Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 3 Bréf send frá Hofsósi til Sauðár- króks eru f jóra daga á leiðinni „MÖRGUM finnst íslenska póst- þjónustan seinvirk on að viða leynist „flóskuhálsar". þanni^ að bréf séu oft óeðlilega ienKÍ að berast," segir m.a. í frétt í nýlegu toluhlaði Neytendasamtakanna. en samtokin létu nýlega kanna hversu lení?i bréf væru að berast milli nokkurra staða á landinu. Niðurstöður konnunarinnar voru þær. að bréf bærust milli staða á landinu á fimm dögum lengst. en samdægurs styst. Send voru 60 bréf í póst á fjórum stöðum á landinu til við- takenda víða um land. Öll bréfin voru sett í póst mánudaginn 17. nóvember um leið og viðkomandi póstafgreiðslur opnuðu, en þessir staðir voru Akranes, Bíldudalur, Hofsós og Eskifjörður. Hér verða á eftir nefnd nokkur dæmi um hversu lengi bréf voru á leið milli staða: Bréf, sem bárust samdægurs voru send frá Eski- firði til Reyðarfjarðar. Einn dag tók að senda bréf frá Eskifirði til Reykjavíkur, Egilsstaða og Nes- kaupstaðar og frá Akranesi til Reykjavíkur. Tvo daga tók bréf frá Hofsósi að berast til Reykja- víkur, frá Eskifirði til Hafnar- fjarðar, Akraness, Akureyrar og Selfoss, frá Akranesi til Hafnar- fjarðar, Hafnar og Reyðarfjarðar og frá Bíldudal til Reykjavíkur, Borgarness, Blönduóss og Nes- kaupstaðar. Bréf frá Hofsósi til Akraness, Húsavíkur og Fá- skrúðsfjarðar voru 3 daga á leið- inni og frá Eskifirði til Seyðis- fjarðar, frá Akranesi til Húsavík- ur og frá Bíldudal til Akureyrar og Hafnar, fjóra daga var bréf á leiðinni frá Hofsósi til Sauðár- króks, frá Eskifirði til Sauðár- króks, frá Akranesi til Borgarness og frá Bíldudal til Sauðárkróks. Bréf sent frá Eskifirði til Hofsóss og frá Bíldudal til Hofsóss voru 5 daga á leiðinni. Þá er þess getið, að bréf, sem sent var frá Hofsósi til Neskaup- staðar kom ekki í hendur viðtak- anda. I Neytendablaðinu er talið til annmarka könnunarinnar, að bréfin voru of fá og ekki var kannað hve langan tíma tæki fyrir bréf að komast milli staða innan sama svæðis. „Það sem einkum vekur furðu eru slæmar póstsam- göngur við Sauðárkrók og Hofsós. 011 bréfin fjögur, sem send voru á Sauðárkrók, komu á fjórða degi, og það sem furðulegast var, bréfið frá Hofsósi, sem er næsti þéttbýl- iskjarni frá Sauðárkróki, var jafn lengi á leiðinni og bréf frá Bíldu- dal. Virðist því að bréf, sem sent er þarna á. milli, fari: Hofsós- Sauðárkrókur-Reykjavík-Sauð- árkrókur," segir í Neytendablað- inu. Grunurinn var ekki á rökum reistur í FRÉTT á bls. 8 í hlaðinu í gær stóð að ökumaður bifreiðar, sem valt á Ilöfðabakka sl. þriðjudag, væri grunaður um ölvun við akstur. Sá grunur var sem betur fer ekki á rökum reistur og er hinu sanna í málinu hér með komið á framfæri, um leið og ökumaðurinn er beðinn afsökunar. Svínakjötið ný slátrað ennþá á tilboðsveröi. Svínalundir alveg sérstakt jólatilboö skráö verð 12.790 — okkar verð 7.450 Sér- tilboð Folaldagullasch Folaldabuff Folaldamörbráö Folaldafillet Folaldahakk 5.370 kr. kg. 5.700 kr. kg. 5.900 kr. kg. 5.900 kr. kg. 1.900 kr. kg. Jólasælgætið G.kr. nýkr. Smarties 170 gr. 1.490 14.90 Smarties 100 gr. 890 8.90 Smarties 50. gr. 525 5.25 Smarties 29 gr. 335 3.35 After Eight 200 gr. 2.350 23.50 After Eight 400 gr. Mackintosh’s 4.850 48.50 (Quality Street) 500 gr. White Heather 5.500 55.00 (konfekt dósir) 770 gr. 8.470 84.70 White Heather 385 gr. 4.468 44.70 White Heather 200 gr. 1.874 18.75 Tobelrone 50 gr. 405 4.05 Tobelrone 100 gr. Odense (konfekt marsipan) 990 9.90 85 gr. 765 7.65 Odense 200 gr. 1.674 16.75 Odense Blod nougat 90 gr. Anthon Berg marcipan 798 8.00 85 gr. Anthon Berg Blod nougat 991 9.90 30 gr. 297 2.95 Úrval af íslenskum og útlendum konfektköss- um. Ungnautakjöt 1. gæöaflokkur U.N.I. Skráö verö Jólatilboð Nautasnitchel 12.436 7.800 Nautagullasch 9.565 6.800 Nautaroastbeef 11.455 7.250 Nautafillet 13.390 9.800 Nautagrillsteik 3.985 2.900 Nautabógsteik 3.985 2.900 Nautatunga söltuö 5.370 4.300 Nautahakk 6.535 3.600 Nautainnanlæri 12.555 8.800 Nautabuff 11.900 7.800 Opiö t il kl. 22.00 föstudag og laugardag. Úrbeinuð ný lambalæri Úrbeinaöur nýr lambaframpartur Úrbeinaöur nýr lambahryggur Fyllt ný lambalæri meö ávöxtum Fylltir nýir lambahryggir m. ávöxtum Fylltir nýir lambaframpartar Lambainniærisvöövar Lambalundir Lambaguliasch Hangiframpartar úrbeinaöir Hangikjötslæri úrbeinuð 4.995 kr. kg. 3.990 kr. kg. 6.470 kr. kg. 4.995 kr. kg. 6.270 kr. kg. 3.990 kr. kg. 7.400 kr. kg. 7.555 kr. kg. 6.970 kr. kg. 4.190 kr. kg. 5.825 kr. kg. JACOBSKEXIÐ G.kr. nýkr. Water Crackers 200 gr. 1.114 11.15 Water Biscuits 200 gr. 613 6.15 Cream Crackérs 200 gr. 552 5.50 (Tekex) Biscuits For Chees (ostakex) 200 gr. 1.025 10.25 Goldgrain (súkkul.húöaö hafrakex) 200 gr. 1.069 10.70 Digestive (hafrakex) 300 gr. 882 8.80 Cheeselets (ostakex) 75 gr. 936 9.35 Twiglets (saltaöar heilhveitistangir) 75 gr. 980 9.80 Fig Roll (gráfíkjukökur) 200 gr. 772 7.20 Garibaldi (rúsínukex) 150 gr. 1.061 10.60 Ginger Biscuits (piparkökur) 120 gr. 738 7.40 Wafwers ískökur (orange — iemmon — vanilla — chocolate) 113 gr. 1.038 10.40 KJÖTMIÐSTÖÐIH Laugalæk 2. s. 86SII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.