Morgunblaðið - 10.12.1980, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
+ STEFÁN JÚLÍUSSON, Hátúni 6, lézt á Borgarspítalanum, þriöjudaginn 9. desember. Steinunn Sturludóttir, börn og tengdabörn.
t Ástkær eiginkona mín, UNNUR HELGADÓTTIR, Víghólastíg 6, Kópavogi, í andaöist 8. desember. Ásgeir Bjarnason.
t Bróðir minn, PÉTUR S. SIGURÐSSON, Barónstíg 28, andaöist 8. þ.m. Fyrir hönd bræöra minna og annarra aöstandenda, Guörún Siguröardóttir, Flókagötu 10.
t Eiginmaöur minn og faöir okkar, STEFÁN BACHMANN, fyrrv. verslunarmaöur, Sólheimum 23, andaöist á Landakotsspítala þriöjudaginn 9. desember. Johanne Bachmann, Susie Bachmann, Gréta Bachmann.
t Eiginmaðurinn minn og faöir okkar, STEFNIR GUÐLAUGSSON, lést aö heimili sínu, laugardaginn 6. desember sl. Útförin veröur gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 12. desember kl. 3 e.h. Guöný Garöarsdóttir, og börn.
t Dóttir mín, ÞÓRA EIOSDÓTTIR BJARMAN, sem andaöist á Landspítalanum 3. desember, veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. desember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. Birna Guönadóttir.
t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA KARLSDÓTTIR, Ásvallagötu 29, Reykjavík, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 11. 12. kl. 13.30 e.h. Svanur Steindórsson, Þórir Svansson, Matthildur Þórarinsdóttir, Svanhildur Svansdóttir, Svanur Þorsteinsson og barnabörn.
t Elsku litli drengurinn okkar og bróðir, JÓHANN ÓLAFSSON, Seljalandsvegi 67, ísafiröi, sem lést 5. desember, veröur jarösunginn frá ísafjarðarkirkju, fimmtudaginn 11. desember kl. 14.00. Jóna Jóhannsdóttir, Olafur Haraldsson. og systkini.
t Móöir okkar, SIGURBORG STURLAUGSDÓTTIR, frá Tindum, veröur jarösungin frá Stykkishólmskirkju, föstudaginn 12. des- ember kl. 2. e.h. Guölaug Guömundsdóttir, Kjartan Guðmundsson.
Anna Þórarins-
dóttir - Minning
Fædd 17. febrúar 1900.
Dáin 2. desember 1980.
Hún Anna mín Þórarinsdóttir
er dáin. Hún lést á Landakotsspít-
alanum þriðjudaginn 2. desember
80 ára að aldri.
Mig langar að minnast hennar
með nokkrum kveðjuorðum. For-
eldrar önnu voru Guðrún Magn-
úsdóttir og Þórarinn Þórarinsson.
Atvikin höguðu því svo, að sex
vikna gömul kom Anna á heimili
móðurömmu minnar og afa, Jó-
hönnu Jónsdóttur og Gunnlaugs
Gunnlaugssonar að Eyvindar-
stöðum á Álftanesi. Ólst Anna upp
hjá þeim til 15 ára aldurs eða þar
til Jóhanna lést, en Gunnlaugur
var þá látinn fyrir nokkrum árum.
Jónína móðir mín og Guðfinna
systir hennar litu því alltaf á
Önnu sem systur sína, enda var
sérlega kært með þeim alla tíð.
Þegar svo móðir mín og faðir
stofnuðu sitt eigið heimili, dvald-
ist Anna langtímum saman hjá
þeim. Var hún stoð mömmu og
stytta við heimilishaldið, en í þá
daga voru engin heimilis- og
hjálpartæki til að létta störfin.
Var Önnu alla tíð mjög annt um
hag okkar og velferð og leit á
t
Jarðarför systur okkar,
SIGURLAUGAR SIGURÐARDOTTUR,
frá Bakka í Borgarfirði eystri,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. des. kl. 10.30.
Þorbjörg Siguröardóttir,
Þorgeröur Siguröardóttir,
Árni Sigurösson.
t
Móðir okkar oa tengdamóöir,
OLÖF GUDRUN GUDMUNDSDOTTIR,
Bókhlöðustíg 2, Stykkishólmi,
veröur jarösungin frá Stykkishólmskirkju, laugardaginn 13.
desember kl. 2.
Níels B. Bœringsson, Kristín Bæringsdóttir,
Guðmundur Ó. Bæringsson, Kristbjörg Hermannsdóttir,
Bjarni Bæringsson, Kristbjörg Guóbjörnsdóttir,
Sæmundur Bæringsson, Kristín Hermannsdóttir,
Valdimar Bæringsson, Brynhildur Jóhannsdóttir.
t
Faöir okkar, bróöir, tengdafaöir og afl,
JENS EYJÓLFSSON,
Langholtsvegi 134,
er andaöist 29. nóvember, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 11. desember kl. 1.30.
Unnur Jensdóttir, Viktor Jakobsson,
Krístín J. Þór, Arnaldur Þór,
Jóhannes Jensson, Jóhanna Heiödal,
Margrét Jensdóttir, Sigfús Örn Sigfússon,
Kristín Eyjólfsdóttir.
og barnabörn.
t
Þökkum þá ríku samúð og vináttu okkur sýnda viö andlát og útför
eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, dóttur, systur og ömmu,
BIRNU BJÖRNSDÓTTUR LÖVDAL.
Sérstakar þakkir færum viö konum í Kvennadeild Fáks, fyrir
hugulsemi þelrra og rausn.
Guö blessi ykkur öll. ,n8' Lövdal,
Björn Sverrisson,
Salvör Þormóösdóttir,
Kristín Jensdóttir,
Árni Björnsson,
Birna og Lára.
t
I
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vlð andlát og jaröarför
móður okkar og tengdamóöur,
JÓNU GÍSLADÓTTUR.
Siguröur Jónsson, Gyöa Jóhannsdóttir,
María G. Jónsdóttir, Jósef Ó. Jóhannsson,
Elín Jónsdóttir, Emil Pálsson,
Þorbjörg Guömunddóttir,
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur,
JONÍNU ARNADOTTUR,
Sauöárkróki.
Sérstakar þakkir þeim sem styttu henni erflöa sjúkdómslegu.
Jóhannes Gíslason, Málfríöur Árnadóttir,
Leifur Gíslason, Pálína Ásmundsdóttir,
og aörir vandamenn.
okkur krakkana eins og sín eigin I
börn.
Á sumrin fór hún gjarnan í
síldarvinnu eins og þá var títt, eða
í kaupavinnu í sveit, og tók hún þá
oft mig eða Jóhönnu systur mína
með sér. Sýnir þetta vel hve náið
samband Önnu var við fjölskyldu
okkar og það traust sem til hennar
var borið. Fyrir alla hennar um-
hyggju, ástúð og tryggð þakka ég
henni hér og nú.
Þann 2. júlí 1931 giftist Anna
Bjarna Guðmundssyni, en hann
lést arið 1945 eftir 14 ára búskap.
Var Bjarni Önnu og fjölskyldunni
mikill missir.
Þau hjónin eignuðust þrjár dæt-
ur, Unni, Erlu og Auði. Unnur er
gift Gunnari B. Þorbergssyni og
eiga þau þrjú börn, Önnu, Bjarna
og Gunnar. Erla og Auður hafa
alltaf búið með móður sinni, nú
síðustu árin að Borgarholtsbraut
45 í Kópavogi, þar sem þær, af
miklum dugnaði, hafa sameigin-
lega • búið sér sérstaklega fagurt
heimili.
Eftir fráfall Bjarna stóð Anna
ein að uppeldi dætra sinna. Það
segir sig sjálft að það hefur ekki
verið neinn dans á rósum fyrir
einstæða móður með þrjú börn.
En dugnaður Önnu, glaðlyndi og
bjartsýni fleytti henni yfir erfið-
leikana. Hú mátti aldrei vamm
sitt vita, lagði sig alla fram og
sigldi að lokum skipi sínu heilu í
höfn. Hún uppskar líka eins og
hún sáði. Það sýna best dætur
hennar sem metið hafa móður
sína að verðleikum. Þær hafa sýnt
henni alveg einstaka umhyggju,
borið hana á höndum sér og létt
henni gönguna mörg síðustu æfi-
árin. Þar á tengdasonurinn Gunn-
ar og barnabörnin einnig óskipt
mál.
Þetta kunni Anna vel að meta
og gladdi hennar hjarta.
Nú hefur Anna lokið sínu dags-
verki. Hún lauk því með sóma. Eg
votta ástvinunum öllum innilega
samúð. Eftir lifir minningin um
góða konu og elskulega móður sem
öllum þótti vænt um.
„Far þú I íriði,
friður Guðs þi^ blessi.
Hafðu þðkk fyrir allt ok allt.“
Gunnlaugur Lárusson.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi. bess skal einnig getið
af marggefnu tilefni að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Ilandrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.