Morgunblaðið - 10.12.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1980
23
Minning:
Gunnar Theódór
Gunnarsson
Fæddur 30. júlí 1954.
Dáinn 10. nóvember 1980.
Við verðum víst að trúa því, að
allir hlutir hafi sinn tilgang í
lífinu, þó svo erfitt sé að sjá það í
fljótu bragði. Hvernig ættum við
annars að skilja það, þegar ungur
maður er hrifinn á brott frá ungri
konu og tveim ungum sonum,
þegar þau enj rétt að hefja
lífsstarf sitt?
Þessar hugsanir fara í gegnum
hug minn, þegar ég sezt niður, til
þess að skrifa örfáar línur til
minningar um mág minn, Gunnar
Theódór Gunnarsson, en foreldrar
hans eru þau hjónin Jóhanna
Magnúsdóttir og Gunnar Theó-
dórsson.
Gunnar lézt af völdum hörmu-
legs slyss í nágrenni Bremerhaven
í Þýzkalandi þann 10. nóv. sl., þar
sem hann hafði nýlega hafið störf,
en þau Gunnar og Steinunn Frið-
geirsdóttir, kona hans, höfðu flutt
þangað í júlí sl. með synina tvo, þá
Friðgeir Örn, 5 ára, og Gunnar
Magnús, 2ja ára, m.a. til þess að
Gunnar Magnús litli fengi þá
beztu aðstoð og þjálfun, sem hægt
væri að fá vegna veikinda hans, en
aldrei hafa þau Gunni og Steina
borið þá erfiðleika sína á torg.
Talsvert áræði þarf til að taka
sig upp og flytja til annars lands,
en Gunnar var alla tíð glaðsinna
og bjartsýnn á lífið og tilveruna og
opinn fyrir því, sem í kringum
hann var. Hann var því fljótur að
samlagast lífsháttum í hinum
nýju heimkynnum og ég veit að
hann hefur með glaðværð sinni
stutt eiginkonu sína, sem hefur
þurft að vera mikið ein vegna hins
langa vinnudags hans. En því
hefur hún eflaust einnig verið vön
hér heima, þar sem Gunnar starf-
aði sem lögregluþjónn, þótt það sé
ekki sambærilegt við það, að búa í
fjarlægu lándi fjarri öllum ætt-
ingjum og vinum.
En dvölin ytra verður ekki
lengri að þessu sinni, og nú eru
drengirnir ungu komnir heim í
fylgd föðurömmu og afa og föður-
systur, sem hafa átt erfiða daga
að undanförnu. Steina liggur enn-
þá mikið slösuð á sjúkrahúsi í
Bremerhaven, en er þó á góðum
batavegi, en hún er ekki ein því
hjá henni er systir hennar, María,
sem fór utan til þess að vera hjá
Sverrir Svendsen
— Minningarorð
í dag er kvaddur hinstu kveðju
góður vinur og samstarfsmaður,
Sverrir Svendsen, tjónaeftirlits-
maður.
Sverrir var fæddur í Reykjavík
9. nóvember 1915, sonur hjónanna
Friðlínar Þórðardóttur og Carls
Svendson. í móðurætt var Sverrir
af ætt Gríms bónda Steinólfsson-
ar á Grímsstöðum í Reykholtsdal,
en faðir hans var sænskur.
Sverrir stundaði ungur sjó-
mennsku en tók síðar að starfa við
bifreiðaviðgerðir og réttingar.
Stofnaði hann ásamt fleirum
fyrirtækið Bílaiðjuna og við það
fyrirtæki starfaði hann þar til
árið 1960 að hann réðst til Al-
mennra Trygginga hf. sem tjóna-
eftirlitsmaður. Þar starfaði hann
til dauðadags.
Mörg síðustu árin var það starf
hans að fara yfir alla reikninga
sem bárust vegna tjóna á bifreið-
um og það starf rækti hann af
frábærri trúmennsku og sam-
viskusemi. Sverrir hafði öðlast
mikla reynslu í bifreiðaréttingum
þegar hann hóf störf hjá Almenn-
um Tryggingum og naut mikillar
viðurkenningar meðal starfsfé-
laga á þeim vettvangi. Þeir vissu
líka að Sverrir var þann veg
gerður að hann vildi ekki ganga á
rétt nokkurs manns og þess vegna
naut hann virðingar og trausts í
erfiðu starfi.
Minningar okkar samstarfs-
manna um Sverri eru eðlilega
fyrst og fremst bundnar samver-
unni á vinnustað. Þar var Sverrir
hinn prúði og trausti félagi, sem
vildi leysa vanda hvers manns.
Hann var dulur maður sem ekki
flíkaði tilfinningum sínum en
naut sín vel í góðra vina hópi. Þá
greip hann stundum til fiðlunnar,
því Sverrir var listfengur maður,
sem allt lék í höndunum á, og
hann hafði mikið yndi af hljóm-
list. Hann málaði líka og teiknaði
og gladdi okkur oft með list sinni
á því sviði. Um það vitna nú
myndirnar hans sem prýða veggi á
vinnustaðnum. Sverrir var kvænt-
ur Kristínu Steinsdóttur. Eignuð-
ust þau eina dóttur, Ernu, en urðu
fyrir þeirri miklu sorg að missa
hana barn að aldri.
Fráfall Sverris bar snöggt að.
Fæst okkar vissum að hann hafði
kennt sér þess meins sem varð
honum að fjörtjóni.
Það var hins vegar táknrænt
fyrir samviskusemi Sverris að það
vakti athygli þegar hann treysti
sér ekki til þess að mæta til vinnu
þann 1. desember sl. Að morgni
þess dags hafði hann samband við
samstarfsmenn sína til þess að
ráðgast við þá um verkefni dags-
ins en að kvöldi var hann allur.
Starfsfólk Almennra Trygginga
sendir eiginkonu hans og öðrum
ættingjum innilegar samúðar-
kveðjur. Það var gott að þekkja
Sverri Svendsen.
Blessuð sé minning hans.
ólafur B. Thors.
+
Öllum þeim tjölmörgu sem sýndu okkur samúö viö andlát og
jaröarför,
MARGRÉTAR GUÐNÝJAR TRYGGVADÓTTUR,
þökkum viö af alhug.
Aöalsteinn Halldórsson,
Þórhallur Aöalsteinsson, Svanhildur Þorleifsdóttir,
Margrét Þórhallsdóttir, Elín Þórhallsdóttir,
Ríkaröur Þórhallsson.
Slitur úr sjöorðabók
— ný ljóðabók Jóhanns S. Hannessonar
systur sinni í erfiðleikum hennar.
Gunnar hvílir hinsvegar í kirkju-
garðinum í Bederkesa, smábæ í
nágrenni Bremerhaven, þar sem
þau áttu heimili. Gunnar var
jarðsettur þann 21. nóv. sl.
Megi Guð gefa drengjunum þá
gjöf að Steinunn komist heim
fyrir jól, því jafnvel þó þeir séu í
góðum höndum hjá ömmu og afa,
þá er missir þeirra mikill og
móðurástin það sem þeir þarfnast
mest, og við þig, Steina mín, get ég
aðeins sagt; í drengjunum þínum
felst styrkur þinn til þess að mæta
áföllum lífsins, því í þeim átt þú
minninguna um góðan dreng, sem
aldrei gleymist.
Stefán Bergsson
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hf. hefur sent frá sér ljóðabók-
ina Slitur úr sjöorðabók eftir
Jóhann S. Ilannesson. Er þetta
önnur ljciðabók höfundar. Hin
fyrri, Ferilorð, kom út hjá AI-
menna bókafélaginu árið 1977.
Höfundur skiptir hinni nýju bók
í fimm kafla, ep í bókinni eru alls
28 ljóð, orkt á síðustu fjórum
árum. Dregur bókin nafn sitt af
síðasta ljóði bókarinnar.
Slitur úr sjöorðabók er sett,
umbrotin, filmuunnin og prentuð í
Prentstofu G. Benediktssonar, en
Arnarfell hf. annaðist bókband.
Kápu bókarinnar hannaði Sigur-
þór Jakobsson.
í MORGUNBLAÐINU 1 gær birtist
frétt um nýja bók og var fréttin svo
brengluð, að ásta'ða er til að birta
hana i heild aftur:
Bókaútgáfan Þjoðsaga hefur gef-
ið út bókina „Starfsrækt“ eftir
indverska spekinginn Svami Vive-
kananda. Þýðendur eru Jón Thor-
oddscn og Þórbergur Þórðarson.
Bókin Starfsrækt, eða Karma-
Yoga, eru átta fyrirlestrar Svami
Vivekananda og fyrir útgáfunni er
stuttur inngangur um hann eftir
Þórberg Þórðarson þar sem segir
m.a.:
„Vivekananda er spekingur að viti,
afburða ræðuskörungur og ritsnill-
ingur. Hann hefur ritað fjölda bóka
um yoga og indverska heimspeki.
Vivekananda andaðist árið 1902,
harmaður um Indland þvert og
endilangt, enda var hann talinn
sannheilagur maður."
Bókin er 98 blaðsíður að stærð,
prentuð í Prenthúsinu sf.
Starfsrækt eftir
Svami Vivekananda
Einrttvel,
margar
letu rgerói r
Það er ekki lengur
spurning um hvaða
rafritvél þú velur, heldur
hvernig letur þú velur í
IBM kúluritvélina.
IBM kúluritvélin hefur
marga kosti umfram
aðrar rafritvélar. Einn er
að geta skipt um letur.
Með einu handtaki má
skipta um leturkúlu og fá
þannig annað letur, sem
kemur að góðum notum
við sérstakar bréfa-
skriftir, skýrslugerðir og
textaskrif.
Nú bjóða SKRIFSTOFUVÉLAR h/f upp á fjórðu leturgerðina í
IBM kúluritvélar. Sú nýja nefnist Courier 10 og bætist þar með í
hóp Advocate, Courier 12 og Scribe, sem þegar eru til með
íslenska stafrófinu.
Biðjið um letursýnishorn.
^ + ^ Hverfisgötu 33
HVERFISGATA
20560
Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns.