heim ásamt konu sinni á föstudagskvöld. Halb- erstam keyrði sjálfur á sjúkra- húsið, en á leiðinni sá hann innbrotsþjófinn á hlaupum og keyrði hann niður. Halberstam lézt skömmu síðar. Þjófurinn reyndist vera flóttafangi, sem bjó mjög vel í einu betra út- hverfi Washington og sagði ná- grönnum sínum, að hann verzl- aði með verðbréf og fasteignir. Hann kallaði sig Norm Hamil- ton, en heitir Bernard Charles Welch jr. Hann hafði rænt og ruplað í Washingtqn í 5 ár, þegar hann loks náðist. Lögreglan sagðist hafa vitað af honum lengi, en hann hefði verið of slægur fyrir þá og alltaf horfið sporlaust, þegar hann virtist vera í seilingarfæri. Réttarhöldunum yfir Jean Harris er enn ekki lokið og sagan af henni og Dr. Tharnow- er ekki öll sögð. Harris var kvennaskólastýra einkaskóla í úthverfi Washington þangað til hún var ákærð fyrir morðið á Tarnower fyrr í ár. Hún hafði átt vingott við hann í mörg ár og vann með honum að útgáfu bókarinnar „The Scarsdale diet“, sem hefur selzt í milljónum eintaka og hjálpað mörgum að losna við nokkur pund. Tarnower var flugríkur og Harris heim- sótti hann oft á heimili hans í New York. En hann átti vingott við aðra konu, sem Harris líkaði miður, svo kvöld eitt keyrði hún frá Washington til New York og skaut lækninn þar sem hann lá í rúminu. Hvort hún gerði það með köldu blóði eða hvort hún ætlaði sér að fremja sjálfsmorð er kviðdómendanna að skera úr um. Dauði þessara þriggja manna hefur leitt til háværari umræðu um byssueign í Bandaríkjunum en gerist og gengur. Umræðan á sér ávallt stað, en hún er ekki daglegt leiðaraefni stórblaðanna eða hugðarefni vinnufélaga. Mörgum þykir það skerðing á mannréttindum að mega ekki eiga eins mörg skotvopn og hugurinn girnist eða að þurfa að skrá þau svo að yfirvöld geti fylgzt með útbreiðslu þeirra. Öðrum þykir hættan af tak- markalausri útbreiðslu vopn- anna veigameiri en frelsisskerð- ingin við að banna þau eða skrá. En í allri þessari umræðu hafa orð dr. Halberstam í sjónvarps- viðtali aðeins nokkrum dögum áður en hann var myrtur vakið athygli. Hann sagði: „Ég vil ekki vera sá, sem er skotinn af því að ég flauta á manninn í næsta bíl og hann teygir sig í hanzkahólfið og byrjar að skjóta. Ég vil ekki, að sonur minn sé skotinn, af því að einhver vitleysingur reynir að ræna benzínstöðina, þar sem hann vinnur og verður hræddur og byrjar að skjóta."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.